Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 12
22 HELGIN Laugardagur 22. júlí 1989 Áhöfnin í Appolo 11. Frá vinstri: Neil Armstrong, Michael Collins og Edwin E. Aldrin jr. Æft fyrir tunglferð. Alþýðuskýring á því hvers vegna geimfararnir fóru upp á hálendið var sú að landslagið þar væri svo Ifkt lands- laginu á tunglinu. Hér sést hópur geimfara á göngu upp á hæðar- brún hjá Öskju. Geimfarahópurinn sem kom hér hlustar á útskýringar jarðfræðinganna Sigurðar Þórarinssonar (fremst á myndinni með húfu) og Guðmundar Sigvaldasonar (sem snýr baki í myndavélina með hönd á lofti). Niel Armstrong er Guðmundi á vinstri hönd með derhúfu og sólgleraugu. Síðast liðinn fímmtudag héldu Bandaríkjamenn upp á það að tuttugu ár voru liðin frá því að Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti sín- um á tunglið. Þessi fyrsta tunglganga vakti óskipta at- hygli manna alls staðar í heiminum á sínum tíma og fyllti menn eldmóði og bjart- sýni á getu mannsins á sviði vísinda og þekkingar og fáar hindranir virtust geta staðið í vegi fyrir framþróun vísind- anna. Þetta merkisafmæli fyrstu tungl- göngunnar hefur vakið ráðamenn í BNA til umhugsunar um framtíð geimferða og virkað hvetjandi á öll slík áform. Þannig eru menn að ræða um að koma á fót geimstöð á tunglinu og jafnvel að senda mannað geimfar til Mars. Raunar hefur Neil Armstrong lýst því yfir opinberlega að slík ferð til Mars ætti að vera eitt af næstu verkum Bandaríkjamanna á sviði geimferða. En geimferðir eru dýrar og fé af skornum skammti í ríkiskassa Bandaríkjamanna þannig að allar áætlanir um stórvirki í geimnum byggja á nokkurri bjart- sýni. Þjálfun geimfara er gífurlega um- fangsmikið mál og það muna vafa- laust margir íslendingar eftir því þegar hópur bandarískra geimfara kom tii íslands til þjálfunar á hálend- inu, en sú þjálfum fólst ekki hvað síst í því að geimfararnir voru að kynna sér jarðfræði og jarðmyndanir inn við Öskju. Síðan eru liðin um 22 ár og einn þeirra sem var í þessum hópi var einmitt Neil Armstrong, sá er fór fyrstur manna í tunglgöngu. Hópurinn dvaldist hér í byrjun júlí 1967 og naut leiðsagnar jarðfræðing- anna Sigurðar Þórarinssonar og Guðmundar Sigvaldasonar. Talsvert var fjallað um komu geimfaranna í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma og hittu þeir marga helstu forustu- menn þjóðarinnar og báru geimfar- arnir íslandi og íslendingum sérstak- lega vel söguna. Það var mörgum íslendingum því sérstakt ánægjuefni að einmitt einn úr hópi þessara geimfara varð fyrstur á tunglið. í tilefni af 20 ára afmæli tunglgöngu drögum við fram nokkrar myndir úr safni okkar frá komu geimfaranna hingað. Hér má sjá fyrsta tunglfarann, Neil Armstrong, á tali við þá Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra (í miðið), og þáverandi sendi herra BNA á fslandi, Karl Rolvaag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.