Tíminn - 16.06.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.06.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 16. júní 1989. DAGBÓK Frá kynningu nýju upplýsingaþjónustunnar á dögunum. Tfmamynd:P)etur. Póstur og sími bryddar upp á nýjungum: Símaupplýsingaþjónusta Sú nýjung var tekin upp, frá og með fyrsta júní síðast liðnum, að símnotendur geta komist í samband við upplýs- ingaþjónustu Miðlunar og Pósts-og síma, með því að velja einhver af 99-1000 númerunum. Kerfið er byggt upp á svipaðan hátt og símaþjónusta sparisjóðanna og um er að ræða margs konar upplýsingar. Notandinn hringir í ákveðið síma- undar hér á landi. „Miðlun rekur númer eftir því hvort hann vill fá upplýsingar um íþróttir, úrslit get- raunaleikja, hvað er á döfínni í kvikmyndahúsum og svo framvegis. Hafi viðkomandi yfir að ráða tón- valssíma getur hann síðan flakkað á milli upplýsingamöguleika, innan hvers númers, að vild án þess að hringja aftur. „Á popplínunni verða til dæmis upplýsingar um vinsældar- lista, einnig vandamálaþáttur þar sem tekin verða fyrir þessi helstu unglingavandamál, poppslúður og fleira. Segjum að notandinn hringi í dagbókina áður en hann fer úr vinnu, þá getur hann valið sig niður í innkaupalista fyrir rétt dagsins. Þar fær viðkomandi upplýsingar um það hvað hann þarf að kaupa í matinn. Þegar heim er komið er síðan hringt aftur og þá eru gefnar upplýsingar varðandi það hvernig matreiða skuli rétt dagsins" sagði Ámi Zophonias- son markaðsstjóri Miðlunar hf. í samtali við Tímann. Póstur og sími er milligönguaðili og leggur til nauðsynlegan tækjabún- að en fyrirtækið Miðlun hf. mun sjá um þjónustuna að öðru leyti. Þetta er fyrsta símaþjónustan sinnar teg- upplýsingaþjónustuna Gulu línuna en varðandi þetta rennum við blint í sjóinn. Það er því í öllum rekstrar- áætlunum gert ráð fyrir að þjónustan fari frekar rólega af stað“ sagði Árni. „Þar sem númerin byrja á svæðis- númeri kostar það sama að nýta þjónustuna hvaðan af landinu sem er. Það er heldur dýrara að hringja í þessi símanúmer en önnur númer. Við svar mælist eitt skref og síðan er talning á tólf sekúndna fresti. Til samanburðar má geta þess að innan- bæjar er talning á sex mínútna fresti. Við erum aðeins milligönguaðilar og innheimtuaðilar fyrir Miðlun" sagði Bergþór Halldórsson yfirverk- fræðingur hjá Pósti og síma í samtali við Tímann. Bergþór sagði að rætt hefði verið um hliðstæða þjónustu fyrir aðra aðila og nefndi þar sem dæmi Veður- stofuna, Vegagerð og svo framvegis. „Við erum alveg opnir fyrir öllu slíku. Við sjáum nú á næstunni hvernig þetta gefst og þá verða fleiri möguleikar athugaðir. Að sjálf- sögðu mun póstur og sími ekki binda sig með einkasamningi við eitthvað eitt ákveðið fyrirtæki" sagði Bergþór. Einnig hefur komið til tals að bjóða fyrirtækjum upp á að vera með númer sem viðskiptavinir geta hringt í og leitað upplýsinga, á kostnað fyrirtækisins. „Þetta er komið víða um Evrópu og okkar stefna er að taka þessa þjónustu upp fljótlega. Þegar hefur verið unnin ákveðin undirbúningsvinna sem mun gera okkur kleyft að hrinda þjónustunni af stað með tiltölulega stuttum fyrirvara. Það hefur verið lagt til að veitt verði ákveðinni fjárupphæð í framkvæmdina á næsta ári en hvenær af þessu verður ná- kvæmlega get ég ekki sagt til um“ sagði Bergþór. Upplýsingar um þjónustuna er að finna í nýju símaskránni sem nýlega var tekið til við að dreifa. Hún verður að venju afhent á póst- og símstöðvum um land allt gegn fram- vísun sérstakra afhendingarseðla, sem hafa verið póstlagðir. Upplagið að þessu sinni er um 155 þúsund eintök og fóru 280 tonn af pappír í prentunina. Sama útlit er á skránni og í fyrra að öðru leyti en því að nú prýðir Goðafoss forsíðuna. Sú nýjung hefur verið tekin upp að bjóða skrána innbundna í hörð spjöld með plasthúð. Blaðsíðutal hefur aukist um 32 síður frá því í fyrra og tók skráin gildi 