Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 9
8 Tíminn Föstudagur4. ágúst 1989 Föstudagur4. ágúst 1989 Tíminn 9 Óndunarhlé skipta hundruðum Tæpir þrír áratugir eru síöan læknavís- indin fóru að gera sér grein fyrir því aö öndun að næturlagi, þegar menn sofa, er frábrugðin öndun að degi til, meðal annars hvað öndunarstjómina varðar. Þegar farið var að rannsaka sofandi sjúklinga nánar kom í ljós, að til er öndunarsjúkdómur sem einkennist af öndunarhléum er sjúklingurinn sefur en talað er um öndunarhlé ef viðkomandi andar ekki í tíu sekúndur eða lengur. Einstaklingur telst haldinn kæfisvefni ef hléin verða 30 sinnum eða oftar yfir nóttina. Hjá mörgum af þeim sjúklingum sem hafa komið til meðferðar vegna kæfi- svefns skipta öndunarhléin hundmðum yfir nóttina og hvert þeirra getur varað að meðaltali í 30 sekúndur. Öndunarhléunum fylgja margskonar einkenni. Þau algengustu, sem yfirleitt eru þess valdandi að viðkomandi leitar aðstoðar, eru að hléin tmfla svefn þannig að sjúklingurinn nær oft ekki djúpsvefni og einnig verður draumsvefnsmynstrið mjög rofið. Afleiðingin verður sú að sjúklingamir verða mjög þreyttir að deg- inum til, jafnvel þannig að þeir em óvinnufærir. Öndunarhléin em einnig álag fyrir hjartað og komið hefur í ljós að fylgni er milli hjartasjúkdóma og kæfisvefns. Hjá kæfisvefnssjúklingum em hjartsláttar- tmflanir og hár blóðþrýstingur algengir fylgikvillar. Þórarinn sagði að algengasta lýsingin á sjúklingi sem er með kæfisvefn væri sú að hann hrýtur hátt og mikið vegna þreng- inga í neðri loftvegum. Að auki verða hlé á önduninni, jafnvel þannig að viðstaddir verða hálf smeykir. Öndunin hefst síðan aftur með mikilli hroturoku. Sjúklingur- inn byltir sér þar að auki mikið í svefni. Hann vaknar af svefninum en yfirleitt í það stuttan tíma að það nær ekki til meðvitundarinnar. Dæmi er um fólk sem hefur vaknað yfir 200 sinnum yfir nóttina en segir svo að morgni að það hafi hugsanlega rumskað tvisvar sinnum. Ef grunur leikur á að viðkomandi einstaklingur sé með kæfisvefn sefur hann eina nótt á Vífilsstöðvum tengdur mælitækjum sem mæla loftflæði um nef og munn og súrefnismettun blóðs. Ef kemur í ljós að viðkomandi þarf á tækjameðferðinni að halda þá er hann kallaður inn þegar tækið er tilbúið. Einstaklingurinn sefur á Vífilsstöðum í þrjár til fjórar nætur meðan verið er að stilla hver þrýstingurinn á tækinu þarf að vera til að halda önduninni jafnri. Tækjabúnaðurinn er þannig að gríma sem fest er yfir nef tengist slöngu sem aftur tengist inn í blásara. Með þessu móti er aukinn þrýstingur innöndunar á loftinu. Þessi aukni þrýstingur hindrar að loftvegir falli saman og viðkomandi, sem áður hefur átt jafnvel fleiri hundruð öndunarhlé á einni nóttu, sefur án öndun- arhléa. Notkun tækisins er óþægileg fyrstu tvær til þrjár næturnar þegar þrýst- ingurinn er smáaukinn þar til kemur í ljós að yfirþrýstingurinn er orðinn nægilegur til að hindra að öndunarhlé komi fram. Aðspurður sagði Þórarinn að einkenni kæfisvefnsins hyrfu svo til um leið og sjúklingurinn færi að nota tækið og líðan sjúklingsins batnaði til mikilla muna þar sem fyrri dagsyfja og þreyta væru úr sögunni. 