Tíminn - 15.08.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.08.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. ágúst 1989 Tíminn 3 Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir A-keppnina í Tékkóslóvakíu að hefjast: Undirbúningur og þátt- taka kosta 20 milljónir Áætlað er að undirbúningur og þátttaka íslenska landsliðs- ins, í A-flokki í heimsmeistarakeppninni í handknattleik, sem fer fram í Tékkóslóvakíu í febrúar og mars á næsta ári muni kosta tæplega 20 milljónir króna. Þær tekjur sem Handknattleiks- samband íslands hefur af auglýsing- um og sölu aðgöngumiða nægja ekki fyrir þessum kostnaði og því verða handboltamenn að leita fleiri leiða til að leysa þetta fjárhagsdæmi ef ísland á að vera áfram meðal átta bestu handboltaþjóða í heimi eins og stefnt er að. Sú fjáröflun sem farið var af stað með eftir B-keppnina í Frakklandi tókst ekki nægilega vel. Um 4,5 milljónir söfnuðust frá um 12% allra heimila í landinu. Eftir þann góða árangur sem náðist í keppninni og þann mikla áhuga sem var á henni höfðu handboltamenn vonast eftir meiri stuðningi. Ef sérhver íslend- ingur leggur fram 100 krónur hefur Handknattleikssambandið 25 millj- ónir en það er sú upphæð sem sambandið þarf á að halda. Hand- knattleikssambandið er með fleiri jám í eldinum en A-keppnina því unglingalandsliðið stendur einnig í keppnum og þarf á fjármunum að halda. „Við vonum að þjóðin viiji eiga landslið á heimsmælikvarða sem taki þátt í Ólumpíuleikum og heims- meistarakeppnum og það gerist ekki að sjálfu sér,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon formaður Handknatt- leikssambands íslands, í samtali við Tímann. „Það verður að undirbúa liðið eins og atvinnulið og það verður að aðstoða leikmenn svo að þeir bíði ekki fjárhagslegt tjón af. Þeir verða að geta einbeitt sér að verkefninu. Tii þess þurfum við fjármagn. Enn sem komið er höfum við ekki fengið neitt vilyrði frá Ólympíunefnd ís- lands um fjármagn hvorki á þessu né á næsta ári þó að þetta sé okkar eina tækifæri til að vinna okkur þátttöku- rétt á Ólympíuleikunum. Við vonum þó að það verði nú á næstunni." Jón sagði að þegar væri búið að gera áætlun um landsleiki og æfingar fyrir keppnina. Fyrstu leikirnir verða við Austur-Þjóðverja á Akureyri 6. september og í nýja íþróttahúsinu í Garðabæ daginn eftir. Bandaríkja- menn koma hingað í æfingaferð um svipað leyti. Dagana 8.-9. október tökum við þátt í fjögurra landa keppni í Sviss þar sem ísland, Sviss, Austur-Þýskaland og Sovétríkin keppa. í desember verða landsleikir en enn er ekki ákveðið hvaða þjóðir verða þar á ferðinni nema hvað Norðmenn koma milli jóia og nýárs. í janúar verður keppt við Tékka og í byrjun febrúar hefst lokaundirbún- ingur undir A-keppnina en fyrsti leikurinn er við Kúbu 28. febrúar. Auk Kúbu og íslands eru Júgóslavía og Spánn með okkur í riðli. „Þessi riðill er erfiður eins og allir riðlar í þessari keppni. Við höfum leikið marga leiki við Spánverja og Júgóslava og þetta eru leikreynd lið og mjög sterk. Við höfum oft leikið við þau áður og eigum jafna mögu- leika á móti þeim. Kúbumenn eigum við að geta unnið. í milliriðli gætum við lent á móti Sovétríkjunum, Pól- landi og Austur-Þýskalandi. Þar eig- um við raunhæfa möguleika á móti tveimur síðastnefndu þjóðunum en Sovétmenn eru sterkari en við, enn sem komið er.