Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. ágúst 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR !!l!lilll!!lll!llll!l!!!!!!lllii!l!!l!lll!l!!!ll!|lil!!lllll!!!!li!i!!!l!!!lllllll!!!i!lllll Ólafur Torfason: Hvað gerir Upplýsinga- þjónusta landbúnaðarins? Dálkahöfundurinn Garri hefur takmarkað álit á „Upplýsingaþjón- ustu bænda“, ef dæma má af hug- vekju í Tímanum 25. júlí. Telur hann tíma til kominn að endur- skipuleggja þá starfsemi til að „beina landbúnaðarumræðunni í eðlilegan farveg“. Tekið skal heils- hugar undir ósk Garra að svo geti orðið og vafalaust er þörf á að bæta margt í þessari fræðsluviðleitni. „Upplýsingaþjónusta bænda“ er reyndar ekki til undir því nafni, en hér starfar Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins. Talsverður mis- skilningur kemur oft í ljós, innan og utan landbúnaðargeirans, varð- andi eðli og starfsemi hennar. Margir álíta að hún starfi eingöngu á vegum bændasamtakanna, - Stéttarsambands bænda og Búnað- arfélags Islands, - og sé eins konar auglýsingadeild, jafnvel „áróðurs- ráðuneyti bændasamtakanna“. Forstöðumaður Upplýsingaþjón- ustunnar er þarafleiðandi oft rang- lega nefndur blaðafulltrúi bænda- samtakanna. Framleiðsluráð landbúnaðarins er meginaðilinn að Upplýsinga- þjónustunni, enda er Framleiðslu- ráði m.a. fyrirskipað í Búvörulög- um frá 1985 að „annast á breiðum grundvelli kynningar- og fræðslu- starf um landbúnaðinn og fram- leiðsluvörur hans“. Þess má geta að Framleiðsluráð er rekið fyrir neytendagjöld af búvörufram- leiðslunni. Aðrir aðilar sem tengj- ast Upplýsingaþjónustunni eru m.a. Stéttarsamband bænda, Bún- aðarfélag íslands, Samtök afurða- stöðva í mjólkuriðnaði og Lands- samtök sláturleyfishafa, auk Land- græðslu ríkisins, Skógræktar ríkis- ins, Lífeyrissjóðs bænda og Ferða- þjónustu bænda. Upplýsingaþjónustan í þessari mynd hefur starfað í tæp 3 ár og leitast við að sinna eftir megni hlutverki óhlutdrægs og trúverðugs heimildabanka og þjónustuaðila. Þjónusta við fjölmiðla er hluti starfseminnar, leiðbeiningar og fyrirgreiðsla. Að öðru leyti fer mikill tími í vinnu fyrir samtök og stofnanir landbúnaðarins, sem mikið leita til Upplýsingaþjónust- unnar um sérfræðiráðgjöf og verk- efnavinnslu á sviði fjölmiðla- tengsla, útgáfustarfsemi, tölvu- þjónustu, glærugerðar, undirbún- ings funda, móttöku gesta o.s.frv. Safnað hefur verið í tölvukerfi UÞ í skipulegt form miklu magni hagtalna sem snerta landbúnað og dreifbýli frá fjölmörgum aðilum. Hefur með þessu myndast allgóður grunnur. Útdráttur úr hagtölusafni UÞ birtist í Handbók bænda ár hvert. Atriðisorðaskrár, upplýs- ingablöð, fréttatilkynningar og fréttabréf eru meðal annarra verk- ' efna UÞ. Sérstaklega umfangsmikil eru samskipti við skóla- og uppeldis- stofnanir. Tvö undanfarin vor hef- ur Upplýsingaþjónusta landbúnað- arins samið við nokkra sveitabæi í nágrenni höfuðborgarinnar um dagsheimsóknir bama úr skólum og af dagvistarstofnunum, prentað upplýsingaefni o.s.frv. Tilgangur- inn er að efla tengsl þéttbýlis og dreifbýlis og gefa borgarbörnum kost á að komast í snertingu við búfé og kynnast öðmm aðstæðum. Árið 1988 fóru rúmlega 2000 börn í slíkar sveitaheimsóknir fyrir milli- göngu Upplýsingaþjónustunnar og í ár er ljóst að talan verður mun hærri. Síst skal hér dregið úr mikilvægi þess að hagsmuna- og þjónustuað- ilar í landbúnaði eigi miklu sterkari rödd á opinberum vettvangi og að málstaður landbúnaðar fái notið betur sannmælis. Uppiýsingaþjón- ustan hefur reynt að koma til liðs í því efni eftir því sem það samrým- ist starfsreglum hennar. Meðal annars hafa nýlega verið lögð fyrir stjórn hennar drög að áætlun um sérstakt átak í þeim efnum á hausti komanda. Eins og Garri nefnir í grein sinni í Tímanum er það furðulegur heimilisdraugur fjölmiðla að hag- ræða sannleikanum með ýmsum hætti þegar að landbúnaði kemur. Illt er við fjanda þennan að kljást. Nærtækast er að vitna til sérkenni- legrar túlkunar á fréttatilkynningu Upplýsingaþjónustu landbúnaðar- ins um aukna hagræðingu í mjólk- urframleiðslunni, aðlögun að innanlandsneyslu - og aukinni ostasölu. Daginn eftir gat að líta risafyrirsögn í þessum dúr á forsíðu Tímans: „Mjólkinni platað oní neytendur í formi osta.