Tíminn - 15.08.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.08.1989, Blaðsíða 5
i v i' : *'• % * ■*. rrri t’Si'J Þriöjudagur 15. ágúst 1989 Tíminn 5 Frá skrúðgöngu á íslendingadeginum 7.ágúst. Vigdís sat í skrúðvagni, dregnum af hestum, ásamt formanni hátíðarnefndar, Lornu Tergeson. Tímamyndir: GE Vigdís í Kanada Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, lauk velheppn- aðri heimsókn sinni til Kanada í síðustu viku. I ferðinni hitti forsetinn m.a. að máli landsstjóra og forsætisráðherra Kanada og heimsótti ýmsa markverða staði. Vafalaust má segja að hápunktur eg og Gimli, þar sem hún var á heimsóknarinnar hafi verið viðtaka Vigdísar á heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Manitoba. Þá verð- ur þátttaka hennar í hátíðarhöldum, þegar íslendingadagurinn var hald- inn í 100. skipti, lengi í minnum höfð, sem og viðdvöl hennar á slóðum Vestur-íslendinga í Winnip- báðum stöðum gerð að heiðursborg- ara. Heimsóknin til Kanada stóð yfir í tíu daga. Vigdís kom til Winnipeg 4.ágúst, en áður hafði hún víða komið við og m.a. heimsótt hús Stephans G. Stephanssonar, skálds. Forsetinn heimsótti íslendinga bú- setta í Silkirk, Arborg og fleiri stöðum í grennd við Winnipeg á þeim dögum, sem hún dvaldi þar. Síðasta dag heimsóknarinnar, mánudaginn 7.ágúst, var íslendinga- dagurinn haldinn hátíðlegur og var þá mikið um að vera. Fulltrúi Tímans, Guðjón Einarsson, var á staðnum og gefur hér að líta myndir frá þessum stórviðburði og öðrum atburðum í heimsókn Vigdísar til Manitoba. GS Þann 5.ágúst tók Vigdís Finnbogadóttir við heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Manitoba. Hér sést forsetinn við athöfnina. Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, slóst í för með Vigdísi í Manitoba. Hér má sjá Svavar ásamt konu sinni, Jónínu Benediktsdóttur, í skrúðgöngunni. Forsetinn í ræðustól á Íslendingadeginum. Vigdís gróðursetur plöntur í Gimli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.