Tíminn - 16.06.1989, Side 7

Tíminn - 16.06.1989, Side 7
Föstudagur 16. júní 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR Sigurður Björnsson, Kvískerjum: Furðuleg fræði S.l. vetur barst mér í hendur bók eftir dr. Gísla Gunnarsson, doktorsritgerðin „Upp er boðið ísland.“ Það ætti því að mega treysta því að það sem í slíku riti stendur sé byggt á ítarlegum rannsóknum. Ekki ætla ég mér þá dul að fara að gagnrýna efni bókarinnar, en sumt í henni er þannig að ég get með engu móti skilið. Einkum er efni á bls. 118 sem ég get ómögulega komið saman við þær hugmyndir sem bændur hafa haft um forvera sína og skal hér stuttlega gerð grein fyrir hvers vegna, og athugaðar nokkrar málsgreinar, sem mér virðast furðuleg fræði. Dr. Gísli segir: „Sveitabændur gátu fyrirhafnarlítið aukið sauðfjár- stofn sinn, jafnvel þótt nauðsynlegt væri sum árin aðgefa ásetta fénu um vetur, ef það átti að lifa hann af. Þar sem heyforði var venjulega lítiii og yfirieitt hafður mest fyrir kýrnar, var féð einfaldlega sett á guð og gaddinn. Mikið soltnir og magrir sauðir á vordögum fitnuðu vel og rækilega um sumarið og voru spikað- ir og góðir til slátrunar að hausti. Hagsýnn bóndi setti þvímarga á upp á von og óvon haust hvert. Ef veður voru slæm og bithagar litlir, missti hann ef til vill meginpart líflamb- anna. Slíkt var til skaða en ekki eins mikið og halda mætti, því að litlu hafði verið kostað til. Ef vel áraði gathagnaður hins vegar orðið mikill. Best var að fá sæmilegt jafnvægi bjargræðis og jarðbanna því að vel soltnir sauðir fitnudu best næsta sumar, eins og fyrr var vikið að. “ í þessari klausu er ýmislegt auð- skilið hverjum manni, svo sem það að ekki þurfti að gefa öðru fé hey en því sem sett var á vetur, og að heyið var einkum ætlað kúnum, en sitt- hvað annað er torskildara. Þama virðist gengið út frá þvf að lömbin væru látin ganga úti, sbr. að bóndi átti á hættu að missa mestan part líflambanna. í Sturlungu er þó getið um lambhúshlöðu, og menn hafa haldið að lömbum hafi verið ætlað dálítið hey að vetrinum á umliðnum öldum eins og á síðastliðinni öld, en hitt er rétt og vel skiljanlegt, að ef bóndi sá fram á að æmar dræpust, gat komið til að farga lömbunum og gefa ánum þá tuggu sem þeim hafði verið ætluð. En lömb sem drápust eða var fargað að vetri urðu ekki sauðir að sumri, og ef nokkrir vetur komu í röð, án þess að hægt væri að ala upp lömb var afkoman í hættu. Raunar munu ekki hafa þurft marga vonda vetur til að lítið yrði um björg hjá mörgum bónda, ekki síst ef hann hafði komist í aðstöðu til að setja margt fé á guð og gaddinn, því þá þurfti mikil hey til að bjarga ef þess þurfti með. Þó sagnir séu um að sumir bændur hafi hagað sér þannig, er óvíst hversu algengt það var, má jafnvel ætla að sagnir, sem geymst hafa geti bent til að almennt hafi það ekki þótt mikil forsjálni eða gott búskaparlag. Sauðir voru betri til frálags en ær sem mjólkað höfðu um sumarið og þoldu betur að lifa eingöngu á beit. Þeir gátu verið aðgangsharðir við kjarr og lifað á því nokkurn tíma, en ef ekki var annað að hafa var þó hætt við að kvistfall fækkaði hópnum, svo að reynt var að halda þeim til beitar þar sem annað en kvist var að hafa. Alltaf tók langan tíma fyrir bónda að koma sér upp myndarlegri sauða- hjörð, og fyrsta veturinn varð að gefa þeim hey í venjulegum vetrum. En til að koma upp sauðahjörð varð bóndinn að hafa talsvert margar ær og það kostaði bæði tíma og fyrir- höfn. Að vísu var hægara að auka smátt og smátt við fjárstofninn en að koma sér upp bát, því það varð að gera á stuttum tíma, en samt mun ekki hafa verið slegið slöku við og vinnudagurinn langur, þó ég viti ekki hvort á einokunartíma var venja að vinna 12 klukkutíma á dag eins og um 1880. Vel má vera að sumir heimasmíðuðu ljáirnir hafi verið bitgóðir, en þó mun það frem- ur hafa