Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 5
Sölver skipstjóri (einkennisbú- inn) nýtur hér makræðisins um borð í konungsskipinu 1907, er Friðrik 8. heimsótti ísland. Stjörnu-Oddi og stjarnvísindin í þeirri ferð kannaði hann heimild- ir um siglingar víkinga m.a. í Hauks- bók þar sem greint er frá og lýst leiðarsteini sem að líkindum er fyrsti áttaviti sem um getur. Þá gerði hann sér grein fyrir að algengt var að einstakir menn öfluðu sér sérþekk- ingar í siglingafræðum ef svo má segja og voru þeir nefndir leiðsagn- armenn. Hann sökkti sér ofan í heimildir um Stjömu-Odda Helgason sem uppi var um 1050. Stjömu-Oddi reiknaði út og gerði töflu yfir áttir eða stefnur miðað við rísandi sól frá sumarsólstöðum til vetrarsólstaða. í ljós kom að þessar töflur Stjömu- Odda og gömul íslensk kort yfir sigiingaleiðir um N-Atlantshafið vom svo nákvæm að sáralitlu skeik- aði. T.d. skeikaði mest um þrjár gráður í töflu Stjömu-Odda. Flöt eða hnöttótt jörð Svipað kom í Ijós þegar afi bar saman siglingaleiðir frá Skandinavíu til íslands og Grænlands á fomum íslenskum kortum saman við þau kort sem hann sjálfur notaði. Þar skakkaði sáralitlu, bæði hvað varð- aði stefnur og vegalengdir. Nú er auðvitað ljóst að víkingar gerðu sér enga grein fyrir því að jörðin væri hnöttótt. Þeir höfðu heldur ekki neina þörf á því þar sem þeim var engin nauðsyn að finna neina vesturleið til Indlands eða Asíu eins og Kólumbus síðar. Víkingamir vom þó alls óbundnir af erfðakenningum og skólaspeki kirkjunnar og hefði án vafa ekki orðið skotaskuld úr því að komast að slíkri niðurstöðu með hlutlægri hugsun og rannsóknum. Það hefði vart verið nema rökrétt framhald því að í tengslum við siglingar nor- rænna manna frá Skandinavíu til Grænlands tókst mönnum að afla sér aðdáunarverðrar hagnýtrar þekkingar og skilnings á gangi him- intungla sem þeim tókst með ágæt- um að nýta sér til siglinga á N-Atl- antshafinu. Það er í raun stórmerkilegt að þessir menn skuli hafa siglt yfir Norður-Atlantshafið á tiltölulega litlum skipum knúnum ámm og seglum meðan aðrar siglingaþjóðir löngu síðar vom enn aðeins færar um að sigla með því að hafa landsýn. Lengra en það vom menn t.d. ekki komnir þegar siglt var í fyrsta sinn fyrir suðurodda Afríku. Kirkjan sat á þekkingunni Afi minn taldi að fyrir sakir ofur- valds kirkjunnar og fastheldni henn- ar á erfikenningar og skólaspeki þá hafi í raun engar framfarir orðið í siglingafræðum eftir daga vfking- anna fram til endurreisnar enda töldu kirkjufeðumir jörðina flata og himintunglin fest upp á himininn. Það sem er merkilegt í þessu sambandi er að gömlu Grikkimir höfðu nefnilega fundið það út um 2000 ámm fyrir Krist. Herakleitos frá Efesos hafði leitt það út að jörðin væri hnöttótt. Það gerði hann með því að mæla á sama degi og sömu stundu með árs millibili hversu langt sólin náði að skína ofan í brunna á sitthvomm staðnum, annars vegar í DÆMRlNGEh PCJLEIS OG ÆTT£R DELCS Skífa af leiðarsteini þar sem áttirnar eru skráðar með rúnaletri. Grikklandi en hins vegar í Egypta- landi. Týnd þekking í 3500 ár Þar sem hann þekkti vegalengdina milli staðanna tveggja gat hann séð af því hversu langt sólin náði að skína ofan í bmnnana á hvomm stað að jörðin væri hnöttótt og hins vegar hversu stór hún væri. t fornritum, m.a. Hauksbók er lýst ieiðarstelni. Leiðarsteinninn var áttaviti. Hér sést teikning af leið- arsteini sem gerð var eftir fornum lýsingum. A: Sjálfur leiðarsteinn- inn sem er segulmagnað járn- grýti. B: Holaður trjákubbur sem flýtur í vatni með steininum í. C: Vísir úr tré með málmstykki á öðrum endanum. D: Bronsskál með vatni. E: Snúningsás vísis. Herakleitos varð ekkert undrandi á þessu, einfaldlega vegna þess að hann sat ekki uppi með einhverja erfðakenningu um málið. Vitneskja hans og Fomgrikkjanna féll síðan í