Tíminn - 15.08.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.08.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 15. ágúst 1989 Tíminn 13 GLETTUR - Þaö hlýtur aö vera eitthvaö að hjónabandi okkar, Jónatan. Allir kunningjar okkar eru skildir, en við höngum alltaf saman. - Burt með þig. Viö höfum ekki pantað neinn gluggaþvottamann. - Jón ína. Getur þú ekki komið til m í n aftur. Ég verð að viðurkenna að skilnaðurinn hefur alveg farið með mig, ég hef ekkert aðdrátt- arafl lengur. - Þetta er hús tengdamóður minnar. Hún heyrir illa. Ioc-róR - Viðbrögð þín virðast vera í góðu lagi. Tvífari Michaels Jackson er stúlka! Það eru margir sem liafa reynt að herma eftir hinum heimsfræga Michael Jackson, söngvara og dansara. Hér sjáum við eina eftirhermuna, en það er brasilísk stúlka, Rosengela Praseres, 27 ára dansari. Rosengela skemmtir í næt- urklúbb í París og er þar fullt kvöld eftir kvöld og henni klappað lof í lófa fyrir söng og dans, þar sem hún stælir Michael Jackson á mynd- bandinu „Thriller". Rosengela er ekki aðeins góður dansari heldur hefur hún náð gervi Michaels svo vel að áhorfendur geta varla trúað öðru en þeir séu að horfa á hinn eina og sanna Michael Jackson. Hinn raunverulegi Michael Jackson Rosengela Praseres í gervi Michaels 750 punda gælu- dýr! Á hamingjudögum Victoriu Herbertu með Jeffrey Jerome, sem þarna er 750 pund á þyngd Gæludýr eru til af ýmsum gerðum og stærðum, -en fáir eiga líklega stærra gæludýr en hún Victoria Herberta í Houston í Texas. Það er stórt svín, sem hún nefnir Jeffrey Jerome, um 750 pund á þyngd. Victoria hefur nú orðið fyr- ir þeirri sorg, að Jeffrey henn- ar hefur verið gerður útlægur úr borginni. Það var nýr nág- ranni sem klagaði fyrir yfir- völdunum, og „reglur eru reglur," sagði lögmaður borg- arinnar, þegar Victoria kvart- aði við hann. Tekinn með valdi frá matmóður sinni Victoria segir að Jeffrey hafi verið tekinn með valdi frá heimili sínu og fluttur á bóndabýli um 200 km frá Houston. „Jeffrey bjó í húsinu með mér, átti sína eigin litlu sund- laug, og gekk örna sinna á afviknum stað í garðinum, en skotið hans var þrifið þrisvar á dag. Hann borðaði manna- mat, fékk pylsur, pizzur, ávaxtasafa og brauð o.fl. en byrjaði aldrei að matast fyrr en ég hafði sagt honum að gera svo vel,“ „Hagar sér sem mann- eskja en ekki sem dýr,“ segir Victoria um Jeffrey sinn „Jeffrey veit ekki að hann er svín. Hann varð dauð- hræddur við spegilmynd sína, svo ég tók alla stóra spegla úr húsinu," segir eigandi dýrsins. Hún segist vera viss um að honum finnist hann vera manneskja, því að hann umgekkst aðeins menn en ekki dýr. „En úti á búgarðinum líður Jeffrey hörmulega illa. Hann er hræddur við aðrar skepnur, og vill ekki matinn sinn - og hann saknar mín,“ segir Victoria með klökkri röddu. Hún bætir því við, að Jeffrey hafi verið 750 pund þegar hann var tekinn frá henni, en hafi horast í útlcgð- inni svo hann er kominn niður í 600 pund. Jeffrey kunni margar kúnst- ir og Victoria lánaði hann til að skemmta á góðgerðasam- komum í Ho- uston, sem voru haldnar til ágóða fyrir heimilisiaust fólk. Hér bítur Jeffrey í súkku- laðistykki á móti Victoriu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.