Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 4. ágúst 1989 Tíminn 5 Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir er orðin þreytt á árangurslausum óformlegum viðræðum við stjórnina og glefsi Alþyðubiaðsins: Tökum þátt í stjórn nú, annars ákveðna andstöðu Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir þingmaður Borgaraflokksins segir að annað hvort verði Borgaraflokkurinn að ganga inn í stjórnina á næstu dögum, eða að flokkurinn verði í eindreg- inni stjórnarandstöðu. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að við tökum ábyrgð á því hvað stjórnin gerir, án þess að vera nokkrir þátttakendur í henni,“ segir Aðalheiður. „Við munum ekki styðja stjórnina öðruvísi en að taka þátt í henni.“ Aðalheiður segir að þingflokkur- inn hafi ekkert í höndunum til að taka ákvörðun um. Að vísu hafi farið fram óformlegar viðræður við ríkisstjórnina, sem Júlíus Sólnes hafi leitt fyrir hönd Borgaraflokksins, en þar hafi ekki enn komið fram neitt tilboð sem þingflokkur Borgara- flokksins geti tekið afstöðu til. Vissulega hafi stjórnin gert góða hluti, tekið við á erfiðum tíma og haft allt auðvaldið í landinu upp á móti sér, en henni hafi veriðgefið líf iengi og slíkt sé ekki hægt að gera endalaust. En skýtur það ekki skökku við að ailir aðilar sem komið hafa nálægt þessum þreifingum lýsa þvf yfir að því fyrr sem að málin séu komin á hreint þvf betra, en samt gengur hvorki né rekur? „Framsóknarmenn hafa lýst þvf yfir að þeir séu tilbúnir að láta af hendi eitt ráðuneyti, afstaða alþýðu- bandalagsmanna er óljós, en ég hef það á tilfinningunni að það standi fyrst og fremst á krötum. Þeir vilja ekkert af hendi láta. í sjálfu sér skiptir það ekki máli fyrir okkur hvaðan þau ráðuneyti koma sem boðið verður upp á, verði á annað borð af formlegum stjórnarmyndun- arviðræðum. Hitt er annað mál að þessi afstaða Alþýðuflokksins er ekki heppileg gagnvart samstarfs- flokkum hans í ríkisstjórn. Það er engu líkara en einhverjum í stjórn- inni sé ekki annt um að hún geti leitt til lykta þau mál sem hún þarf að koma að.“ Aðalheiður segir ýmislegt hafi gerst sem hleypi illu blóði í sig og þar á meðal það glefs sem þingmenn Borgaraflokksins séu sífellt að fá á sig. „Það er til dæmis talað mjög digurbarkalega í okkár garð í Al- þýðublaðinu,“ segir þingmaðurinn. „Ég er ekki að segja að allir alþýðu- flokksmenn láti svona, en áberandi slæmur í þessum hópi er einn af pennum Alþýðublaðsins, Guð- mundur Einarsson, maður sem hefur unnið það sér helst til frægðar í stjórnmálum að urða sinn eigin flokk áður en að hann gat gengið með hann til kosninga. Þegar ég las nýleg ummæli hans var ekki laust við að mér dytti í hug það sem kona ein í Borgarfirði sagði eitt sinn um tengdason sinn: „Þú þykist vera heilt húðarskinn, en ert bara hundskinns- útnári." Þessir stráklingar sem eru að skammast út í okkur á Alþýðu- blaðinu tala mikið um hvað flokkur- inn sé lítill. Þeir geta þó varla verið svo blautir á bak við eyrun að þeir muni ekki að Alþýðuflokkurinn var eitt sinn rétt að segja fallinn út af þingi. Hann lafði þó og fékk fimm þingmenn, eða nákvæmlega jafn marga og við erum með í dag.“ Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir segir að annað hvort verði að konia fram tilboð frá stjórnarflokkunum, þar sem þeir lýsi því yfir hverju þeir vilji fórna til að fá borgara í stjórn, eða viðræðum sé lokið og Borgaraflokkurinn fari í ákveðna stjórnarandstöðu. Hverjar eru ykkar kröfur fyrir þátttöku í ríkisstjórninni? „Auðvitað er alltaf samkomulags- atriði hvað fallist verður á, í fyrsta lagi verðum við að sjá hvað ríkis- stjórnin er tilbúin að gefa eftir, við höfum ennþá ekkert í höndunum um það annað en yfirlýsingu þing- flokks framsóknarmanna. Við höf- um aldrei farið fram á að fá þrjá ráðherra, en þrjú ráðuneyti. Finníst þeim það mikið spyr ég á móti. Er það mikið fyrir að bera ábyrgð á einni ríkisstjórn? Annars hafa okkar hugmyndir aðallega gengið út á að lækka tilkostnað heimilanna, m.a. með niðurfellingu matarskattsins.“ Aðalheiður segir að hún og Óli Þ. Guðbjartsson hafi vissulega stutt stjórnina á sínum tíma: Það hafi verið með þeirra stuðningi að bráða- birgðalögin hafi komist í gegn og þau sjái hvorugt eftir þeirri ákvörð- un. Vegna þess að bráðbirgðalögin hafi komist í gegn hafi verið unnt að úthluta fjármagni tíl byggðarlaga sem hafi verið komin í þrot. Að leggja þau fyrirtæki í auðn, sem hjálpað var með aðstoð Atvinnu- tryggingarsjóðs og Hlutafjársjóðs- ins, hefði án efa skaðað hagsmuni þjóðarbúsins í heild. Þegar tekjuöflunarfrumvörp ríkis- stjórnarinnar komu til atkvæða- greiðslu, segir Aðalheiður að engar aðrar tillögur til lausnar halla ríkis- sjóðs hafi legið fyrir. Hvorki frá Borgaraflokknum né öðrum flokk- um. Þess vegna hafi valið staðið um það að leggja til auknar lántökur erlendis frá, eða styðja frumvörp stjórnarinnar, hvort sem henni lík- aði þau að öllu leyti eða ekki. Um annað hafi ekki verið að velja. -ÁG VEIÐIHORNIÐ' llll! Stjórn Byggðastofnunar fundar um málefni fóðurstöðva: Tuttugu milljónir til fóðurstöðva Elsti veiðimaðurinn í Haukadalsá 84 ára Upp úr Haukadalsá eru nú komnir í kringum 320 laxar, sem er um helmingi minni veiði en á sama tíma í fyrra, en allt síðasta sumar gaf áin 1300 laxa. í síðustu viku gekk veiðin mjög vel, 93 laxar veiddust í vikuholli sem í voru útlendingar. í vikuholli, sem hófst á laugar- dag og hættir á morgun, hafa aftur á móti ekki veiðst nema tólf laxar, enda hafa þeir veiðimenn, sem nú eru með ána, 60-84 ára gamlir útlendingar, bara veitt á flugu og eru ekki með neinn asa við veiðina. Að sögn veiðivarðar eru hér samt sem áður engir aukvisar á ferð, „Þeir komu nú meira af þrjóskunni við að vera með og ánægjunni. En það aftrar þeim ekkert frá að fara út í á, alveg sama hvernig veður er.“ Sá elsti, 84 ára, fékk einn fisk fyrsta daginn. Það var fallegur tíu punda lax sem fékkst á flugu númer sex. Af efri ánni er það að frétta að þrír laxar eru komnir á land og aðeins þrjár til fjórar bleikjur, en efri áin er aðallega bleikjuá. Bleikjan heldur sig enn í ármótun- um og virðist ekki ætla upp í ána. 1300 f iskar í Laxá í Kjós „Veiðin er góð, sólin skín og veiðimenn eru yfir sig ánægðir,“ sagði veiðivörður í Laxá í Kjós i samtali við Veiðihornið. I byrjun vikunnar var róleg veiði í ánni en . nú virðist vera farið að glæðast. Það eru nogar göngur og iaxinn hefur dreift sér vel um alla á; „það er fullt af fiski í hverjum pytti.