Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 17. ágúst 1989 GLETTUR - Er þér ekki sama þótt við komum við hjá konunni. Þetta er nefnilega fyrsta handtakan mín. - Skiptu þér bara ekkert af honum. Hann verður alltaf leiður á þessum heimskulegu leikjum sinum. - Þér veitti ekki af dálítilli snyrt- ingu líka. - Hvað kemst þinn langt á 100 lítrum af vatni. - Hver ert þú eiginlega? Sendillinn í búðinni sem hún elskar eða bankastjórasonurinn sem hún ætlar að giftast? Tíminn 17 Karólína og fjölskylda hennar hefur unnið hug fólksins í Stefanía hefur verið fyrirsæta, söngkona og reynt fyrir sér sem Monakó og þykir sinna skyldustörfum sínum jafnvel og leikkona, - en hún er sögð laus í rásinni og óákveðin, jafnt í móðurhlutverkinu. ástamálunum sem starfsvali. Vinsælt blaðaefni um allan heim: Fallegu prinsessurnar í Monaco - og ástalíf þeirra Það gekk mikið á þegar eldri dóttir Grace og Rainiers furstahjóna í Mónakó gekk í hjónaband í júní 1978 og giftist glaumgosanum Phi- lippe Junot. Þarna voru kon- unglegir gestir og margir frægir kvikmyndaleikarar, vinir móður brúðarinnar. Hið hátíðlega brúðkaup fór vel fram, en þrátt fyrir allar ham- ingjuóskir var eins og lægi í loftinu, að hjónabandið væri dæmt til að mistakast. Karólína prinsessa sagði seinna, að eiginlega hefði hennar góða uppeldi ýtt sér út í þetta vonlausa hjóna- band. Hún var búin að eiga vingott við Philippe og skemmta sér með honum út um borg og bæ, en allt í siðsemi samt, því að hin unga prinsessa var vel upp alin og vemduð. Furstahjónin, eink- um Grace móðir Karólínu, voru óánægð með samband þeirra og umtalið um þau. „Vegna umtalsins varð það úr að við opinberuðum trúlof- un okkar,“ segir Karólína í nýútkominni bók um fursta- fjölskylduna í Mónakó. Þegar í brúðkaupsferðinni varð Karólínu það ljóst að hjónabandið yrði ekki ánægjulegt. „En það tók mig ár að viðurkenna það,“ segir hún og síðan greinir hún frá því að foreldrar sfnir hafi staðið með sér í skilnaðinum og tilraunum til að fá hið kaþólska hjónaband dæmt ógilt. Það hefur ekki gengið . ennþá, en beðið er eftir ákvörðun páfa þar um. „Kannski verð ég orðin amma þegar ógilding fyrra hjónabands míns loks kemur,“ segir Karólína. Hún hefur nú f sex ár verið í lukkulegu hjónabandi með Stefan Casiraghi, sem er son- ur auðugs iðnrekanda. Þau eiga þrjú börn og em mjög vinsæl í Monakó. Stefanía var talin „vandræðabarnið" Yngri systirin, Stefanía, var fallegt bam, en fljótt þótti hún nokkuð einþykk og uppivöðslusöm. Hún er nú orðin 24 ára, en hefur margt reynt á sinni stuttu ævi. Stef- anía hefur verið í tískubrans- anum, sjálf verið sýningar- stúlka, unnið við kvikmynda- töku, sungið og fleira hefur hún prófað. Sem unglingur var Stefanía hrifin af Paul Belmondo, syni franska leikarans Jean-Paul Bel- mondo, en einnig var hún orðuð við Anthony Delon, son leikarans Alain Delon. Hið örlagaríka bílslys Stefanía var með móður sinni í bílnum þegar hið ör- lagaríka slys varð, sem varð Grace furstafrú að bana. Vin- ir fjölskyldunnar segja að Stefanía, sem þá var 16 ára, hafi orðið fyrir geysilegu áfalli andlega, fyrir utan að fá heilahristing og meiðast á hálsi. Oft er vitnað til þessa atburðar þegar talað er um stefnuleysi og óróa prinsess- unnar. Tveim ámm eftir slysið, eða 1986, varð Stefanía fyrir því, að vopnaður maður réðst á hana þegar hún var að aka bíl sínum inn í bílageymslu í París. Árásin var gerð um miðjan dag og það kom tmfl- un að árásarfólkinu svo að þau lögðu á flótta. Stefanía slapp við meiðsli, en var lengi að ná sér eftir atburðinn. Ameríku-ævintýri Stefaníu Árið 1986 fluttist Stefanía til Kalifomíu. Hún lenti þar í ýmsum ævintýrum, sem Mon- akó-furstinn var óhress yfir. Stefanía var þar í sambúð með vafasömum „karakter", sem var Mario Olivier Jutard. Hann var fyrrv. þjónn, en þóttist vera veitingahúsaeig- andi, og um tíma stjórnaði hann diskóteki. Þau héldu saman í tvö ár, en þá slitnaði upp úr sambúðinni. Prinsess- an var um tíma með unga leikaranum Rob Lowe, en ekkert varð úr sambandi þeirra og hún hélt aftur til Evrópu. Nýjasti vinur Stefaníu er hljómplötuútgefandi, sem heitir Ron Bloom. Hún segir að hún vonist til að pabba sínum líki við hann, svo þau geti gift sig með hans sam- þykki. Ýmsum sögum fer af því hvernig Stefaníu gengur að koma Bloom í náðina hjá fjölskyldunni, en henni virð- ist vera alvara með kærast- ann. Ron Bloom, nýi vinurinn hennar Stefaníu, var með sítt hár og hippalega klæddur. Ný mynd af þeim systrum saman, sem tekin er á 40 ára stjórnarafmæli Rainiers fursta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.