“ Jón Hjaltalín sagði að allir þeir leikmenn sem keppt hefðu fyrir íslands hönd í B-keppn- inni í Frakklandi yrðu með í undir- búningi fyrir A-keppnina en auk þess myndu nýir menn verða með. Fyrir þá sem vilja styrkja Hand- knattleikssambandið er rétt að geta þess að gírónúmer sambandsins er 305030. -EÓ Frá undirritun samningsins í gær. Tímamynd: Ámi Bjama Félag íslenskra stórkaupmanna og Versl- unarráö íslands sameina skrifstofur sínar: í eina „sæng“ til hagræðis Samningur um sameiningu á skrif- stofum Félags íslenskra stórkaup- manna og Verslunarráðs fslands frá næstu áramótum hefur verið undir- ritaður. Af sameiningunni vænta menn hagræðingar, aukinnar þjón- ustu og markvissari vinnubragða. T.d. munu þau fyrirtæki sem stutt hafa bæði samtökin njóta lækkunar félagsgjalda þar sem almennt félags- gjald verður framvegis aðeins greitt til eins aðila. Til viðbótar þurfa þeir sem stunda inn- og útflutning að greiða kjaramálagjald. Um 450 fyrirtæki eru í VÍ og 320 í FÍS. Þar af eru 140 fyrirtæki í báðum samtökunum. En gert er ráð fyrir að aðrir félagar FÍS öðlist félagsréttindi í VÍ og jafnframt að félagar VÍ, í inn- og útflutningsversl- un gerist félagar í FÍS, sem m.a. fer með kjaramál fyrir hönd félags- manna sinna. Formönnum FfS og VÍ er ætlað að annast sameiginlega yfirstjórn hinnar sameinuðu skrif- stofu og skiptast á um forystu, sex mánuði í senn. Reynslutími samningsins er tvö ár og stefnt að því að nýta þann tíma til frekari þróunar á samstarfinu. í því felst m.a. að öðrum samtökum verslunarinnar verði boðin þátttaka í samstarfinu. Til sameiginlegu skrifstofunnar eiga framvegis að renna allar tekjur FIS og VÍ aðrar en tekjur af eignum og Félagsheimilasjóði verslunarm- anna. Skrifstofan skal hvorki yfir- taka eignir né skuldir FÍS og/eða Vf og fjárhag hennar skal halda aðskild- um frá fjárhag þeirra félaga. -HEI Selfoss: Þríryfir140 Lögreglan á Selfossi stöðvaði fimmtíu ökumenn fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi um helgina, þar af voru þrír sviptir ökuskírteini. Á aðfaranótt laugardags og á laugar- dag keyrðu sextán ökumenn yfir 110 km hraða, þar af var einn á 143 km hraða og var hann sviptur ökurétt- indum. Á sunnudag gómaði lögreglan níu ökumenn á ólöglegum hraða og var einn glanninn á 145 km hraða og hraði annars mældist 144 km. Þeir voru báðir sviptir ökuskírteinum. Þá voru fjórir teknir ölvaðir við akstur á Selfossi um helgina. Einn þeirra keyrði að auki of hratt. GS Maður á ferð við fossinn Glym: Féll 15 metra Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til Hvalfjarðarbotns síðdegis á sunnudag þar sem ferðamaður lá slasaður eftir að hafa fallið um 15 metra niður í gil við fossinn Glym. Maðurinn var þarna á ferð ásamt hópi af fólki og mun hafa verið að klifra upp gilið. Hann fótbrotnaði og meiddist á baki. GS Flugdreki hrapaði Lítill vélknúinn svifdreki hrapaði við enda flugbrautarinnar. Flug- við flugvöllinn í Aðaldal síðdegis í manninn sakaði ekki, en véldrekinn gær. Svifdrekinn var rétt nýkominn er mikið skemmdur. GS í loftið þegar hann steyptist niður Próf laus unglingur ölvaður við akstur Tveir ökumenn voru gripnir ölv- aðir við akstur á aðfaranótt sunnu- dags á ísafirði. Annarökumannanna var fjórtán ára gamall piltur og því vitaskuld próflaus. Hinn var með skírteini upp á vasann, en því miður ölvaður og því hefur hann þar eflaust veifað lítt verðmætum snepli. GS Hreindýr á 240 þús. ODIN AIR, flugfélag Helga Jóns- sonar býður nú íslenskum veiði- mönnum upp á fimm daga hrein- dýraveiðiferð til Grænlands fyrir tæplega 240 þúsund krónur. Innifal- in er leiðsögn þriggja grænlenskra veiðimanna, gisting í tjöldum og matur. Flogið er frá Reykjavík til Nuuk í Grænlandi og þaðan farið í bátsferð á veiðislóðir. Auk hreindýrs er heim- ilt að veiða, fjóra refi og ótakmark- aðan fjölda héra, fugla, laxa og sil- unga. Veiðimenn þurfa ekki að eiga byssur, eða fjárfesta í þeim að auki fyrir túrinn, þær er hægt að fá lánaðar. ÁG mjóu slitlagi (einbreiöu) þurfa báðir bílstjórarnir aö hafa hægri hjól fyrir utan slitlagiö viö mætingar. ÚUMFERÐAR RÁÐ Heildarupphæð vinninga 12.08. var 7.750.559,-. 5 höfðu 5 rétta og fær hver kr. 904.991,- Bónusvinninginn fengu 8 og fær hver kr. 59.813,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver 5.002,- kr. og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig 326,- kr. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.