Tíminn - 16.06.1989, Side 17

Tíminn - 16.06.1989, Side 17
Föstudagur 16. júní 1989 Tírpinn 17 GLETTUR - Viltu svo blása í flautuna þegar vatnið sýður. - Geturðu heldur ekki séð neinn mun með þessum gleraugum? - Þú hefur víst gleymt að setja fuglakornið út ( garð í dag. - Ekki taka fótinn út úr kjaftinum á honum þá fer hann kannski að gelta... - Þá er hundurinn tilbúinn til að fara með þig út að ganga... - Má ég koma aftur til þín? Mamma og ég lentum líka í rifrildi. Ernest og Dorothy Baker segja undirstöðu góðs hjónabands: Ást, tillitssemi og gagnkvæm virðing Tvífarar Það er margt sér til gamans gert. Nýlega var höfð sam- keppni í Hollywood, þar sem keppst var um hver væri lík- astur einhverjum frægum kvikmyndaleikara eða leik- konu. Á meðfylgjandi mynd sjá- um við sigurvegarana gleðj ast saman, en eins og sjá má er þetta tvífari Burt Reynolds að kyssa tvífara Dolly Parton. Annars hefur slík keppni annan tilgang, því að frægir leikarar þurfa oft að leigja einhverja persónu líka sér til að villa um fyrir aðdáendum, eða öðrum sem elta uppi frægðarfólk, og þarna sjá þeir úrval af tvíförum. Rússiá drottning Sovétríkjanna varð 17 ára stúlka, Yulia Sukha- nova að nafni,“ segir Kerstin Gustafsson, sænsk blaðakona sem vinnur í Moskvu fyrir „Norskensflamman" í Svíþjóð. Kerstin skrifar um fegurð- arsamkeppnina, sem haldin var í „Moscow's Rossiya Cinema and Concert Hall“, eins og segir í fréttinni. Þarna voru komnar 35 stúlkur frá hinum ýmsu ríkjum Sovét- ríkjanna. Sænska blaðakon- an sagðist hafa ruglað þeim öllum saman í fyrstu, því að flestar hafi þær verið brosandi og leggjalangar ljóskur, en Asíustúlkurnar hafi samt skorið sig úr. Keppnin stóð í tvo daga. Stúlkurnar komu fram í sund- bolum, kvöldkjólum og í þjóðbúningum heimahéraðs. Kerstin sagði að val á „Bestu fyrirsætu ’89“ hefði alveg komið sér á óvart, því að sú stúlka var ekkert áber- andi. Sama var að segja um þá sem fékk titilinn „Stúlkan með mestu möguleikana í kvikmyndaheiminum". En allt í einu fór Kerstin að taka eftir fegurðardrottning- unni frá Baku. 1 hvert sinn sem sú stúlka kom á sviðið var eins og ljósmyndararnir fengju kast. Þeir mynduðu í gríð og erg og nærri slógust um bestu plássin. Þarna var á ferðinni Yulia Sukhanova, sem hlaut hnossið, titilinn „Fegurðardrottning Sovét- ríkjanna 1989“. Síðan komu í greininni ýmsir þankar sem Kerstin skrifar niður í sambandi við keppnina. Hún segir t.d., að ólíkt skemmtilegra hefði ver- ið að verðlaun stúlknanna hefðu t.d. verið ávísun á skólavist eða einhverja menntun frekar en pelsar eða fínir kjólar, og spáir því að svo verði í framtíðinni. Ann- ars var Kerstin heldur jákvæð í skrifum sínum um þessa fyrstu kosningu á fegurðar- drottningu fyrir hið víðlenda ríki. Sú fegursta í Yulia Sukhanova, 17 ára feg- urðardrottning Sovétríkj- anna, bar sig vel á sviðinu og Ijósmyndararnir kunnu vel að meta það „Tárin runnu niður hið vel snyrta og málaða andlit stúlk- unnar þegar hún varð fyrst til að vera kosin „Ungfrú Sov- étríkin" eða „Miss USSR“, eins og þeir kölluðu hana í Moscow News. Fegurðar- „Gervi-Burt“ kyssir „Gervi-DolIy“, en þau unnu í keppninni Eilíf ást! Hún er orðin löng ástarsag- an þeirra Dorothy og Ernest Baker, en nú er hún 97 en hann 96 ára. Þau kynntust fyrst fyrir 80 árum í skóla, og fyrir 75 árum giftu þau sig! Þau urðu þegar ástfangin við fyrstu sýn 1909, en voru svo ung að þau urðu að bíða í fimm ár þar til kom að giftingu. í mörg ár bjuggu þau við kröpp kjör á búgarði í Montana, en fluttu svo til San Francisco, þar sem Ern- est fékk vinnu sem húsasmið- ur. Dorothy hafði lært að skera út og mála postulín og hún vann við kennslu. Hún hefur haldið námskeið til þessa dags, en nú aðeins tvo tíma þrisvar í viku. Ernest hefur verið mikið í „bowling" eða keiluspili. Hann varð keppnismaður og árið 1985 - þegar hann var 93 ára - keppti hann í 300 leikj- um! Blaðamaður spurði hjónin hverju þau þökkuðu þetta langa og hamingjusama hjónaband. Þau svöruðu bæði í einu: Guð hefur gefið okkur góða heilsu, svo er það tillitssemi hvort við annað og gagnkvæm virðing. Ernest bætti við: „Við hlökkum til að halda upp á 100 ára afmælin okkar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.