Tíminn - 15.08.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.08.1989, Blaðsíða 15
Þriðjudágur 15. ágúst 1989 Tíminn ib 1111111111111 ÍÞRÓTTIR ' ^ !l:i! Atli Kinarsson Víkingur þakkar Sævari Jónssyni fyrir sjálfsmarkið. Einar Páll Tómasson varnarmaður Vals og Bjarni Sigurðsson markvörður eru ekki ýkja hrifnir af framvindu mála. Tímamynd pjeiur. Knattspyrna 1. deild: Glæsimark hjá Micic Víkingar unnu langþráðan og glæsilegan sigur á Valsmönnum 2-1 í Vfldngsvellinum á sunnudags- kvöld. Leikurinn var mjög fjörugur og skemmtilegur, en heldur var gæfan á bandi Vikínga, því hvert áfallið rak annað hjá Valsmönnum í leiknum. Valsmenn áttu fyrsta færið í leikn- um er Sigurjón Kristjánsson skaut framhjá úr góðu færi á 9. mín. Stuttu síðar fékk Atli Einarsson svipað færi hinum megin á vellinum en hitti ekki markið. Víkingar sóttu mjög þessar fyrstu mín. leiksins og hvert færið rak annað. Á 22. mín. gaf Goran Micic fyrir frá hægri og Sævar Jóns- son Valsmaður spyrnti knettinum með tilþrifum í eigið mark. Sævar hugðist spyrna framhjá, en að baki honum var Víkingur í dauðafæri. Næstu mín. héldu Víkingar áfram að sækja, en þegar líða tók nær leikhléinu færðust Valsmenn í auk- ana. Sævar skaut í stöng 33. mín. og eftir skalla Atla Eðvaldssonar í slá á 41. mín. fylgdi Sigurjón vel á eftir og skallaði knöttinn í markið og jafnaði 1-1. Ekki höfðu lifað nema 10 mín. af síðari hálfleik þegar Valsmenn urðu aftur fyrir áfalli. Guðmundur Bald- ursson sparkaði einn leikmanna Vík- ings niður og Magnús Jónatansson dómari átti ekki annars úrkosti en að sýna Guðmundi rauða spjaldið, enda hefði hann áður litið það gula. Einum færri börðust Valsmenn af - krafti, en Víkingar náðu tökum á leiknum. Ámundi Sigmundsson skaut í stöng á 63. mín. og stuttu síðar skaut Andri rétt framhjá. Vals- menn fengu tvívegis þokkaleg færi undir lok leiksins en þeir Baldur Bragason og Þórður Bogason hittu ekki markið. Nokkrum mín. fyrir leikslok gerðu Víkingar út um leikinn. Atli Einarsson gaf hælsendingu á Goran Micic sem þrumaði knettinum efst í markhornið á Valsmarkinu, óverj- andi fyrir Bjarna Sigurðsson. Vík- ingar fögnuðu innilega í leikslok enda höfðu þeir ástæðu til. Vals- menn vilja áreiðanlega gleyma þess- um leik sem fyrst, enda greinilega ekki þeirra dagur á sunnudaginn. Knattspyrna 1. deild: Skuggalegt á Akureýri! Frá Jóhannesi Bjarnasyni, íþróttafréttarítara Tímans á Akureyrí: Ausandi rígning og þokuslæðing- ur gerðu aðstæður erfiðar þegar Þór og Keflavík mættust á föstudags- kvöld í geysflega mikilvægum fall- baráttuleik. í síðarí hálfleik var síðan orðið rökkvað og erfitt að fylgjast með hvað átti sér stað á vellinum. En jafntefli varð niðurstaðan og það voru sanngjörn úrslit. Júlíus Tryggvason náði forystunni fyrir Þór í fyrri hálfleik með marki úr vítaspyrnu, en Keflvíkingar svör- uðu tvívegis fyrir sig í fyrri hluta síðari hálfleiks og þar voru að verki Ingvar Guðmundsson og Freyr Sverrisson. Árni Þór Árnason tryggði Þór síðan jafntefli með fal- legu marki 5 mín. eftir mark Freys. Leikurinn var á köflum ágætlega leikinn en lifir þó lengst í minning- unni fyrir sakir undarlegrar dóm- gæslu Guðmundar Ingvarssonar. Hann gerði þó rétt þegar hann sýndi Jóhanni Júlíussyni rauða spjaldið 15 sek. fyrir leikslok, en dæmdi í heild- ina afleitlega. JB/BL Enn tapar Fylkir Fylkismenn voru óheppnir að tapa fyrir Skagamönnum í Skipaskaga á laugardag. En þeir nýttu ekki færíð og Skagamenn sigruðu 1-0. Haraldur Ingólfsson gerði sigur- markið eftir um hálftíma leik. Fall- barátta Fylkismanna fer nú að harðna verulega eftir þennan ósigur og margt sem bendir til þess að liðið nái ekki að halda sæti sínu í deild- inni. BL Knattspyrna 2. deild: ÚRSLIT Selfoss-Stjarnan ...............1-3 Leiftur-ÍBV.....................0-2 Tindastóll-Breiðablik...........3-3 Einherji-Völsungur .............2-3 Staðan í 2. deild: Víðir . 13 9 2 2 19-11 29 Stjarnan . . . . 