80% með off ituvandamál Kæfisvefn er algengastur meðal karla á aldrinum 40-60 ára og um 80% sjúkling- anna eru of feitir. Öll þrenging í öndunar- vegum stuðlar að öndunarhléum í svefni, svo sem þrenging vegna skakks nefs, sepamyndunar í nefi, stórrar tungu, lítill- ar höku og stórra hálskirtla. Hjá konum er sjúkdómurinn fátíður fyrir tíðahvörf. Þórarinn hefur ásamt fleiri læknum staðið fyrir faraldfræðilegri könnun með- al kvenna á höfuðborgarsvæðinu á aldrin- um 40 til 59 ára. Tvö þúsund konur fengu sent bréf í september á síðasta ári og um þessar mundir er verið að kalla þær inn til rannsóknar. Könnunin miðar að því að rannsaka hvernig öndun í svefni tengist hormónabreytingum og fleiri þátt- um eins og háþrýstingi. Frá því um haustið 1987 hafa 400 rannsóknir verið gerðar á Vífilsstöðum vegna kæfisvefns. Greining og meðferð sjúkdómsins er eins konar samvinnuverk- efni þriggja aðila innan heilbrigðiskerfis- ins. Að auki við rannsóknir á Vífilsstaða- spítala þá fara viðameiri rannsóknir fram á Rannsóknastofu geðdeildar Landspítal- ans þar sem er aðstaða til að gera fullkomnar svefnrannsóknir þar sem fylgst er með svefnstigum, öndun, hreyf- ingu og loftflæði, súrefnismettun blóðs og hjartslætti. Þá er einnig samvinna við háls-, nef- og eymarlækna á Borgarspítal- anum sem hafa gert margháttaðar':að- gerðir á kæfisvefnssjúklingum. Sem fyrr segir er offita ein orsök kæfisvefns og stór þáttur í meðferðinni er að aðstoða sjúklingana við það að megr- ast með því að kenna þeim að hafa stjórn á mataræðinu og í dag hafa liðlega 40 einstaklingar verið þátttakendur í slíkri stuðningsmeðferð, í umsjá Jónu V. Höskuldsdóttur hjúkrunarfræðings á Víf- ilsstaðaspítala. Með þessu móti hafa nokkrir sjúklinganna komist hjá því að fara í skurðaðgerð. Þórarinn sagði að þyngdartap hjá kæfi- svefnssjúklingum væri alltaf til góðs en það væri ekki beint samb^nd milli fjölda öndunarhléa og þyngdar. Þó einstakling- ur grenntist um tuttugu kíló þá væri ekki þar með sagt að öndunarhléum fækkaði sem því næmi, það virtist oft eins og ef tilteknum þyngdarpunkti væri náð þá hættu öndunarhléin algerlega. Kæfisvefninn getur verið mismunandi eftir ástandi sjúklingsins. Til dæmis hefur það sýnt sig að tíðni og lengd öndunar- hléa eykst ef áfengis eða svefnlyfja er neytt. Dæmi er um að einstaklingar hafi leitað til læknis vegna óljósra svefntrufl- ana og fengið útskrifuð svefnlyf sem hafa orðið þess valdandi að einstaklingurinn finnur fyrir enn meiri þreytu og syfju að deginum til vegna þess að einicenni kæfisvefnsins verða enn meiri við notkun lyfjanna. Að hrjóta í hófi er í lagi Hrotur eru af líkamlegum toga og myndast við titring í mjúka gómnum aftast í munninum. Hrotur sem slíkar geta bent til þess að loftvegirnir séu þröngir en hrotur eru enginn sjúkdómur, heldur einkenni. í rannsókn sem gerð var í Svíþjóð kom fram að 15% karla á aldrinum 30-69 ára hrjóta oft og mikið að staðaldri en aðeins tíundi hluti af þeim er með kæfisvefn. Þórarinn sagði að þeir sem hrjóti stundum þurfi ekki að leita sér lækninga vegna þess. Aftur á móti þeir sem hrjóti hátt og taki miklar hroturokur og finni að auki til mikillar syfju að degi til ættu að ráðfæra sig við sinn lækni. Miklu algengara er að karlar hrjóti en konur og segir Þórarinn það fyrst og fremst stafa af því að fitusöfnun kynjanna er all ólík. Á karlmönnum safnast fitan fyrst og fremst á miðju líkamans. Fitan sest á magann og einnig innan á hálsinn sem veldur því að öndunarvegir þrengjast og það veldur því að líkumar á hrotum aukast. Konur safna hinsvegar fitu fyrst og fremst á mjaðmir og læri. Svokallaðir hrotubanar, tæki