28. maí. jkb Ráðstefna um stuðningsþjónustu við fatlaða: Heimahjálp og önnur aðstoð við fatlaða Á vegum Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, og Lands- samtakanna Þroskahjálpar var haldin ráðstefna um stuðn- ingsþjónustu fyrir skömmu. Þar var fjallað um stefnu samtakanna næstu árin á sviði heimahjálpar og heimahjúkrunar. Auk þess sem ræddar voru nýjar leiðir til að gera sem flestum kleift að búa heima í stað þess að vista viðkomandi á stofnunum. formi lyfjagjafar, ráðgjafar varðandi heimilisaðstæður og svo framvegis. Reglur um notendur stuðnings- þjónustu kveða á um að hlutaðeig- andi notandi eigi við alvarlega fötlun Haldin voru erindi um núverandi skipulag þjónustu á höfuðborgar- svæðinu og í öðrum sveitarfélögum. Notendur sögðu frá sínum þörfum og hugmyndum um bætta þjónustu, fulltrúar heilbrigðis- og félagsmála- ráðuneyta fluttu erindi og fleiri. Stuðningsþjónusta er veitt þar sem notandinn dvelur dags daglega, heima og heiman. Þjónustan skiptist í þrennt, það er að segja hagnýt aðstoð, svo sem innkaup hreingem- ingar og annað, persónulega aðstoð eins og fylgd á vinnustað, námsað- stoð og fleira og sérhæfða aðstoð í að stríða, þarfnist mikillar umönnunar eða þurfi aðstoð við fylgd á vissum sviðum daglegs lífs. í því tilviki getur aðstoðarmaðurinn til að mynda gegnt því hlutverki að túlka fyrir fatlaðan mann með alvar- lega málhömlun. Liðveisla felst einnig í aðstoð við aðstandendur fatlaðra og gerir þeim kleift að fá helgarfrí og svo framvegis. jkb Sumarsvning HAFNARBORGAR: „Atólfæringi“-12 listamenn sýna í Hafnarborg, Hafnarfirði, 10/6-7/8 Sumarsýning Hafnarborgar, menning- ar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, hefur hlotið yfirskriftina „Á tólfæringi". Sú nafngift vísar annars vegar til þeirra tólf listamanna sem nú ýta úr vör samsýningu á verkum sínum og hins vegar til sögu Hafnarfjarðar, sem hefur verið útgerðar- staður allt frá upphafi byggðar. Þeir listamenn sem sýna eru: Björg Örvar, Borghildur Óskarsdóttir, Jón Axel Björnsson, Kristbergur Pétursson, Magnús Kjartansson, Margrét Jónsdótt- ir, Sigurður Örlygsson, Sóley Eiríksdótt- ir, Steinunn Þórarinsdóttir, Steinþór Steingrímsson, Sverrir Ólafsson og Val- gerður Bergsdóttir. Aöalsteinn Ingólfsson listfræðingur rit- ar inngang í sýningarskrá. Sýningin verður opnuð laugard. 10. júní og mun standa til 7. ágúst. Opnunar- tími er kl. 14:00-19:00 alla daga nema þriðjudaga. Kaffistofan í Hafnarborg ey opin á sama tíma alla daga. Edda Jónsdóttir sýnir í Nýhófn Edda Jónsdóttir opnar sýningu í Lista- salnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugar- daginn 10. júní kl. 14:00-16:00. A sýningunni eru myndir unnar með vatnslit, olíukrít og blýanti. Myndirnar eru flestar unnar á sl. vetri, en þá dvaldi Edda í Kjarvalsstofu í París um tíma. Edda stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíða- skóla íslands og Rijksakademie van Beel- dende Kunsten 1968-’78. Þetta er ellefta einkasýning Eddu, en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga og alþjóðlegra grafíksýninga hér heima og erlendis, þar sem hún hefur unnið til verðlauna, svo sem í Bradford 1982 og Fredrikstad 1984. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og kl. 14:00- 18:00 um helgar. Henni lýkur 21. júní. Aðalfundur UMHYGGJU - félags áhugafólks um þarfir sjúkra barna Félag áhugafólks um þarfir sjúkra barna, UMHYGGJA, heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 21. júní kl. 20:30 í fundarsal Hjúkrunarfélags lslands, Suðurlandsbraut 22. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosin ný stjórn. 