Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 2
12 HELGIN Laugardagur 22. júlí 1989 Fyrirliggjandi Auglýsing frá Landssambandi vörubifreiðastjóra Á Alþingi hafa verið samþykkt ný lög um leigubifreiðar sem tóku gildi frá og með 1. júlí 1989. Með þeim falla úr gildi eldri lög um leigubifreiðar nr. 36/1970 ásamt síðari breytingum. í hinum nýju lögum segir meðal annars: Leiguakstur. 1.gr. Lög þessi taka til fólksbifreiða, vörubifreiða og sendi- bifreiða sem notaðar eru til leiguaksturs... Leiguakstur vörubifreiða og sendibifreiða telst það þegar slík bifreið er seld á leigu ásamt ökumanni til flutnings á vörum fyrir tiltekið gjald þar sem ökumaður eða eigandi bifreiðarinnar er hvorki eigandi, seljandi né kaupandi vörunnar sem flutt er... Bifreiðastöðvar. 2. gr. Áfélagssvæðum, þar sem viðurkenndar bifreiðastöðvar eru starfandi, er öllum, sem aka utan þessara stöðva, bannað að taka að sér eða stunda leiguakstur á viðkomandi sviði... tt/ LANDSSAMBAND if wnm iqiFREIÐASTJORA SUÐURLANDSBRAUT 30. 108 REYKJAVÍK. SÍMI 91-689170 Auglýsing Fjárhúsholt I (Norður öxl) Deiliskipulag íbúðabyggðar Samkvæmt gr. 4.4. í skipulagsreglugerð nr. 318/ 1985 auglýsist hér með deiliskipulag íbúðabyggð- ar á Fjárhúsholti í Hafnarfirði. Skipulagstillagan liggur frammi á skipulagsdeild Hafnarfjarðar að Strandgötu 6, í 4 vikur fram til 14. ágúst 1989. Hafnarfirði 17. júlí 1989 Bæjarstjórinn í Hafnarfirði Skúli hinn ungi Minnismerki um Skúla Magnússon i Skúiagarði i Kelduhverfi. honum tíu ríkisdali og lofaði að bókasafn sitt skyldi honum ætíð opið. Nokkru síðar gat hann útvegað honum vinnu við að gera eftirrit af sögu Karlamagnúsar fyrir sendiherra Frakka. Sat Skúli við þann starfa í heilan mánuð og fékk 36 ríkisdali fyrir, en sendiherrann bætti við tveimur dúkötum í gulli. Skúli tók nú aftur til við námið og sótti fyrirlestrana af kappi. Pess í milli sat hann í bókastofu Grams og lét Gram hann jafnan hafa nokkuð að starfa. Hann galt honum fyrir kaup, 12 skildinga á dag, og á því lifði Skúli að mestu leyti og gat framfleytt sér sæmilega, svo hann þurfti ekki mikið á sig að leggja að öðru leyti utan námsins. Auðséð er að Gram hefur notað sér þeta sem yfirvarp til þess að styrkja Skúla og það segir Skúli sjálfur að aldrei hafi hann lifað betri stundir en í bóka- stofu Grams. Guðfræðin kvödd - laganám tekur við Námið sóttist vel og hugðist Skúli taka guðfræðipróf áður en skip færu til íslands 1734. En forsjónin ætlaði honum annað hlutverk. Sumarið 1733 leitaði forseti ís- lensku stjómardeildarinnar, Hessen, eftir því við Gram að hann útvegaði sér íslenskan stúdent, sem snúið gæti íslenskum skjöium á dönsku. Gram nefndi óðara Skúla. Vann Skúli verkið kauplaust og leysti það svo vel af hendi að Hessen lauk hinu mesta lofsorði á. Þetta varð til þess að hugur Skúla snerist til lögfræði og stjómmála, og réði það stefnu hans síðar t lífinu. Frábitinn pútunum -elskur að ölinu Fátt segir af Hafnarárum Skúla. Hann var félítill, eins og þegar er sagt og gat því lítt borist á. Þó var hann hneigður fyrir að lifa vel og þótti gott að fá sér hressingu, þegar svo bar undir. Sagði hann að hann hafi haft hina mestu andstyggð á pútnahúsunum, en öðru máli gegndi með ölið. Áleit hann að íslendingum veitti ekki af að taka úr sér hrollinn með einhverju. Örgeðja var hann víst og óstýrilátur við öl, því það var hann að eðlisfari. Var hann því stundum þauisætnari á öldurhúsum en góðu hófi gegndi og lenti að minnsta kosti einu sinni í vandræð- um af þeim sökum. Varð honum það á að lumbra á fjórum næturvörðum og brjóta fyrir þeim þrjár gaddakylf- ur. Næturverðimir höfðu komið að honum að sumbli á krá nokkurri eftir iokunartíma um hálftólfleytið og reynt að koma honum út. Fyrir þetta var hann kallaður fyrir lög- reglustjóra. Skúli kvað sök sína litla og bætti við að næturverðirnir hefðu án vafa sleppt sér, hefði hann greitt þeim tvo ríkisdali fyrir. Var hann samstundis dæmdur í tveggja ríkis- dala sekt og sagðist lögreglustjórinn vonast til að sjá hann þarna ekki á ný undir áþekkum kringumstæðum. Sektina greiddi Skúli með ánægju. Líkaði honum raunar vistin vel f Höfn og kvaddi staðinn með eftirfar- andi vísu, þegar hann síðar fór alfarinn til Islands: „Þótt ég Hafnar fái ei fund framar en gæfan Iéði, ljúft er hrós fyrir liðna stund, lifði eg í Höfn með gleði. “ Áfram sat hann í bókastofu Grams og las um stjórnarfar og þjóðhagsfræði, þott ekki væru það greinar hans við háskólann, en kom að góðu haldi síðar. Munu fáir hafa skilið hagfræði einveldisins betur en Skúli gerði og það sem efst var á baugi hjá þjóðhöfðingjunum. Enn er það nefnt til merkis um starfsþrá hans að hann fór í frístundum á bókbandsstofu og lærði bókband. pótti það merki um áhuga hans á iðnaði, sem hann síðar var svo atkvæðamikill við að efla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.