heyrt til undantekninga að bitið í þeim væri eins gott og í þeim ljáum, sem notaðir voru á þessari öld. í þurrkatíð urðu menn því að nota rekju sem aðeins gafst seinni- part nætur og fram á morgun, en þurrkinn varð líka að nota. í>ó betur gengi að slá þegar rekja var, reyndu menn líka að slá þó þurrt væri í rót ef ekki var mikið undir af heyi, og stóðu meðan verkljóst var. Þurfti því ekki leti til að hey yrðu lítil. Skal hér staðar numið um verkhætti að sinni. Dr. Gísli telur þama að best hafi verið fyrir bóndann að sauðirnir væru horaðir undan vetri, og það hafa þeir eflaust oft verið. En að það væri best fyrir bóndann er vafasam- ara. Sauður sem varð holdlaus að vetri gat að vísu safnað talsverðri fitu á góðu sumri, en vöðvar yrðu rýrir. Þeir urðu því ekki eins þungir og sauðir sem gengu vel undan vetri. Ekki munu stríðsmenn konungs hafa fúlsað við feitinni, en varla hafa kaupmenn þó dregið vöðvana frá þegar gert var upp fyrir sauðinn. Lítum þá á framhaldið: „Það minnkaði áhættu bóndans, að helsta fæða hans og fólks hans var mjólkurmatur og kjötmeti skifti fremur litlu máli í forðabúrum al- múgans. Kjötið var ekki síst ætlað til kaupstaðarverslunar og ef margt fé svalt íhel um vetur neyddist bóndinn einfaldlega til að draga úr kaupskap sínum næsta sumar. Slíktkom senni- lega kaupmanninum verr en bóndanum. “ Ég hef hingað til haldið að talað væri í óeiginlegri merkingu, þegar sagt var að smjör drypi af stráum, og kemur því á óvart að lítið mál hafi verið fyrir bóndann ef ærnar féllu, en meira fyrir kaupmanninn en bóndann ef sauðirnir drápust. Enginn, sem eitthvað þekkir til efast um að mjólkurmaturinn var drjúgur hluti fæðunnar hjá flestum bændum, en spuming er hvers vegna menn vom að færa frá ám ef litlu skipti fyrir bóndann þó þær dræpust? Á öldinni sem leið var það svo að mjólkin úr kúnum var að vísu ómetanleg, en oft lítil að vetrinum, en skyr, ostar og smjör, sem safnað var til vetrarins hafa menn talið að hafi þá og áður að mestu komið úr sauðamjólkinni. Þess vegna varð mjólkurmat ekki safnað að sumrinu ef æmar féllu að vetrinum, og ef það var aðalmatbjörg heimilisins blasti við sultur, jafnvel að mönnum yrði hætt sökum „ófeiti". Ef sauðastofn- inn var dálftið stór og hafði lifað af þó ærnar féllu, mátti lifa á honum um stund og fá fyrir fáeina þeirra dálítið af mjöli. En til þess að skilja hvernig það gat komið sér verr fyrir kaupmanninn en bóndann ef fénað- urinn féll, þarf lærdóm sem bændur hafa ekki haft hingað til, en ekki skal dregið í efa að fjárfellir hjá bændum hafi komið kaupmönnum illa, eink- um ef ef bændur vom áður skuldug- ir. Þá er það fullyrðingin um að kjötið hafi skipt litlu máli í fæðu bænda. Vel má vera að um þetta séu ekki til tæmandi samtíma heimildir, en varla hafa menn fúlsað við kinda- kjöti ef menn áttu kost á því. Hitt er annað mál, að vel getur verið að lítið hafi verið um sauðakjöt hjá bónda sem var að stríða við að koma sér upp sæmilegum bústofni. En það em til heimildir, að vísu eldri en frá einokunartíma, sem benda til að kjöt hafi þótt mikils virði til matar og þó þar sé ekki um kindakjöt að ræða er ekki vafí á að það hefur ekki síður þótt dýrmætt til matar. í Sturl- unga sögu er sagt að eitt versta verk sem unnið var á þeim tíma, hafí verið þegar Kolbeinn ungi brenndi upp hvalina svo að mönnum Þórðar kakala mætti ekki verða nein not af þeim. Mun það vera nokkur bending um hvers virði maturinn var, því fleiri vond verk vom unnin á þeirri tíð. Jón Ögmundsson biskup leitaði til öryggis samþykkis páfa til að menn mættu eta sel á föstunni, og taldi Guðbrandur Jónsson prófessor að varla hefðu aðrar gjörðir hans komið almenningi betur. Að vísu var það fáfræði biskups og páfa sem þar bjargaði málum, því þeir töldu selina físka. Má því fara nærri um að hvali töldu menn óhætt að eta á