Tíminn - 15.08.1989, Page 6

Tíminn - 15.08.1989, Page 6
6 Tíminn Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 ÞÖGN OG SKULDIR Morgunblaðið hefur haldið því fram, að staða sjávarútvegsfyrirtækja Sambandsins og kaupfélag- anna sé yfirleitt verri en staða fyrirtækja í sömu atvinnugrein í eigu einstaklinga og hlutafélaga þeirra. Nefnir Mbl. Hraðfrystihús Patreksfjarðar sérstaklega sem dæmi. Upp úr 1970 var orðið nauðsynlegt að endurnýja vel flest frystihús vegna aukinna krafna markaðar- ins, sérstaklega Bandaríkjamarkaðar. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar gerði árið 1971 áætlun um fjármögnun þessarar endurnýjunar og var svo ráð fyrir gert að hún tæki nokkur ár. Þegar lokið var endurbyggingu síðustu frystihúsanna höfðu láns- kjör breyst mjög, en upp hafði verið tekin verðtrygging miðuð við innlenda verðbólgu. Fjármagnskostnaður síðustu frystihúsanna var því verulega hærri en þeirra húsa, sem fyrr voru á ferðinni. Undir þessum fjármagnskostnaði risu þau ekki. Meðal þessara frystihúsa var ísbjörninn h.f. í Reykjavík og Hraðfrystihús Patreksfjarðar h.f. Þessi frystihús stóðu bæði frammi fyrir gjaldþroti um svipað leyti, örfáum árum eftir að endurbygg- ingu lauk. ísbirninum var bjargað fyrir horn með sameiningu við Bæjarútgerð Reykjavíkur í nýju fyrirtæki, þar sem skattgreiðendur í Reykjavík lögðu til það fé sem til þurfti. Hraðfrystihús Patreksfjarðar leitaði hins vegar til SÍS um fjár- hagsaðstoð og fékk hana. Það varð til þess að hraðfrystihúsið hætti ekki að vera til á sama tíma og ísbjörninn. Líf þess entist lengur. En ekki hafði tekist að rétta hag þess við þannig að það þyldi áfallið sem útflutningsatvinnuvegirnir urðu fyrir árið 1988. Þess hefur verið vandlega gætt í umfjöllun um þessi mál að geta þess þegar um Sambandsfrystihús hefur verið að ræða. Geldur þar Sambandið þess að hafa leitast við að koma til aðstoðar, þegar verulegu máli hefur skipt fyrir afkomu fólks. Á hinum væng íslenskra frystihúsa hefur það fremur gerst að frystihúsin hafi gufað upp eins og ísbjörn- inn. Þar hefur ríkisvaldið líka komið til bjargar og lagt fram fé á svipaðan hátt og Sambandið. Dæmi um það er Þormóður rammi. Mörg veikustu húsin voru horfin af sjónarsviðinu 1988. Það er ástæðan fyrir því að hlutfallslega fleiri frystihús í eigu Sambandsins og kaupfélaganna eiga nú í erfiðleik- um. En vegna slagsíðunnar á umræðunni veit almenningur ekki að Hraðfrystihús Stokkseyrar, Fiskvinnslan á Seyðisfirði og Hraðfrystihús Ólafs- fjarðar eru ekki Sambandsfrystihús. Hitt vita flestir að fyrirtæki Einars Guðfinnssonar í Bolung- arvík eru ekki Sambandsfyrirtæki. Ekki má minn- ast á erfiðleika þeirra. Þegar einn bæjarfulltrúinn þar skýrði opinberlega frá áhyggjum sínum var hann snupraður og undirskriftum safnað. Síðan þegja menn í Bolungarvík. Nú eru fyrirtæki Einars Guðfinnssonar að semja um björgunaraðgerðir í kyrrþey. Þriðjudagur 15. ágúst 1989 GARRI Kvikmynd af guðs náð? Fólk er nú í óðaönn að byrja að fagna nýrrí kvikmynd, sem Þráinn Bertelsson hefur frumsýnt. Þráinn er í hópi þeirra íslensku leikstjóra, sem vilja að sem fæstir aðrir en þeir sjálfir eigi nokkurn þátt í gerð kvikmynda, semur handrít og stjómar, en lætur aðra um að leika. Þessi vinnuaðferð er ekki einsdæmi á Norðurlöndum, en næstum því. I Svíþjóð hafa mál þróast þannig, að einum leikstjóra hefur tekist að semja og stýra myndum, sem hafa þótt afbragð. Þessi maður er Ingmar Bergman, en hann lýsti því nýlega í sjónvarps- viðtali, að á unga aldri hefði hann bæði veríð nasisti og kvennamaður og verður það varla talið til lasts úr því sem komið er. Hér á landi hafa velflestir kvikmyndaleikstjórar tekið Ingmar Bergman sér til fyrír- ,myndar, og gengur auðvitað mis- jafnlega. Talað hefur veríð um einstaka menn, að þeir hafi verið skáld af guðs náð og Bergman er það eflaust. En hver sá áhugamað- ur sem fer á námskeið, eða lýkur jafnvel fjögurra ára námi í kvik- myndaskóla gerir