Tíminn - 17.08.1989, Side 6

Tíminn - 17.08.1989, Side 6
6 Tíminn Fimmtudagur 17. ágúst 1989 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð I lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Svartar skýrslur Hafrannsóknastofnun hefur nú sent á markaðinn árlega skýrslu sína um ástand lífríkis sjávar á íslandsmiðum. Skýrslan fjallar um umhverfisþætti og lífsskilyrði í sjónum yfirleitt. Hún segir skilmerkilega frá því hvert sé ástand einstakra nytjastofna fiska og spendýra og annarra tegunda sem íslendingar hagnýta í atvinnuskyni. Síðast en ekki síst er að finna í skýrslunni greinargerð um aflahorfur á árinu 1989 og þróunarlíkur nytjastofna næstu 2-3 ár. Eins og fram kemur í formála skýrslunnar er hún unnin á sama hátt og verið hefur um árabil og fjallar því um sama efni og er að því leyti góð til viðmiðunar öðrum skýrslum stofnunarinnar. Það er fróðlegt til yfirlits að gera sér grein fyrir því að Hafrannsóknastofnun skiptir nytjastofnum ís- lenskra hafsvæða í 19 flokka. Þessir mörgu nytja- stofnar eru afar mismunandi mikilvægir fyrir sjávarútveginn og þjóðarbúskapinn. Eigi að síður sýnir þessi greinargerð hversu lífríki íslenskra hafa og strandsjávar er mikið og fjölbreytt. Hún sýnir einnig að á síðari tímum hefur þjóðinni lærst að nýta fleiri stofna sjávarfangs en fyrrum var. En umfram allt leiðir þessi skýrsla í ljós, sem þó er löngu þekktur sannleikur, að hafið og lífríki þess eru ekki ótæmandi auðlind. Þjóðin verður að gera sér þau grundvallarsannindi ljós, að sjávar- fangið ber að nýta af fullri gætni. íslendingar hafa engan rétt til þess að krefjast meiri afrakstrar af fiskimiðunum en þau eru fær um að gefa af sér. Því miður er það svo, að ástand mikilvægra nytjastofna nú gerir það nauðsynlegra en oft áður að dregið verði úr sókn á þá. Þar munar mestu að þorskstofninn er það veikur, að samdráttur í þorskveiðum er óhjákvæmilegur. Þetta á einnig við um grálúðustofninn. Augljóst má vera að sá samdráttur í þorskveiði, sem Hafrannsóknastofnun leggur til og nemur 90 þús. lestum á ári, er mjög fyrirferðarmikill í sjávarútvegi og mun skerða afrakstur þjóðarbúsins svo að um munar. Viðbrögðin við þessum horfum mega þó ekki verða á þann veginn að víkja sér undan alvörunni með því að gera sem minnst úr ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. Einu skynsamlegu viðbrögðin við skýrslu fiski- fræðinganna eru þau að laga útgerð og vinnslu sjávarafla að kröfum sjálfrar náttúrunnar um að ganga ekki of nærri vaxtarmöguleikum veiðistofn- anna. Hvað þorskstofninn varðar er Hafrann- sóknastofnun ekki með neinar hugmyndir um að banna nytjar hans, heldur eingöngu að segja það sem segja verður, að stofninn þolir ekki þá sókn sem verið hefur. Þetta er að vísu engin gleðifrétt, en hún er ekki eins ný og margur vill vera láta. Greinargerðir Hafrannsóknastofnunar um ástand þorskstofnsins hafa um árabil verið meira eða minna „svartar“ skýrslur. llllllllllll GARRI Pllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Ofþróaðir þjófar Seint verður ofsögum sagt af sænsku þjóðfélagi, en í því gerast stundum svo merkilegir atburðir, að jafnvei Svíum sjálfum blöskrar. Sænskt þjóðfélag býr við mjög þróaðan sósíalisma, eins og við þekkjum hann á Vesturlöndum. Jafnvel íhaldsflokkar, eins og Sjálf- stæðisflokkurinn