12 9 1 2 28-12 28 Vestm.eyjar . . 11 8 0 3 26-16 21 Breiðablik . . . 13 5 4 4 28-22 19 Selfoss .... . 12 6 0 5 14-21 18 Leiftur .... . 12 3 4 5 10-13 13 ÍR . 12 3 3 6 14-18 12 Einherji .... . 11 3 2 6 17-29 11 Völsungur . . . 13 3 2 8 18-30 11 Tindastóll . . . 13 2 2 9 19-23 8 Knattspyrna 1. deild: Sanngjarnt jafntefli í leik toppliðanna BL Knattspyrna 1. deild: Toppbaráttuslag Framara og FH- inga í 1. deildinni í knattspyrnu lauk með markalausu jafntefli á Laugar- dalsvellinum í gærkvöld. Leikurinn Knattspyrna 2. deild: Víðir á toppinn Tveir leikir voru í 2. deildinni í knattspyrnu á gærkvöld. Víðismenn unnu Tindastól í Garðinum 1-0 og á Kópavogsvelli unnu Breiðabliks- menn 1-0 sigur á Völsungum. Víðis- menn eru þar með komnir í efsta sæti deildarínnar. Leikjum Leiftursmanna og Sel- fyssinga og Einherja og Stjörnunnar sem vera áttu í gærkvöld var frestað vegna þess að ekki viðraði til flugs. BL var fjörugur og spennandi og fjöl- margir áhorfendur fylgdust með leiknum. Framarar fengu fyrsta færi leiksins þegar á 1. mín. en Pétri Ormslev mistókst að hitta markið. Þegar líða tók á hálfleikinn náðu FH-ingar tökum á leiknum og sóknarlotur þeirra voru mun hættulegri en sóknir Framara. Hörður Magnússon komst tvívegis í góð færi undir lok hálfleiks- ins, í fyrra skiptið skaut hann yfir úr nokkuð þröngri stöðu, en í síðara skiptið varði Birkir Kristinsson meistaralega með úthlaupi eftir að Hörður hafði komist einn í gegnum vörn Fram. Uppúr hornspyrnunni sem fylgdi í kjölfarið björguðu Framarar á marklínu. FH-ingar höfðu áfram góð tök í leiknum í síðari hálfleik og Guð- mundur Valur Sigurðsson átti hörkuskot í varnarmann Fram og framhjá á 53. mín. eftir stórsókn FH-inga. Framarar voru ekki langt frá því að jafna á 61. mín. er Ragnari Margeirssyni tókst ekki að ná skoti á mark FH, en Pétur Arnþórsson náði knettinum og skaut framhjá. Framarar náðu tökum á leiknum þegar á leið og þungar sóknir þeirra skullu á vörn FH. Á 67. mín. björguðu FH-ingar naumlega í horn eftir stórsókn Fram og 10 mín. síðar bjargaði Ólafur Jóhannesson FH- ingur á línu eftir hornspyrnu. Á síðustu mín. leiksins voru FH-ingar nálægt því að gera sjálfsmark, en knötturinn fór framhjá stönginni. Uppskeran varð því eitt stig til beggja liðanna, en sigur í þessum leik hefði komið sér mjög vel fyrir bæði liðin. FH-ingar voru betri aðil- inn í fyrri hálfleik, en Framarar í þeim síðari. Jafntefli verður því að teljast sanngjörn niðurstaða. Liðin hafa nú bæði 23 stig á toppi deildarinnar, KA og Valur hafa 21 stig, KR og IA hafa 20 stig, Víkingur 14, Þór og ÍBK12 stig og á botninum sitja Fylkismenn með 10 stig. BL Víti í súginn KA-menn gerðu jafntefli við KR-inga á KR-vellinum á laugar- dag. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, lítið um opin færí og strekk- ings vindur setti mark sitt á leikinn. KA-menn sóttu mun meira í fyrri hálfleik og heimamenn áttu í vök að verjast. Meðal annars björguðu KR-ingar einu sinni á marklínu. En þremur mínútum fyrír leikhlé dró heldur betur til tíðinda. Bjami Jónsson komst inní sendingu Gunnars Oddssonar aftur á Þor- finn markvörð, Þorfinnur renndi sér á knöttinn og felldi Bjama í leiðinni. Engin hætta var á ferðum þvi knötturínn var víðs fjærri mark- inu. En brot er brot og brot innan vítateigs þýðir vítaspyma. Þorvald- ur Örlygsson skoraði úr vítinu, en Eyjólfur Ólafsson dómarí lét endurtaka vítið, þar sem Jón Grét- ar Jónsson KA-maður fór of fljótt inní teiginn. Þorvaldur tók víta- spyrnuna öðra sinni, skaut í sama liorn, en nú varði Þorfmnur mark- vörður glæsilega. Leikurinn var í jafnvægi í síðari hálfleik lítið um færi og undir lokin virtust bæði liðin sætta sig við jafnteflið, þótt það þýddi í raun tap fyrir bæði liðin. Rúnar Kristinsson var langbest- ur KR-inga ■ þessum leik, en hjá KA stóð Bjami Jónsson sig mjög vel. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.