Tíminn - 15.08.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 15. ágúst 1989
Byggðastofnun
Rauðarárstíg 25,105 Reykjavík
Fasteign til sölu íVík
Byggðastofnun auglýsir til sölu fasteignina Sunnu-
braut 21 í Vík í Mýrdal (áður eign Nýlands h.f.).
Húsið er átveimur hæðum (2. hæð inndregin) með
steyptum grunni að grunnfleti 256,8 m2. Burðarbit-
ar hússins eru úr límtré og með klæðningu frá
Berki h.f., Hafnarfirði. Hugsanlega er hægt að
flytja húsið úr stað. Tilboðum skal skilað á
skrifstofu Byggðastofnunar, Rauðarárstíg 25, 105
Reykjavík fyrir 5. september n.k.
Höfum tryggt okkur tvær aukasendingar af þess-
um vinsælu rúllupökkunarvélum til afgreiöslu
næstu daga. Hafiö samband viö sölumenn okkar
sem allra fyrst. Hagstætt verö
ARMULA 11 SIMI 681500
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Lausar stöður
við framhaldsskóla
Viö Menntaskólann við Hamrahlíð vantar stunda-
kennara til aö kenna norsku og sænsku.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist rektor skólans fyrir 21. ágúst n.k.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Æðardúnn
Tökum æðardún til vélhreinsunar og fjaðratínslu.
Kaupum æðardún. Nú er verðið mjög hátt.
Reynið viðskiptin. Hafið samband í síma 82388.
xco HF. INN- OG ÚTFLUTNINGUR
SKÚTUVOGUR 10 B - 104 REYKJAVlK
t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför
Andrésar B. Ólafssonar Nökkvavogi 20
Þorgerður Guðmundsdóttir Ólafía Andrésdóttir Árni Guðbjörnsson
Halldóra Andrésdóttir Þorleifur Jónsson
Guðmundur Andrésson Rósa Svavarsdóttir
Haukur Andrésson Jónína Arnardóttir
Valgerður Andrésdóttir Jóhannes Sigurðsson
Hörður Andrésson og barnabörn
Frá innsetningu sr. Ágústar Sigurðssonar að Prestbakka í Hrútafirði. Með honum á myndinni eru, sr. Kristján
Björnsson (t.v.) og sr. Guðni Þór Ólafsson, prófastur. Mynd: Guðrún iiciga Bjamadóiiir
Húnavatnsprófastdæmi fullskipaö:
Prófastur setur þrjá
presta inn í embætti
í sumar hafa þrír prestar verið
settir inn í embætti í Húnavatnspróf-
astdæmi og er þá prestur í hverju
prestakalli í fyrsta skipti í allmörg
ár.
Þann 23.júlí sl. var sr. Kristján
Björnsson settur inn í embætti sókn-
arprests í Breiðabólstaðarprestakalli
og þjónar hann kirkjusóknum í Víði-
dal, Vesturhópi og á Vatnsnesi.
Hann vígðist til Breiðabólsstaðar í
Vesturhópi, en prestsetur verður til
Hestamenn virðast þegar vera
farnir að undirbúa af fullum krafti
þátttöku á landsmóti hestamanna á
næsta ári. Hótelið að Varmahlíð í
Skagafirði er nú þegar fullbókað
fyrstu helgina í júlí, eftir nærri ellefu
mánuði en þá fer landsmótið fram.
Aðrir gististaðir í nágrenninu eru
einnig fullbókaðir þessa helgi, svo
sem á Löngumýri og í Steinstaða-
skóla.
Borgarráð samþykkti fyrir helgi
kaup á húsnæðinu að Síðumúla 39
fyrir 90 milljónir króna. Útborgunin
er 7 milljónir króna en afgangurinn
greiðist upp á 15 árum og vextir eru
6%.
Félagsmálastofnun Reykjavíkur
mun flytja starfsemi sína í Síðumúl-
ann en starfsemi stofnunarinnar er
bráðabirgða að Brún í Víðidal.
Hálfum mánuði síðar, þann 6.
ágúst., var sr. Ágúst Sigurðsson,
settur inn í embætti sóknarprests í
Prestbakkapestakalli og þjónar hann
kirkjusóknum beggja vegna Hrúta-
fjarðar og í Bitru. Sr. Ágúst gegndi
áður störfum sendiráðsprests í
Kaupmannahöfn og einnig var hann
sóknarprestur á Mælifelli í Skaga-
firði og víðar.
Þann 27.ágúst nk. mun svo sr.
Von er á að mikill fjöldi sæki
hestamannamótið en mótsgestir á
slíkum mótum hafa hingað til skipt
þúsundum. Ásbjörg Jóhannsdóttir
hótelstjóri á Varmahlíð sagði að
umrædd helgi hefði orðið fullbókuð
í byrjun þessa mánaðar. Á hótelinu
í Varmahlíð er gisting fyrir 18 manns
á hótelinu og 23 herbergi eru í
skólanum. SSH
nú á tveimur stöðum, í Vonarstræti
og Tjarnargötu. Nýja húsnæðið þyk-
ir henta starfseminni mun betur þar
sem það er rúmgott og fatlaðir munu
eiga greiðari inngöngu.
Að Síðumúla 39 voru áður aðal-
skrifstofur Almennra trygginga hf.
sem fyrir nokkru gengu til samstarfs
við Sjóvá sem kunnugt er. SSH
Guðni Þór Ólafsson, prófastur, setja
þriðja prestinn inn í embætti, sr.
Stínu Gísladóttur, í embætti sóknar-
prests í Bólstaðarhlíðarprestakalli.
Hún mun þjóna kirkjusóknum í
Langadal, Svartadal, Blöndudal og
við Svínavatn. Sr. Stína var áður
farprestur og hefur þjónað á Blöndu-
ósi og síðar á Siglufirði í afleysing-
um. GS
Stórt gat er komið á austurhlið
Þjóðleikhússins en þar munu
leikmyndir fara um í framtíðinni.
Tímamynd: Pjelur
Gat sagað
á Þjóðleik-
húsið
Hafnar eru endurbætur á Þjóð-
leikhúsinu. Að undanförnu hafa
menn frá Steintækni unnið við að
saga gat á austurhlið hússins.
Fyrirhugað er að flytja leiktjöld
til og frá aðalsviðinu í gegnum
gatið. Áður þurfti að flytja leik-
tjöld gegnum þröngt lyftuop nið-
ur í kjallara og þaðan út. Þessi
flutningur hefur því kostað mikla
fyrirhöfn fram til þessa. Þörf
hefur verið á þessari framkvæmd
frá því að húsið var byggt. -EÓ
Landsmót hestamanna 1990:
Hótel eru
fullbókuð
Borgarráö:
Borgin kaupir
Síðumúla 39