Tíminn - 15.08.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.08.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 15. ágúst 1989 FRÉTTAYFIRLIT VARSJÁ — Czeslaw Kisz- czak forsætisráðherra Pól- lands sagðist ekki geta mynd- að starfhæfa ríkisstjórn og hef- ur formaður Sameinaða bændaflokksins, Roman Mal- inowski, fengið umboð til stjórnarmyndunar. Sameinaði bændaflokkurinn hefur unnið náið með kommúnistum í fjóra áratugi, en gefur nú Samstöðu undir fótinn. NIKOSÍA — Ali Khamenei andlegur leiðtogi Irana réðst mjög harkalega á Bandaríkja- menn og sagði að viðræður við þá um gíslamálið væri ekki á döfinni á meðan Bandaríkja- menn styddu ísraela. BELFAST — Þjóðernissinn- aðir óróaseggir rændu strætis- vögnum og settu upp logandi götuvígi til að minnast þess að 20 ár eru liðin frá því ao breskir hermenn voru sendir til Norð- ur-irlands. STOKKHÓLMUR — Sov- étmenn hafa boðið ættingjum Raouls Wallenbergs til Moskvu og virðast Sovétmenn nú loks ætla að leggja fram sönn- unargögn um það hver örlög þessa sænska aðalsmanns urðu. Wallenberg bjargaði að minnsta kosti 20 þúsund ung- verskum Gyðingum úr klóm nasista í síðari heimstyrjöld. Sovétmenn handtóku Wallen- berg er þeir hertóku Ungverja- land og hefur ekkert til hans spurst eftir það. KABUL — Utanríkisráðherra Afganistan sagði að ríkis- stjórnin í Kabúl væri að undir- búa aljajóðlegan þrýsting á Bandaríkjamenn og Pakistana svo þessir aðilar hæfu að nýju friðarviðræður um Afganistan. HONG KONG - Yfirvöid í Hong Kong hafa vísað á bug ásökunum Sameinuðu þjóð- anna um að hluti hinna 50 þúsund flóttamanna frá Víet- nam lifi við aðstæður í Hong Kong sem ekki séu hundum bjóðandi. MANILA — Corazon Aquino forseti hafnaði tilboði skæru- liða kommúnista um friðarvið- ræður annað hvort í Genf eða í París. Illllllilllllllllllllll ÚTLÖND Flóttamenn frá Beirút streyma tU suðurhluta Líbanon undir vemdarvæng ísraela. Ef fer sem horfir mun Beirút verða rústir einar innan skamms. Indland: Mannfækkun vegna kyn- þáttaátaka Nokkur mannfækkun hefur verið undanfarna fjóra daga innan Bodo og Assamesa kynþáttanna sem búa á norðausturhluta Indlands. Ástæð- an eru harkaleg kynþáttaátök, en að minnsta kosti hálft annað hundrað manna hafa fallið í bardögum ætt- bálkanna undanfarna daga. Bodo fólkið krefst aðskilnaðar frá Assamhérði og vill stofna eigið sjálfstjórnarhérað innan Indlands. Segja skæruliðar Bodoa að Assam- esar níðist á þeim. Bardagarnir um helgina brutust út eftir að skæruliðar Bodoa brenndu inni einn stjómmálaleiðtoga hins ráðandi stjórnmálaflokks í Assam- héraði, ásamt fjölskyldu hans allri. Eftir það logaði allt í átökum og var herinn sendur á staðinn til að stöðva átökin. Beirút brátt rústir einar Mikið mannfall í árásum Sýrlendinga á yfirráðasvæði kristinna manna í Líbanon: Beirút verður brátt rústir einar ef ekki verður lát á gegndarlausum sprengjuárásum Sýrlendinga og fylgismanna þeirra á hverfi kristinna manna í borginni og hefndarskothríð kristinna á hverfi múslíma. Bardagar helgarinnar hafa verið gífurlega harðir og mannfall mikið. Að venju eru það óbreyttir borg- arar sem blæða fyrir hernaðarað- gerðir herforingjanna, en þó mun mannfall innan hersveita hafa verið meira nú en endranær vegna þess að sýrlenskar hersveitir gerðu áhlaup á stöðvar kristinna manna í fjöllunum við Beirút. Örstutt hlé varð á stórskotahríð- inni um miðjan dag í gær og gátu íbúar Beirútborgar náð sér í vatn og vistir jafnframt því að grafa nokkur þeirra líka sem liggja eins og hráviði um borgina. Er talið að hátt á annað hundrað manns hafi fallið í Beirút undanfarna þrjá sólarhringa. Stór- skotahríðin hófst síðan aftur seinni partinn og flúðu borgarbúar þá aftur í sprengjubyrgin. Undanfarna mánuði hafa átökin fyrst og fremst verið stórskotaliðs- árásir á báða vegu, en á sunnudaginn gerðist það í fyrsta sinn í langan tíma að hersveitum laust saman í bar- daga. Þá gerðu Sýrlendingar árásir á tvær hernaðarlega mikilvægar hæðir sem kristnir menn hafa á valdi sínu utan við Beirút. Búast menn nú við því að slíkir bardagar muni brjótast út að nýju og að Sýrlendingar freisti þess að ná landsvæðum af hersveit- um kristinna manna, þrátt fyrir að nokkurt mannfall hafi orðið í liði þeirra um