Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 8
18 W HELGIN - é^glMTfTlllnri n IHIIIIIIIIBIH l tímans RAs I Illllllllllllllll - I Atli Magnússon: 'MmA. Æ i Laugardagur 22. júlí 1989 GETTU NÚ Einn var sá bandamaðurinn... Einn var sá bandamaðurinn, sem oss Isiendingum þótti gott að eiga höfði voru að að halla á sínum tíma, en er nú tapaður í bili. Þessi vinurinn var almenningsálit um- heimsins, kannske óljóst hugtak, en furðu áþreifanlegt þegar á herðir. Það var hann og ekkert annað sem færði okkur sigurinn í fjórum síðustu þorskastríðum. Þótt ekki sé verið að draga úr því að varðbátar og sjávarútvegsráð- herrar hver fram af öðrum gengju fram hið skörulegasta, þá hefði það komið fyrir lítið án þessa vinar og bandamanns, sem þrátt fyrir allt megnaði einn að hnekkja ofurefli sjóhers Breta, er hefði víst að öðrum kosti átt hér léttan leik. Það sér hver maður, sem hefur augu í höfðinu. Nú hafa mál horft svo um hríð að þessi bandamaður hefur ekki verið alls kostar sáttur við oss og því snúið að oss baki, þ.e.a.s. í orrustunni um hvalinn. Þetta er eins og marga undri, en er þó sérlega auðskýrt og einfalt. Menn hafa slegið í borð og veggi og reytt hár sitt og beint reiði sinni að samtökum Grænfriðunga, sem er misskilningur. Andúðin á hval- veiðum var löngu nægjanlega al- menn með öðrum þjóðum til þess að ef ekki hefðu verið samtök Grænfriðunga hefðu mótmælin borist um eitthvert gjallarhorn annað. Oss löndum er gjarnt að verða harla snefsnir, ef við teljum að einhvers staðar sé verið að kippa spóni úr aski vorum. Þetta hefur lengi loðað við hér, og þótt vér þykjumst öldungis engir eftirbátar annarra þjóða, sé farið að ræða um lífskjör og menningu, vorum vér fúsir að kjökra yfir meðferðinni á þessari „þjóð í norðurhöfum", þegar við héldum að þær ættu að tapast, þessar hvalkrónur. Þá var ekkert að því að skipa sér á bekk með örbjarga eskimóun á nyrstu oddum Alaska og láta eins og um sjálft lífið væri að tefla. En nútíminn er nú bara svoleiðis að menn verða að „slá af“, þegar svo ber undir. Höfundi þessara orða þykir hafa skort á að litið hafi verið á hvalveiðamar í því víða samhengi sem nátturvemdarmál í heiminum em. Hvalveiðamar og harkið við Greenpeace er aðeins lítill útangi þessara miklu mála. Þótt vel geti verið að það sé kappnóg af hval í öllum heimshöf- um, þá hefði átt að láta þessar veiðar eftir samt - fyrir löngu. Það hefði eflt náttúruvernd á öðmm sviðum, á sviðum þar sem enginn deilir um að sjálfur voðinn er yfirvofandi. Veiðarnar em hvort sem er svo litlar í sniðum að við hefðum vel getað „splæst" þessu fyrir „prinsípið". Ekki geta þessi orð víst kallast í tíma töluð er veiðunum er að ljúka hvort sem er. En vemm þess minnug að heimurinn hefur verið að snúa sér til snauðra þjóða með tíföld landamæri íslands og óyfir- skyggnanlegar víðáttur skóga og dýralífs og biðja um hlífð fyrir skóglendi og dýrategundir á heljar- þröm. í þessum löndum sitja víða vanmegna stjórnvöld, sem eiga yfir ólæsum þjóðum að bjóða. Eg fæ ekki betur séð en þessi ríki hafi gert mönnum á íslandi skömm til, með því að þær hafa viljað reyna að koma til móts við þessi tilmæli og tekið þeim vel. Þannig hafa þær stutt viðleitni alþjóðalögreglu og alþjóða póstþjónustu, sem berst erfiðri og kannske vonlausri bar- áttu við viðskiptaumsvif veiði- þjófa. Tillag vort íslendinga á þessu sviði getur ekki kallast mjög heillandi. Óhapp vort er að hér var litið á hvalamálið sem einangrað hagsmunamál íslendinga. Það var rangt. Þetta var smápeningur sem bar að gjalda í sameiginlegan sjóð - en var því miður svikist um að gera. Við vorum stödd á Úlfljótsvatni í síð- ustu getraun. Að þessu sinni getur að líta hér með mynd af einu af einu meiri náttúrundra landsins. Hvert er það? KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.