Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. júlí 1989 (1 „Þú ert þrár en hreinskilinn“ Benedikt lögmaður skrifaði Skúla um þessar mundir og hvatti hann til að sækja um Þingeyjarsýslu, sem þá var laus. Öðrum var veitt sýslan, en Skúla boðin Austur-Skaftafellssýsla í þess stað, sem var erfið og tekjurýr. Leitaði hann ráða hjá Gram, sem sagði: „Vertu trúr yfir litlu, þá verður þú settur yfir meira.“ Af þessum fortölum og vegna loforðs stjómardeildarinnar fyrirþeirri sýslu sem næst mundi losna afréð Skúli að taka boðinu. Var honum veitt sýslan í febrúar 1734. Skömmu eftir veitinguna bauð stiftamtmaður honum að skoða trjávið þann, sem kaupmenn ætluðu að flytja til íslands á því ári, áður en hann væri fluttur á skip og segja til ef eitthvað væri athugavert við hann. Þótti táknrænt er þetta varð fyrsta verkefni hans, vegna þeirra mörgu og misjöfnu skipta sem hann átti við kaupmenn síðar, vegna vörugalla af ýmsu tagi. Skúli fór til íslands vorið 1734. Kvaddi hann fyrstan prófessor Wöldike, guðfræðikennara sinn, og vildi greiða honum 15 ríkisdali í kennslukaup, svo sem þá var títt. En Wöldike vildi ekki við taka og kvað Skúla hafa verið sér einna kærastan lærisveina sinna. Kvöddust þeir með blíðu og ámaðaróskum. En gamli Gram, sem hafði verið honum það í Höfn, sem afí hans var heima, sagði að skilnaði: „Guð hefur gefið þér góðar gáfur. Þú ert þrár en hreinskil- inn. Farðu vel!“ Verslunarhús á Húsavík. Þótt þarna sé nær öld liðin frá því er Skúli var búðarloka hjá Húsavík- urkaupmönnum, munu staðhætt- ir svipaðir. Vegna þess hve sjáv- arbakkinn var brattur varð að toga varninginn upp að húsunum með hestum. Skinnræstinn og hörundsbjartur Það er satt að segja einkennilegt að engin mynd skuli varðveist af Skúla Magnússyni. Sama má kannske segja um þá Eggert Ólafs- son og Bjarna Pálsson, iandlækni. En Skúli varð það stór í sniðum í opinberu lífí og hafði slík fjármála- umsvif að einhverjum hefði átt að detta í hug að mála mynd af slíkum höfðingja, eða teikna hann, ef ekki á íslandi, þá erlendis á seinni ámm hans. Portrettmálun var raunar mjög í tísku meðal efnaðri borgara á hans tíð. En um þetta þýðir ekki að fást og við verðum að láta okkur nægja að virða fyrir okkur strangan svip eirmyndarinnar í garðinum við Aðalstræti. Og svo vill til að við getum bætt nokkmm dráttum í svip- inn með all nákvæmri lýsingu, sem til er af honum sem ungum manni. Þar segir svo: „Skúli bar ekki svo mjög af sam- tíðarmönnum sínum að ytri ásýnd- um, en eitthvað hafði hann þó við sig, sem vakti athygli ósjálfrátt, svo flestum varð starsýnt á hann í fyrstu. Hann var með hærri meðalmönnum á vöxt, réttvaxinn, sfvalur og hvelft brjóstið, handsmár og vellimaður, kvikur mjög í öllum hreyfingum, skinnræstinn og hörundsbjartur og bólugrafinn mjög, varamikill og þó eigi munnljótur, fráneygur, snareyg- ur, svipmikill og stórhöfðingleitur og svipurinn nokkuð áhyggjufullur. Skúli var flestum mönnum hvell- rómaðri, en seinmæltur og var sem hann biti á vörina, er hann talaði. Enginn var hann sérlegur burðamað- ur, en þolinn, þrautseigur og heilsu- hraustur. Skartsmaður var hann mikill að eðlisfari, þótt ekki bærist hann mjög á hversdagslega, hvorki í klæðaburði né öðru. Hann var hreinlátur og reglufastur og hinn kurteisasti í öllu látbragði, en þó fráleitur öllu upp- gerðarlátæði. Hann var í meðallagi glaðlyndur, heldur fálátur og þögull hversdags- lega, en í vinahóp gat hann verið ræðinn og skemmtilegur og oft gam- anyrtur og stundum jafnvel meinyrt- ur, ef svo bar undir. En allt glens var honum fjarri skapi.“ Þessi er þá lýsingin á manninum sem varð „faðir Reykjavíkur" í lok þess skeiðs ævi hans, sem hér hefur verið fjallað um. Manndómsárin fóru í hönd. Á herðar honum söfnuðust mikil völd og mikil ábyrgð og gnótt mótlætis, sem stundum lá við að bugaði hann, eins og Jón Eiríksson síðar. En það sem vannst reyndist stærra en honum sjálfum gat orðið ljóst, eins og svo oft er um hina mestu brautryðjendur. Italskur dómstóll sýknar Kain Adamsson ítalskur dómstóll hefur nú sýknað Kain Adamsson, en hann var sakað- ur um morðið á bróður sínum Abel Adamssyni. Níu manna kviðdómur klofnaði í afstöðu sinni. Fimm vildu sýkna Kain en fjórir töldu. hann sekan. Bóndinn Kain drap bróður sinn, fjárhirðinn Abel, eftir að foreldrar þeirra, Adam og Eva, voru rekin úr aldingarðinum Eden eftir að hafa bragðað á hinum forboðna