hér, hefur áratug- um saman fleytt rjómann af þess- um sósíalisma með þeim árangri að Alþýðuflokkurinn hefur haldist lítill, en Sjálfstæðisflokkurinn belgst út sem flokkur allra stétta, þótt hann hafi vegna raunverulegra hagsmuna sinna orðið að bíða um stund með að samþykkja hvert stórmál félagshyggju- og sósíalista- flokka á fætur öðru bæði er varðar almannatryggingar, heilbrigðis- þjónustu og kennslukerfi. Nú get- um við, segja íhaldsflokkamir, þegar aðrir hafa mtt leiðina. Svíar hneykslast Ekkert af þessu breytir þó þeirri staðreynd, að ofþróaður sósíalismi getur tekið á sig skrítnar myndir. Og allra flokka ábyrgð á velferð hefur t.d. leitt til þess, að haft hefur verið á orði, að í því efni höfum við reist okkur hurðarás um öxl. En þótt dýrt sé að hugsa um minnstu bræður þjóðfélagsins er það sjálfsagt og enginn mælir gegn velferð í raun og sannleika. En auðvitað má spara þar eins og annars staðar ef friður fæst til þess fyrir þeim sem hafa atvinnu sina af velferðinni. Nýlegt dæmi um sænskan sósíalisma kemur í raun meira við verkalýðshreyfingunni þar í landi en velferð, og hefur hneykslað Svía svo um munar, þótt draga megi þá ályktun af fyrirbær- inu, að hörðustu réttindapáfar hafi tekið sér ofurvald yfir lögum og Lundur i Svfþjóð: Útlátasamt að segja upp dæmdum þjófi Stifchhm Pri Erih I lilni. HturiUra Mwmhlihi— KYRIR tveimur árura gerðút það á elliheiraili I Lundi i Sviþjóð, að einn gætlumannanna var staðinn að þvi að ftela frá vút- fálkinu. Við nánari elUrgrennalan kom i (já«, að hann hafði itund- að þeua iðju I fimm ár, og vildi iveitarfélafið þá reka hann umavifálauat úr tinni þjánuitu. Nú er komið á daginn, að til að það ié unnt verður bæjarfélagið að kveðja þjáfinn með tvennum ánlaunum, 2,7 mil|j. UL kr, og ikaðabátum að aukL Maðurinn, sem er 24 ára gam- dómsuppkvaðningunni. all, var handtekinn árið 1987 og Niðurstaða vinnudámitólsini slðan ákerður fyrir að hafa itolið var iú, tð maðurinn skyldi aftur fatnaði og skartgripum, »em fá starfið og Lundarbæ var gert metnir enj á 1,3 mil|j. IsL kr. að greiða verkalýðsfélaginu rum- Manninum var strax sagt upp en ar 90.000 fsl. kr. I skaðabætur. þá leitaði hann á náðir verkalýði- Bæjaryfirvöld gátu að sjálfsógðu félagsins, sem fékk þvl fram- ekki hugsað sér að hafa manninn gengt, að beðið yröi með uppsögn- I vinnu og hefur nú samist um, ina þar til dómur félli. Að ári liðnu að hann hætti gegn tvennum árs- var maðurinn dæmdur til að hllta launum og skaðabótum fyrir að ströngu skilorðseftirliti ( nokkurn eklri var staðið rétt að uppsögn- tlma og var hann þá látinn fara. innl þjófurinn 'fær þvl fri bsqar- Verkalýðsfélagið höfðaði þá mál félaginu eða bæjarbúum nærri 4.6 fyrir vinnudómstólnum á þeim miHjónir fsL kr. grundvelli, að manninum hefði ÞetU mil hefur vakið hneyksl- ekki verið tilkynnt uppaögnin með an og reiði meðal Svla og finnat eðlilegum fyrirvara að lokinni flestum sem nú sé mælirinn fullur. rétti og siðferðinu eins og það Ieggur sig. Þjófur var rekinn úr starfi á eiliheimili í Lundi, en sem gæslu- maður þar var hann staðinn að því að stela frá vistfólkinu og kom í Ijós við rannsókn, að þá iðju hafði hann stundað í ein fimm ár. Metið var að þjófurinn hefði stolið skart- gripum fyrir á aðra milljón króna. Lundarbær vildi reka þjófinn um- svifalaust, en ná er