Tíminn - 15.08.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.08.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 15. ágúst 1989 DAGBÓK Konur sýna glerverk í Norræna húsinu Laugard. 12. ágúst opnuðu 8 konur frá Bandaríkjunum og Evrópu sýningu á steindum glerverkum í kaffistofu Nor- ræna hússins í Reykjavík. Listakonumar eru: Maud Cotter frá íslandi, Waltraud Hackenberg og Helga Ray-Young frá Vestur-Þýskalandi, Amber Hlscott og Catrin Jones frá Wales, Linda Lichtman og Ellen Mandelbaum frá Bandaríkjun- um og Sigríður Ásgeirsdóttir, fslandi. Sýningin í Norræna húsinu stendur í rúmaviku, frá 12.-21. ágúst. I Kevelaer í Vestur-Þýskalandi árið 1984 fór fram alþjóðlegt seminar 16 listamanna sem vinna í steint gler. Þar myndaðist kjarni listakvenna sem hefur haft öflugt samband sín á milli og hafa haldið sameiginlegar sýningar. ( fyrra ákvað kjarni hópsins að hittast á íslandi í ágúst 1989. Tilgangur stefnu- mótsins er að efla menningarleg sam- skipti, ræða málefni listgreinarinnar, nýja strauma og stefnur, tæknileg atriði í vinnubrögðum og aðgerðum, gera lista- verk og kynnast íslandi. Hver þátttakandi kemur með tvö listaverk og eru þau verk sýnd í kaffistofu Norræna hússins nú. Afmælishappdrætti HJARTAVERNDAR 1989 1964-1989: „Hjartavemd fyrir þig í tuttugu og fimm ár“ Hjartavernd, landssamtök hjarta- og æðaverndarfélaga, er tuttugu og fimm ára á þessu ári. 1 25 ár hafa samtökin beitt sér fyrir aðgerðum til að draga úr og stemma stigu við hjarta- og æðasjúkdómum, en meira en 40 % dauðsfalla hérlendis eru af þeirra völdum. Hjartavernd hefur haft með höndum mikla fræðslustarfsemi um einkenni, áhættuþætti og megingerð sjúkdómanna og í yfir 20 ár hcfur Hjartavernd rekið rannsóknarstöð til að leggja undirstöður að víðtækara forvarnarstarfi. Megin- áhersla hefur jafnan verið lögð á forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir, bæði til að forðast hjartaáföll og eins til að finna leiðir til að styrkja þá sem orðið hafa fyrir áfalli, en lifað. Happdrættið hcfur árlega rcnnt all- styrkum stoðum undir starfsemi stöðvar- Guðm. Bjarnason Valgerður Sverrisdóttir Jóhannes Geir Sigurgeirsson Suður-Þingeyingar Guðmundur, Valgerður og Jóhannes verða til viðtals og viðræðna við heimamenn sem hér segir: Breiðumýri, þriðjud. 15. ágúst kl. 21. Grunnsk. Bárðardal, miðvikud. 16. ágúst kl. 21. Grunnsk. Svalbarðsströnd, fimmtud. 17. ágúst kl. 21. Gamla skólanum Grenivík, föstud. 18. ágúst kl. 21. Komið í kvöldkaffi með þingmönnunum og spjallið við þá um þjóðmálin. Allir velkomnir. Framsóknarflokkurinn. Landsþing L.F.K. verður haldið að Hvanneyri dagana 8.-10. september n.k. Mætum allar. Stjórn L.F.K. Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavík, er opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður í Miðgarði laugardaginn 26. ágúst og hefst kl. 21.00. Ræðu flytur Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Góð skemmtiatriði á skemmtuninni verða auglýst síðar. Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar leikur fyrir dansi. Jarðeigendur Vil kaupa bújörð með eða án fullvirðisréttar, hentuga til hrossaræktar og ferðaþjónustu. Þarf að vera vel í sveit sett og hafa sæmilegan húsakost. Skipti á nýju einbýlishúsi í kaupstað á Norðurlandi æskileg. Upplýsingar í síma 96-43521. innar og skilað henni drjúgum tekjum. Nú hefur sérstöku afmælishappdrætti ver- ið hleypt af stokkunum og eru vinningar að verðmæti 8.3 milljónir kr. Forráða- menn Hjartaverndar segja það von sína, að almenningur taki afmælishappdrættinu vel. Átaks er þörf til að efla forvarnir gegn hjartasjúkdómum. Það starf er í þágu aímennings. Rannsóknarstöð Hjarta- verndar er stofnuð og starfrækt til að sinna þessu verkefni. „Nú er óskað sér- staklega eftir þínum stuðningi, því hjarta- vernd er þitt hjartans mál,“ segir að lokum í fréttatilkynningu frá Hjarta- vernd. Tímaritið UPPELDI er gefið út fyrir atbcina Foreldrasamtak- anna í Reykjavík, en skrifstofa samtak- anna er að Fornhaga 8 og þar er sími 27261. I þessu blaði er fyrst nokkur orð frá Herði Svavarssyni, ritstjóra blaðsins og nefnast „Þetta hefst!“ Meðal efnis í blaðinu má nefna náttúru- þátt, grein um íslenskt uppeldi fyrr á árum, börn og umferð, úttekt á foreldra- samstarfi á barnaheimilum og grein um dagskrá Lions-hreyfingarinnar gegn fíkniefnum, en meginefni blaðsins fjallar um tónlistaruppeldi og loks er sérlega vönduð og efnismikil grein um börn á fjórða aldursár Þá eru leiðbeiningar í sambandi við hjólreiðar barna og tónlist- aruppeldi forskólabarna. Þáttur er um gæludýr. Samvinnan um barnið þitt, er kynning á foreldrafélögum. Blaðinu fylgir „Fréttabréf til félagsmanna Foreldra- samtakanna". SKAFTFELLINGUR 6. árg. - Þættir úr Austur- Skaftafellssýslu Þetta hefti Skaftfellings er yfir 200 bls. á stærð. Sigurður Björnsson, Kvískerjum skrifar formála, en Sigurður er ritstjóri og ábyrgðarmaður. Margar greinar um skaftfellsk málefni ný og frá fyrri tíð eru í ritinu. Nefna má grein Páls Þorsteinssonar á Hnappavöll- um, Raforkumál, frásögn eftir Þorstein Þorsteinsson, Höfn af Skarphéðni Gísla- syni Vagnsstöðum. Ragnar Stefánsson, Skaftafelli skrifar um eftirlit og viðgerðir á landssímalínum á Skeiðarársandi 1929- 1973. Sigurður Björnsson á greinar um margvísleg efni, og Unnur Kristjánsdóttir frá Lambleiksstöðum skrifar: Leikstarf- semi í Mýrahreppi. Sagt er frá skips- ströndum og annálar eru raktir. Minn- ingagreinar um látna Skaftfellinga eru í ritinu. Útgefandi Skaftfellings er Austur- Skaftafellssýsla. Ritið er sett og prentað í Prentsmiðju Hornafjarðar, en bókband var í umsjá sá Sigurðar Magnússonar, Hofi, Öræfum. Heyrnar- og talmeinastöð íslands: Móttaka á Húsavík 25.-26. ág. Móttaka verður á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands í Heilsugæslu- stöð Húsavíkur dagana 25. og 26. ágúst. Þar fer fram greining heyrnar- og talmeina og úthlutun heyrnartækja. Sömu daga að lokinni móttöku Heyrn- ar- og talmeinastöðvarinnar verður al- menn lækningamóttaka sérfræðings í háls-, nef- og eyrna-lækningum. Tekið er á móti viðtalsbeiðnum á Heilsugæslustöð Húsavíkur. Breyttur opnunartími á Þjóðminjasafni íslands Frá 15.maí til 15.september er safnið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11 