Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 4
4 Tírriinn Föstudagur 4. ágúst 1989 fijuiHjilak. SÆNGUR OGKODDAR í miklu úrvali Umboðsmenn: Reykjavík og nágrenni • Fatabúðin, Reykjavík • Saumalist, Reykjavík • Smáfólk, Reykjavík • Verið, Reykjavík • Vatnsrúm hf., Reykjavík • Hjartað, Seltjarnarnesi • Saumasporið hf., Kópavogi • KF Hafnfirðinga, Hafnarfirði • KF Miðvangur, Hafnarfirði Vesturland • Verslunin Vík, Ólafsvík • KF Saurbæinga, Búðardal Vestfirðir • Ástubúð, Pateksfirði • Félagskaup, Flateyri • KF Dýrfirðinga, Þingeyri • Versl. Gunnars Sigurðss., Þingeyri • Baðstofan, ísafirði • Einar Guðfinnsson hf., Bolungarvík Norðurland • KF Strandamanna, Norðurfirði • KF V-Húnvetninga, Hvammstanga • KF Húnvetninga, Blönduósi • Gestur Fanndal, Siglufirði • Raftækjavinnustofan, Ólafsfirði • Augsýn, Akureyri • Akurvík, Akureyri • Vatnsrúm hf., Akureyri • KF N-Þingeyinga, Kópaskeri Austurland • KF Héraðsbúa, Egilsstöðum • Verslunin EYCO, Egilsstöðum • KF Stöðfirðinga, Stöðvarfirði • KF Breiðdalsvík, Breiðdalsvík • KF Djúpavogi, Djúpavogi • KASK, Höfn Suðurland • Ársól, Garði • Verslunin Alda, Sandgerði • Versl. Draumaland, Keflavík • Versl. Palóma, Grindavík • KF Árnesinga, Selfossi • KF Rangæinga, Hvolsvelli • KF Rangæinga, Hellu • Kjarni hf., Vestmannaeyjum • Mozart verslun, Vestmannaeyjum l'll'IIINIifl'j Kringlan 8-12, s: 685440 - 685459 & Á myndinni eru frá vinstri Árni Björn Skaftason frá Kaupstað/Miklagarði, Ólafur Davíðsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekanda, Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Kaupstaðar/Miklagarðs, Gísli Blöndal markaðsráð- gjafi og Arnþór Þórðarson frá Félagi ísl. iðnrekenda. KRON Mikligarður verður með sérstaka íslenska daga 10.-25.ágúst: KRON vill íslenskt Dagana 10.-25. ágúst verða sérstakir íslenskir dagar í verslunum Kaupstaðar og Miklagarðs undir kjörorðinu „Veljum íslenskt“. Dagarnir eru haldnir í samvinnu við félag íslenskra iðnrekenda. I 6 verslunum, Miklagarði við Sund, Miklagarði vestur í bæ, Kaupstað í Mjódd, Kaupstað í Eddufelli, Miklagarði í Kaupgarði og Miðvangi í Hafnarfirði, verða allar íslenskar vörur sérstaklega merktar. Aðaleinkenni átaksins verður ís- lenski fáninn. Vörukynningar verða í verslunum á fimmtudögum og föstudögum og í Miklagarði og Kaupstað á laugardögum. Á þessum kynningum munu íslenskir fram- leiðendur kynna vörur sínar og þær verða jafnframt seldar á sértilboði. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan og Stjarnan munu leyfa hlustendum sínum að fylgjast með því sem í boði er hverju sinni og í samvinnu við þær verður efnt til getraunaleiks. Dag- arnir verða settir í Miklagarði með formlegum hætti fimmtudaginn 10. ágúst kl. 17:00. Jón Baldvin Hanni- balsson, sem þá mun gegna embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opn- ar kynninguna. Að sögn Gísla Blöndals markaðs- ráðgjafa er þetta átak til komið í kjölfar kynningarstarfs íslenskra iðnrekenda meðal kaupmanna, inn- kaupastjóra og starfsfólks í verslun- um. Þetta kynningarstarf var skipu- lagt í þeim tilgangi að efla samstarf og samvinnu þessara aðila og fram- leiðenda. Ólafur Davíðsson hjá Fé- lagi íslenskra iðnrekenda taldi að svona átak hefði veruleg áhrif í einhvern tíma. Hann taldi að nú væri brýnt að