komið á daginn að bærinn verður að greiða þjófin- um tvenn árslaun við brottför og skaðabætur að auki. Dæmdur í starfið Þjófurinn leitaði sem sagt á náðir verkalýðsféiagsins og þá var ekki að sökum að spyrja. Félagið fékk í gegn að uppsögnin yrði iátin bíða þangað til dómur félli í máli þjófsins. Að ári liðnu var þjófurinn dæmdur til skilorðseftirlits í nokk- um tíma, en þá var kært til vinnu- dómstóls og höfðað mál át af því að manninum hefði ekki verið tilkynnt uppsögn með eðlilegum fyrirvara eftir dómsuppkvaðningu. Vinnudómstóllinn dæmdi að þjóf- urinn skyldi aftur fá starfið - lfldega svo hann gæti haldið áfram að stela af gamla fólkinu - og verkalýðsfé- laginu skyldi greiddar 90.000 krón- ur í skaðabætur. Lundarbær keypti sig undan frekari kárínum með tvennum árslaunum til þjófsins og skaðabótum. Svona mál hlýtur að verða þeim víti til vamaðar, sem með skipu- lagningu og réttindapoti, koma málum félaga þannig fyrir, að eng- inn veit lengur hvort heimilt er að andmæla eða víkja át starfi þeim einstaklingum, sem gerast næsta óþarfir vinnuveitendum sínum, hvort sem það era opinberir aðilar eða einstaklingar. Þetta sænska mál skrifast auðvitað á reikning verkalýðshreyfingarinnar þar í landi og verður henni til tjóns og vansa. Sem betur fer eigum við ekki við svo sterka hreyfingu að stríða hér á landi og nokkuð þessu líkt geti skeð. Hins vegar hefur það margoft gerst í launadeilum, að annar hvor aðilinn telur á sér brotið, en fær enga árlausn mála að verkfalli loknu. Það er hættuleg þróun að reka vinnudeiiur með slíkum ofsa, að áfar rísi át af iögmæti framkvæmdar. í samskiptum manna í þróuðum þjóðfélögum er margs að gæta. Stéttastríðum er haldið vakandl og stéttaréttindum er haldið mjög á lofti. Þau réttindi, meira umsamin en lögbundin, geta í vissum tilfell- um lagt til hliðar viðteknar venjur, iög og rétt, eins og dæmið frá Svíþjóð sannar. Vel getur verið að éinhverjir ákafamenn vilji hafa það svo, að þjófum megi ekki víkja ár vinnu, en þá ber að hafa í huga, að veita verður öðmm þjófum jafnan rétt þótt þeir séu ekki í verkalýðs- hreyfingu - því jafnrétti viljum við hafa - eða hvað? Garri lllllllllllllllll VÍTT nn RRFITT ' II Illllll „Næsta laugardag“ Ég héf haft það talsvert sterklega á tilfinningunni um nokkra hríð að málfari í útvarpi og sjónvarpi sé hér farið að hraka töluvert mikið. Ég fékk svo staðfestingu á þessu í gær, þegar ég las lítinn pistil eftir Eystein Þorvaldsson í Þjóðviljan- um. Hann tínir þar upp hverja málvilluna af annarri sem hann hefur skrifað hjá sér við nokkuð tilviljanakennda útvarpshlustun síðustu vikurnar. Þarna er hver málambagan ann- arri verri, og má taka hér eina sem dæmi: „Talsmaðurinn sagði að Bandaríkjastjóm muni ekki viður- kenna úrslit kosninganna leiki minnsti vafi á um kosningasvik." Þetta er orðalag sem enginn þjálf- aður blaða- eða fréttamaður með sómatilfinningu lætur frá sér fara án þess að roðna niður í tær, en aftur talandi dæmi um þær skyssur sem gjarnan henda byrjendur í starfinu. En í grein nafna míns var talsvert meira af slíku. Villur og enskuáhrif Þetta var þó aðeins dæmi um ósköp venjulega ranga málbeitingu eða málvillu. Fréttamaðurinn hef- ur ekki áttað sig á merkingu orða- lagsins „að vafi leiki á einhverju" og því farið sem fór. En aftur á móti er það vitað