Tíminn - 17.08.1989, Qupperneq 9

Tíminn - 17.08.1989, Qupperneq 9
Fimmtudagur 17. ágúst 1989 Tíminn 9 FRÉTTAYFIRUT SAMEINUÐU ÞJÓÐ- IRNAR - Bretar og Argen- tínumenn munu hittast að máli í New York í dag og á morgun til að ræða lausn Falklands- eyjadeilunnar, en þó Bretar hafi hrakið argentinska herinn frá eyjunum á sínum tíma, þá hefur ekkert mjakast i sam- komulagsátt hvað framtíð þeirra varðar. LUSAKA - Kenneth Kaunda forseti Zambíu varaði rikisstjórn hvítra manna í Suð- ur-Afríku og Afriska þjóðarráð- ið sem berst fyrir rétti blökku- manna þar í landi, við því að báðir aðilar væru á rangri leið og hvatti hann önnur ríki að beita sér fyrir friðsamlegri lausn i stað vopnaskaks og blóðsúthellinga. PEKING - Stjórnvöld í Kina hafa sektað CiTIC, fyrirtæki það sem hefur verið tákn kapí- talisma í Kína og fjögur önnur fyrirtæki um 14 milljónir dollara vegna skattsvika og ólöglegra viðskiptahátta. NIKOSÍA - íranska þingið kaus hinn 42 ára Mehdi Karrubi sem forseta þingsins, en Kar- rubi er þekktur fyrir mikla and- úð sina á Vesturlöndum. Hann tekur við af Ali Akbar Hashemi Rafsanjani sem nú er orðinn forseti landsins. WASHINGTON - George Bush forseti Bandaríkjanna sagði að (ranar gætu stöðvað erjur og biturleika milli ríkjanna tveagja með því að fá gíslana í Libanon leysta úr haldi, en hann útilokaði ekki að beita afli til að fá gíslana lausa. LONDON - Bandarískur maður sem safnar fé til stuðn- ings þjóðernissinnum á Norð- ur-Irlandi var sendur úr landi frá Bretlandi með herflugvél eftir að hann hafði virt að vettugi neitun breskra yfirvalda um landvist. VÍN - Vaclav Havel hinn þekkti tékkneski andófsmaður varaði Tékka við þvf að fara mótmælagöngur til að minnast þess að 21 ár er liðið frá innrás sovéskra hersveita í landið. Havel telur að stjórnvöld muni láta skjóta á mótmælagöngur. Illlllllllllllllllllllllll ÚTLÓND lllllllllllillllllllllllllillíllllllllllllllllllllllillllll Samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé í Beirút breytir engu þó leiðtogar stríðandi aðila séu mjúkmálir: Sprengjuregnið heldur álram eyðileggingunni Sprengjuregnið dundi yfír ibúa Beirútborgar í gærdag þrátt fyrir að Michel Aoun leiðtogi kristinna manna í Líbanon segð- ist ætla að fara að tilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna sem hvöttu hina stríðandi aðila að leggja niður vopnin og þótt Assad forseti Sýrlands segð- ist ætla að gera allt sem í hans valdi stæði til að binda enda á átökin. - Ég samþykki áskorun Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna eins og hún er, öll atriði áskorunarinnar, þar með talið vopnahlé og að öllum vegatálmum verði létt, án nokkurra skilyrða, sagði Aoun í yfirlýsingu sinni. Assad forseti Sýrlands sagði í skeyti til ítalska forsætisráðherrans Giulio Andreotti að hann myndi reyna allt sem í hans valdi stæði til að byssukjaftamir hljóðnuðu og undirbúa, eins og mögulegt sé, sam- komulag í Líbanon. Þrátt fyrir þessar gleiðu yfirlýsing- ar héldu sprengidunurnar áfram að boða dauða og eyðileggingu í Beirút. Sýrlendingar hafa sent mikinn liðsauka að víglínunni sem skilur yfirráðasvæði kristinna manna ann- ars vegar og yfirráðasvæði Sýrlend- inga og múslfmskra bandamanna Beirútborg í rústum eftir sífelldar stórskotaliðsárásir sem halda áfram þó þeirra í Líbanon. Sýrlendingar virð- leiðtogar stríðandi aðila segist gera allt til að stöðva átökin í samræmi við ast því vera að undirbúa stórsókn til áskorun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. að ganga milli bols og höfuðs á Aoun og sveitum kristinna manna, en Sýrlendingar voru hraktir til baka fyrr í vikunni er þeir gerðu áhlaup á stöðvar kristinna manna í fjöllunum við Beirút. Ef Sýrlendingar láta til skarar skríða í alvöm þá gæti það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, því Frakkar hafa sent freigátur vopnað- ar Exocet flugskeytum að ströndum Líbanon og eiga þær að verja franska samfélagið f Líbanon ef að því er þrengt. Þýðir það í raun að Frakkar hóta að koma kristnum mönnum til hjálpar verði þrengt að þeim um of. Leiðtogar múslíma í Líbanon og Sýrlendingar sjálfir segja enga möguleika á varanlegum friði í Líb- anon fyrr en búið sé að koma Michel Aoun fyrir kattamef og að kristnir menn hætti vopnaskaki sínu. Kristn- ir menn segja hins vegar að þeir muni berjast uns sýrlenskt herlið er á brott frá landinu. Það taka Sýr- lendingar ekki í mál. ísraelar hafa reyndar gagnrýnt Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna harðlega fyrir orðalag áskomnar þeirra til hinna stríðandi aðila þar sem ekki hefði verið vikið einu orði að vandanum sem fylgir því að 33 þúsund manna herlið Sýrlendinga sé í landinu. Telja ísraelar að brott- hvarf Sýrlendinga sé eini möguleik- inn til þess að þokkalegur friður komist á í landinu. Bandaríkin: Alvarleg líkamsárás eða nauðgun á 20 sek. fresti Þremur Bandaríkjamönnum er nauðgað, þeir skotnir eða stungnir á hverri mínútu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alríkislögreglunnar I Bandaríkjunum sem birt var í gær. Kemur í ljós að á árinu 1988 var sett met í glæpum í Bandaríkjunum. 