Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 1
Sagt frá æsku, uppvexti og námsárum Skúla fógeta „Faðir Reykjavíkur“ hefur hann verið kallaður og öll vitum við fleira eða færra um hann. Við þökkum honum verslunarfrelsið, sem hann barðist fyrir ásamt Jóni Eiríkssyni og höfum hrifist af því framtaki sem „Innrétt- ingarnar" voru, fyrsti vísirinn tii iðnframieiðslu í stærri stíl í landinu. öll heyrðum við líka í skóla um það er kaupmaðurinn sagði honum að „mæla rétt“, er verið var að snuða mergsoginn almúgann. En eins og gengur um mörg liðin stórmenni, þá eru það helst slík brot, sem verða almenningseign. Saga Skúla var löng og með afbrigðum viðburðarík, og ekki verða tök á að gera ferli hans öllum skil í þessum þætti. En það er forvitnilegt að kynna sér ögn þann jarðveg sem þessi fullhugi og brautryðjandi var sprottinn úr og við það efni verður dvalið hér - Skúla hinn unga. Skúli fógeti var fæddur í Keldu- nesi þann 12. desember 1711, og var faðir hans Magnús Einarsson, prest- ur í Húsavíkursókn á Tjörnesi, en móðir Oddný Jónsdóttir frá Keídu- nesi. Klerkurinn, faðirhans, þótti gáfu- maður og vel lærður, ágætlega að sér í íslenskum lögum og dável hagmælt- ur. Oddný var hins vegar kven- skörungur hinn mesti og sögð mikil- hæf. Snemma þótti Skúli einráður og ófyrirleitinn, en hann var elstur af sjö börnum þeirra hjóna, sem náðu fullorðinsaldri. Segir að eitt sinn hafi þau börnin verið að leik í stofunni á prestssetr- inu og skarst í odda með þeim. Skúli vildi einn öllu ráða í leiknum og lék systkini sín svo hart að faðir þeirra og barnfóstran urðu að skerast í leikinn og stía honum frá hinum börnunum. Og eftir því sem hann þroskaðist meira varð hann erfiðari og ódælli. Þá var ákveðið að senda hann í fóstur til afa síns, sem var Einar prestur Skúlason að Garði í Keldu- hverfi. Skúli hugsaði gott til glóðar- innar að losna undan aga föður síns, því afi hans var orðinn gamall og stirður til snúninganna. En honum varð ekki kápan úr því klæðinu. Karlinn hafði strangan aga á honum, og varð Skúli að sætta sig við það, hvort sem honum líkaði betur eða verr. Kvölds og morgna varð hann að fylgja afa sínum út í kirkju, krjúpa á kné og gera bæn sína og lesa svo kvöldbæn og morgunbæn inni að því búnu. í fyrstu var hann ódæll og ókyrr við bænagjörðimar, því fjörið var mikið. Var ekki trútt um að hann gerði gys að þessu bænastagli og afa sínum. En þetta vandist af honum smám saman, og beitti karl þó engri hörku eða líkamlegum refsingum, eins og þá tíðkaðist. Ef hann gerði einhverja skömmina af sér, sem ósjaldan var, stefndi sá gamli honum fyrir sig, setti hann við hlið sér og lét hann hafa yfir kristin fræði og leiddi honum fyrir sjónir með alvöru og ástúð hversu illa hann hefði breytt. Þannig tókst honum að stilla skap Skúla svo að hann tók miklum stakkaskiptum og fékk að lokum ást á afa sínum og bar mikla virðingu fyrir honum. „Þú verður af blessuninni..." En óðara en afi hans sleppti af honum hendinni og Skúli fór á ný til foreldra sinna (1724), sótti í sama horfið. En gamli klerkurinn fann ráð við því. Hann gerði það að fastri venju að heimsækja Magnús prest, son sinn, einu sinni á ári og leggja blessun sína á böm hans. Einu sinni, þegar hann kom í þessum erinda- gjörðum, sagði hann við Skúla: „Þú verðuraf blessuninni, drengur minn, því þú tekur engum áminningum.