Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 2
2 -T-íminn Föstudagur 4. ágúst 1989 Traustari grunnur lagður að byggingareglugerð: Reglur hertar um öryggi og styrk Með breytingu á byggingareglugerð, er gefin var út 1. ágúst, leggur félagsmálaráðherra frekari lífsreglur varðandi öryggi og styrk bygginga og bætta aðstöðu fyrir hreyfihamlaða jafnframt því sem hertar eru reglur er lúta að skipulagi og byggingu sumarbústaða. í breytingunum er kveðið á um ófrávíkjanlega nauðsyn lokaúttektar að byggingaframkvæmdum loknum, en nokkur vanhöld hafa orðið á siíku gegnum tíðina. Sett eru ákvæði um ítarlegri burðarþolsútreikninga, notkun viðurkenndra plastefna og öryggisglerja og kröfur hertar um brunavarnir í fjölbýlishúsum og íbúðarhúsnæði úr timbri. Þá er skýrt kveðið á um hámarks- saltmagn sjávarefna er notuð eru til steinsteypu, í því skyni að sporna við hugsanlegum steypuskemmdum. Athygli vekur, að einkaréttur Rannsóknarstofnunar byggingariðn- aðarins á gæðaprófun byggingarefna er nú afnuminn, og gáttum hrundið upp fyrir öðrum „óháðum rannsókn- arstofnunum er byggingarfulltrúi viðurkennir“. í breytingum ráðuneytisins er einnig að finna ákvæði um bætta aðstöðu fyrir hreyfihamlaða og aldr- aða, s.s. sérstök bílastæði, handrið á tröppur, lyftur og salernisaðstöðu. Loks fá byggingaraðilar sumar- hýsa sinn skammt með ákvæðum um rýmkaða lágmarksstærð bústaða - úr 1000 fm í 2000 fm - sem og rýmkaða hámarksstærð bústaða um 10 fm, takmörkunum á staðsetningu og fleiru. Ráðuneytið boðar fyrirhugaðar breytingar á frumvörpum til bygg- ingar- og skipulagslaga í því skyni að fella málaflokka þessa í einn laga- bálk. Umskipan þessi kunni að fela í sér að stofnað verði sérstök Skipu- lags- og byggingarstofnun ríkisins. Þá er í boðskap ráðuneytisins ýjað að hertum reglum um menntun þeirra er um byggingaruppdrætti sýsla. Ekki fékkst þó staðfest í félagsmálaráðuneytinu hvort starfs- verndunar væri að vænta, né heldur hvort - og þá hvenær - fjölgunar væri von í ríkisbákninu. - jbg Evrópubikarkeppni taflfélaga: REYKJAVÍK í ADRA UMFERD Taflfélag Reykjavíkur er komið í aðra umferð í Evrópubikarkeppni taflfélaga. í fyrstu umferð sigraði lið félagsins lið Anderlech með 7,5 vinningum gegn 4,5. í annarri um- ferð mun liðið mæta liði Bayern Múnchen og mun keppnin fara fram á Hótel Loftleiðum á laugardag og sunnudag og hefst klukkan tvö báða dagana. Búast má við jafnri og spennandi keppni þar sem skákstig keppenda eru svipuð. Það lið sem sigrar heldur áfram í þriðju umferð. Lið Taflfélags Reykjavíkur er þannig skipað: l.borð Jóhann Hjartarson (SM) 2. borð Jón L. Arnason (SM) 3. borð Margeir Pétursson (SM) 4. borð Helgi Ólafsson (SM) 5. borð Hannes H. Stefánsson (AM) ó.borð Karl Þorsteinsson (AM) varam. Þröstur Þórhallsson (AM) - GS. Munið að gefa fuglunum Nú fer í hönd verslunarmannahelgi, jafnan kölluð mesta ferðahelgi ársins. Viðbúið er að fjölmargir Reykvíkingar muni þó sitja heima um helgina og sjálfsagt að minna þá á endurnar á Tjörninni. Hér má sjá Guðmund Haraldsson skáld útdeila brauðinu við Reykjavíkurtjöm og er ekki annað að sjá en góðgerðimar séu meðteknar með þökkum. Ljósm. Guðjón Sverrisson. Menntamálaráðuneyti: Kennslu- gagna- miðstöðvar um allt land Nefnd sem skipuð var af mennta- málaráðherra til að gera tillögur um uppbyggingu kennslugagnamið- stöðva við fræðsluskrifstofur hefur skilað áliti sínu. Nefndin gerir það að tillögu sinni að kennslugagnamiðstöðvum verði komið upp á fræðsluskrifstofum utan Reykjavíkur eða í tengslum við þær. Kennslumiðstöð