Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 6
16 HBrG)Nv BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. I Hægt er að panta skoðunartíma pöntunarsími í Reykjavík er 672811' Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! Laugardagur 22. júlí 1989 Mors er stærsta eyjan á Limafirði, en hann skerst þvert í gegnum Jótland norðarlega. Eyjan er láglend, algróin og frjósöm, stærð tæpir 370 ferkflómetrar. Mesta lengd 38 km, mesta breidd 18 km, mesta hæð álíka og Öskjuhlíð. íbúar um 25 þúsund og búa langflestir nú í kaupstaðnum Nyköbing. Smáþorp á víð og dreif, bændabýli á strjálingi. Stórar brýr tengja nú eyna við báðar strendur fjarðarins. Eyjan má heita öll ræktuð. Þar eru stórir kornakrar og tún, sykurrófnarækt, kálrækt o.fl. nytjajurtir. Svínarækt tals- verð og nautgriparækt, iðnaður mikill og verslun. <6 VJOö' Rauði kross íslands heldur námskeið til undirbúnings fyrir HJÁLPARSTÖRF í Munaðarnesi 16.-22. sept. 1989 Þátttökuskilyrði eru: - 25 ára lágmarksaldur - góð tungumálakunnátta, a.m.k. enska - góð starfsmenntun - góð almenn þekking og reynsla Námskeiðið fer fram á ensku og verða leiðbein- endur frá Alþjóðarauðakrossinum í Genf. Fjöldi þátttakenda er áætlaður 20 og er þátttöku- gjald kr. 10.000 (fæði, gisting, kennslugögn og ferðir Rvk-Munaðarnes-Rvk). Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu RKÍ að Rauð- arárstíg 18, Rvk. Umsóknum ber að skila á skrifstofu RKÍ fyrir 15. ágúst, og þar veitir Elínborg Stefánsdóttir nánari upplýsingar. Sími 26722. Eyjan Mors er frá fornu fari fræg fyrir kirkjur sínar, en þær eru 34 að tölu. Þegar hringt er til tíða berst klukknahljómur um eyjuna alla, að segja má. Kirkjurnar á Mors eru ekki nein nýsmíði, fjarri fer því. Nei, þessar kirkjur eru mjög gamlar, en hafa „með guðs og manna hjálp" staðist furðanlega tímans tönn. Danmörk var forðum skógríkt land og fyrstu kirkjurnar munu hafa verið reistar úr timbri; en þær eru allar löngu horfnar. Danir gerðust snemma góðir steinsmiðir og kirkjurnar 34 á Mors eru allar úr steini, flestar úr vel höggnum stórum granít- eða sand- ■ steinum. Þær eru nær allar byggðar á 11.-13. öld; í upphafi flestar turnlausar. En turn hefur verið byggður við þær síðar, og þá úr múrsteini „munkasteini“ eins og hann var oft kallaður. Sumstaðar voru og gerðar síðar útbyggingar úr múrsteini, hann varð smámsam- an ríkjandi byggingarefni. Kirkj- urnar gömlu eru einfaldar að gerð og flestar fremur litlar, veggir þykkir, gluggar litlir og sitja hátt uppi, rúður smáar. Kirkjumar gömlu voru upprunalega jafnframt forðageymsla og virki, sem menn gátu flúið í á ófriðartímum. Sér- stakt vopnahús, eða herbergi var við innganginn. Þar lögðu menn af vopn sín áður en þeir gengu í kirkjuna. Gólfið var í fyrstu harð- troðið leirgólf, síðar kom múr- steinagólf eða fjalagólf. Sumstaðar voru tvennar dyr, þ.e. aðaldyr og aðrar minni ætlaðar konum og kannski líka starfsmönnum kirkj- unnar. Síðar var múrað upp í þesar dyr. Mjög færir steinsmiðir virðast hafa verið að verki þegar á 10. eða 11. öld. Steinkirkjur voru forðum reistar um alla Danmörku, en óvenju þétt á Mors, þar er kirkja á hverjum 11 ferkílómetrum. En meðaltalið í Danmörku allri er kirkja á hverjum 22,5 ferkílómetrum. Flestar kirkj- umar á Mors, standa í litlum sveitaþorpum, oft inni í trjálund- Laugardagur 22. júlí 1989 HELGIN 17 um, og gnæfa tumamir yftr skógar- þykknið. Engar voru