Tíminn - 15.08.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.08.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 15. ágúst 1989 Svipting fjárforræðis Hofsóshrepps framlengd: Viðræður um samein- ingu þriggja hreppa Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið að framlengja sviptingu fjárforræðis Hofsóshrepps og skip- un fjárhaldsstjórnar sveitarfélags- ins um tvo mánuði eða til 1. október næstkomandi. Er þetta í þriðja skipti sem sviptingin er framlengd og er það gert vegna þess að viðræður standa yfir um sameiningu Hofsóshrepps, Hofs- hrepps og Fellshrepps. Hinn 12. desember á síðasta ári ákvað félagsmálaráðuneytið að svipta hreppsnefnd Hofsóshrepps fjárforræði sveitarfélagsins og jafn- framt var skipuð fjárhaldsstjórn. Á þeim tíma námu skuldir sveitar- sjóðsins um 54 milljónum króna, eða þreföldum til fjórföldum árs- tekjum hreppsins. Þetta jafngilti nærri 200 þúsund króna skuld á hvern íbúa hreppsins sem voru um 270 árið 1986. Húnbogi Þorsteinsson, skrif- stofustjóri í félagsmálaráðuneytinu og formaður fjárhaldsstjórnarinn- ar sagði í samtali við Tímann að ráðuneytið teldi eðlilegt að niður- stöður viðræðna um sameiningu hreppanna lægju fyrir áður en tekin væri ákvörðun um að sveitar- stjórnin fengi aftur fjárforræðið. Þess má geta að á sínum tíma lögðu endurskoðendur til að Hofs- óshreppur yrði sameinaður ná- grannasveitarfélögunum. Nánast allar lausaskuldir hrepps- ins hafa verið greiddar upp. Öðrum skuldum hefur verið skuldbreytt og samið um lengri greiðslutíma og þar með hefur skapast vinnufriður í sveitarfélaginu, eins og Húnbogi orðaði það. Við slíkar aðstæður sem verið hafa í Hofsóshreppi er heimild til þess í lögum að leggja fram tillögu fyrir sveitarstjórn um að leggja allt að 25% álag á útsvör, aðstöðugjöld og fasteignaskatt. Húnbogi sagði að til þessa hefði ekki komið að leggja aukaálag á útsvörin en aðrir tekjustofnar hefðu verið fullnýttir. SSH Búiðaðákveða löndunaráætlun Landssamband íslenskra út- vegsmanna hefur ákveðið löndunar- áætlun fyrir Bretland í september og fyrir Þýskaland í september til ára- móta. Á Þýskalandsmarkað var ákveðið að þrír togarar seldu í hverri viku til áramóta, með þeim undantekning- um að fjögur skip skulu landa í jólavikunni og eitt á milli jóla og nýárs. Þessi áætlun veitir möguleika fyrir löndun úr 50 skipum til áramóta en um 90 skip sóttu um siglingu. Á Bretlandsmarkað var ákveðið að heimila 35 siglingar umrætt tímabil en alls var sótt um 54 sigling- ar og því var 19 hafnað. Við úthlutun siglinga var haft að leiðarljósi, að útflutt magn yrði í samræmi við það magn, sem flutt var út sama tímabil síðastliðin ár. Þá var höfð til hliðsjónar við þessa úthlut- un, reynsla umsækjanda síðustu þrjú ár, þ.e. sá fjöldi siglinga, sem hvert skiphefurfariðáþessumárum. GS Játa íkveikju í Gusti Mennirnir tveir, sem voru um borð í skemmtibátnum Gust þegar eldur kom upp í honum 30.júlí s.l., hafa nú játað, að hafa valdið elds- voðanum sjálfir og þar með gerst sekir um tilraun til tryggingasvika. Annar mannanna var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25.ágúst, en var sleppt lausum á laugardag. Hinn var aldrei úrskurðaður í varðhald. Málsatvik voru þau, að mennirnir ætluðu að sigla bátnum frá ísafirði til Reykjavíkur, undir því yfirskyni að kaupandi bátsins biði þar. Þegar þeir voru komnir í nánd við Ólafsvík munu þeir hafa skorið á gasleiðslur / FRAMKVÆMDASTJORI VERDBREFAMARKAÐAR LANDSBANKA ISLANDS Landsbréf hf. er nýstofnaður verðbréfamarkaður Landsbankans. Auglýst er eftir umsóknum um starf framkvœmdastjóra. Umsœkjandi þarf að hafa viðskiptafrœði-, bagfrœði- eða aðra sambœrilega menntun. Frumkvceði og sjálfstœði í starfi er nauðsynlegt. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf berist fyrir 1. september n.k. stílaðar á: Stjóm Landsbréfa bf, c/o Landsbanki fslands, Austurstrceti 11, 3. hœð, Pósthólf 170, 155 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið veita Bjöm Líndal og Bry>njólfur Ilelgason aðstoðarbankastjórar. LANDSBREF HF. Verðbréfamarkaður Landsbankans í eldavél bátsins með þeim afleiðing- um að eldur kom upp. Þeir tilkynntu atvikið ekki til næstu strandstöðvar eða tilkynningaskyldunnar heldur komu þeir sér á land og fóru til Lögreglunnar á Ólafsvík. Báturinn fannst skömmu síðar og var dreginn á land mikið skemmdur. Hann var metinn á um fimm milljónir. Eftir að RLR hafði rannsakað „slysið" í nokkurn tíma kom upp grunur um, að um svik væri að ræða og ástæða þótti til að rannsaka málið samkvæmt refsilögum. Grunurinn reyndist á rökum reistur og málið hefur verið sent til ríkissaksóknara. GS