Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 10
HELGIN Laugardagur 22. júlí 1989 20 w SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL j SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁ Getuleysi aðdáand- ans varð bani hennar Hin faliega, nýgifta Diane fékk gest meðan maður hennar var að vinna. Var gesturinn morðinginn? Eiginmaður Diane McComber brosti með sjálfum sér meðan hann ók heimleiðis að fallegu íbúðinni. Hann vissi að yndislega konan hans biði hans þar eins og venjulega. Forsjónin hafði verið örlát við hann og McComber var öfundaður af mörgum í bænum. Hann var 26 ára og hafði góða stöðu sem gjaldkeri í stóru kaup- sýslufyriræki í Barking á Englandi. Hann hafði einnig nýlega erft all- nokkurt fé sem gerði honum kleift að kaupa íbúð í Shortlands, útborg London. Honum vegnaði þegarbet- ur en mörgum helmingi eldri mönnum. Stoltastur var McComber þó af konu sinni. Hún var falleg, einstak- lega vel vaxin og með stór, blá augu. Hún hefði getað fengið hvaða karl- mann sem var. Hinn ánægði eiginmaður ók inn í einkabílskúr sinn og hljóp upp á aðra hæð. Hann hlakkaði til að sjá fagnaðarbrosið sem biði hans heima. McComber vissi að hann hafði eign- ast fjársjóð í konu sem aldrei virtist fá nóg af ást hans. Þrátt fyrir fegurð Diane hvarflaði aldrei að honum að hún yrði honum ótrú. Diane starfaði sem símavörður hjá fyrirtæki í grenndinni og hafði margoft sagt manni sínum að hún hlakkaði mest til kvöldanna þegar þau gætu verið ein saman. I*au höfðu verið gift í fimm mánuði og ástin var enn brennandi heit. Þegar McComber kom heim á kvöldin var Diane yfirleitt að enda við að útbúa kvöldverðinn. Einn af kostum hennar var yndi af matar- gerð. Eftir á hjálpuðust þau að við uppþvottinn og gengu oftast til náða um tíuleytið. Þau fóru nær aldrei út eða buðu gestum heim. Þau nutu þess að vera ein saman. Eiginmaðurinn var svo niðursokk- inn í hugsanir um konu sína að hann tók ekki eftir því fyrr en hann kom að dyrum íbúðarinnar að engin ljós voru inni. Klukkan var 20.05 á miðvikudagskvöldinu 10. febrúar 1988 og það var koldimmt úti. Venjulega kom McComber heim klukkan sjö en einmitt þetta kvöld þurfti hann að ljúka ákveðnu verki og hafði hringt heim og sagt Diane að hann yrði klukkutíma of seinn. Hræðileg heimkoma Þegar hann opnaði og gekk inn í dimma íbúðina, var honum alveg óskiljanlegt af hverju Diane var ekki í eldhúsinu. Hann sá að hún hafði augljóslega ætlað að laga frauðið sem hún nefndi í símann. Mat- reiðslubók lá opin við hrærivélina en Diane sást hvergi. Hann kallaði á hana en enginn svaraði. í stofunni var allt í röð og reglu, nema hvað skærbleikur, loðinn inni- skór sem Diane átti, lá á miðju gólfi. Hún var vön að fara í mjúk og þægileg föt strax er hún kom heim að loknum vinnudegi. Með vaxandi áhyggjusvip gekk ungi maðurinn að svefnherbergisdyrunum, ýtti þeim upp og kveikti ljósið. Hann horfði á rúmið en heili hans neitaði að með- taka þá sjón er þar blasti við. Hann starði á konu sína sem lá þvert yfir rúmið og hugsaði með sér að hún gæti ekki verið sofandi því hún var fullklædd og meira að segja í kápunni. Þá kom hann auga á stóran, dökkan blett á höfðagaflin- um. Smám saman síaðist hryllilegur sannleikurinn inn í huga hans. Blóð- ið var úr sárunum á bringu Diane. Blússa hennar var blóðug og ljótur skurður var á hálsinum. Skelfingu lostinn þaut hann að rúminu og greip konu sína í fangið. Lfkami hennar