3. Sjúkraþjónusta barna - umræður. Gestur fundarins Birgir Jakobsson, doktor í barnalækningum, fjallar um sjúkraþjónustu bama. Allir eru velkomnir sem hafa áhuga á velferð sjúkra barna, jafnt innan stofnana sem utan. Stjómin Frá Félagi eldri borgara Laugardaginn 17. júní fellur niður gönguferð hjá Göngu-Hrólfi. Opið hús á laugardag 17. júní í Goð- heimum, Sigtúni 3, frá kl. 20:00. Dans- leikur og skemmtiatriði. Sumarferð Breiðfirðingafélagsins Breiðfirðingafélagið fer I sfna árlegu sumarferð laugardaginn 24. júní kl. 08:30 á Njáluslóðir. Fararstjóri verður með í ferðinni. Upplýsingar í síma 32562 og 41531. Hana nú 17. júní Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 17. júní. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. 1 fréttatilkynningu frá Frístundahópn- um Hana nú í Kópavogi segir svo: „Við skreytum borðin með íslensku birki á þjóðhátíðardaginn og tökum góðan tíma í molakaffið. A gönguleið okkar stendur náttúran í blóma í síungu lýðveldi. Hefj- um hátíðarhöldin á Digranesveginum. Ekkert kynslóðabil.” Bústaðasókn Sumarferð Félagsstarfs aldraðra í Bú- staðakirkju verður farin miðvikudag 21. júní n.k. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 10 f.h. Nánari uppl. veitir Áslaug í síma 32855 eða f.h. á skrifstofu kirkjunnar s. 37801. Ráðstefna um stuðningsþjónustu við fatlaða og aðstandendur þeirra var haldin fyrir skömmu. Einn ræðumanna var Jón Bjömsson, og sést hann hér í ræðustól. Tlmamynd:Árnl BJarna Helen Caldicott. Helen Caldicott flytur erindi í Þjóðleikhúsinu 19. júní Á kvennadaginn 19. júní mun einn þekktasti friðarsinni í heimi, Helen Caldi- cott, bamalæknir og móðir frá Ástralíu, flytja erindi í Þjóðleikhúsinu kl. 20:30. f fréttabréfi frá undirbúningsnefnd seg- ir svo: „Koma Helen Caldicott er einstæður atburður. Hún er frábær fyrirlesari, talar af mikilli þekkingu og lætur engan ósnort- inn. Helen Caldicott hefur verið lýst sem móður hugmyndarinnar um frystingu kjarnorkuvopna. Hún átti frumkvæðið að stofnun Samtaka lækna gegn kjarn- orkuvá og var fyrsti forseti samtakanna. Samtökin hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 1985. Ennfremur stofnaði Helen Caldicott Friðarsamtök kvenna fyrir af- vopnun. Hún hefur skrifað tvær bækur um vopnakapphlaupið og afleiðingar kjarnorkustríðs." Helen Caldicott kemur hingað i boði allra þeirra kvennasamtaka sem stóðu að ferð íslenskra kvenna á Nordisk Fomm í Noregi sl. ár. Hún var gestafyrirlesari á kvennaþinginu. fslenskar konur hrifust svo af málflutningi hennar, að ákveðið var að bjóða henni hingað til lands. Helen Caldicott dvelst hér dagana 18.-24. júní. Hún mun hitta að máli ýmsa ráðamenn og fulltrúa friðarsamtaka. f tengslum við heimsókn hennar verður Kvenna-friðarmessa í Langholtskirkju, sem sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir mun hafa veg og vanda að, miðvikudagskvöld- ið 21. júní þegar sólargangur er lengstur. Atriði úr Bílaverkstæði Badda. Bílaverkstæði Badda -fer vestur og norður Þjóðleikhúsið fmmsýndi Bílaverkstæði Badda í október 1987. Leikritið var sýnt 90 sinnum fyrir fullu húsi á Litla sviðinu síðasta leikár og síðan 8 sinnum í maí sl. Þá var sýningin valin, ásamt Degi vonar, á Norrænu leiklistarhátíðina í Helsinki í Finnlandi í maí 1988. Nú er leikför í gangi með Bílaverkstæði Badda og verða næstu sýningar: Sunnud. 18. júní í félagsheimilinu Þinghamri, Varma- landi í Borgarfirði, mánud. 19. júní í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík, þriðjud. 20. júní í félagsheimilinu á Hvamms- tanga, miðvikud. 21. júní í félagsheimil- inu Blönduósi og fímmtud. 22. júní í Miðgarði, Varmahlíð í Skagafírði. Sýn- ingarnar eru kl. 21:00 á öllum stöðunum. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, Grétar Reynisson gerði leikmynd og búninga og Björn Bergsteinn Guðmunds- son sér um lýsingu. Aðalleikarar eru Bessi Bjarnason, sem leikur Badda, en aðrir leikarar eru: Jóhann Sigurðarson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Sigurður Sigurjónsson, Arnar Jónsson og Árni Tryggvason. Olíusíur frá Mjög hagstætt verð /S BÚNABARDEILD SAMBANDBINS ARMÚLA3 REYKJAVlK SlMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.