helgina. Kristnir menn hafa styrkt varnar- línur sínar og segir Micel Aoun forsætisráðherra þeirra og yfirmaður hersveitanna að kristnir menn muni ekki hætta bardögum fyrr en sýr- lenskar hersveitir séu á brott frá Líbanon. Aoun gaf lítið fyrirtilraun- ir Frakka sem sent hafa sendifulltrúa til höfuðborga Arabaríkja til að freista þess að koma á friði í Líban- on. Segir Aoun að stríðið í Líbanon verði ekki útkljáð með samningum, heldur afli. Tugir þúsunda borgara hafa notað þau hlé sem orðið hafa á stórskota- liðsárásum til að flýja Beirút og halda til suðurhluta Líbanon þar sem ísraelar hafa lýst yfir sérstöku öryggissvæði. Þar telur fólk sig öruggt undir verndarvæng ísraelskra hersveita og hersveita kristinna bandamanna þeirra. Um helgina ákváðu fsraelar að skrá allar bifreiðar á öryggissvæðinu og telja að með því verði hægara að koma í veg fyrir sjálfsmorðsárásir öfgafullra Shíta á ísraelskar her- flutningalestir. Súdan: Hungraðir fá lang- þráðan mat Lest hlaðin 1500 tonnum af hjálpargögnum er nú á leið til hungursvæðanna í suðurhluta Súdan þar sem skæruliðar hafa barist af mikilli hörku gegn stjórnarhernum. Vonast starfs- menn Hjálparstofnunar Samein- uðu þjóðanna að skæruliðar muni láta hjálparlestina í friði, en tvær hjálparlestir hafa þegar verið rændar á þessum slóðum. Ríkisútvarpið í Súdan skýrði frá því að það tæki lestina fimm daga að komast til bæjarins Awiel sem er á valdi stjórnarhersins. Fimmtíu vagnar eru í lestinni og eiga fimmtán þeirra að fara til bæja sem eru á valdi skæruliða. Frá því herstjórn sú er nú ræður ríkjum í Súdan komst til valda í byltingu í maí hefur dregið úr bardögum, en stjórnin hefur lofað skæruliðum sakar- uppgjöf. Talið er að um 250 þúsund manns hafi látist úr hungri í suðurhluta Súdan á síðasta ári og keppast hjálparstofnanir nú við að koma í veg fyrir slíka hungurs- neyð á þessu ári. Deilur um aðskilnaöarstefnuna í Suður-Afríku draga dilk á eftir sér: Fjúkandi reiður Botha segir af sér Kynþáttamorð í Azerbaijan Enn svífur vofa dauðans vegna kynþáttahaturs yfir Nagonro- Karabakh. Þrátt fyrir að fjöldi hermanna reyni að halda röð og reglu í héraðinu og í Azerbaijan öllu, þá berast fréttir af mannfalli vegna kynþáttaátaka þar sem Armenar og Azerar berjast með heimatilbúnum vopnum og sprengjum. Ekki er Ijóst hve mikið mannfall varð í átökum um helgina, en vitað er að dauðsföll urðu. Opinberlega hafa rúmlega hundrað manns fallið á undan- förnum átján mánuðum, en sumir telja mannfall mun meira. Rúm- lega 150 þúsund Azerar héldu í mótmælagöngu í Baku höfuð- borg Azerbaijan og kröfðust þeir aukins aðskilnaðar frá Moskvu- valdinu og full yfirráð yfir Nag- orno- Karabakh. P.W. Botha sagði af sér embætti forseta Suður-Afr- íku í miklu fússi í gær eftir að ríkisstjórn Þjóðarflokksins fór fram á að hann léti af embætti „vegna heilsu- brests“. Ástæðan er hins veg- ar harkaleg viðbrögð Botha við þeirri ákvörðun F.W. de Klerks formanns hins ráð- andi Þjóðarflokks að ræða við Kenneth Kaunda forseta Zambíu um aðskilnaðar- stefnuna. - Ég endurtók að ég mun ekki segja af mér með lygar á vörunum og ég hef samþykkt að segja af mér forsetaembætti og mun afsögn mín taka gildi 15.ágúst 1989, sagði Botha eftir að hann hafði skýrt frá áskorun ríkisstjórnarinnar til hans um að hætta „af heilsufarsástæðum". Botha lagði áherslu á að heilsufar hefði ekkert með afsögn hans að gera, heldur væri það óþolandi að ráðherra í ríkisstjórn hans skuli ræða við þjóðhöfðingja annarra ríkja án þess að hann gefi slíkt leyfi. De Klerk formaður Þjóðarflokks- ins mun að líkindum taka við for- setaembættinu þar til forsetakosn- ingar hafa farið fram í september- mánuði, en De Klerk er talinn öruggur með að verða kjörinn forseti þá. Bqtha hefur hatast við De Klerk frá því hann tók við embætti for- manns Þjóðarflokksins í byrjun árs- ins og ekki skánaði hatrið þegar Þjóðarflokkurinn valdi De Klerk sem frambjóðanda sinn til komandi forsetakosninga. De Klerk hefur lofað að lina á aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afr- íku nái hann kjöri sem forseti. Það var á þeim forsetum sem Kenneth Kaunda féllst á að ræða við svo háttsettan embættismann frá Suður- Afríku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.