Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT GENF - Bandarískir og sovéskir embættismenn sögðu að í fyrstu umferð viðræona um takmörkun kjarnavopna í forsetatíð George Bush sem nú er lokið hafi grunnur verið lagður að áframhaldandi við- ræðum, en að enn riki mikill ágreiningur milli risaveldanna tveggja. MOSKVA - Námuverka- menn í 17 námum í Síberíu fóru í stutt verkfall til að þrýsta á embættismenn í Síberíu og landstjórnina í heild að hraða umbótum í Sovétríkjunum. VARSJÁ - Pólska þingið hefur komið á fót sérstakri nefnd til að rannsaka ásakanir Samstöðu um að pólska lög- reglan hafi staðið að pólitísk- um morðum á meðan herlög voru i gildi. HÖFÐABORG - Hvítir, lit- aðir og Indverjar hófu kosning- ar til þingsins í Suður-Afríku. Kosningarnar taka alls fimm vikur og er gert ráð fyrir að Þjóðarflokkurinn haldi enn völdum, en hann hefur verið í miklum meirihluta á þinginu frá því 1948. Blökkumenn fá ekki að kjósa. ANKARA -Tveirskærulið- ar Kúrda sem í haldi voru í tyrknesku fangelsi hafa látist úr næringarskorti eftir 35 daga föstu, en 282 fangar eru nú í hungurverkfalli í tyrkneskum fangelsum til að krefjast betri aðbúnaðar. TOKYO - Nú er það næsta víst að Toshiki Kaifu fyrrum menntamálaráðherra Japans muni verða næsti forsætisráð- herra landsins eftir að allir leiðtogar flokksbrota innan Frjálslynda lýðræðisflokksins lýstu yfir stuoningi við hann. Ekki er þó talið líklegt að stjórn Kaifu verði langlíf, en hann er leiðtogi minnsta flokksbrotsins. Föstudagur4. ágúst 1989 llllllllllllllllllllllllll ÚTLOND Hllllllllllllllllllllllllllllllll...................................................................................................................................................................... ..................................................................................................... ................................................. Fulltrúar Palestínumanna sem funda með Bandaríkjamönnum hafna kosningahugmyndum Israela: Land í stað friðar Tveir israelskir hermenn líta yfir hernumda svæðið í Gaza. Palestínumenn vilja að Bandaríkjamenn beiti þrýstingi á fsracla svo þeir dragi herlið sitt frá hernumdu svæðunum. í staðinn bjóða þeir frið. Þrettán fulltrúar Pales- tínumanna á hernumu svæð- unum áttu fund með John Kelly aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna í sendi- ráði Bandaríkjanna í Jerúsal- em og skýrðu honum frá því að þeir höfnuðu algerlega hugmyndum ísraela um kosningar Palestínumanna á hernumdu svæðunum. Sögðu þeir grundvallaratriði að Palestínuríki yrði stofnað á hernumdu svæðunum og að ísraelar yrðu að gefa eftir hernumið land í stað friðar. Palestínumennirnir þrettán kröfð- ust þess að Bandaríkin beiti ísraela þrýstingi til þess að draga herlið sitt frá hernumdu svæðunum á Vestur- bakkanum og í Gaza. Að auki undirstrikuðu Palestínumennirnir þrettán að engar samningaviðræður við ísraela væru mögulegar nema með aðild Frelsissamtaka Palestínu. - Ekkert getur gerst án samþykkis PLO og ekkert getur gerst án þess að ísraelar viðurkenni sjálfsákvörð- unarrétt Palestínumanna, á Radwa Abu Ayash leiðtogi Blaðamanna- samtaka Araba að hafa sagt við Kelly. Viðræður Kellys og Palestínu- mannanna þrettán komu í kjölfar fundar Kellys með Yitzhak Shamir forsætisráðherra ísraels um tilboð ísraela um kosningar á hernumdu svæðunum. Kelly hefur ekkert vilja segja um fundinn. Ferð Kellys til ísraels er sú fyrsta á þessar slóðir eftir að hann var skipaður til þess að leiða stefnu Bandaríkjamanna í málefnum Mið- austurlanda. Palestínumennirnir þrettán hvöttu hann til þess að taka upp beinar viðræður við leiðtoga PLO. Grísk farþega* flugvél ferst yfir Eyjahafi Bandaríkjamenn beita þrýstingi á Rafsanjani forseta írans: íranar bera ábyrgð á gíslum í Líbanon Bandaríkjamenn hafa tilkynnt ír- önum að þeir líti svo á að íslamska lýðveldið í íran beri ábyrgð á öryggi bandarískra gísla sem eru í höndum öfgafullra shítamúslíma í Líbanon sem hliðhollireru írönum. Skilaboð- um þessa efnis var komið á framfæri við írana gegnum