Tíminn - 16.06.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.06.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 16. júní 1989 Kvenfélagið Vorhvöt: Óviðunandi að Jón Baldvin láti kúgast Tímanum hefur borist fréttatil- kynning frá Kvenfélaginu Vorhvöt þar sem segir m.a.: „Vegna þess, hve smásálarlega ýmsir Islendingar hafa tekið vinsam- legum tilmælum generáls Eric McVadons um betri samskipti landsmanna, hvort sem þeir búa innan Keflavíkurflugvallar eða utan og brýningu generálsins til íslenskra samherja um einbeittari málflutn- ing, vill Kvenfélagið Vorhvöt taka fram að það er með öllu óviðunandi að hinn glæsilegi og baráttuglaði utanríkisráðherra vor, Jón Baldvin, láti fámennan, öfgafullan þrýstihóp kúga sig til þess að snupra einn af sínum bestu vinum; vin sem hefur meira að segja lagt það á sig bæði fyrir hann og íslensku þjóðina að læra íslensku. Utanríkisráðherra, Jón Baldvin, hefur hingað til verið þjóð sinni til sóma og reisnar með stórmannlegum viðbrögðum í erfið- um málum, svo sem gagnvart uppi- vöðslusemi PLO og yfirgangi Svía, eins og skemmst er að minnast.“ Kvenfélagið Vorhvöt harmar einnig niðurskurð á bandaríska vara- liðinu í væntanlegum heræfingum, sem ekki fengu að hefjast 17. júní n.k. og því einhverju stærsta tæki- færi, sem þjóðinni hefur boðist til að sýna samheldni og stórhug á sjálfan þjóðhátíðardaginn, kastað á glæ. Vorhvatarkonur ætla að selja barmmerki við ýmis tækifæri nú á næstunni til þess að leggja samein- ingu og vömum þjóðarinnar lið á 45 ára afmæli íslenska lýðveldisins og hvetja þær einkum foreldra til að gefa börnum sínum merki. r 1 |L J i .llllÉIÍi I O ■ SÍT á Brautskráðir nemendur frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. FS BRAUTSKRÁIR Brautskráning nemenda frá Fjöl- brautaskóla Suðumesja fór fram í Keflavíkurkirkju þann 3. júní. Að þessu sinni vom 55 nemendur braut- skráðir og skiptust þeir þannig á milli brauta: 18 flugliðar, 2 skipstjór- ar, 4 skiptinemar, 1 vélstjóri 2. stigs, 4 af 2ja ára bóklegum brautum, 13 af tæknisviði og 13 stúdentar voru útskrifaðir. Verðlaun vom afhent fyrir góðan námsárangur og flest þeirra féllu í hlut Ingu Sigursveinsdóttur. Aðrir sem hlutu verðlaun vom Helen Hall- dórsdóttir, Þórhallur Ingason, Helga Sigrún Harðardóttir, Jóhann í>. Pór- isson, Guðbjörg Leifsdóttir og Sig- urbjörg Róbertsdóttir. Sparisjóðurinn í Keflavík veitir árlega bikar til þeirra sem náð hafa góðum árangri í 4 greinum. Bik- ararnir skiptust þannig: íslenskubik- ar Inga Sigursveinsdóttir, hagfræði- bikar Sigurbjörg Róbertsdóttir, vél- ritunarbikar Guðbjörg Leifsdóttir og bókfærslubikarinn hlaut Inga Sig- ursveinsdóttir. Skólanum var ekki formlega slitið því eftir á að kenna og prófa í haust til að bæta upp kennslumissi í verk- falli kennara. GS. Sjómannadagur í Hornafirði Frá Sverri Aðalsteinssyni, Höfn. Sjómannadagurinn var haldinn á Höfn í Hornafirði með hefðbundn- um hætti. Á laugardeginum var kappróður sem 14 sveitir tóku þátt í og að honum loknum var flotgalla- kappsund þar sem Andrés Kolbeins- son, vélstjóri, sigraði, en þar