Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. júlí 1989 HELGIN 19 Af írskum veiðimálum Skrifan þessara orða átti þess kost fyrir nokkru að dvelja ríflega vikutíma á írlandi í þeim tilgangi að kynna sér veiðimál þar í iandi. Það er þó ekki hægt að segja að hann sé orðinn sérfræðingur í lax- og silungsveiðimálum íra, en eigi að síður varð hann margs vísari en áður um þau efni. írland er um 84 þúsund km2 að flatarmáli og þess vegna heldur minna en ísland. Þar af eru ár og vötn um 20% landsins, hhðstæð tala her a íbúafjöldi í írska lýðveldinu Búa vel að ám og vötnum írar búa því vel að ám og vötnum, en talið er að vötnin séu um 4 þúsund. Þar eru sömu fisktegundir og hér á landi, auk þess fjöldi annarra tegunda, eins og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Tegundir þessar eru ekkert sérstaklega eftir- sóknarverðar, þó margir hafi áhuga, sem hafa vanist þeim, að stunda veiðiskap sem snýst um þessa fiska. Sportveiði (Game fishing) tekur yfir veiðiskap á laxfiskum og að- greint með þessu frá öðrum veiði- skap, eins og á hinum grófari tegund- um (Coarse fishing). Laxinn og sjó- i 10%, eins og kunnugt er. milli 3 og 4 millj. manna. birtingur er í ánum og fer auk þess víða um vötnin, þvf að sum vatna- hverfin, eins og Shannonáin, öflug- asta vatnakerfið á írlandi. Nær yfir víðáttumikið svæði straumvatns og stöðuvatna, sem fiskurinn kemst auðveldlega um. í vötnunum erfyrst og fremst urriði (Brown trout), en bleikjan (Char) er sjaldgæfari og helst í vötnum sem liggja hátt í fjalllendinu og einnig við skilyrði sem eru of harðgerð fyrir urriðann. 1.000 iestir af laxi árlega Árleg laxveiði á írlandi er ríflega 1.000 lestir og fæst mestur hluti Veiðimaðurínn reynir við laxinn í Corríbánni, sem fellur um miðja Galwayborg á vesturströnd írlands. Að vísu er hann við neðrí enda laxastiga, en það er fríðunarsvæði hér á landi. (Ljósmynd Einar Hannesson) aflans í sjó. Aðeins um 4-5% veiðast á stöng eða línu í ánum. Það er því ólíku saman að jafna, veiði hér á landi og á írlandi, hvað þetta snertir. Hér eru hlutföllin öfug við það sem er á írlandi. Laxakvóti Við veiðar í sjó, þurfa írskir laxveiðimenn að sækja um leyfi og þeim er ákvarðaður kvóti, sem hver bátur má veiða í reknet. Auk þess eru lagnir við ströndina. En í ánum er eingöngu veitt á stöng og færi, en netaveiði með öllu bönnuð í fersku vatni á írlandi til almenns veiðiskapar. Mikill veiðiþjófnaður er stundað- ur í sjó við írland og á þessu sumri keyrði um þverbak. Eftir að þurrkur hafði staðið í um sex vikna skeið í maí og júní s.l., hafði vatn svo þorrið í ánum, að laxjnn gekk ekki upp í þær og beið úti fyrir sjávarós- um. Þetta varð veiðiþjófum mikil freisting til athafna og varð mikill handagangur í öskjunni, eins og sagt er. Var írska flotanum beitt gegn veiðiþjófum. Irskir áhugamenn um eflingu laxa- stofnsins og bætta nýtingu og arð- samari, gagnvart laxveiði og fyrir ferðaþjónustu, hafa haft miklar áhyggjur af rányrkjunni, sem þeir kalla svo laxveiðar í úthafi og í lögsögu íra, og hafa barist gegn þessum veiðiskap, en ekki haft er- indi sem erfiði hingað til. Veiðiskírteini Á írlandi þurfa allir veiðimenn veiðiskírteini áður .en þeir kaupa sjálft veiðileyfið, einskonar lykil að kaupum á veiðileyfi. Til skamms tíma þurfti ekki veiðiskírteini eða veiðileyfi til veiða í vötnum í eigu ríkisins, sem eru fjölda mörg. Enska krúnan átti mikið af veiði- rétti og þegar írar urðu sjálfstæðir, ' féllu þessar veiðilendur og vötn til lýðveldisins. Algeng sjón við stóru stöðuvötnin á Irlandi. Veiðin er stunduð frá bát og gjarnan