Tíminn - 17.08.1989, Side 2

Tíminn - 17.08.1989, Side 2
2 Tíminn Fimmtudagur 17. ágúst 1989 Séð yfir hluta af Kirkjubæjarklaustri Byggðastofnun gerir skýrslu um atvinnulíf og byggðaþróun í V-Skaftafellssýslu austan Mýrdalssands: LANDBÚNADUR ÁFRAM ADALATVINNUVEGUR Komin er út á vegum Byggðastofnunar skýrsla um atvinnulíf og byggðaþróun í Vestur-Skaftafellssýslu austan Mýrdalssands. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráð- herra óskaði á sínum tíma eftir að þessi skýrsla yrði gerð. Skýrslan, sem er 95 síður, héraðsins í nútíð og framtíð. íbúar í V-Skaftafellssýslu austan Mýrdalssands voru 1. desember 1988 661 eða tæp 0,3% allra íslendinga. Nokkuð stöðug fólksfækkun hefur orðið í þessum hluta sýslunnar frá stríðslokum en 1941 bjuggu þar um 900 manns. Á Kirkjubæjarklaustri búa nú um 150 manns. Þar hefur Nefndí námslán Menntamálaráðherra hefur skip- að nefnd til að fjalla um breytingar á útreiknuðum framfærslugrunni vegna námslána. Vinnuhópur sam starfaði fyrir ráðuneytið á liðnum vetri lagði til í skýrslu, 25. febrúar s.l., að bætt yrði sú skerðing á metnum framfærslu- kostnaði, sem átti sér stað á árunum 1984 til 1986. Var metinn fram- færslukostnaður hækkaður sam- kvæmt tillögu hópsins um 7,5% frá 1. mars s.l. Áætluð er hækkun um 5% frá 1. september n.k. og stefnt er að fullri uppbót skerðingarinnar frá og með 1. janúar 1990. Skal nýskipuð nefnd fjalla um væntanleg- ar hækkanir sbr. ákvæði 1. gr. laga um breytingu á lögum nr. 72/1982 um námslán og námsstyrki, sem samþykkt voru á Alþingi 19. maí s.l., þar sem kveðið er á um skipan slíkrar nefndar. í nefndinni eiga sæti Gunnar H. Hall, skrifstofustjóri, tilnefndur af hagstofustjóra og er hann formaður nefndarinnar, Sigurður Jóhannes- son, fulltrúi SÍNE í stjórn LÍN, tilnefndur af samstarfsnefnd náms- mannasamtakanna og Guðrún Guðmundsdóttir, viðskiptafræðing- ur, sem er fulltrúi menntamálaráð- herra í nefndinni. fjallar mest um atvinnumál verið árstíðabundið atvinnuleysi síð- an 1981. Yfir 50% alls mannafla á svæðinu vinnur við landbúnað. t>ó að búskaparskilyrði séu góð hefur búskapur þar átt undir högg að sækja líkt og annars staðar á landinu. Byggðastofnun telur því að atvinnu- líf standi þar höllum fæti í dag en telur jafnframt að hægt sé að snúa vörn í sókn með markvissum aðgerð- um. Forsendur fyrir blómlegri byggð í héraðinu séu fyrir hendi. Helstu tillögur Byggðastofnunar varðandi eflingu byggðar og atvinnu- lífs í V-Skaftafellssýslu austan Mýr- dalssands eru að gert verði stórátak í samgöngumálum, raforkuverð verði lækkað til samræmis við verð- lagningu orku á þéttbýlissvæðum, verð fyrir símaþjónustu verði lækk- að og jafnað á sama hátt og raforku- verð og lánafyrirgreiðsla til atvinnu- lífs verði þannig fyrir komið að fyrirtæki hafi á einhvern máta hag af staðsetningu utan þéttbýlla svæða. Stofnunin gerir ráð fyrir að land- búnaður verði áfram meginundir- staða byggðar á svæðinu. Samdrátt- ur í sauðfjárrækt eigi ekki að þurfa að bitna hart niður á svæðinu vegna þess hve það sé hagstætt til búskapar og takmarkaðir möguleikar séu til atvinnumöguleika á öðrum sviðum. Mikilvægt sé