gleymsku og huldist síðan myrkri miðalda vegna þess að hún var gersamlega á skjön við heims- mynd kirkjufeðranna og kirkjunnar. Þeir urðu þó síðar nauðugir að viðurkenna þessar staðreyndir enda ekki annars kostur, eftir að Magellan hafði siglt umhverfis jörðina og endurreisnarmenn famir að hampa grískum fomfræðum. Fyrir sæfara er það mikil vægast að vita nákvæmlega staðsetningu sína og í hvaða átt hann siglir. Það gera menn með áttavita og staðarákvörð- unartækjum nú. Þá geta menn fund- ið á hvaða breiddargráðu þeir em staddir út frá pólstjömunni. Lengd- argráðuna geta menn ekki fundið út frá stjömunum, heldur verða þeir að gera það út frá sólinni og tímanum. Því urðu menn að taka tímann með sér þegar lagt var af stað að heiman. Það er ekki fyrr en menn komast upp á lag með að mæla tímann með tækjúm að hægt var að gera mark- tæka staðarákvörðun. Hjólið fundið upp á ný Þetta gátu víkingamir að nokkm gert og þess vegna gátu þeir siglt um úthöfin. Það er ekki fýrr en með merkum uppgötvunum í kjölfar endurreisnarinnar að menn í raun „finna upp hjólið á ný“. Það em því endurreisnin, kenn- ingar og uppgötvanir stjarnfræðinga og eðlisfræðinga sem em höfuðfor- senda landafundanna miklu og þess að Kólumbus finnur aftur Vínland - Ameríku. Fljótlega eftir að menn höfðu viðurkennt að jörðin var hnöttótt og losnað hafði um einokun kirkjunnar á þekkingunni f krafti skólaspekinn- ar, varð mjög hröð þróun í siglinga- tækni og gerð alls kyns hjálpartækja, svo sem sjókorta, tímamæla og sigl- ingatækja og ekki sér enn fyrir endann á þeirri þróun. Siglingar víkinganna em þeim mun merkilegri fyrir þá sök að segja má að þeir hafi ekki haft jafn ríka ástæðu og Kólumbus og aðrir sigl- ingamenn tímabils landafundanna miklu til að nema ný lönd og finna nýjar siglingaleiðir. Svo virðist sem víkingamir hafi verið drifnir áfram af ævintýraþrá og er það furðulegt að þeir skyldu Leiðsagnarmenn nefndust þeir sem kunnu skil á siglingum eftir himintunglum. Til að geta haldið réttri stefnu þegar siglt var að degi til urðu menn að vita hvað tímanum leið. Víkingarnir áttu sólskífu en með henni gátu þeir tekið sólarhæðina og ákvarðað síðan stefnuna. Brot af sólskífum hafa fundist, m.a. í Grænlandi. leggja út f jafn langar siglingar á litlum opnum skipum knúnum segl- um og ámm. Endurreisn og hagsmunir Þeir höfðu ekki jafn góð og mikil skip og t.d. Kólumbus né sömu ástæður og Kólumbus hafði - að þurfa að finna nýja og styttri sigl- ingaleið til Indlands og Asíu í stað siglingarinnar suður fyrir Afríku. Landleiðin hafði löngu lokast þegar heimsveldi Tyrkja reis og þeir sátu á allri verslun Evrópumanna við Aust- urlönd nær og fjær. Af þessum ástæðum hófust sigl- ingar suður fyrir Afríku en sú leið var bæði löng, hættuleg og dýr. Þess vegna var það nauðsynlegt að finna nýja sjóleið til Indlands og vísinda- menn þess tíma höfðu leitt að því getum að það hlyti að takast þar sem jörðin væri líkast til hnöttótt. Hins vegar gerðist það að Kólumbus hitti á Ameríku en Evrópumenn höfðu ekki vitað af tilveru hennar fyrr. Þá varð fljótlega Ijóst að jörðin var mun stærri en þeir vísindamenn og heimspekingar sem töldu jörðina hnöttótta höfðu áður talið. Mörgum nútímamanni finnst það undarlegt að Kólumbus skyldi halda að hann væri kominn til Indlands. Það er þó ekkert undarlegt. Hann hafði nefni- lega ekki hugmynd um hve stór jörðin væri enda uppalinn við kenn- ingar miðaldakirkjunnar um þau efni. Þetta eru í grófum dráttum þau fræði sem afi minn, Carl V. Sölver, fékkst við á langri ævi. Hann skrifaði mikið um rannsóknir sínar og um siglingar vxkinga og um landafund- ina miklu skrifaði hann annars vegar bókina Vestervejen og hins vegar bókina Imago Mundi, eða ímynd jarðarinnar," sagði Niels Sölver að lokum. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.