varla myndir af guðs náð, þótt allir tilburðir séu á Bergmans-línunni. Sókrates vantar Skáldskaparmátturinn í nýrri mynd Þráins kemur strax í Ijós í nafngiftinni. Að myndin skuli heita Magnús, en ekki einhverju al- mennu nafni eins og Jón eða Pétur, sýnir okkur í senn andagift og uppáflnningasemi leikstjórans, sem strax í titlinum er farinn að nálgast Bergman. Síðan skilst á umsögnum að þetta sé mynd sem byggi á sérstakri gamansemi höf- undar, sem er svo lágvær og al- menn að hún heyrist varla, ef taka á mark á útvarpsþáttum sem hann flutti, og er það góðra gjalda vert að hávaðinn og hlátrasköllin yflr- þyrma ekki. Alvara verksins skilst að byggi á einskonar platt-speki höfundar, þegar Sókrates hefði varla dugað. Þannig verður að teljast að sæmilega hafí tekist að gera myndina að hætti Ingmars Bergman, eina umtalsverða nor- ræna leikstjórans sem bæði semur og leikstýrír, og flestir þeir íslensku herma eftir. Stórleikstjórar Mitt í þeirri jötunefldu andagift, sem íslenskir leikstjórar hafa sýnt þegar þeir bæði semja og leikstýra, hefst að nýju upp vilji til að alefla kvikmyndasjóð til lofs og dýrðar þessum Bergmönum okkar. Nú á að herja á ný á ríkissjóð um mikið meira framlag til kvikmynda en veitt hefur verið, svo jafnvel er farið að tala um sambærileg fram- lög og til norskrar kvikmyndagerð- ar, þar sem myndir eru framleiddar til geymslu. Von er að menn, sem vilja vel leggi áherslu á að efla kvikmyndasjóð. Leikstjórar okkar þurfa mikið fé til framleiðslu sinnar, heimaverkefna sem annars, og það þarf sýnilega að efla eftir mætti okkar fátæka kassa, svo hann geti staðið undir tilraun um Bergman á íslandi. Eini leikstjór- inn sem hefur komist upp með Bergman línuna svo einhverju nemi er Hrafn Gunnlaugsson. Hann samdi og gerði myndina Hrafninn flýgur og fékk gull í Svíþjóð fyrír, komst að auki í kynni við Bergman sjálfan, og hefur nú hljótt um sig á meðan hann er að flnna nýtt viðfangsefni til að semja og leikstýra. Aðrir stórleikstjórar íslenskir eru að búa eigin verk til kvikmyndatöku af guðs náð. Skemmtilegir tilburðir Svo einkennilega vill til að í kvikmyndaheiminum er heldur óvenjulegt að leikstjórar semji og leikstýrí verkum sínum. Hér á landi er þessu öfugt faríð. Það hefur leitt til þess, að hér fær ekki að þróast kvikmyndaiðnaður, sem skiptir máli, hvorki fyrír okkur eða aðra. Það er hægt að henda millj- ónatugum í kvikmyndasjóð tU við- bótar því sem hann fær, og afrakst- urínn verður enn fleirí tilraunir manna, sem telja sáluhjálparatriði að semja og stjórna eigin kvik- myndum. Sandkassaleikurínn er hafínn, en metnaðurinn er minni en skyldi. íslendingar munu því enn um sinn búa við kvikmyndir, sem valda engum straumhvörfum. Hvort sem my ndir fram t íðarinnar heita Magn- ús eða Jón, munu þær ekki efla þau sérkenni okkar, sem ein geta gert okkur viðmælandi við aðrar þjóðir í kvikmyndum. Það er ein- faldlega vegna þess að Bergman- leikstjórarnir íslensku hafa engan áhuga á íslenskum sérkennum, eins og t.d. áströlsku leikstjórarnir hafa á áströlskum einkennum, sem þeir hafa kynnt okkur í kvikmyndum með frábærum árangri. Það skiptir þessa leikstjóra mikið meira máli að vera sjálflr upphaf og endir kvikmynda. En það er auðvitað ekki þeim að kenna þótt náðin guðs sé ekki með þeim þegar þeir setjast niður við að semja í eigin hendur verk, sem skiptir ekki máli hvort heitir Magnús eða Jón. Kvik- myndasjóður á svo að sjá til þess, að þessir menn fái að stunda iðju sína fram á gamalsaldur okkur til skemmtunar, vegna þess að til- burðirnir eru stórum skemmtilegri en verkin. Garri lllllilllHl VÍTTOGBREITT v Ártúnsbrekkan Ég kom úr sumarfríi nú um helgina, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi, og hafði þá verið mestpart utanbæjar nokkrar vikur. Þegar ég kom í bæinn veitti ég því hins vegar athygli að byrjað var á vinnu við það að skipta Ártúns- brekkunni niður í tvær ökuleiðir, sína í hvora áttina. Er svo að sjá að þar