20.675 morð vom framin í Banda- ríkjunum árið 1988 og var aukning morða á milli ára 2,9%. Sjö sinnum fleiri morð em framin í Bandaríkj- unum heldur en í Bretlandi og er almenn glæpatíðni í Bandaríkjunum langtum hærri en í ríkjum Evrópu. Verst er ástandið í Washington þar sem 369 manns vom myrtir á síðasta ári og em þar 59,5 af hverjum 100 þúsund fbúum myrtir á hverju ári. Það met verður reyndar slegið á þessu ári, því þegar hafa verið drepnir 263 þar í borg og munu að lfkindum 420 manns liggja í valnum áður en árið er liðið. Nú er svo komið að 1.500.000 ofbeldisglæpir em framdir í Banda- ríkjunum á ári hverju og em meiri líkur á að Bandaríkjamenn meiðist í líkamsárás en í bílslysi. Aðrir glæpiremtaldirvera um 12.360.000. Lögreglumenn sem þurfa að vinna á strætum helstu glæpaborga Banda- ríkjanna em ekki í neinum vafa um að eiturlyf séu helsti orsakavaldur ofbeldisins og segja að í hverri borg séu svæði þar sem í raun ríki styrjald- arástand. - Þessar borgir hafa hver sína litlu Beirút, litla Medellín, segir í nýlegri skýrslu sem gerð hefur verið um ástandið. Það er því ekki að undra að krafan um vfðtækar takmarkanir á byssu- eign sé sífellt háværari. Ríkisstjóm Bush tók hænuskref til móts við þá kröfu með því að banna innflutning á byssum sem hannaðar em til hernaðar og drápa, en leyfði þó áfram framleiðslu slíkra vopna innan Bandaríkjanna. Sara Brady formaður samtaka sem berjast fyrir strangari reglum um vopnaburð var ekki par ánægð með lin viðbrögð ríkisstjórnarinnar, en Sara er eiginkona James Brady fyrram blaðafulltrúa Ronalds Rea- gans sem örkumlaðist þegar reynt var að ráða Reagan af dögum á sínum tíma. - Það er ekkert skárra fyrir borg- arana að láta skjóta sig með morð- vopnum sem bera áletrunina „Fram- leitt í Bandaríkjunum", heldur en . vopnum sem framleidd em í útlönd- um. Þörungar gegn eyðni Bandarískir vísindamenn hafa komist að því að efni sem blá- grænir þörungar framleiða steindrepa eyðniveimr í rann- sóknarstofum þeirra. Vísinda- mennimir reyna nú að vinna það mikið af efninu svo hægt sé að halda áfram tilraunum gegn eyðniveimnni. Telja vísinda- mennirnir hugsanlegt að þeir séu komnir á slóð sem gæti leitt til þess að lyf fínnist gegn hinum hræðilega sjúkdómi. Eyðnisjúklingar dagsins í dag geta þó ekki átt von á lækningu þó vísindamenn hafi hugsanlega fundið lyf er vinni á eyðniveir- unnni því enn hefur ekki verið unnið það mikið magn af efninu til að hægt sé að gera tilraunir á dýmm, hvað þá mönnum. Páfinn stórmóðgar Gyðinga í þriðja sinn á stuttum tíma: Gyðingar ekki lengur Guðs útvalda þjóð Jóhannes Páll II páfí lætur reiði Gyðinga lítið á sig fá og er ekkert að breyta út af sannfæringu sinni þó Gyðingasamtök víða um heim væli undan orðum hans, enda heilagur maður á ferð. Páfínn ítrekaði í þriðja sinn að sáttmáli sá er Guð gerði við ísraela á sínum tíma sé ekki lengur í gildi, heldur hafí Guð gert nýjan sáttmála við alla kristna menn gegnum Jesúm Krist. Þetta sámar Gyðingum sem líta á sig sem Guðs útvalda þjóð og segja þeir afstöðu páfans byggða á hleypidómum. - I gamla sáttmálanum kaus Guð ísrael til að vera hans eigin, hans útvalda þjóð ... en ísraelar voru einnig til kallaðir að verða heilagir, að sýna helgi sína Guði með heilög- um lífsmáta, sagði páfinn í bæna- gjörð gær. - í hinum nýja sáttmála em kristn- ir menn vígðir sem hin útvalda þjóð, konunglegir predikarar, heilög þjóð, gegnum gjöf Hins heilaga anda. I ræðu sinni sagði páfirtn að Guð hafi gert nýjan sáttmála við kristna menn þar sem Gyðingar hafi bmgð- ist sem Guð útvalda þjóð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes Páll II páfi stórmóðgar Gyðinga. Gyðingar em æfir út í hann fyrir að beita ekki valdi sínu til að Karmelítanunnur verði fluttar frá Auschwitz-Birkenau í Póllandi þar sem nasistar byggðu illræmdustu út- rýmingarbúðir sínar. Karmelíta- nunnumar biðja fyrir sálum allra þeirra sem létu lífið í útrýmingar- búðunum, en Gyðingar telja sig hafa einkarétt á staðnum og hafa nokkrir þeirra af mikilli frekju og yfirgangi ráðist inn í klaustur nunnanna til að freista þess að því verði lokað.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.