“ Þetta fékk svo mjög á Skúla að hann komst innilega við og bað afa sinn fögrum tárum um blessunina. „Þú skalt fá hana með einu skil- yrði,“ mælti gamli maðurinn og sneri sér að föður hans: „Láttu drenginn hafa nóg að starfa, það eitt getur haldið honum í skefjum.“ Skúli gekk fegins hugar að þessum kostum og lofaði bót og betrun. „Guð varðveiti þig frá heiminum“ Séra Magnús fór að ráðum föður síns og gafst það vel. Hann hélt Skúla nú svo fast til vinnu að ekkert ráðrúm gafst til ærsla né útúrdúra. Hann vandist nú alls konar störfum, bæði heima og á sjó og var sitt á hvað: undirmatsveinn á skipi, vika- piltur, háseti og vinnumaður. í þrjú ár (1724-1727) var hann búðarloka á sumrumhjá kaupmanni á Húsavík, og komst þá í fyrsta sinni í kynni við einokunarháttsemina. Þegar Skúli stóð við mæli og pundara hrópaði kaupmaður í sífellu: „Mældu rétt, strákur!" Skúli vissi að það var bending um að halla skyldi á við- skiptavininn og lét sér það að kenn- ingu verða og mældi og vó sem kaupmaður ætlaðist til. Einu sinn sem oftar fór hann í kynnisför til afa síns, sem tók honum með kostum og kynjum og spurði hann margs um verslunarstörfin. Skúli sagði þá allt af létta um hvers kyns var, háttu kaupmanna og ann- arra búðarþjóna og sjálfs sín einnig. Þá varð karl æfur við og mælti: „Ætlar þú, drengur minn, að gera þig sekan í svo auvirðilegu athæfi? Viljir þú fara að mínum ráðum, þá hættir þú verslunarstörfum og ferð í skóla.“ Skúli sagði þá að skólanám tæki langan tímá, en afi hans svaraði með latnesku spakmæli:.„Nógu fljótt sækist, ef nógu vel sækist." Skúli féllst að lokum á skoðun afa síns og bað hann að biðja fyrir sér og með sér. „Eg bið þess,“ mælti afi hans þá, „að þú megir læra að þekkja heim- inn, en Guð varðveiti þig frá heimin- um.“ Þótt ekki sé vitað hvernig Skúli leit út, þá er víst að hann þótti ekki fríður. Stytta hans við Aðal- stæti er að mestu hugmynd, en strangleikasvipurinn mun ekki vera ýktur, samkævmt lýsingum. Skólinn í Múla Skúli hætti verslunarstörfunum, eins og afi hans bauð honum, og haustið 1727 hóf hann skólanám hjá Þorleifi presti Skaftasyni í Múla og hefur þar eflaust notið tilstyrks og fyrirbæna afa síns. Þorleifur prestur þótti mikilmenni að andlegu og lík- amlegu atgervi. Hann hafði um tíma verið skólameistari að Hólum, en hélt nú heimaskóla í Múla og var búinn að útskrifa ekki allfáa stúd- enta til háskólanáms í Kaupmanna- höfn. Skúla gekk námið ógreitt í fyrstu, því hann átti erfitt með að læra utan að, og hæddust skólabræður hans að þessu. En séra Þorleifur þóttist finna góðar námsgáfur hjá honum og spáði að hann mundi útskrifast fyrstur af öllum námssveinum sínum. En nú kom töf á námið: Faðir Skúla drukknaði af fiskibáti veturinn 1728, og varð hann mjög harmdauði öllu fólki sínu og frændliði. Ekkjan stóð nú uppi með sex börn, en sem . betur fór var fjárhagurinn allgóður, þar sem Magnús hafði verið mikill búsýslumaður og aðdrátta. Skúla fannst horfa óvænlega um námið, því hann taldi sér skylt að standa fyrir búi móður sinnar