sendiráð Sviss í Teheran. Öfgafullir shítamúslímar í Líban- on hafa hótað að taka Bandaríkja- manninn Joseph Cicippos af lífi ef fsraelar leysi ekki úr haldi sjeik Adrem Karim Obeid andlegan leið- toga Hizbollah-samtakanna. Þegar hefur einn bandarískur gísl, land- gönguliðinn William Higgins, verið myrtur. Ali Akbhar Hashemi Rafsanjani hinn nýi forseti írans, sem sór emb- ættiseið sinn í gær, hefur því störf sín sem slíkur á sama tíma og mikið taugastríð ríkir milli Bandaríkja- manna og skjólstæðinga írana í Hiz- bollah-samtökunum í Líbanon. Bandaríkjamenn hafa sent á þriðja tug herskipa að ströndum Líbanons og írans. Herma óstaðfest- ar fréttir að Bandaríkjamenn muni gera árásir á stöðvar Hizbollah-sam- takanna í Líbanon ef Cicippos verð- ur myrtur. Skæruliðar þeir er hafa Cicippos í haldi hafa gefið honum tvisvai sinnum gálgafrest, „vegna tilmæla vinsamlegra aðila“. Seinni gálgafresturinn rann út í gærkveldi og var ekki vitað hvort hinir öfgafull- ur shítamúslímar gerðu alvöru úr hótun sinni þegar Tíminn fór í prentun. Hins vegar er ólíklegt að Banda- ríkjamenn geri árás á fran eins og málin standa, því Rafsanjani er talinn í hófsamari væng íranskra stjórnmála sem vill bætt samskipti við umheiminn. Myndi slík árás herða að nýju harðlínumennina í íran sem vilja áfram heilagt stríð gegn Vesturlöndum. Grísk farþegaflugvél hvarf af rat- sjárskermum grískra flugumferðar- stjóra þar sem vélin var á flugi yfir Eyjahafi. Þrjátíu og þrír voru með vélinni og var í fyrstu talið öruggt að vélin hefði hrapað í hafið og lægi nú á hafsbotni með hina ólánsömu far- þega innanborðs. Hins vegar kom í ljós að vélin hafði brotlent í fjalllendi eyjarinnar Samos sem er í austur- hluta Eyjahafs. Björgunarsveitir voru á leið á slysstað í gærkveldi í von um að einhver farþeganna fyndist á lífi, en talið er næsta víst að allir hafi farist. Flugvélin sem var í eigu gríska flugfélagsins Olympic Airways var á leið frá Saloniki í norðurhluta Grikklands til Samos sem er mjög vinsæll ferðamannastaður skammt frá ströndum Tyrklands, en á eyj- unni eru fjöll mjög erfið yfirferðar. Það tefur fyrir björgunarmönnum. Ekki er vitað frá hvaða löndum far- þegar vélarinnar voru. Pósthúsið í Kiev hrynur yf ir fólk Ellefu manns létust í Kiev, höfuð- borg sovétlýðveldisins Úkraínu, í fyrradag þegar aðalpósthúsið í borg- inni hrundi eftir mikið rok og miklar rigningar. Pósthúsið hrundi á mesta annatíma dagsins og liggja fjölmarg- ir slasaðir á sjúkrahúsum. Tveir þeirra eru taldir í lífshættu. Ekki er enn Ijóst hver eiginleg orsök slyssins var, en talið er næsta víst að rigningin og rokið hafi feykt burt einhverjum stoðum. Dagblaðið Pravda skýrði frá því að íbúar í Kiev hafi um nokkurt skeið haft áhyggjur af að pósthúsið hryndi, en það var byggt í byrjun sjötta áratugarins. Einn maður lést í húsinu í fyrra þegar hluti úr þak- skeggi hússins hrundi. Þrátt fyrir það var fyrirhuguðum viðgerðum frestað, þannig að svo fór sem fór. Hundruð verkamanna, lögreglu- manna og vegfarenda unnu baki brotnu fram á rauðan morgun í gær við að grafa fólk úr rústunum. Telur lögreglan nokkuð öruggt að fleiri lík leynist ekki í rústunum. ÚTLÖ UMSJÓN: Hallur Magnússon BLAÐAMAÐ England: MADUR BÍT- UR HUND Maður nokkur sem beit hund eftir næturlangt fyllerí í Hull á Englandi var í gær dæmdur til að greiða 200 pund í sekt vegna mann- vonskunnar. Shaun Desborough var á leið heim til sín eftir að hafa þjórað nokkuð stíft, þegar hundur ná- grannans sem bundinn var í garðin- um tók að gelta að hinum drukkna Breta og beit hann síðan. Shaun brást ókvæða við og beit hundinn á móti, nánar tiltekið f trýnið. Shaun neitaði því að hafa beitt hundinn harðræði og sagðist hafa „flippað út“ þegar hundurinn beit sig. Dómarinn var hins vegar ekki á sama máli. Hann dæmdi Shaun ekki einungis til fjársektar, heldur fær hann ekki að halda dýr næstu þrjú árin. Hundurinn var ekki sektaður fyrir að hafa bitið Shaun. Það var Hið konunglega félag gegn harðræði dýra sem kærði Shaun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.