Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. júlí 1989 HELGIN 21 L SAKAMÁL SAKAMÁU SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Vinkona gift ofbeldismanni Hann kvaðst hafa hringt til Diane um sexleytið en hún hefði ekki þurft að láta gera neitt fyrir sig. Pilurinn kvaðst ekki hafa komið nálægt hús- inu þennan dag og nafngreindi roskna konu sem hann hefði þá verið að mála eldhúsið fyrir. Konan staðfesti það. Næst tók lögreglan minnisbók Diane og athugaði öll nöfn þar og ræddi einnig við ættingja hennar og samstarfsfólk. Það bar engan árang- ur. Hins vegar var það daginn eftir að fram kom atriði sem vert þótti að athuga nánar. Lögreglumenn sáu í hendi sér að Diane McComber hafði tekið vináttubönd mjög alvarlega. í kommóðuskúffu hennar fannst albúm sem hún hafði vandlega límt í tilkynningar um trúlofanir, brúð- kaup og bamsfæðingar sem hún hafði fengið sendar undanfarið ár. Flestar voru þær frá vinkonum henn- ar og Iögreglumenn sem létu sér ekki yfirsjást minnsta atriði, gerðu ráð fyrir að Diane hefði við einhver tækifæri hitt unnusta eða eiginmenn flestra vinkvennanna. Nú var tekið að athuga feril þeirra. Við þá athugun kom í ljós að ein vinkona Diane hafði árið áður gifst manni að nafni Raymond Fitz- williams. Er skrár Scotland Yard voru athugaðar sást að sá hafði tvisvar verið dæmdur fyrir árásir á konur. Enn jókst áhugi lögreglunnar þeg- ar samstarfskona Diane sagði að hún hefði farið í brúðkaupið. Þá hefði hún hitt þennan Fitzwilliams að minnsta kosti einu sinni. Nú hringdi lögreglan í bankann þar sem Fitzwilliams starfaði og bað hann að hitta sig á kaffihúsi í grennd- inni. Hann reyndist geðþekkur, ung- ur maður og snyrtilega klæddur, alls ófeiminn í fasi. - Konan mín sagði mér á fimmtu- daginn að vinkona hennar, Diane McComber hefði verið myrt, sagði hann af fyrra bragði. - Hún heyrði það í fréttunum og varð miður sín. Nákvæm fjarvistarsönnun - Hittir þú einhverntíma frú McComber? var spurt. - Ég hitti hana í brúðkaupinu okkar, svaraði hinn af bragði og ekki hið minnsta óstyrkur. - Eg sá hana víst bara einu sinni síðan. Þegar hún gifti sig bauð hún konu minni að sjá nýju íbúðina í Shortlands. Konan mín hringdi síðan og bað mig að sækja sig. Hann kvaðst ekki hafa staðið lengi við þá, aðeins litið yfir snotra íbúðina en síðan hefðu þau hjón farið. Lögreglan íhugaði hins vegar að hann gæti þá hafa sett á sig her- bergjaskipan og auk þess vissi hann hver vinnutími Diane og manns hennar var. Komið var beint að efninu og Fitzwilliams spurður hvað hann hefði verið að gera umræddan miðvikudag síðdegis. - Ég var á kafi þá, svarapði hann strax. - Ég fór úr bankanum um hádegi og í viðtal vegna annars starfs en kom aftur um hálffjögur eða svo. Þá fór ég að heimsækja kunningja- hjón í Sutton en þau voru ekki heima og ég ákvað að fara til mömmu og var hjá henni til hálfátta eða svo. Á heimleiðinni lenti ég í vandræðum með blöndunginn í bíln- um og þurfti oft að stansa. Ég komst ekki heim fyrr en undir klukkan tíu um kvöldið. Móðir Fitzwilliams bjó í um 40 km fjarlægð frá morðstaðnum og talið var að Diane hefði verið myrt um sjöleytið. Ef frásögn hans var sönn, gat hann ekki verið morðinginn. Hins vegar þótti grunsamlegt hve vel hann mundi alla tíma. Auk þess var hann með nýlegan skurð þvert yfir hnúa vinstri handar. Eins og fyrir hugboð ákváðu lög- reglumennimir þegar í stað að at- huga þessar fjarvistarsannanir. Hjá bifreiðaeftirlitinu fengu þeir að vita hvernig bíl hann átti, svartan Morris. Síðan var móðir hans heimsótt og hún staðfesti strax að sonur hennar hefði komið í heimsókn og dvalið áðumefndan tíma. Hann hafði fært henni konfektkassa. Hún var viss