að gera reglur um fullvirðisrétt sveigjanlegri en verið hafi. Nauðsynlegt sé að bændur athugi vel möguleika á fjölbreyttari búskap, svo sem garðrækt, komrækt, bleikjueldi, skógrækto.fl. Varðandi nýja atvinnuuppbygg- ingu telur Byggðastofnun að skoða þurfi sérstaklega möguleika á ferða- þjónustu á svæðinu. Rannsaka verði betur möguleika á fiskirækt og fisk- eldi og skera verði úr hvort hægt sé að nýta jarðhita á svæðinu. Nauð- synlegt sé að gera tilraunir með nytjaskógrækt og athuga þurfi möguleika á hagkvæmni kornræktar í héraðinu. í skýrslu Byggðastofnunar segir að færa þurfi rekstrarumsjón flestra atvinnugreina heim í hérað og eyða þeim nýlendublæ sem einkenni at- vinnulíf þar í dag. Hefja þurfi strax undirbúningsvinnu sem miði að sam- einingu sveitarfélaganna á svæðinu. Að lokum er sú tillaga gerð að einu sinni á ári verði skipulega farið yfir stöðu mála, árangur metinn og til- lögur og framkvæmdaáætlun þeirra endurskoðuð. -EÓ Brjóstmynd af Gunnari Gunnarssyni Næstkomandi sunnudag 20. ágúst mun menntamálaráðherra Svavar Gestsson afhjúpa brjóstmynd af Gunnari Gunnarssyni við hús skálds- ins að Skriðuklaustri. Ráðherrann mun jafnframt afhenda fulltrúa Safnastofnunar Austurlands húsið sem í framtíðinni mun hýsa lista- menn og fræðimenn. Miklar endur- bætur hafa farið fram á húsinu í sumar. Fyrsti notandi hússins verður Sveinn Skorri Höskuldsson prófess- or. í ár eru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu skáldsins. Þess hefur verið minnst með ýmsum hætti. Á fæðing- ardegi skáldsins 19. maí var hátíðar- dagskrá í Þjóðleikhúsinu á vegum menntamálaráðuneytisins. Á M-há- tíð á Austurlandi í sumar var flutt efni úr verkum Gunnars Gunnars- sonar. Sama dag og brjóstmyndin verður afhjúpuð verður dagskrá í félags- heimilinu Végarði í boði mennta- málaráðuneytisins. Ávörp flytja Svavar Gestsson menntamálaráð- herra, Theodór Blöndal Seyðisfirði og fulltrúi fjölskyldu Gunnars Gunn- arssonar. Sveinn Skorri Höskulds- son og Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri flytja erindi um skáldið. Stjórnandi samkomunnar verður Helgi Seljan fyrrverandi alþingis- maður. -EÓ Vísinda- og tæknistefna Menntamálaráðherra flutti í gær tillögu á ríkisstjómarfundi um mót- un vísinda- og tæknistefnu: „Ríkisstjómin samþykkir að fela menntamálaráðherra að hefja undir- búning að tillögum um vísinda- og tæknistefnu á Islandi. Verði sam- starfsnefnd Vísindaráðs og Rann- sóknaráðs ríkisins falið að gera til- lögur um stefnumótunina. Ríkisstjómin féllst á þessa tillögu menntamálaráðherra. 100 ára afmæli Sauðaneskirkju Þess verður minnst við messu í Sauðaneskirkju sunnu- daginn 20. ágúst næstkomandi kl. tvö eftir hádegi, að um þessar mundir eru liðin hundrað ár frá því að kirkjan var vígð. Við messuna munu aðkomuprestar þjóna fyrir altari og annast altarisgöngu ásamt sóknarprestinum séra Ingi- mar Ingimarssyni. Séra Sigurður Guðmundsson vígslubisk- up prédikar og Margrét Bóasdóttir söngkona syngur einsöng. Kirkjukór Sauðaneskirkju syngur. Organisti er Vigdís Sigurðsson. í sumar hefur verið unnið að viðgerð á kirkjunni og hún máluð utan og innan. Einnig hafa