“ Ólafur H. Torfason, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. 1 VEIÐIHORNIÐ' 11 :r:' ^ ;:!r ' VEIÐIMÁLUM AF SKOSKUM Skotland er tæplega 80 þúsund km2 að flatarmáli eða svipað og írland eða 20% minna en ísland. Um 100 sérstök laxveiðisvæði eru í Skotlandi, að meðtöldum Orkneyj- um og Shetlandseyjum. Straumvötn og stöðuvötn skipta þúsundum í Skotlandi. Það gefur því augaleið að möguleikar til sportveiði á laxi og silungi eru miklir, enda Skotland vinsælt ferðamannaland veiðimanna og annarra sem unna víðáttunni, með fjölbreytta náttúrufegurð. Við hverja á er starfandi veiðimálaráð, sem sér um viðhald og umbætur veiðarinnar, og einnig eru starfandi héraðsnefndir veiðimála. Hvað laxfiska áhrærir eru þar lax og urriði bæði staðbundinn og sjó- genginn og auk þess hefur regnbóga- silungur verið innleiddur sumsstað- ar. Fiskurinn er veiddur bæði í sjónum, úti í hafi, við ströndina og í ánum og stöðuvötnum, sem hann fer um. Mestur hluti aflans fæst í sjó. Laxveiðihlunnindi í eigu Krúnunnar Laxveiðihlunnindi í Skotlandi eru að mestum hluta í eigu bresku krúnunnar og hefur svo verið lengi. Veiðiþjófnaður hefur því verið land- lægur í Skotlandi sem víðar á Bret- landseyjum. Heimamenn hafa víða átt erfitt með að skilja að þessi auðlind skuli vera eign krúnunnar og ekki sætt sig við það! Margir um hituna Sportveiði er fyrst og fremst Margar góðar laxveiðiár Lengsta áin í Skotlandi er hin öfluga Tay, en hún er 190 km á lengd. Á vatnakerfi hennar er Tay- vatnið, sem talið er besta laxveiði- vatn í Skotlandi. Á vatnakerfi Tay er áin Tummel, en þar laxastigi hjá Pitlochry. Um þennan stiga hafa farið árlega frá 4.000 til 12.000 laxar. Þar er komið fyrir aðstöðu fyrir almenning til að sjá laxinn í göngu um stigann gegnum gler. Að aðstöðu þessari flykkjast ferðamenn um veiðitímann. Önnur á í Skotlandi, sem er víðfræg fyrir laxveiði er Tweed, sem er 155 km að lengd. Hún er á mörkum Skotlands og Englands. Stærsta stöðuvatn í Skot- landi, og reyndar á Bretlandseyjum, er Lomondvatn, auk þúsunda ann- arra stöðuvatna, stórra og smárra, og einnig fjöldi virkjunarlóna. Veiðitíminn hefst í janúar! Veiðitíminn í Skotlandi er breyti- legur eftir ánum. Þannig hefst veiði þar, þó ótrúlegt sé, fyrst í janúar, en víðast hvar í febrúar. Laxveiði lýkur í öðrum ám í lok nóvembermánaðar, en yfrleitt lýkur veiðinni í október. Öflugri laxinn gengur fyrst, en um vorið eða snemma sumars, fer smá- laxinn að ganga í ámar. e.h. stunduð í ánum og stunda einstakir veiðimenn yfirleitt aðstöðu, sem tek- ur aðeins til hluta af ánni, jafnvel einstakra veiðihylja. Þannigeru viss- ir veiðistaðir í ánum oft á vegum hótela eða annarra gistiaðila, sem hafa veiðina til að laða að ferða- menn. Það em því býsna margir sem stunda samtímis veiði í viðkomandi á í Skotlandi. Mjög víða er veiði stunduð frá bát og leiðsögumenn eru velþekkt atvinnustétt í Skotlandi. Oft er talað um háar greislur fyrir laxveiði hér á landi. En í Skotlandi sem víðar á Bretlandseyjum, eru tölurnar hærri fyrir hvern veiddan fisk. Þetta gerist, jafnvel þótt að menn geti fengið ódýr laxveiðileyfi, þar sem fjöldi veiðimanna er mun meiri, og árangur í veiðinni því yfileitt lakari hjá hverjum og einum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.