tóku þátt sex keppendur. Laugardags- skemmtuninni lauk með hópsiglingu báta með fólk út fyrir ós og var mikill fjöldi sem þáði boð útgerðarmanna að fara í þá siglingu. Á sunnudeginum hófust hátíðar- höld með því að lagður var blóm- sveigur að minnisvarða sjómanna á Óslandshrauni og gengið var til sjómannamessu. Að henni lokinni um klukkan 14:20 hófst skemmti- dagskrá á hóteltúni. Par hélt Guð- bjartur Össurarson, formaður Út- vegsmannafélags Hornafjarðar, aðalræðu dagsins. Þá sá Örn Árnars- son um afhendingu heiðursmerkis sjómanna og hlaut Guðmundur Sæmundsson merkið að þessu sinni. Örn tók fram að Guðmundur hefur tvisvar bjargast úr sjávarháska, í fyrra skiptið þegar ms. Bliki fórst í mars 1942 vestur af Vestmannaeyj- um og í seinna sinnið þegar ms. Borgey fórst rétt við Hornafjarðarós 7. nóvember 1946. Næst voru afhent afreksverðlaun, bikar og minnispeningur, en þau hlaut áhöfnin á Akurey SF 31, en hún bjargaði Hrísey SF 41 við Hornafjarðarós þann 7. mars við mjög erfiðar aðstæður. Því næst var slegið á léttari strengi með ýmsum leikjum, en sennilega hefur mesta kátínu vakið kappleikur skipstjóra og Sindrastúlkna, en skipstjórar léku í pilsum. I lokin var sýnt fallhlífarstökk. Sjómannadeginum lauk með miklu sjómannahófi í íþróttahúsinu þar sem 400 manns snæddu mat og dönsuðu fram eftir nóttu. Sagt til vega á Suðurlandi Leiðsöguhandbókin „Sagt til vega á Suðurlandi" er komin út. í bókinni er að finna ýmsar hand- hægar upplýsingar fyrir ferðamenn, svo sem um gististaði, verslanir, veitingastaði, söfn, íþróttaaðstöðu og þjónustu ýmisskonar. Bókin tek- ur yfir Ámessýslu, Rangárvalla- sýslu, V-Skaftafellssýslu og Vest- mannaeyjar. Stutt leiðsögn er gefín um hvem stað fyrir sig og auk fjölda mynda em kort sem sýna vegi og þjónustu á viðkomandi stað. Stórt yfirlitskort af Suðurlandi fylgir með bókinni og þar em merkt- ir inn helstu vegir og vegaslóðar og sú þjónusta sem veitt er á hverjum stað, svo að nú ætti að vera auðvelt að skipuleggja ferðalagið um Suður- land í sumar. Ritstjóri „Sagt til vega á Suður- landi“ er Kjartan Valgarðsson en útgefandi er Tungutak sf. fyrir Ferðamálasamtök Suðurlands. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII frimerki JII!::- ■''111111111,;: ..........................................................IIIII........ -.................. ■ ........................................ ......................................... ...................................... ■ - -................................... ............................................................................................ „ISFIL-89“ Frímerkjasýningin „ÍSFÍL-89" var haldin í Listasafni Alþýðusam- bandsins dagana 7.