föstunni þó katólskir væm. En þótt eitthvað kunni að vera hæft í því að menn hafi ekki viljað nefna kjöt á föstunni eftir siðaskipti (sbr. Jónas Hallgrímsson: Klauflaxinn) þótti mönnum „klauflaxinn" bestur matar. Forsjáll bóndi endumýjaði ærstofninn og slátraði gömlu ánum áður en þær fóm mjög að fella af, en varla hafa þær verið eftirsóttar af kaupmönnum og því verið etnar heima. Það þarf því meira en fullyrð- ingu til að bændur trúi því að kindakjöt hafi skipt litlu máli í fæðu þjóðarinnar á einokunartímanum. Þá kemur skýring á hvers vegna menn stunduðu landbúnað en fóm ekki í útgerð og er framhald af áður sögðu: „Meðan veðurfar hélst sæmilegt var það því augsýnilega betri val- kostur fyrir sveitabónda að auka sauðfjárstofn sinn en að hefja þátt- töku í fiskveiðum á vetrarvertíð. Slíkt var bæði ódýrara og kostaði minna vinnuafl. Ef bóndinn bjó stórt með marga vinnumenn, var honum samt augljós hagur í því að senda einhverja vinnumenn í verið um veturinn. En venjulegur leiguliði átti ekki stórt bú eða heimili og eftil vill var eini vinnumaðurinn nákom- inn ættingi og vinur Hvað var þá eðlilegra en að koma hvergi nálægt hættulegu vetrarvertíðinni og taka í staðinn þá áhættu að setja á nokkra sauði til viðbótar? Þá var hægt að stunda án samviskubits eina þá helstu vetrariðju sveitamanna á norðurslóðum um allar aldir, sem var að liggja í leti og sofa sem mest“. Á það hefur áður verið bent að til þess að hefja útgerð þurfti talsverð efni og einnig má benda á að aðstaða frá náttúmnnar hendi var misjafn- lega góð. Á síðast liðinni öld bund- ust menn þó samtökum, jafnvel við brimsanda, að koma sér upp bátum (skipum) þó hver bóndi gæti ekki átt nema lítinn hlut að því, og vel má vera að svo hafi það verið á fyrri öldum þó heimildir vanti um það. En hitt er vitað að vermenn gengu milli landsfjórðunga á fyrri öldum (sbr. þegar Norðlendingamir fór- ústu frá Hálsahöfða) og nærri út öldina sem leið. Vitað er að á öldinni sem leið var algengt að ungir menn „fæm til sjóðs“ á vetrarvertíð þó þeir ynnu heima að sumrinu og líklegt er að svo hafi það verið áður. En það vom engu síður menn sem unnu hjá foreldmm sínum en óskyldir vinnumenn. Það hefur því varla verið margt karlmanna á öllum sveitabæjum á þeim tíma sem vetrar- vertíð stóð. Fróðlegt hefði verið að fá ítarlega og trausta rannsókn á hversu mikill hluti þjóðarinnar stundaði sjósókn á vetrarvertíð, en hætt við að um það séu ekki til nægar heimildir. Þá er það siðasta málsgreinin. Ég hélt ekki að það að liggja í leti og sofa hafi verið talin iðja hingað til, en það stafar líklega af mínu lær- dómsleysi. En ætli sveitafólk hafi ekki stundað einhver verk að vetrin- um? Efnahagur bóndans og jafnvel líf bama hans, konu og hans sjálfs var undir því komið að honum tækist að framfleyta bústofni sínum yfir veturinn. Hann varð því að nota þá möguleika sem til þess vom. Heyforðinn var oftast lítill og þurfti því að nota beit eftir því sem hægt var. Bóndi fór því á fætur þegar sást að dagur var í nánd, gaf kúnum og háraði fénu og kom því á haga ef nokkrar snapir vom. Væru þær ekki fyrir hendi varð jafnvel að búa þær til með því að moka snjóinn af þar sem menn töldu að féð gæti náð í einhvern haga. Bóndinn varð að vita hvar helst var hagavon í hans landi ef knappt var um haga, en einnig þurfti hann að fylgjast vel með veðri. Miklu gat skipt ef byl gerði snögglega að eiga undan veðri að sækja að húsi. En hafði bóndinn þá nokkuð að gefa ef hann þurfi ekki að standa yfir fénu? Gera má ráð fyrir að hann hafi tekið upp mó og borið inn skán um sumarið, en móhlaðinn var varla fluttur í hús að sumrinu og gat verið talsvert langt frá bænum. Hann gat því vel þurft að fara talsverðan spöl með móbyrði eftir að hafa komið fénu á haga. En sjaldan mun þó skánin og mórinn hafa verið nægilegur eldiviður