þiljur, en sumstaðar voru steinveggimir skreyttir kalkmálverkum með myndum úr ritningunni. Prédikun-- arstólar og altaristöflur víða skreytt fögrum málverkum og hag- legum tréútskurði. Altarið víða hlaðið úr örfáum stómm granít- steinum. Skírnarfontar úr steini. Skriftastóllinn haglega gerður. Þar gátu menn létt á samviskunni. Ég hef komið í margar kirkjur á Mors á löngum gönguferðum. Þessar ævafornu kirkjur eru sann- arlega verðar skoðunar. Nú er nýkomin út bók, mikið verk, um kirkjumar á Mors, sögu þeirra og byggingarmáta. Senni- lega berst það hingað á bókasöfn. Gömlu steinhúsin hér, Hóladóm- kirkja og Viðeyjarkirkja, eru korn- ung í samanburði við kirkjurnar á Mors. Hvað hratt á stað hinni miklu kirkjubyggingaröldu á 11.-13. öld? Kirkjan var þá á uppleið, var að verða ríki í ríkinu, trúaráhugi mikill. Pólitík og valdastreita koma vitanlega við sögu. Höfðingjum var það metnaðarmál að reisa kirkju í sínu umdæmi, því gátu fylgt viss mannaforráð og tekjur. Kennimenn hvöttu auðvitað til kirkjugerðar og hermir gömul sögn að „sérhverjum væri heimil vist í himnaríki jafnmörgum og rúmast gætu í kirkju þeirri er hann léti reisa“. Hversvegna voru til forna reistar óvenju margar kirkjur á Mors? Það veit enginn með vissu. En eyjan hefur fyrrum sennilega verið miklu meiri miðstöð samgangna, en síðar varð, og tiltölulega fjölmenn. Kirkjugarðar á Mors, og annars- staðar í Danmörku, eru nú friðsæl- ir, vel hirtir, blómskrýddir reitir. Em öðruvísi var því farið fyrr á öldum. Þá var ekki aðeins greftrað í þeim, heldur voru þar haldnar hátíðasamkomur, og jafnvel mark- aðir. Sumstaðar mátti presturinn nota þá til heyskapar. Margar kirkjuklukkur á Mors eru mjög gamlar og hefur hljómur þeirra borist um eyna í margar aldir. Á ófriðartímum fækkaði klukkunum jafnan því að kóngar o.fl. valdamenn kröfðust þeirra til að steypa úr þeim fallbyssur. Mynd sýnir Vejerslevkirkju á Mors, en hún er talin mjög gömul og er með þeim stærri. En flestar eru gömlu kirkjurnar litlar og hafa ekki verið stækkaðar, þ.e. sjálft kirkjuskipið, en oftast nærbyggður við þær turn síðar. Vejerslevkirkja hefur líklega verið turnlaus í fyrstu, en síðar reistur turn og kirkjan einnig lengd. Haglega gert líkan af seglskipi hangir í margri kirkjunni. Prédikunarstólamir eru oft hin mestu listaverk, með tré- skurði og myndum. Hér er mynd af einum þeirra, úr Fröslevkirkju á Mors. Hann er sannarlega verður athugunar. Á honum stendurártal- ið 1600. Kirkjan hefur sannarlega veitt mörgum listamanni vinnu og frægð á liðnum öldum. Beríð saman: Reykjavík 16 kirkjur, íbúar um 93 þúsund, Mors 34 kirkjur, íbúar 26 þúsund. Fyrirliggjandi Pízza dagsíns og lasagne hrásalat VERIÐ VELKOMIN Simi 685670 Opið alla daga frá kl. 18.00-23.30. p Þol - þakmálning Þekur, verndar og fegrar Þarftu að mála þakið? Þá vantar þig Þol þakmálningu frá Málningu hf. Hún er sérstaklega framleidd fyrir bárujám______________ og aðra utanhússfleti sem r þarfnast varanlegrar vamar. ^ LMmálninff Þol er hálfgljáandi alkýð- málning sem er auðveld í /7/ notkun. Þol þakmálningin dregur nafn af einstöku veðrunarþoli sínu og litaúrvalið er fjölbreytt. Þol þakmálningin frá Málningu hf. er punktur- inn yfir vel málað hús. - Það segir sig sjálft. Mm ast. UTANHUSS ALKYÐMALMNi Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er 'má/ninghf - það segir sig sjálft -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.