“ Heildarveiðitalan í Kjósinni er nú tæplega 1400 fiskar. Góð síðsumarveiði í Laxá í Dölum Laxá í Dölum er nú komin upp í tæplega 400 fiska. Seinni partur- inn í síðustu viku var ágætur í ánni og einn daginn komu 39 laxar á land. Alla síðustu viku, í einu holli, veiddust 103 fiskar. Með meiri sól fór veiðin svo minnkandi og útlendingaholl, sem byrjaði á sunnudaginn og stendur í viku, hefur ekki gengið jafn vel og þeir sem voru á undan þeim. Á sama tíma í fyrra var Laxá í Dölum með um 600 fiska og allt árið voru þeir 2400. Það má segja að veiðin ætti að fara að byrja hvað úr hverju því síðsumarveiðin er yfirleitt mjög góð í ánni. Fyrstu tíu dagana á eftir útlendingatímabilið í fyrra, þegar ekki hafði verið veitt á maðk í mánuð, veiddust um 600 laxar. Það er veitt alveg til 20. september, en veiðin byrjaði 20. júní, svo að tímabilið er rétt hálfnað. GS Á fundi stjórnar Byggðastofnunar 2. ágúst voru málefni loðdýraræktar í landinu til umræðu. Þarsamþykkti stjórnin m.a. að heimila greiðslu á 20 milljóna styrk til fóðurstöðva í ágúst og september. Þá var einnig samþykkt heimild til forstjóra til að veita 5 m.kr. skammtímalán til nýrra rekstraraðila gjaldþrota fóður- stöðva. Forstjóra Byggðastofnunar var heimilað að greiða starfandi fóður- stöðvum samtals tuttugu milljónir króna í styrk vegna fóðurframleiðslu á tímabilinu 20. ágúst 1989 til 31. Stjórn Iðnlánasjóðs hefur ráðið Braga Hannesson bankastjóra for- stjóra Iðnlánasjóðs og mun hann taka við því starfi síðar á þessu ári. Iðnlánasjóður er sjálfstæð stofnun. en Iðnaðarbankinn hefur séð um daglegan rekstur hans. Bragi hefur, annast framkvæmdastjórn sjóðsins síðastliðin fimnt ár fyrir októbér 1989. Miða skal við að greiða stöðvunum styrk á hvert framleitt og selt kíló þannig að stöðvarnar geti selt bændum og lax- eldisfyrirtækjum fóðrið á lægra verði. Þá verður einnig sérstaklega fylgst með þeim fóðurstöðvum sem kunna að lenda í verulegum rekstrarerfið- leikum á þessu ári. Komi til gjald- þrota fóðurstöðva er forstjóra heim- iit að lána nýjum rekstraraðilum allt að 5 milljónum króna í skammtíma- lán til að tryggja afhendingu fóðurs til bænda. -ÁG/SSH nú með sameiningu Iðnaðarbankans og Útvegs,- Verslunar- og Alþýðu- banka. Margskonar starfsemi sem Iðnaðarbankinn hefur séð um flyst nú til sjóðsins. Bragi Hannesson er lögfræðingur. Að loknu námt 1958 starfaði hann sem framkvæmdastjóri Landssairi- bands iðnaðarmanna, en hefttr verið bankastjóri Iðnaðarbanka ísiands frá árinu 1963. Á vatnasvæði Flókadalsár í Fljótum hefur veiðin verið góð á köflum. Nú eru rúmlega 50 laxar komnir á land, en þess ber að geta að veiöin byrjaði seint. Niels Hermannsson, sem er gamaU Fljótamaður, var við veiðar í ánni á dögunum og sést hér árangur veiðimennskunnar yfir einn dag; sjö . | iaxar og einn urriði. Bragi til Iðnlánasjóðs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.