Tíminn - 16.06.1989, Síða 8

Tíminn - 16.06.1989, Síða 8
8 Tíminn Föstudagur 16. júní 1989 SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA Umsjónarmenn Guðmundur Steingrímsson og Steingerður Gunnarsdóttir. Eitthvað Kæru félagar, nú þegar sumarið er komið eftir harðan vetur og strembinn er hyggilegt að iíta um öxl og virða fyrir sér liðnar stundir og reyna að gera sér einhverja grein fyrir hvað framundan er. Er ég sest niður og hugleiði hvað okkur í stjórn SUF hefur áunnist og hvað við höfum haft fyrir stafni kemur þetta helst í hugann. Starfsemi stjómarinnar hefur ver- ið þróttmikii. Haldnir hafa verið reglulega framkvæmdastjórnarfund- ir á fimmtudögum, þar sem mál líðandi stundar hafa verið rædd og ályktað ef ástæða hefur þótt til. Stjórnarfundir hafa verið tveir og voru þeir starfsamir, einn miðstjórn- arfundur var haldinn í vetur úti í Viðey og var hann vel sóttur. Þar var ályktað um varaflugvöll og sam- þykkt ályktun um atvinnumál skóla- fólks í sumar og vom það orð í tíma töluð. Stjómin hefur vakað yfir gerðum ríkisstjórnarinnar og gagnrýnt hana af sanngirni og ber þar hæst gagnrýni sem SUF hélt uppi á húsbréfafrum- varp félagsmálaráðherra, sem við teljum ekki vera til hagsbóta fyrir ungt fólk, sem er að hefja sína lífsbaráttu sem launþegar og þarf að koma þaki yfir höfuð sitt. En eins og með aðra starfsemi þar sem eitthvað á að leggja af mörkum, krefst það starfskrafta og fjár til að greiða kostnað sem til fellur. Fjár- hagstímabil SUF, sem hófst eftir þingið á Laugarvatni, hefur ein- kennst af mjög þröngum fjárhag, því mest allt fé sem inn hefur komið, hefur farið í að greiða skuldir frá fyrra tímabili og hefur því miðað nokkuð. Aðalfjáröflunarleið okkar er út- gáfa jólaalmanaks um hver jól og um síðustu páska var ráðist í útgáfu á páskaalmanaki. S.l. haust vareinn- ig sent áskriftartilboð að þjóðmála- ritinu SÝN og var það gert með því að senda SUFurum á öllum aldri gíróseðla fyrir tveimur almanaks- spjöldum í hvort skipti og gíróseðil fyrir áskriftinni. En það hefur að öllum líkindum hent hjá nokkuð mörgum að seðlarnir hafi lent uppi í skáp en ekki í bankanum, eins og til hefur eflaust staðið hjá öllum sönn- um SUFurum. En ekki er öll nótt úti, því gíróseðlarnir halda gildi sínu og er hægt að drífa sig með þá í næsta banka og greiða þá til stuðn- ings baráttunni. Ég vil hér skora á alla sanna SUFara að leggja okkur lið og greiða gíróseðlinn þó tími almanaksins, sem þeir voru upphaf- lega gerðir fyrir, sé liðinn og fram- lagið verði sem stuðningur við SUF. Ég vil einnig geta þess, að SUF barst í vetur arfur frá Jóni Emil Guðjóns- syni, tuttugu og fimm þúsund krónur og við erum þakklát þessum látna heiðursmanni og velunnara. Nú hefur stjórnmálaflokkur einn tekið sér til fyrirmyndar framtak SUF, að standa fyrir skógrækt og uppgræðslu landsins. En „Flag í fóstur" var eitt af afmælisverkum SUF á síðasta ári. Þar var ýtt úr vör metnaðarfullu átaki við að glæða skilning fólks á að klæða landið gróðri, svo vissulega hefur árangur Örfá orð um síðuna SUF-síðan birtist nú í annað sinn. Nokkuð langt er liðið síðan síðasta síða var skrifuð og eru margar ástæður sem þar liggja að baki. Upphaflega var áætlað að síðan kæmi út einu sinni til tvisvar í mánuði og ætti ekkert að verða þeirri ætlun til fyrirstöðu á komandi tímum. Þessi síða er hugsuð sem vettvangur fyrir unga framsóknarmenn, sem og aðra, til að koma skoðunum sínum á framfæri. Hún er vettvangur fyrir umræðu ungs fólks, hér geta menn deilt eða orðið sammála um þau málefni sem eru umræðu verð. Á síðu sem þessari er ekki nema sjálfsagt að t.d. flokksforystan, ríkisstjórnin, aðrir flokkar og önnur ungliðasamtök séu gagnrýnd og þá jafnvel sagt til syndanna, eða hrósað ef ástæða þykir til, en það er þó ólíklegt að þess gerst þörf þegar aðrir flokkar eiga í hlut. Að sjálfsögðu eiga ekki einungis að fara hérfram stjórnmál mmræð- ur. Allt efni, sem endurspeglar skoðanir ungs fólks, varð ir þeirra málefni og er skrifað frá sjónarhóli þeirra er guðvelkomið. Vissulega hefur borist efni til síöunnar og er þá aðallega un að ræða ályktanir af fundum framsóknarfélaga, sem og fréttir og ri yndir af starfsemi þeirra. En það má alltaf gera betur og því eru g íinar og fréttir frá einstaklingum og