til 16. Aðgangur er ókeypis. Breyttur opnunartími á Listasafni Einars Jónssonar Opnun Listasafns Einars Jónssonar hefur breyst yfir í sumartíma. Frá l.júní er safnið opið alla daga kl. 13:30 - 16, nema mánudaga. Höggmyndagarðurinn er opinn allt árið kl. II - 17. Sýning Jóhanns Briem í Norræna húsinu Sumarsýning Norræna hússins á verk- um Jóhanns Briem stendur enn í Norræna húsinu. Hún er opin daglega kl. 14:00- 19:00 til 24. ágúst. Dagsferðir Ferðafélags Islands Miðvikud. 16. ág.: Þórsmörk/dagsferð. (2000 kr.) Sunnud. 20. ág. kl. 10:00: Skjaldbreið- ur. Ekið um línuveginn norður fyrir Skjaldbreið og gengið þaðan á fjallið. (1500 kr.) Kl. 13:00 Gengið eftir Almannagjá. Létt gönguferð (1000 kr.) Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands Sumarleyfisferðir Útivistar 18.-23. ágúst. Núpsstaðarskógar - Grænalón - Djúpárdalur. Fjögurra daga bakpokaferð. Brottför föstudagskvöld kl. 20:00. Ýmsir möguleikar á útúrdúrum, t.d. ganga á Grænafjall og að Hágöngum í jaðri Vatnajökuls. 31. ág.-3. sept. Gljúfurleit - Kisubotnar - Kerlingarijöll. Ný ferð. Ekið upp með Þjórsá að vestan og gist í Gljúfurleitar- skála. Skoðaðir Þjórsárfossar. Farið um Kisubotna í Kerlingarfjöll. Skoðað Kjal- arsvæðið (Hveravellir). Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Útivist, ferðafélag Sýning frá Moldavíu í Hafnarborg -og tónleikar mánud. 21. ágúst Nú stendur yfir í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sýning á 12 olíumálverkum, 12 svartlistarmynd- um og 15 listmunum úr Ríkislistasafni Sovétlýðveldisins Moldavíu. Sýningin er opin alla daga - nema þriðjudaga- kl. 14:00-19:00. Á mánudagskvöld, 21. ágúst kl. 20:30 verða tónleikar haldnir í Hafnarborg. Þar koma fram listamenn frá Moldavíu, kammersveit Ríkisútvarpsins þar í landi og tveir af kunnustu óperusöngvurum Sovétríkjanna, María Bieshú sópran og Mikhaíl Múntjan tenór. Áður en tónleikarnir hefjast verða Sovéskir dagar MÍR1989 formlega settir. Illlllllllllllllllllllll ÁRNAÐ HEILLA Sextugur Pétur Guðfinnsson sjónvarpsstjóri Pétur Guðfinnsson er Reykvík- ingur að ætt. Hann hóf háskólanám á Norðurlöndum og nam síðan svo árum skipti við háskóla í Frakklandi. Að loknum prófum þar starfaði hann hjá Evrópuráðinu í Strassborg í 9 ár, síðast sem fulltrúi í efnahags- og félagsmáladeild. Hann kvæntist Stellu Sigurleifsdóttur og eiga þau fjögur börn. Pétur sóttist ekki eftir að verða sjónvarpsstjóri á Islandi, það var sóst eftir honum, að hann tækist á hendur algert brautryðjendastarf hérlendis á nýjasta, tæknivæddasta og áhrifamesta menningarsviði nú- tímans. Þá var hann 35 ára gamall. Tveir menn koma úr gagnstæðum áttum, mætast og verða samferða yfir fjall. Kynnum og samskiptum okkar Péturs Guðfinnssonar var ekki ólíkt farið. Hann kom utanað ég innanað. Við höfðum ekkert þekkst áður en leiðirnar lágu sarnan. En upp frá því unnum við daglega saman í 20 ár og hefi ég ekki verið jafn nátengdur neinum svo lengi starfslega. Það er ástæðan til þess að ég set mig ekki úr færi, er hann á merkisafmæli, að þakka honum sam- starfið og samfylgdina. Starf framkvæmdastjórans og manna hans þarf