ávexti. I úrskurði dómsins var Kain sýkn- aður þar sem verknaður hans hefði stjórnast af „óhjákvæmilegri geðs- hræringu er stjórnaðist af félagslegu óréttlæti". '■ "" ’ ' •*" Drápi Kains er lýst í Genesis fyrstu bók Gamla Testamentisins. Þar segir að Kain hafí drepið Abel vegna afbrýðisemi þar sem Guð almáttugur þáði lambsfórn Abels, en hafnaði grænmetisfóm Kains. Saksóknarinn í ítölsku réttarhöld- unum sem haldin voru í Feneyjum á sunnudaginn hélt því fram að Kain hefði undirbúið morðið vegna inni- legrar afbrýðisemi og væri því full- komlega ábyrgur gerða sinna. Kvið- dómurinn var á öðru máli eins og áður segir. í réttarhöldunum voru Rabbí, prestur, mannfræðingur og glæpa- fræðlngur káHáðir tirvitnis1;' v HELGIN ® 13 HLUTHAFA- FUNDUR Hluthafafundur í Útvegsbanka íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu við Haga- torg í Reykjavík, þriðjudaginn 1. ágúst 1989 og hefst fundurinn kl. 17:00. Dagskrá: 1 • Tillögur bankaráðs að breytingum á samþykktum félagsins, fluttar að ósk aðila að samningi um kaup á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. dags. 29. júní 1989, og m.a. lúta — að breytingum á nafni félagsins — að breytingum á ákvæðum um hlutafé sbr. 3. dagskrárlið — að breytingum á ákvæðum um takmörkun afls atkvæða — að breytingum á ákvæðum um bankaráð þ.á m. kjör þess og samsetningu — að breytingum á ákvæðum samþykkta til samræmis við þær breytingar sem leiða — af nýsettum breytingalögum nr. 15 og nr. 32/1989 á lögum um viðskiptabanka nr. 86/1985 um breytt hlutverk bankaráðs og hæfiskröfur til bankaráðsmanna. — að breytingum á ákvæðum um breytingar á samþykktum og félagsslit. 2* TiIIaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3 • Tillaga bankaráðs um hækkun hlutafjár, að fjárhæð kr. 1.300.000.000.00, flutt að ósk aðila að samningi um kaup á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. dags. 29. júní 1989. Skv. tillögunni skulu hluthafar eiga áskriftarrétt að hlutafjáraukningunni í réttu hlutfalli við hlutafjáreign sína, að Fiskveiðasjóði íslands frátöldum. Þá gerir tillag- an ráð fyrir því að hluthafarnir, Alþýðubankinn hf., Iðnaðarbanki íslands hf. og Verslunarbanki íslands hf., megi greiða hlutafjárauka sinn með bankarekstri sín- um og eignum bankanna þriggja, sbr. samning þeirra og viðskiptaráðherra um kaup þeirra, að Vi hluta hver, á hlutafé ríkissjóðs í bankanum, dagsettan 29. júní 1989, en að öðru leyti verði áskrift greidd með reiðufé. Skv. tillögunni á áskriftarskrá að liggja frammi á skrifstofu bankans að Austur- stræti 19, Reykjavík, í þrjá mánuði eftir hluthafafundinn og hluthafar að skrá sig þar fyrir hlutafjárauka innan þeirra tímamarka. 4« Kosning í bankaráð. 5 • Kosning skoðunarmanna. 6. Önnur mál, löglega upp borin. Hluthafar, sem vilja fá ákveðið mál borið upp á hluthafafundi, skulu í samræmi við ákvæði 25. greinar samþykkta bankans senda skriflega beiðni þar að lútandi. Hún þarf að berast bankaráði í síðasta lagi mánudaginn 24. júlí. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðs- mönnum þeirra í aðalbankanum að Austurstræti 19, 3. hæð dagana 27., 28. og 31. júlí nk. svo og á fundardag við innganginn. Viku fyrir fundinn munu eftirtalin gögn liggja frammi hluthöfum til sýnis og afhending- ar að Austurstræti 19, Reykjavík. 1 • Tillögur skv. 1., 2. og 3. dagskrárlið og ef berast skv. 6. lið dagskrár. 2* Eftirrit reikninga síðasta reikningsárs með áritun um afgreiðslu aðalfundar og eftirrit endurskoðunarskýrslu varðandi þessa reikninga. 3 • Skýrsla bankaráðs, þar sem gefnar verða upplýsingar um þau atriði, sem verulegu máli skipta um fjárhagslega stöðu félagsins og breytingum hafa tekið, eftir að reikn- ingar voru gerðir. 4. Umsögn endurskoðenda um fyrrgreinda skýrslu bankaráðs. . 5 • Skýrsla Iöggilts endurskoðanda um greiðslu hlutafjárauka hluthafanna Alþýðu- bankans hf., Iðnaðarbanka íslands hf. og Verslunarbanka íslands hf. með banka- rekstri sínum og eignum bankanna og skjöl þau er þetta varða sbr. 31. gr. hluta- félagalaga. 6* Samþykktir bankans. 7 • Samningur viðskiptaráðherra og Alþýðubankans hf., Iðnaðarbanka íslands hf. og Verslunarbanka Islands hf. dags. 29. júní 1989. Reykjavík, 17. júlí 1989 Bankaráð Útvegsbanka íslands hf. úo Útvegsbanki íslands hf 'íi H V ’.L' UiC-Í'll alH'.l '1ÍJÍ5 1 • 1S 1 I .... .... - -- — — —^ w w » M M ósarfslA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.