var slappur og þegar hann lyfti henni upp, féll höfuðið til hliðar. Þá laust loks niður í huga hans að konan sem hann elskaði heitar en lífið í brjósti sér var látin. Sorgin altók hann. Minnstu munaði að McComber sturlaðist hreinlega á þessu andar- taki en veik von um að enn leyndist líf með Diane varð til þess að hann hagræddi henni á rúminu og hringdi á sjúkrabíl og síðan á lögregluna í Bromley. Honum fannst biðin löng og hljóp því niður til nágranna sem reyndust ekki heima. Húsið var nýtt og marg- ar íbúðir enn auðar. Ljóst var að þó Diane hefði æpt af öllu mætti hefði enginn heyrt til hennar. Þrátt fyrir aðhlynninguna sem McComber veitti Diane, vissi hann innst inni að hún var dáin. Brátt kom sjúkrabíllinn og læknir í áhöfn hans leiddi harmi lostinn manninn fram í stofu en bar síðan hlustunarpípu sína að bringu Diane. Eftir andartak hristi hann höfuðið. - Hnífsstunga í hjartað, tilkynnti hann. - Það er um það bil klukku- stund síðan. kökudiskur og hálftómur kaffibolli. Ekki virtist hafa verið leitað í íbúðinni og engin merki sáust um átök. Glæpurinn var grimmdarlegur og virtist hafa verið framinn án nokkurrar ástæðu. Morðinginn hafði þó skilið eftir eina vfsbendingu. Innan við rúmið var blóðugur vasa- klútur sem morðinginn hafði að líkindum notað til að þurrka blóðið af höndum sér áður en hann flýtti sér út. Þó íbúðin fyrir ofan væri enn mannlaus, bjó fólk á sömu hæð annars staðar í húsinu. Lögreglan talaði við konu sem hafði eldhús- glugga sína beint á móti eldhúsglugg- um Diane. - Ég heyrði engin óp eða neitt þess háttar, sagði konan. - Hins vegar sá ég að frú McComber hafði gest í eldhúsinu. Það var um sjöleyt- ið. Hann kom fram í eldhúsið úr stofunni, sótti eitthvað í skúffu og fór aftur. Ég sá hann ekki vel, því ljósin í eldhúsinu voru ekki kveikt. Konan gat aðeins sagt að maðurinn hefði verið á að giska á þrítugsaldri og klæddur snyrtilegum j akkafötum. Hún sá Diane hins vegar ekki sjálfa. Lögreglan taldi næsta víst að konan hefði þama séð morðingjann fara fram að sækja hnífinn. Af hverju var hún í kápu? Hamingjusöm og trygg nýbökuð eiginkona varð fórnarlamb getu- lauss aðdáanda. Nágranni sá gest hjá Diane McComber kom aftur inn, seig niður á hnén við rúmstokkinn og grét eins og barn. Læknirinn gaf honum róandi lyf og hann gat farið að tala innan skamms. - Ég veit ekki hver gerði þetta eða hvers vegna, sagði hann. - Ég veit bara að hún er mér glötuð að eilífu. Lögreglumaður kom á vettvang og McComber lýsti fyrir honum heimkomu sinni. Hann kvaðst hafa talað við Diane í símann klukkan hálfsjö og þá hefði allt verið í lagi. - Hún sagðist sakna mín. Það sem gerðist síðan á einni og hálfri klukkustund væri ráðgáta. Ungi maðurinn var svo yfirkom- inn af sorg að hann hafði engan áhuga á að athuga hvort einhverju hefði verið rænt úr íbúðinni. Ákveð- ið var að láta frekari spurningar bíða og lögreglan athugaði íbúðina. Ekk- ert benti til að átt hefði verið við glugga eða dyr. Diane hafði augljós- lega sjálf hleypt viðkomandi inn sem síðan réðst á hana og myrti. Allt benti til að hún hefði þekkt gestinn því á sófaborðinu í stofunni var Meinafræðingur kom á vettvang og rannsakaði líkið. Hann fann för eftir karlmannshendur á hálsinum sem bentu til að reynt hefði verið að kyrkja hana. - Hún gæti hafa misst meðvitund við það, bætti hann við. - Síðan hefur hann náð sér í hníf til að ljúka verkinu og skorið hana á háis. Að