um tímann. Raymond Fitzwilliams vildi enn reyna að sanna karlmennsku sína og heimsótti Diane. Kynóður en getulaus Þá var talað við konuna í næsta húsi við móðurina. - Já, Raymond heimsótti móður sína á miðvikudag- inn, sagði hún. -Ég sá hann koma á bílnum sínum um áttaleytið en þegar ég leit út um klukkan tíu, var bíllinn farinn. - Ertu viss um að hann hafi ekki komið fyrir átta? spurðu lögreglu- mennirnir og nú glæddist heldur betur áhugi þeirra. - Ég er viss um það, því ég leit út um gluggann um Ieið og kveikti á sjónvaipinu til að horfa á þátt sem byrjaði klukkan átta. Konan kvaðst að vísu ekki hafa séð númer bílsins en hún þekkti hann. Fitzwilliams hefði síðan farið inn með skrautlega innpakkaða gjöf. Mörg eru dæmi þess að mæður sem trúa engu illu upp á syni sína staðfesta upplogna fjarvistarsönnun þeirra. Verið gat líka að móðirin væri ekki viss og tryði því sem henni var sagt. Þegar hér var komið veltu lög- reglumenn fyrir sér hvernig af- gangurinn af fjarvistarsönnuninni stæðist. Verið gat að hann hefði búið til þetta um blöndunginn í bílnum. Hefði hann verið hjá Diane klukkan sjö, gat hann hæglega verið kominn til móður sinnar klukkutíma síðar. Málið var allt hið undarlegasta. í skýrslum Scotland Yard kom fram að Fitzwilliams hafði verið sendur til sálfræðings eftir að hann réðst á konu í seinna skiptið. Það var nokkrum mánuðum eftir að hann kvæntist. Hvers vegna réðst ný- kvæntur maður á bláókunnuga konu? Leitað var til sálfræðingsins. - Því miður þjáist Raymond Fitz- williams af leiðindakvilla, sagði sá. - Hann hefur sterka kynhvöt en er getulaus. Það er að líkindum fremur sálrænt en líkamlegt. Hann hefur ráðist á tvær konur til að reyna að sanna karlmennsku sína og ná kyn- ferðislegri fuilnægingu. Sálfræðingurinn sagði ennfremur að báðar konumar hefðu verið hon- um alveg ókunnar. Þegar þær vísuðu honum á bug, réðst hann á þær og reif og tætti undirföt þeirra. í báðum tilfellum meiddi hann konumar. Þó hann teldist lagalega heilbrigður, hafði hann tvisvar beitt konur of- beldi. Föt og bíll rannsakað Á gmndvelli upplýsinga læknisins var fengin heimild til að leita heima hjá Fitzwilliams og var farið þangað meðan hann var í vinnu. Aðlaðandi kona hans varð furðu lostin við að heyra að hann væri grunaður um að hafa myrt vinkonu hennar og lagði áherslu á að þau hefðu sáralítið þekkst. - Við viljum sjá fötin sem maður þinn var í þetta kvöld, sögðu lög- reglumennirnir. Áhyggjufull konan fór inn f svefnherbergið með svartan púðulhund á hælunum og kom aftur með nýhreinsuð jakkaföt. Lögreglan tók fötin með sér og bað auk þess um vasaklúta og fékk heila tylft af þeim. Að því búnu fóru lögreglumenn á stöðina og fengu send fötin sem Diane hafði verið myrt í. Með þau og föt Fitzwilliams var síðan farið á rannsóknarstofuna í Holborne. Tæknimaður þar leit brúnaþungur á jakkafötin. - Þau hafa ekki verið hreinsuð, bara pressuð. Svo er að sjá sem agnir úr öðm efni loði enn við þau. Égskal reyna að finna eitthvað. Nú var Fitzwilliam sóttur og sýni tekið af munnvatni hans og honum tilkynnt að bíll hans yrði tekinn til rannsóknar. Þegar hér var komið veittu yfirvöld ekki frekari upplýs- ingar um gang málsins. Viku síðar var svo tilkynnt að Raymond Fitzwilliams hefði verið formlega ákærður fyrir morðið á Diane McComber en hann lýsti sig saklausan. Hann yrði hafður í fang- elsi fram að réttarhöldum. Réttarhöldin hófust 12. apríl 1988 í Old Bailey í London. Allt fram til þessa hélt Fitzwilliams því statt og stöðugt fram að hann væri saklaus. Hann svaraði spumingum verjanda síns í réttarsalnum. - Ég sá Diane McComber aðeins tvisvar, í seinna skiptið í janúar þegar ég sótti honu mína