og styðja hana til að koma upp yngri systkin- um sínum, hvað sem honum sjálfum liði. Fór hann enn á fund afa síns og tjáði honum raunir sínar, en karl talaði kjark í hann, og fór hann þá aftur til séra Þorleifs. Það slys vildi Skúla til um veturinn að hann fékk slæma byltu í glímu við einn skólabróður sinn og meiddist svo á fæti að hann lá rúmfastur frá jólum til páska. En ekki lét hann það tefja sig frá náminu, heldur las af kappi í rúminu og skilaði öllu til jafns við aðra. Séra Þorleifur bauðst til að útskrifa hann um vorið, en Skúli þóttist ekki nógu vel undirbú- inn og freistaði að ráði vina sinna að sækja um ölmusu í Hólaskóla. Skúli reið vestur að Hólum í þessu skyni, en Steinn biskup tók erindi hans þunglega og varð Skúli að fara á brott við svo búið. Skúli fékk ekki tára bundist er hann sneri burtu af staðnum og mælti: „Nú ertu mér andstæður, en betur muntu taka mér næst.“ Reyndist hann sannspár í þessu efni. En nú vildi svo til að móðir hans giftist á ný efnuðum presti, Þorleifi Skaftasyni. Þar með rættist úr kvíð- vænlegum ástæðum heimilisins, og kom Skúla vel saman við fósturföður sinn. Hann tók að sér að mennta hann frekar og gaf honum burtfarar- vottorð vorið 1731. Þar hrósaði hann Skúla fyrir ágætar gáfur og ástundun við námið. Að prófi loknu fór Skúli til Bene- dikts lögmanns Þorsteinssonar á Rauðuskriðu og var tvö ár í þjónustu hans. Lögmaður átti gott bókasafn á erlendum málum og einkum um náttúrufræði. Las Skúli mikið í bók- um þessum og fór nú að hugsa um að sigla utan til háskólanáms. Hann var stórhuga og vildi „gerast afbragð eða hreint ekki neitt“. Þótti honum lítið til þess koma að gerast prestur og setjast í eitthvert útkjálkabrauð. Og ekki lét hann það aftra sér, þótt efnin væru lítil: Kvaddi hann senn vini og kunningja og tók sér fari með Húsavíkurkaupskipi haustið 1732. Gekk ferðin prýðilega og tók ekki nema átta daga, en á þessum árum var ekki óalgengt að siglingin tæki um tvo mánuði, ef veður voru óhag- stæð. í náðinni hjá Gram En er Skúli var nýlega stiginn af skipsfjöl lagðist hann í bólusótt og Iá þungt haldinn í tvo mánuði. Bar hann menj ar bólunnar æ síðan. Samt tók hann fyrsta próf sitt við háskól- ann innan skamms og var ritaður í stúdentatölu í desember. Við skólann tók hann sem aðal- prófessor Gram þann, sem verið hafði aldavinur Áma Magnússonar. Byrjaði hann að nema guðfræði, en sneri sér skjótt að öðmm hlutum. Snemma komst hann í fjárkröggur og þær svo miklar að hann örvænti um að geta haldið áfram námi. Því var honum efst í huga um skeið að ráða sig sem skrifara á Austur-Indía- far nokkurt og halda til Kína. En Gram komst á snoðir um þetta og kyrrsetti hann. „Útvegið mér þá atvinnu, svo að ég geti lifað,“ sagði Skúli. Gram hét því og sendi hann til Jóns Grunnvíkings og taldi hann geta hjálpað. Jón var að vísu góð- menni og hjálpfús, en hvorki hag- sýnn né veraldarvanur og átti sjálfur í mestu kröggum. Ekki hafði Skúli heldur annað frá honum en heim- spekilegar hughreystingar og áminningar um kjark í mótlæti. Fannst honum það létt á metunum og fór aftur á fund Grams. Gram bað hann að halda ró sinni, fékk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.