ekki að kynna. Árangur þess hefir blasað við sjón- varpsáhorfendum í hartnær aldar- fjórðung. En sjálfur hefir hann verið eins sjaldan í sviðsljósinu og hann frekast hefir mátt stöðu sinnar vegna. Þeim mun sterkar stríðir á að leitast við að bregða á loft svipleiftri af manninum bak við tjöld sjón- varpsins. Áf framansögðu má strax ráða að hann hefir enga þörf fyrir að láta á sér bera að neyta andlegs aflsmunar á skákborði lífsins. „Ég átti sverðið en brá því ekki“ kvað Guðmundur Kamban. Þeim sem þekkja afl sitt er engin freisting að sýna það eða beita því að óþörfu. Hinna er vandinn meiri sem hættir til að sýnast án þess að hafa af miklu að má, og falla í þá gryfju að breiða úr stélinu sem eyðufyllingu verðleikanna. Þar sem starfað er berskjaldað, eins og hjá sjónvarpi og áþekkum fjölmiðlum, liggja ábyrgðar- mennirnir svo vel við spjótalögum að eins gott er að kippa sér ekki upp við þau. Þeim kosti er Pétur Guð- finnsson einmitt búinn, verður hvorki uppnæmur fyrir goluþyt né geipi. Hann er friðarins maður í lengstu lög, þótt hann kunni líka að berjast, ef hjá þvf verður ekki komist. Vegna skapstillingar sinnar og kurteisi hefir hann oft komist hjá að stangast við illa hyrnda hrúta, bæði utan og innan við þröskuldinn. Fyrir getur komið að fljótráðari og minni stillingarmönnum finnist í hita leiksins þörf á fastari tökum og harðari aðgerðum. En sígandi lukka hans reynist oft farsælust þegar upp er staðið. Þeirrar heillar, sem honum er léð, hefir sjónvarpið notið góðs af frá upphafi og ekki veitt af, jafn mikill styr og ávallt hlýtur að standa um slíka stofnun vegna ólíkra sjónar- miða. Ég minnist samstarfsins við Pétur Guðfinnsson með mikilli ánægju og það er ekki laust við eftirsjá. Ekki síst þegar hugsað er til frumbýlings- áranna að Laugavegi 176, sem voru ævintýri líkust með tilheyrandi þrautum, sem varð að leysa og mæddi ekki síst á tækniliðinu að glíma við. Þó verða strjálu næðisstundirnar með framkvæmdastjóranum starfs- erlinum minnisstæðari að lokum, stundir glóandi glettni og alvöru undir niðri, þar sem yfirsýn og innsýn fjölfróðs og góðviljaðs gáfu- manns naut sín til fulls. í fertugsafmæli Péturs varð undir- rituðum að orði að hann væri í senn mikill heimsmaður og heimsflótta- maður, ætti eins vel heima á iðutorgi mannlífsins og í þagnarskógi. Þetta þótti ýmsum hæfa í mark, man ég. Það er þá jafn satt í dag. Ég treysti mér ekki til að lýsa honum betur með jafnfáum orðum. Heimsmaður- inn er gjörkunnugur fjölskrúðugu mynstri vestrænnar menningar og mæltur á ýmsar höfuðtungur álfunn- ar. En jafnframt er grunnt á einfar- anum og heimsflóttamanninum í honum. Þá sé ég hann fyrir mér lú garðinn sinn og græða kvisti, ellegar gæta góðra bóka í kyrrlátu safni og lesa þær ofan í kjölinn. Þegar erill dagsins keyrði úr hófi fram áður fyrr man ég að hann sagði stundum sem svo, með tvíræðum glettnissvip: „Ætli ég sæki ekki bara um bóka- varðarstarf í Grímsey." Hafðu þökk, Pétur, fyrir sam- fylgdina yfir fjallið. Bestu árnaðar- óskir til ykkar hjóna frá mér og konu minni. Emil Björnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.