vetur- inn út og því þurfti að „fara í skóg“ ef kjarr tilheyrði jörðinni og bera heim hrísbagga, rífa viðinn, því kúnum var gefið limið og kurla lurkana. Ef fjörustúfur fylgdi kotinu þurfti að gæta hans vel. Ef um fjörubeit var þar að ræða mátti búast við flóðhættu, en þó ekki væri henni til að dreifa varð bóndinn að sjá um að það sem á fjöruna barst færi ekki forgörðum og það hvort sem hann átti nema álnar kefli og minni sem leiguliði, eða átti allan reka, því hann var ábyrgur gagnvart landeig- anda ef hann átti ekki jörðina sjálfur. Nú má búast við að ekki hafi alltaf farið allur dagurinn í þessi störf, en vera má að maður, sem ekki kærði sig um að liggja f leti gæti fengið sér eitthvað til dundurs um vetrartím- ann sem hann hefði annars orðið að bæta á sumarstörfin. Talið er að kornið hafi þá verið flutt til landsins í tunnum, en ekki pokum eins og á þessari öld, og búast má við að ekki hafi allir bændur flutt það í tunnum heim til sín. Varla hefur verið betra að fá umbúðir þá en árið 1851, þegar Eyfellingar gátu ekki fengið rófufræ vegna þess að tómur fræpokinn hafði borist út í Vestamannaeyjar sumarið áður og ekki komist til stiftamt- manns eða annarra yfirvalda sem áttu að sjá um frædreifinguna. Bónd- inn mun því hafa þurft að útbúa sér ílát undir ýmsan vaming og að lfkindum munu þau að mestum hluta hafa verið skinnskjóður, þar sem hrosshárspokar hentuðu ekki. En það var talsvert verk að vinna hross- hárið, hvort sem það var unnið í reipi eða poka og var enginn verk- laus meðan hann vann að því. Ekki skal þó fullyrt að sum þessara verka hafa verið talin kvennastörf í sumum landshlutum og eflaust hafa konur marga skjóðuna saumað, en á s.l. öld er þó víst að skjóklæðasaumur var a.m.k. víða karlmanna verk og svo var einnig um hrosshársvinnu. Er því líklegt að skinnasaumur hafi a.m.k. ekki síður komið í hlut karla en kvenna á einokunartíma. Búhagur bóndi smíðaði einnig þau ílát sem til búsins þurfti og gerði við það sem bilaði, og til þess var vetrartíminn notaður. Almenningur keypti ekki sín hversdagsföt af kaup- manninum á þeim árum, þau voru heimagerð og að menn hafa talið úr ull. En það var mikil vinna að koma ull í fat, sérstaklega áður en rokkar og vefstólar komu til sögunnar, en talið er að eingöngu hafi verið spunnið á halasnældur og ofið á vefstaði fram á seinni hluta átjándu aldar. Talið er að spuninn hafi verið kvennaverk og vefnaðurinn að mest- um hluta, en á öldinni sem leið var a.m.k. á Austurlandi talið að sjálf- sagt væri að karlmenn, bæði ungir og gamlir, kembdu og helst að spuna- konur þyrftu sem minnst að því að koma og sagnir eru um að gestir hafi goldið næturgreiða með því að tvinna band. Ekki skal fullyrt að rökkursvefn hafi verið almennur á einokunartím- anum eins og á öldinni sem leið, en hann hefði verið óþarfur og raunar ómögulegur ef fólkið hefði legið í leti og sofið að deginum. Hitt er annað mál að stundum hafa vökur verið styttri en menn vildu vegna skorts á ljósmeti, og vel getur verið að sumir ríkir bændur hafi látið vinnufólkið vinna öll störf en legið sjálfir í leti, en það mun ekki síður hafa átt við útvegsbændur en þá sem lifðu af landbúnaði. Ég hef hér gert nokkra grein fyrir því hvers vegna mér gengur illa, eða raunar ekki að skilja þessar tilvitn- uðu klausur. En vera má að ástæðan sé að mig vanti lærdóm til þess. Það hefur áður komið fyrir að lærður maður hefur sett fram á prenti vísdóm sem ég (og fleiri) hef ekki getað skilið, svo sem að ekki væri víst að Ingólfur Arnarson hafi verið til; niðjar hans hefðu getað búið til söguna um hann til að hafa betri valdaaðstöðu. Þetta hef ég með engu móti getað skilið. En flest annað sem ég hef séð eftir þann sem þetta ritaði hef ég aftur á móti vel skilið og þótt fengur að. Sigurður Bjömsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.