sem gefa frá sér hátíðnihljóð, þegar viðkomandi hrýtur eru tiltöluleg nýjung hér á landi. Fyrir þá sem vilja hafa stjórn á því hvort þeir hrjóta eða ekki en vilja spara sér drjúgan pening og sleppa við kaup á svokölluðum hrotubana má benda á að tennisbolti sem er hengdur aftan á nátt- jakkann eða það að sofa til dæmis með ullarpeysu í litlum bakpoka gerir sama gagn og hlífir makanum við þrálátum hrotusöng. ■ 500-600 íslendingar þjást af óvenjulegum öndunarsjúkdómi, en tæknin léttir þó sumum þeirra lífið: E, ■ Wi WMJ tækjum beitt r I___ svefn Éftir Sigrúnu Soffíu Hafstein Haustið 1987 var tekið í notkun í fyrsta skipti hér á landi tæki fyrir einstaklinga sem þjást af öndunarsjúkdómi sem kall- ast kæfisvefn. í dag sofa 27 íslendingar með svona tæki sér við hlið. Tækið eykur þrýstinginn á innöndunarlofti þegar þeir sofa og eyðir einkennum sjúkdómsins sem eru miklar hrotur, öndunarhlé, óvær svefn og dagsyfja. Verst settu sjúkling- arnir hafa sumir hverjir verið óvinnufærir um lengri tíma vegna vegna dagsyfju og þreytu. Með notkun tækisins eykst starfs- þrekið og öll líðan sjúklinganna tekur stakkaskiptum. Tækið er mjög handhægt og auðvelt fyrir sjúkling að flytja það með sér t.d. á ferðalögum. Sex einstaklingar til viðbótar bíða eftir að fá tæki af þessu tagi. Hvert tæki kostar um 90 þúsund krónur og eru þau greidd af Tryggingastofnun ríkisins. 500-600 tilfelli hérlendis Kæfisvefn er tiltölulega nýtt fyrirbæri innan læknavísindanna. Þórarinn Gísla- son lungnasérfræðingur á Vífilsstaðaspít- ala, sem hefur sérhæft sig í þessum sjúkdómi og stjórnað rannsóknum og meðferð vegna hans hér á landi, sagði í samtali við Tímann að samkvæmt könnunum sem gerðar hafi verið erlendis þá megi gera ráð fyrir að á bilinu 400-500 karlmenn og liðlega 100 konur séu með þennan sjúkdóm hérlendis og að um helmingur þeirra þurfi meðferðar við. Þórarinn ságði jafnframt að margt af því fólki sem fengið hefði meðferð við sjúkdómnum hafi áður alls ekki ráðið við vinnu sína og líf almennt vegna mikillar dagsyfju og þreytu. Flestir þeirra hafi verið með einkennin í fimm til tíu ár og ekki fengið svör við því hvaða ástæður lágu þar að baki. Þórarinn sagði að í upphafi veltu sjúklingarnir því mikið fyrir sér hve lengi þeir þyrftu að nota tækið og hvort þeir yrðu að sofa tengdir við vél það sem eftir væri ævinnar. Staðreyndin væri yfirleitt sú að þegar sjúklingunum væri farið að líða miklu betur en áður og finndu árangurinn þá yrði sú spurning ekki eins áleitin og í upphafi. Þórarinn sagði að notkun tækisins hefði reynst mjög vel í 75% tilvikum en fjórðungur sjúklinganna gæti aldrei van- ist tækinu. Til dæmis vegna nefstíflna eða einfaldlega af andlegum ástæðum. Ekki þurfa allir kæfisvefnssjúklingar að nota öndunartæki. í mörgum tilfellum nægir að framkvæma skurðaðgerð sem felst í því að víkka út kokið með því að fjarlægja úfinn ásamt aftasta hluta efri gómsins. Á fimmta tug aðgerða af þessu tagi hafa verið gerðar hér á háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans og sagði Þór- arinn að árangurinn væri mjög góður. Langflestir sjúklinganna, eða 94-96%, hættu að hrjóta og öndunarhlé og dag- syfja minnkuðu oftast til mikilla muna. Á myndínní sést Sóley Reynisdóttír hjúkrunarfræðingur sýna hvernig sjúklingar sem eiga vidkæflsvefn að stríða nota tækið sem jafnar öndunina. Tímamynd: Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.