mál að enskan sækir býsna stíft á það ástkæra og ylhýra þessi misserin, og þar er ekki alltaf einungis um slettur eða tökuorð að ræða. Mér hefur virst af lestri blaða og hlustun á ljósvakamiðla að þar séu áhrif af tegund orðaraðar og orðalags ekki síður á ferðinni. Hafa menn til dæmis veitt því eftirtekt hvað það er orðið algengt að fjölmiðlafólk tali um að eitthvað muni gerast „næsta laugardag" í staðinn fyrir „á laugardaginn" eða „á laugardaginn kemur“? Og á sama hátt að eitthvað hafi átt sér stað „síðasta sunnudag" en ekki „á sunnudaginn var“? Þetta er kannski ekki beinlínis rangt, en á hinn bóginn skín þama enskan í gegn: „next Saturday“ og „last Sunday". Þess vegna held ég að menn ættu eiginlega að reyna að forðast þetta. Og sama máli gegnir líka um annað sem farið er að heyrast býsna oft í seinni tíð. Það er að talað sé um að eitthvað gerist „á þessu vori“ eða „á þessu sumri“ en ekki „í vor“ eða „í sumar“. Þetta er sömuleiðis ekki beinlínis röng íslenska, en í gegnum orðavalið og orðaröðina skín þó enskan einnig hér: „this spring" og „this summer". Hvernig sem á því stend- ur þá hefur mér virst að þetta sé farið að sjást og heyrast hér tölu- vert miklu oftar en verið hefur, ekki síst í ljósvakamiðlunum. Og vonandi fyrirgefst íslenskufræðingi þótt hann bendi á þetta og mælist til þess við landsmenn sína að þeir reyni heldur að forðast orðalag á borð við það sem hér var nefnt. Pólitísk afstaða En að því er varðar tslenskuna og ræktun hennar þá er að því að gæta að afstaða fólks til hennar hlýtur alltaf að vera pólitísk. Og er ég þá ekki að tala um flokkspóli- tíska afstöðu, heldur menningar- pólitíska eða þjóðernispólitíska. Þar er með öðrum orðum um að ræða afstöðuna til þess hvort við viljum tala okkar eigið mál í landi okkar eða hætta því og taka upp einhverja nágrannatunguna, til dæmis ensku. íslenskan er nefni- lega alls ekki eitt af þeim náttúru- lögmálum í landinu sem við getum engin áhrif haft á, svona eins og til dæmis veðrið. Þvert á móti eru ótal mörg dæmi þess úr veraldarsögunni að þjóðir hafi týnt niður tungum sínum og tekið upp mál annarra þjóða. Það er hlutur sem gæti svo sem gerst hér á landi iíkt og annars staðar. Og væri raunar eins víst að ein- hverjir gætu þá orðið til þess að færa að því rök að miklu hentugra væri að tala hér mál einhverrar stórþjóðarinnar heldur en mál sem enginn skilur nema við. Annað eins hefur svo sem heyrst. En þjóðemiskenndin er sterk í íslendingum og einhvem veginn hef ég nokkuð sterklega á tilfinn- ingunni að tillaga um að leggja niður íslenskuna yrði aldrei tekin hér alvarlega. Gott ef hún yrði ekki talin vera landráð, tilræði við sjálfstæði þjóðarinnar eða eitthvað þaðan af verra. Og hvað sem öllu öðru líður þá er íslenskan fyrst og fremst tákn um það sem heldur okkur saman í landinu og gerir okkur að sjálf- stæðri heild í þjóðasamfélagi heimsins. Þess vegna held ég að enginn vilji missa íslenskuna. Og þess vegna hlýtur það að vera rétt stefna og í samræmi við vilja yfir- gnæfandi meirihluta landsmánna að standa um hana vörð. Af þeirri ástæðu er það því sem við hljótum að eiga að forðast það að tala um „næsta laugardag" og „síðasta sunnudag". Að ekki sé talað um að eitthvað hafi gerst „á þessu sumri“. -esig

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.