sæti kirkjunnar verið endurbætt. Sókn- amefnd væntir þess að sóknarfólk heima og burtflutt fjölmenni til gömlu kirkjunnar þennan dag. Eft- ir messu er öllum viðstöddum boð- ið til kaffidrykkju í Þórsveri félags- heimili Þórshafnar. Prestsetur hefur verið að Sauða- nesi frá ómunatíð eins og fram kemur í elsta máldaga kirkjunnar sem er máldagi Auðunar biskups rauða Þorbergssonar frá 1318. Þá þegar er þess getið að kirkja sé á Sauðanesi helguð með guði hinum heilaga Ólafi konungi. Sjálfsagt hefur kirkja þá verið á Sauðanesi nokkuð lengi því þess er getið í Sturlungu að Guðmundur góði Hólabiskup hafi farið í Sauðanes og gert þar vigslu á sáludögum en hann var biskup um aldamótin 1200 eins og kunnugt er. Hins vegar er lítið vitað um presta og sögu staðarins frá kaþólskri tíð. Síðan um siðaskipti eða um miðja 16. öld hafa 16 prestar setið á Sauðanesi með veitingu fyrir staðn- um og em aðstoðarprestar þá ekki meðtaldir en þeir eru 12 sem vitað er um. Á Sauðanesi sat t.d. nokkru eftir siðbót séra Ólafur Guðmunds- son sem var þekkt sálmaskáld á sinni tíð. Hann orti fleira en sálma því að um sjálfan sig orti hann t.d. vísuna: Níu á ég bðm og nítján kýr nær fimm hundruð sauði sex og tuttugu söðladýr svo er háttað auði. Feðgar sátu Sauðanes hver fram af öðrum allt frá 1630 og fram á 18. öld, þeir séra Jón Bessason, Bessi Jónsson og Kristján Bessason. Síð- ar sátu þar afkomendur þeirra séra Einar Árnason og Stefán Einars- son. Frá þeim eru skáldin Einar Benediktsson og Gunnar Gunnars- son komin. Um tíma má því segja að Sauðanes hafi verið nokkurs konarættaróðal. Merkisklerkurinn séra Ámi Skaftason sat um skeið staðinn og frá hans tíð eru tveir merkisgripir sem enn prýða kirkj- una, altaristafla frá 1742 og predik- unarstóll frá 1765. Ekki má gleyma framkvæmdamanninum séra Vig- fúsi Sigurðssyni sem lét reisa þá kirkju sem enn stendur. Þrjú hús standa enn á norðausturlandi sem hann byggði. Það er kirkjan á Svalbarða í Þistilfirði frá 1848, steinhús sem stendur enn á Sauða- nesi frá 1879, nú orðið hrörlegt mjög, og svo Sauðaneskirkja eins og fyrr greinir. Á eftir séra Vigfúsi kom svo séra Amljótur Ólafsson í Sauðanes sem einnig var hagfræð- ingur, rithöfundur og alþingismað- ur um skeið. Hann kom þangað frá Bægisá árið 1890 og sat til 1904. Hann samdi meðal annars fyrsta hagfræðirit sem gefið hefur verið út á íslandi sem hann nefndi „Auð- fræði“ sem mikið var lesin á sinni tíð. Um séra Amljót blésu jafnan hvassir vindar og lét hann í engu feykja sér langt jafnvel ekki eftir að kominn var á gamalsaldur. Eftir séra Amljót hafa prestar í Sauða- nesi verið séra Jón Halldórsson sém sat staðinn til 1918, séra Þórð- ur Oddgeirsson sem þjónaði staðn- um allt til 1955 er séra Ingimar Ingimarsson núverandi prestur tók við. Til marks um hversu vel prest- um vegnaði á Sauðanesi má geta þess að lokum að um það leyti sem séra Matthías Jochumsson sat við fremur bág kjör syðra var rætt um það í alvöru af lands- og kirkju- stjómarmönnum að setja skáldið í „dúninn" á Sauðanesi svo að hann mætti komast í nokkur veraldleg efni. -EÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.