Námsgagnastofn- unar þjóni skólum í Reykjavík og verði jafnframt bakhjarl og þjón- ustuaðili fyrir kennslugagnamið- stöðvar fræðsluumdæmanna. Kjarni starfsemi miðstöðvanna verði fræðslu- og upplýsingastarf- semi, útlán gagna og þjónusta í formi aðstöðu og aðstoðar. Starf- semi hverrar kennslugagnamið- stöðvar verði löguð sem best að þeim aðstæðum sem ríkja í hverju umdæmi. Gert er ráð fyrir að minnsta kosti einu stöðugildi við hverja kennslu- gagnamiðstöð. Nefndin leggur til að þessu verði náð í tveimur áföngum þannig að veitt verði fé á fjárlögum 1990 sem nemur a.m.k. hálfu stöðu- gildi við hverja kennslugagnamið- stöð og hálfu til viðbótar á fjárlögum 1991. Auk þess verði veitt fé til rekstrar og kaupa á búnaði og gögnum. Menntamálaráðuneytið hefur sent ýmsum aðilum, m.a. Bandalagi kennarafélaga, Kennaraháskólan- um, Námsgagnastofnun, fræðslu- stjórum og alþingismönnum skýrslu nefndarinnar og tillögur til umsagn- ar. SSH Ný tegund steypu í brúnni yfir Miklubraut: Alíslensk tímamótabrú „Það hefur ekki verið notuð áður í mannvirkjagerð á íslandi svo sterk steypa. Menn eru alltaf að stíga skref fram á við hér sem annars staðar og ég myndi segja að þetta væri eitt skrefið," segir Haukur Helgason, verkfræðingur hjá Steypustöðinni hf. um nýja tegund steypu sem notuð var við byggingu súlna undir miðbiki brúarinnar yfir Miklubraut. Steypan er frábrugðin annarri stey pu að því ley ti að hún er sterkari, svokölluð S-600, þ.e. hver rúmsenti- metri þolir 600 kg. Það tekur steyp- una 28 daga að þorna og ná fullum styrk. Við aðra mannvirkjagerð af þessu tagi á íslandi hefur yfirleitt verið notuð steypa sem þolir um 400 kg á rúmsentimetra. Þessi steypa er ekki hentug í húsagerð heldur frekar í ýmis önnur mannvirki, eins og t.d. brýr. „Þetta er spurning um að geta notað minni steypu og hafa hana þá sterkari. Eftir því sem maður er með sterkari steypu getur maður haft hana þynnri. Og hönnunin á brúnni mið- ast við að ekki sé notuð mikil steypa svo að hún verði ekki kubbsleg," Um verslunarmannahelgina mun lögreglan og Umferðarráð, í sam- vinnu við Tannvemdarráð, beita sér fyrir aukinni notkun bílbelta. Munu lögreglumenn stöðva bíla á vegum úti og afhenda öllum börnum, er nota öryggisbelti bifreiða eða bíl- stóla, svonefnt raðspil sem kjörið er til að stytta yngstu borgurunum segir Haukur. Steypan er alíslensk, úr íslensku sementi og íslenskum efnum. í hana er notað mjög lítið vatn og gefur það fyrst og fremst þennan háa styrk. „Við erum búnir að gera miklar prófanir í vetur og sendum menn til stundir. Einnig fá ferðalangar afhentan Ferðafélagann, útgáfu er fþrótta- samband lögreglumanna og Um- ferðarráð hafa sameinast um, sjötta árið í röð. í blaðinu er fjallað um ýmsar hliðar umferðar og öryggis. Sem fyrr munu Umferðarráð og lögreglan starfrækja upplýsingamið- að velja bestu efnin í þetta. Menn voru ekki vissir um hvort það væri hægt að framleiða svo sterka steypu hér á landi, en okkur hefur tekist það,“ segir Haukur. - Er þetta tímamótabrú? „Að þessu leyti er hún það, já.“ GS. stöð yfir helgina, þar sem safnað verður upplýsingum um umferð og ástand vega á landinu öllu og þeim komið á framfæri við fjölmiðla. Opnunartímar miðstöðvarinnar eru sem hér segir: Föstudag 4. ágúst kl. 9-22 Laugardag 5.ágúst kl. 10-19 Mánudag 7. ágúst kl. 12-19 Spennið belti um bömin! Tilvonandi brú yfir Miklubraut. í súlunum sem halda brúnni uppi er ný, sterk steypa sem hefur aldrei verið notuð áður. Tímamynd: Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.