í heimsókn til hennar. Ég fór ekki inn í íbúð hennar þann 10. febrúar, ég réðst ekki á hana og á engan þátt í dauða hennar. Ég var hjá móður minni í Surrey á þeim tíma. Sannanir hlaðast upp Á þeim tveimur mánuðum sem liðnir voru frá handtökunni höfðu lögreglumenn aflað fleiri sannana gegn honum. Þó morðvopnið fyndist ekki, fundust blóðblettir í hurðar- vasa í bílnum og rannsókn leiddi í ljós að það var samskonar blóð og Diane. Sækjandi sagði kviðdómi að ein- ungis 6% af allri bresku þjóðinni væru í þessum blóðflokki. Hann gat sér þess til að Fitzwilliams hefði tekið með sér blóðugan hnífinn úr íbúðinni og stungið honum í hurðar- vasann en síðan fleygt honum í einhverja af ótal sorptunnum sem voru á leið hans heim. Fleiri sannanir voru lagðar fram. Munnvatn í kaffileifunum í bollan- um var sams konar og ákærða. Aðalvitni sækjanda var tæknimaður hjá Scotland Yard. Hann hafði rannsakað kápu hinn- ar myrtu og jakkaföt ákærða vand- lega og fundið trefjar úr fötum ákærða á grófu yfirborði kápunnar. Slíkar trefjar fundust einnig á bleikri slæðu sem Diane hafði átt og fannst heima hjá ákærða. Mikilvægasta sönnunargagnið var þó blóðugi vasaklúturinn. Rannsókn sýndi að megnið af blóðinu í honum var úr Diane en nokkrir litlir blettir voru af sama flokki og blóð ákærða. Áður var komið fram að þegar lögreglan hitti hann fyrst var hann með nýlegan skurð á hendi. Loks sagðist tæknimaðurinn hafa fundið í vasaklútnum tvö svört hundshár. Síðast en ekki síst var það gerð klútsins. Hann var nákvæmlega sömu tegundar og hinir klútarnir sem fundust á heimili ákærða. Þó þessar sannanir hefðu svo sem nægt til að sakfella Fitzwilliams, var ekki allt búið. Hann kvaðst hafa ætlað að heimsækja hjón í Sutton á morðdaginn sem ekki hefðu verið heima. í ljós kom að hann hafði raunar heimsótt unga konu í Sutton sem hann átti vingott við. Hún gaf sig fram og sagðist ekki hafa getað hitt Fitzwilliam einmitt þá því hún hefði haft annan gest. Þyngsti dómur Ákærandinn lagði þá tilgátu fyrir kviðdóm að fyrst ákærði hefði ekki hitt vinkonu sína, hefði hann farið að hugsa um Diane McComber sem hann hefði heillast mjög af þegar hann hitti hana í svip skömmu áður. Hann vissi að maður hennar var ekki kominn frá vinnu og ók heim til hennar um sexleytið. Diane var kurteis, bauð morðingja sínum inn og bar fyrir hann góðgerðir. Kenningin var sú að Fitzwilliams hefði farið á fjörurnar við Diane og hún orðið hrædd, flúið inn í svefn- herbergið, farið í kápu og ætlað að forða sér út. f reiði sinni elti hann hana, greip um háls henni og reyndi að nauðga henni. Þó hvötin væri fyrir hendi, gat hann ekkert. Hann vissi að hún myndi kæra hann svo hann sótti hníf og myrti hana. Síðan ók hann til móður sinnar í von um að fá þar fjarvistarsönnun. Það tók kviðdóm ekki nema nokkrar klukkustundir að úrskurða Raymomd Fitzwilliams sekan um morðið. Hinn 26 ára bankagjaldkeri var dæmdur í lífstíðarfangelsi. NEW HOLLAND RÚLLUBINDIVÉLAR I\EWHOLLAi\D Afkastamikiar og sterkbyggðar rúllubindivélar með breytilegri stærð rúilubagga - henta flestum bústærðum. - Fastkjarna rúllubaggar meö jöfnum þrýstingi - betri fóöurverkun. - Breytileg baggastærö: 1,0 til 1,4 m. - Betur lagaöir baggar sem halda betur lögun viö geymslu. - Fastkjarna rúllubaggar rúma allt aö 36% meir en heföbundir rúllubaggar, 1,2 x 1,2m. - Allt aö 37% færri rúllubaggar á hvern hektara. - Lægri pökkunarkostnaöur og minni notkun bindigarns. - NEW HOLLAND rúllupökkunarvélar hafa áralanga reynslu hér á landi. - NEW HOLLAND rúllupökkunarvélin var prófuö af Bútæknideildinni á Hvanneyri s.l. sumar f %*•«.:. ARMULA 11 SIMI 681500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.