félögum vel þegnar sem kærkoi ið efni á síðu ungra framsóknarmanna. Guðmundur Stein; ímsson. í sarpinn orðið og vonandi fylgja fleiri í kjöl- farið. Samband ungra framsóknar- manna eru fjölmennustu og virkustu ungliðasamtök stjórnmálaflokka á íslandi og hafa verið svo um langa tíð. Innan SUF spretta upp hug- myndir að miklum framfaramálum öllum til hagsbóta. Það má því öllum vera ljóst að hvergi má af draga í baráttunni til eflingar í flokknum og ungt fólk þarf að búa undir störf á vettvangi stjómmálanna í framtíð- inni. Kristinn Halldórsson gjaldkeri SUF Skógræktarferd SUF til Galtalækjar var farin laugardaginn lO.júní og var ágætis þátttaka. Hér sjást nokkrir SUFarar planta trjám. Stjómmálaályktun SUF: Fullur stuðningur við ríkisstjórnina Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar gengur nú í gegnum afar erfitt tímabil og virðist rúin trausti meðal almennings, sé mark takandi á nýbirtum skoðanakönnunum. Framsóknar- flokkurínn hefur þó ekki glatað stuðningi kjósenda svo neinu nemi. SUF lýsir yfir fullum stuðningi við ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar, en hún gengur nú í gegnum sama erfiðleikatímabil og varð ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar að falli. Þetta tímabil er prófsteinn á það hvort núverandi ríkisstjóm nær helstu markmiðum sínum; Þ.e.: að lækka vexti, ná niður fjármagn- skostnaði, tryggja rekstrargmndvöll undirstöðuatvinnuveganna og draga úr linnulausri skuldasöfnun ríkisins. Að óbreyttu stefnir í verulegan halla á rekstri ríkissjóðs. SUF telur að þessum halla megi ekki mæta Blóðbað fordæmt SUF fordæmir það blóðbað sem ráðalausir leiðtogar kín- verska kommúnistaflokksins stóðu fyrir á Torgi hins himneska friðar, þegar alþýða landsins krafðist lýðræðis og tjáningafrels- is. Ofbeldið sýnir einungis van- mátt kommúnista gagnvart kröfu alþýðu Kína um grundvallar- mannréttindi. SUF hvetur öll þau ríki sem leggja áherslu á mannréttindi, að fordæma þann glæp sem kínversk stjórnvöld hafa framið á eigin ' þjóð. Frelsisþrá verður aldrei í fjötra-bundm*. ......* • .... með auknum byrðum á almennt launafólk, heldur þvert á móti með enn frekari niðurskurði útgjalda og aðhaldi i ríkisrekstrinum. Þessi niðurskurður má ekki einskorðast við framkvæmdir á vegum ríkisins. Það þarf ekki síður að taka rekstur allra ríkisstofnana til rækilegrar endurskoðunar. Þá bendir SUF á að ríkissjóður getur aukið tekjur sínar verulega með því að bæta innheimtu skatta, sér í lagi söiuskatts, og láta þá, sem mest bera úr býtum og hafa skattfrjálsar fjármagnstekjur, borga meira í hina sameiginlegu sjóði Iandsmanna. SUF hvetur félagshyggjufólk til að standa með ríkisstjóminni á þessu erfiða tímaskeiði og gefa henni svig- rúm til að ná yfirlýstum markmiðum sínum og láta verkin tala. Ekki má gleyma landsbyggðinni Aðalfundur Félags ungra fram- sóknarmanna við Djúp var haldinn 20.maí s.l. á Isafirði. I ályktun sem samþykkt var á fundinum segir m.a. að nauðsynlegt sé að Framsóknar- flokkurinn auki fylgi sitt á suð-vest- urhorninu en hins vegar megi for- ystusveit flokksins ekki gleyma því í málflutningi sínum að flokkurinn á sínar dýpstu rætur meðal lands- byggðarinnar. „Landsbyggðin verður að geta treyst því að í Framsóknarflokknum finni hún- sinn baráttuvettvang sem málsvara hér eftir sem hingað til,“ segir í ályktuninni. í ályktuninni er einnig farið nokkrum orðum um kvótafyrir- komulagið og er sagt í því sambandi: Kvótafyrirkomulagið’ hefnr með- réttu verið gagnrýnt af Vestfirðing- um, en þó einkum vegna vaxandi skerðingar á síðustu árum á rétt- mætri hlutdeild Vestfirðinga. For- ystusveit Framsóknarflokksins er hvött til þess að efna til opinskárrar umræðu innan flokksins um hvaða fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar sé hentugast þegar núverandi fiskveiði- stjórnunarlög renna úr gildi.“ Á aðalfundinn mætti formaður SUF, Gissur Pétursson, og sagði hann frá starfi samtakanna. Þá var kosið í stjórn og var Geir Sigurðsson kjörinn formaður. Að kvöldi fundarins stóð félagið fyrir sinni fyrstu vorhátíð á Staupa- steini á ísafirði. Góð þátttaka var á hátíðinni og var glatt á hjalla og menn sammála um að þetta við- fangsefhi væri-hið besta mál. ....

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.