verði í framtíðinni einhvers konar skilverk á miðri götunni sem skilji hana í sundur eftir miðju og aðgreini þannig umferðina sitt í hvora áttina. Það fer, held ég, ekki á milli mála að þarna er verið að vinna hið þarfasta verk. Ártúnsbrekkan, ofan við Elliðaárnar, hefur lengi verið ein af varhugaverðari slysa- gildrum borgarinnar. Þarna er breið gata, og þegar menn koma á þennan vegarspotta þá verða við- brögðin ósjálfrátt þau að þeim líður líkt og væru þeir akandi eftir flugbraut með yfirdrifið rými til allra átta. Af því leiðir svo að þeint finnst að í rauninni þurfi þeir alls ekki að sýna sömu aðgæslu og ella í umferðinni. Árekstragildra Þetta þekkja allir ökumenn sem síðustu árin hafa ekið þarna um að staðaldri. Þarna er sextíu kíló- metra hámarkshraði. Þegar menn koma neðan úr bæ sýnir reynslan hins vegar að ótrúlega lítið má út af bera til þess að ntenn brjóti ekki gegn þeim hraðatakmörkum. Þarna þurfa menn að auka bens- íngjöfina lítillega til þess að hafa á móti brekkunni, og þá þarf hreint út sagt að sýna verulega aðgæslu til þess að hraðinn sé ekki áður en varir kominn upp í um áttatíu á sæmilegum bíl, og það án þess að menn hafi nokkra löngun til að brjóta gegn umferðarlögunum. Á þessu gæta sín ekki allir, og ekki þarf að efa að það er ástæðan fyrir býsna mörgum af þeim árekstrum sem þarna hafa orðið. Þar er síður en svo um eintóm ásetningsbrot að ræða. En núna er sem sagt verið að skipta þessum vegarkafla í tvennt eftir endilöngu, og þarf ekki að efa að það verður til mikilla bóta. Þá þrengist um á veginum, sem aftur veldur því að menn verða ósjálfrátt að beina athyglinni meir en fyrrum að því að halda bílnum á réttum stað á veginum. Ætla má, að öðru óreyndu, að þetta verði einnig til þess að draga úr ökuhraðanum þarna, sem þá skapar aftur aukið öryggi og ætti að fækka árekstrum. Með því móti verður umferðin öll öruggari á þessum vegarkafla en verið hefur. Er þá góðunt ár- angri náð, því að hin tíðu umferð- arslys hér, bæði þarna og annars staðar, eru víst svo sannarlega mál sem fyrir löngu er orðið tímabært að taka föstum tökum. Og ekki fer á milli mála að verulega stóran hluta þeirra verður að skrifa á reikningþess að menn aki of hratt. Minnkandi hraði? En svo ég víki aftur að sumarfrí- inu mínu þá var ég að þessu sinni talsvert á ferðinni úti á vegunum. Og hvort sem það er nú rétt hjá mér eða ekki þá fékk ég það nokkuð sterklega á tilfinninguna að talsvert væri farið að draga úr þeim gegndarlausa hraðakstri sem allt of lengi hefur tíðkast hér á þjóðvegakerfinu. Og væri víst fagnaðarefni ef rétt reyndist. Hámarkshraðinn á malbikuðu köflunum á þjóðvegunum hér er eins og menn vita yfirleitt níutíu kílómetrar á klukkustund. Er það ímyndun mín að ökumenn séu nú nokkuð almennt farnir að halda sig á þetta áttatíu til níutíu á þeim köflum og reyna að gæta sín á því að fara ekki hraðar? Mér fannst eiginlega að sem ég ók þar sjálfur um á þessum hraða þá væri sáralít- ið um það að í baksýnisspeglinum birtist allt í einu einhverökufantur- inn sem þjösnaðist síðan fram úr á hraða sem hlýtur að liggja vel yfir á annað hundraðið. Þetta er þó það sem maður hefur átt að venjast hér á vegunum undanfarin ár, og væri vel ef úr því væri að draga. Að vísu er að því gætandi að löggæsla mun hafa aukist mikið úti á vegunum, sem má sem best vera að skila sér í lækkandi meðalhraða. Vera má líka að áróður síðustu ára fyrir því að menn haldi sig innan hraða- markanna sé hér farinn að skila árangri. En hver svo sem ástæðan er þá væri það vissulega fagnaðarefni ef menn færu hér almennt að taka upp þann sið að aka um landið á löglegum hraða. Allir ferðamenn þekkja hvað það er margfalt ánægjulegra og þægilegra að geta ekið um á hóflegum hraða heldur en að þurfa sífellt að vera spenntur yfir stýrinu og á logandi glóðum um að missa bílinn út af veginum. Á þessu mætti því gjarnan verða breyting. —esig

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.