menn sneru bökum saman og reyndu að auka markaðs- hlutdeild íslenskrar framleiðslu. Þó að sala á íslenskum vörum hafi aukist á undanfömum árum meðan þensla hefur verið, hafa þær ekki haldið markaðshlut sínum. Nú þegar menn tali um atvinnuleysi hefði áróðurinn fyrir því að menn kaupi íslenskar vömr því að það auki atvinnu, einhvern tilgang. Fyrir tveimur árum þegar skorti fólk í vinnu hljómaði slíkt ankannalega. Þröstur Ölafsson framkvæmdastjóri Kaupstaðar/Miklagarðs sagði að mikil vinna lægi að baki svona kynn- ingarátaki. Hann kvað verslanirnar verða lagðar undir þetta átak og allt vera gert til að skapa góða stemmn- ingu. Átakið væri framlag samvinnu- verslana í Reykjavík til að gera íslenskar vömr samkeppnishæfari á síharðnandi markaði. - EÓ Úr hvaða gullnámu ætlar ríkissjóður að ausa um miðjan næsta áratug? Um 22% erlendu lánanna á gjalddaga árið 1995 Þeir sem gera áætlanir um þaö hvernig og hvenær ríkis- sjóður eigi að endurgreiða sínar erlendu langtímaskuld- ir virðast vænta þess að mikið „gull“ taki að streyma í ríkis- kassann innan fárra ára. í stað þess að endurgreiða í kringum 4% upphæðarinnar árlega, eins og áætlað er í ár og næstu tvö, hljóða áætlanir upp á að endurgreiða allt upp í 22% skuldarinnar til baka á einu ári um miðjan næsta áratug. Jafnframt er áætlað að hreinsa ríkissjóð af samtals meira en helmingi allrar skuldarinnar á aðeins þrem árum, 1995-1997. Erlendar langtímaskuldir ríkis- sjóðs námu rúmlega 40 milljörðum kr. um síðustu áramót samkvæmt ársskýrslu Seðlabankans. Eftir margar gengisfellingar síðan og nýj- ar lántökur gætu þær nú verið farnar að nálgast 50 milljarða (sem nemur nær 280 þús.kr. á hvern landsmann yfir 15 ára aldri). Á þessu og næstu tveim árum er áætlað að greiða tæplega 4% skuld- arinnar ár hvert. Síðan fara greiðslur snarhækkandi. Hámarkið er að sex árum liðnum (1995). Þetta eina ár hljóða áætlanir upp á að endurgreiða hátt í fjórðung (22%) skuldarinnar á einu bretti. Miðað við núvirði (núverandi gengi) gæti þetta svarað til um 10-11 milljarða endurgreiðslu erlendra skulda ríkissjóðs þetta eina ár, auk vaxta. Og ekki veitir þá af áframhaldandi góðæri, því á aðeins þriggja ára bili, 1995-1997, er51% heildarskuldanna á gjalddaga. Raunar kemur fram í Seðlabanka- skýrslunni að áætlanir séu uppi um að „velta hluta víxilsins" eitthvað lengra áfram. Þannig voru áform uppi um áramótin að endurfjár- magna á þessu ári tvö lán sem tekin voru í japönskum yenum á árunum 1982 og 1983. Það/þau nýju lán eiga að létta nokkuð endurgreiðslur lán- anna næstu átta árin, þó sérstaklega árið 1993 - en það ár er áætluð endurgreiðsla þó „aðeins" tæplega 6% af skuldinni. Ríkissjóður hefur um langt skeið lagt áherslu á að taka erlend lán til а. m.k. 10 ára, til þess að meðalend- urgreiðsla á hverju ári verði tiltölu- lega væg. „Þessi stefna hefur m.a. leitt til þess, að í árslok 1988 var meðallánstími erlendra lána ríkis- sjóðs talinn vera 15,2 ár, samanborið við 9,8 ár hjá bönkum og sjóðum og б, 2 ár hjá einkaaðilum", segir í skýrslu Seðlabankans. Þau erlendu lán sem hér um ræðir eru eingöngu lán ríkissjóðs og stofn- ana hans. Lán ríkisfyrirtækja eru ekki meðtalin, en þau námu um 22,5 milljörðum í lok síðasta árs. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.