Landmælingar gefa út jarðfræðikort Landmælingar Islands og Orku- stofnun hafa gert með sér sam- komulag um útgáfu, dreifingu og sölu jarðfræðikorta Orkustofnun- ar. Orkustofnun hefur látið vinna jarðfræðikort vegna mats á orku- lindum landsins og nýtingu þeirra og eru þau að mælikvarða sambæri- leg við kort Landmælinga og gróð- urkort Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins. Jarðfræðikort hafa að geyma margs konar upplýsingar, sem nýt- ast við fleira en orkulindarann- sóknir, heldur einnig fyrir náttúru- unnendur og ferðamenn. Þessi kort Orkustofnunar hafa ekki verið að- gengileg almenningi til þessa en nú hafa þegar verið prentuð tvö sett af kortum af vatnasviði Þjórsár, sem unnin hafa verið í samvinnu við Landsvirkjun. Samkvæmt samkomulaginu taka Landmælingar íslands að sér al- menna útgáfu, dreifingu og sölu kortanna og verða þau þar með aðgengileg öllum almenningi. GS Verðlagsári í mjólkurframleiðslu að Ijúka og þó nokkrir bændur búnir með kvótann: Mjólkurframleiðsla minni nú en í fyrra Áætlanir um framleiðslu og neyslu á mjólk virðast ætla að standast. Birgðir af unnum mjólkurafurðum eru nú sem nemur 16 milljónum Iítra af mjólk en það þykja mjög eðlilegar birgðir. All- nokkuð hefur dregið úr mjólkurframleiðslu á síðasta verðlagsári og eru ýmsir farn- ir að hafa áhyggjur af því að það fari að vanta mjólk í náinni framtíð ef svo heldur fram sem horfir. Verðlagsári í mjólkurframleiðslu lýkur um næstu mánaðamót og all- nokkrir bændur hafa þegar klárað kvótann. Margir nýta sér þó rétt til að færa 5% af framleiðslu þessa árs yfír á það næsta. Fyrsta september byrjar nýtt verð- lagsár í mjólkurframleiðslu. Þarmeð lýkur þriðja árinu sem hinn svokall- aði kvóti er við lýði. Mjólkurbústjór- ar sem Tíminn hafði samband við voru sammála um að bændur séu búnir að aðlaga sig nokkuð vel þessu kvótakerfi. í fyrra og hittiðfyrra bar allmikið á því að bændur kláruðu sinn kvóta í júní eða júlímánuði. Þetta olli verulegri óánægju margra. Minna hefur borið á þessari óánægju í seinni tíð enda hafa bændur neyðst til að taka tillit til breyttra aðstæðna. Enn mun þó eitthvað vera um að bændur hafi klárað kvótann tveim eða þrem mánuðum fyrir ágústlok. Um síðustu mánaðamót voru 104 búnir með sinn framleiðslurétt hjá Mjólkurbúi Flóamanna af 530 fram- leiðendum. í Borgarnesi voru 32 búnir af 170. Á Blönduósi voru 3 búnir af 68. Staðan hjá öðrum búum er svipuð. Tölur lágu ekki endanlega fyrir hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri en þar munu allnokkrir vera búnir með kvótann. Mjólkur- bústjórum bar saman um að flestir bændur myndu nýta sér allan kvót- ann og margir væru að klára hann þessa dagana. Þeim bar jafnframt saman um að bændur væru farnir að stjórna sinn framleiðslu mun betur nú en var fyrst þegar kvótinn var lagður á. Kvótakerfið er einnig orðið sveigjanlegra en það var því að nú mega bændur færa 5% af framleiðslu þessa árs yfir á það næsta einnig mega þeir færa 5% af ónotuðum rétt þessa árs yfir á næsta. Þetta er gert vegna þess að útilokað er fyrir bændur að stjórna kúnum þannig að passi upp á lítra. Samkvæmt samn- ingi ríkisins við bændur mega þeir framleiða 103 milljónir lítra á þessu verðlagsári og 104 milljónir á því næsta. Þessum milljónum lítra er deilt á milli allra kúabænda eftir ákveðnum reiknireglum. Sumir mjólkurbústjórar höfðu nokkrar áhyggjur af því að mjólkur- framleiðsla væri orðin eða að verða of lítil. Hjá Mjólkursamlagi Borg- arness hefur framleiðslan minnkað um 5,4% frá áramótum. Sömu sögu er að segja hjá Mjólkurbúi Flóa- manna en þar hefur framleiðsla minnkað um eina milljón lítra á þessu verðlagsári en það er um 3% minnkun. Birgir Guðmundsson mjólkurbústjóri benti á að stöðugt fækkaði kúabændum. Árið 1970 lögðu um 900 bændur inn mjólk hjá Mjólkurbúi Flóamanna en nú eru innleggjendur 530. Hann sagði að þessi þróun héldi áfram á svipuðum hraða og verið hefði. Þar ráði mestu að ungt fólk treysti sér ekki til að kaupa jarðir með litlum framleiðslu- rétti. Því hætti þessir litlu fram- leiðendur búskap þegar aldur og heilsuleysi segja til sín. Þrátt fyrir áhyggjur margra af minnkandi mjólkurframleiðslu eru menn ragir við að slaka á kvótakerfinu meira en orðið er af ótta við að bændur fjölgi kúm of mikið og því verði að grípa til hafta á ný. Hjá Osta- og smjörsöl- unni fengust þær upplýsingar að birgðir væru í samræmi við áætlanir. Engin óeðlileg birgðasöfnun hefði verið þetta verðlagsár og gott sam- ræmi væri milli framleiðslu og neyslu. Einhver hætta er þó á að smjör muni skorta í vetur. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.