-9. apríl síðastlið- inn. Mun þar hafa verið gott úrval safna með þátttöku frá öllum Norðurlöndunum í 142 römmum, auk íslenskra safna. Það var Klúbbur Skandinavíu- safnara, sem hélt sýninguna og var samhliða haldið Landsþing Lands- sambands fslenskra frímerkjasafn- ara. 1 ávarpi í sýningarskrá segir meðal annars: „Það eru víst flestir sammála um það, að hvers konar félags- og tóm- stundastarfsemi á frekar erfitt upp- dráttar nú á tímum. Þetta á ekki síst við um frímerkjasöfnun. Allt of lítil endurnýjun er í hópi safnara; það virðist vera flest annað, sem heillar ungt fólk. Við trúum því samt að söfnun frímerkja sé enn jafn holl og fræðandi tómstundaiðja og áður var. í hraða nútímans er það mikil hvíld að grúska í frímerkjum og þeirri sögu, sem að baki þeirra liggur. Klúbbur Skandinavíusafnara.s em stendur að þessari sýningu, hefur lagt áherslu á unglingastarf og er með skipulagða leiðbeiningarstarf- semi innan Ölduselsskóla í Breið- holti. Þar hefur myndast lítill en góður hópur áhugasamra unglinga, sem væntanlega verður kjami félags okkar er stundir líða. Einnig hefur útgáfustarfsemi verið ofarlega á stefnuskránni, m.a. hefur klúbbur- inn gefið út handbók um íslenska póststimpla eftir Þór Þorsteins og ýmislegt fleira er í bígerð.“ Af þessu má ráða að mikil gróska er í starfi klúbbsins. En snúum okkur að verðlaunum þeim er veitt voru á þessari sýningu. Ein gullverðlaun voru veitt og hlaut þau Páll H. Ásgeirsson fyrir flugsafn sitt, „Flugpóstsaga frá 1928- 1945“. Var hann vel að þessum verðlaunum kominn, þar sem hér er um að ræða hið besta flugsögusafn sem finnst hér á landi. Stórt silfur hlaut Eivind Evensen fyrir rann- sóknarsafn sitt á Svalbarðafrímerkj- unum frá 1925 og yfirprentun eins þeirra. Silfur ásamt heiðursverð- launum hlutu svo: Þorvaldur S. Jó- hannesson, fyrir fyrstu flug og flugpóst, 1928-1948 og má segja að hann sé að komast upp að hliðinni á Páli. Þá hlaut hann einnig brons fyrir samskonar safn frá 1948-1986. Þá hlutu tveir Norðurlandabúar einnig silfur með heiðursverðlaunum. Silf- ur hlutu; Guðmundur Ingimundar- son fyrir átthagasafn sitt, Vest- mannaeyjar og fimm Norðurlanda- búar. Silfur-bronsverðlaun hlutu; Jón Halldórsson fyrir safn sitt af stimplum á frímerkinu með mynd Safnahússins. Þór Þorsteins fyrir safn sitt af merkjum frá Hópflugi til Matthíasar Jochumsonar, eða 1933- 1935. Jón Halldórsson fyrir safn einfaldra íslenskra bréfspjalda frá 1879-1934. Sigmar Sigurðsson fyrir safn sitt dýralíf og fjórir norrænir ÍSFÍL89\% safnarar. Aðrir sýnendur hlutu svo bronsverðlaun. Aðrar sýningar Meðal annarra sýninga sem haldn- ar hafa verið má nefna sýningu á Vorvöku Vestur-Húnvetninga, sem var haldin á Hvammstanga um bænadagana. Var þetta einkasýning Sigurðar H. Þorsteinssonar, sem sýndi þama átta frímerkjasöfn. Meðal annars var þarna safn er sýndi hvemig jólamerki verður til, eða sögu þess að Lionsklúbburinn Bjarmi á Hvammstanga gaf út jóla- merki í 11 ár. Þá var flugsaga íslands sýnd í heild sinni í 13 römmum. Tvö átthagasöfn vom á sýningunni, frá Húnavatnssýslu og úr Strandasýslu, f tveimur römmum hvort. Þá voru sýnd öll merki er gefin vom út fyrir aldamót í þremur römmum, í öllum prentunum og ýmsum afbrigðum og með flestum þeirra stimpla er þá voru notaðir. Auk þess vom sýnd tegundasöfn. Þá mun standa til sýning hjá Félagi frímerkjasafnara á Akureyri, en ekki hafa borist nánari upplýsing- ar um hana. Sigurður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.