lokum stakk hann hnífnum fjórum sinnum í bringu hennar. Ein stungan lenti í hjartanu og hún lést þá samstundis. Ljóst var að Diane hafði ekki verið nauðgað, en tilraun virtist þó hafa verið gerð til þess og þess eðlis að maðurinn virtist kynferðislega afbrigðilegur. Morðvopnið reyndist vera sér- stakur kjöthnífur sem morðinginn hafði greinilega tekið méð sér því hann fannst hvergi. Sporhundar voru látnir þefa af vasaklútnum en fundu ekki slóð nema út að gang- stéttarbrúninni. Því var gert ráð fyrir að morðinginn hefði farið beint út í bíl þar. - Kaffið og kökurnar benda til þess að kona þín hafi fengið gest, sagði lögreglan við McComber. - Nefndi hún að hún ætti von á manni? McComber hristi höfuðið. - Hún hefði sagt mér það þegar ég hringdi klukkan hálfsjö, svaraði hann dapur- lega en lögreglumenn héldu áfram: - Fékk hún oft karlmenn í heim- sókn? McComber sótroðnaði af reiði. - Konan mín var trölltrygg og elskaði aðeins mig. Ég get ekki ímyndað mér hver hefur litið inn. Diane hlýtur að hafa þekkt hann allvel, fyrst hún bauð honum kaffi. Engu virtist hafa verið rænt úr íbúðinni. Seðlaveski Diane með all- nokkurri fjárupphæð í, lá óhreyft á snyrtiborði hennar og lausafé í eld- hússkúffu var á sínum stað. Allir skartgripir og önnur verðmæti voru það einnig. - Ég skil ekki hvemig stóð á að hún var í kápunni þegar hún var myrt, varð McComber að orði. - Ég vissi ekki betur en að hún væri að útbúa kvöldmatinn en þá hætti hún þvf til að bjóða gesti kaffi. Til hvers í ósköpunum hefur hún þurft að fara í kápuna? Viðgerðarmaður grunaður Eftir að hafa velt þessu dálítið fyrir sér komust lögreglumenn helst að þeirri niðurstöðu að maðurinn myndi hafa gerst áleitinn við Diane og hún fundið sér afsökun, farið inn í svefnherbergið og klæðst kápu en reynt síðan að sleppa út úr íbúðinni. Morðinginn hefði þá náð henni, gripið um háls hnnar í reiði sinni, sótt síðan hnífinn og skorið hana á háls. - Konan mín þekkti engan svo brjálaðan, mótmælti McComber. - Vissulega átti ég keppinauta um hylli hennar áður en hún sleit öllum fyrri kynnum þegar við giftum okkur. Aðdáendur hennar voru heldur engir morðingjar. Þrátt fyrir það virtist sem einhver sem Diane treysti hefði reynt að nauðga henni og síðan myrt hana. í leit að vísbendingum var vasaklútur- inn, kökudiskurinn og kaffibollinn sent til nákvæmrar rannsóknar, einkum ef vera kynnu fingaraför á því. Lögreglumenn sem spurðu fólk í grenndinni fundu engan sem séð hafði eða heyrt neitt grunsamlegt. Enginn mundi að hafa séð ókunnug- an mann á ferð eða ókunnugan bíl úti fyrir. Nokkrir nefndu þó ungan, laghentan mann sem annaðist garða og tók að sér viðvik fyrir íbúana. Hann var oftast á ferðinni á miðviku- dögum til að afla sér vinnu yfir helgina. Lögreglan taldi ekki útilokað að ungi maðurinn hefði barið að dyrum hjá Diane McComber og hún boðið honum hressingu meðan þau ræddu málin. Enginn vissi hins vegar hvar laghenti pilturinn átti heima og þess vegna var auglýst eftir honum í blaði sem nær allir í hverfinu lásu. Árangurinn varð sá að 23 ára verkamaður kom á lögreglustöðina í Bromley fjórum dögum eftir morðið. Hann sagðist ekki hafa farið í íbúðimar þennan miðvikudag vegna þess að hann hefði verið að vinna frameftir í öðm borgarhverfi. í staðinn hefði hann hringt til flestra íbúanna til að athuga hvort þeir hefðu störf handa honum yfir helg- ina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.