leiðsögumaður með við veiðar. Mvndin er tekin við Ennelvatn. (Ljósmynd Einar Hannesson) Að Boycottera Fyrir tveimur árum kom stjórn- arflokkurinn því á að vatnaveiðin félli undir sömu sök og önnur veiði, að það þyrfti veiðiskírteini til veiða þar. Út af þessu varð mikill hvellur meðal stangaveiði- manna, heimamanna í byggðunum næst vötnunum. Þeir mótmæltu harðlega og gera enn. Margskonar aðferðir eru viðhafðar, borðar strengdir yfir vegi, orðsendingar settar á símastaura og máluð slag- orð þvert yfir helstu þjóðvegi í nágrenni vatnanna. Eitt slagorð er mest áberandi en það er að Boy- cottera veiðileyfið eða sniðganga það. Sá frægi maður, sent orðið Boycott er kennt við, var einmitt búsettur á sínum tíma í vatnahér- aði írlands og varð frægur þar fyrir hörku í samskiptum við vinnandi fólk, varð sigraður með samtaka- mætti fólksins að lokum. Stjórnvöld segja sem rök fyrir veiðiskírteini, að meðan þurft hafi að draga úr framlögum ríkisins til mennta- og heilbrigðismála og ekki sist vegna þess að verulegum fjár- munum sé árlega varið til uinbóta og viðhalds veiði í stöðuvötnum ríkisins, sé eðlilegt að veiðimenn leggi sitt af mörkum á móti hinu opinbera. Árlegt veiðiskírteini fyrir lax, er núna um 2.000 krónur, en fyrir silungsveiði eingöngu er það 1.200 krónur. Unnt er að leysa út 21 dags skírteini fyrir 800 krónur, hvað lax varðar, og 400 krónur fyrir silung. Veiðimálaráð Á írlandi eru starfandi veiði- málaráð fyrir landið í heild og síðan sjö önnur, hvert í sínu hér- aði. Ráð þessi eru kosin af þeim sem greiða veiðiskírteini og í þau er einnig tilnefndir fulltrúar hins opinbera. Starfa ráðin í 5 ár í senn. Þau stjórna veiðimálum í fersku vatni og í sjó út að 12 mílna línunni. Þau eru jafnframt ráðgef- andi aðili fyrir stjórnvöld og annast rannsóknir vatnafiska. Mengunarslys Irar auglýsa mikið þessa auðlind sína sem er veiði á laxi og silungi í ám og vötnum landsins. I auglýs- ingum er talað um einstæð skilyrði í Evrópu, hvað þessa hluti varðar á írlandi. Þar sé mengun minni en annars staðar. Ekki skal dregið úr að írar búa vel að í þessu efni, en engu er samt líkara en að þeir hafi gleymt íslandi þegar þeir settu þennan texta saman. Mengun er vandamál á írlandi og á þessu sumri hafa orðið mengunarslys, fiskur drepist í stórum stíl, m.a. vegna mcngunar frá landbúnaði. eh. Hvað er GORI viðarvöm? GORI sérhæfir sig í framleiðslu á efni sem ver viðinn gegn sveppum og örverum sem ásækja hann. GORI hentar vel á nýtt tréverk og einnig til viðhalds á eldra tréverki. Myndin sýnir hús þar sem tréverkið er meðhöndlað með GORI 88 yfirborðsviðarvörn sem slettist hvorki né drýpur. GORI meðhöndlun byrjar með grunnun. Nýtt tréverk eða viður sem er mjög veðraður skal grunnast með GORI 22. GORI 22 er olíublönduð viðarvörn og smýgur vel inn í viðinn og ver hann gegn örverum og sveppum. Ö/GORI viðarvörn : E ' . ' ........................................ '4, t ifr *■ 'L' Allt tréverk þarf yfirborðsvörn og viðhald. Viðurinn þarf að vera vatnsfælinn og varinn geislum sólar sem hefur skaðleg áhrif á hann. Þess vegna mælum við eindregið með GORI 88 sem er olíublönduð viðarvörn og hentar mjög vel m.a. til litabreytinga. GORI 22 og 88 er olíublönduð viðarvörn í hæsta gæðaflokki. Við mælum með að þú fjárfestir í gæðum. “Veldu GORI gæðanna vegna“ GORI er fáanleg í kaupfélögunum. Byggingavöruverslun Sambandsins, Krókhálsi 7, Reykjavík. Fit byggingavörum, Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði. Byggingamarkaði, Vesturbæjar, Hringbraut 120, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.