Tíminn - 17.08.1989, Síða 19

Tíminn - 17.08.1989, Síða 19
Fimmtudagur 17. ágúst 1989 Tíminn 19 ÍÞRÓTTIR Gunnar Gylfason Víkingur í baráttu við Anton Jakobsson Fylkismann. Gunnar var hetja Víkinga í gærkvöld er hann skoraði sigurmarkið af 40 m færi. Knattspyrna 1. deild: TfouunyndAnuBj™. Varamaður Víkings gerði sigurmarkið af 40 m færi Gunnar Gylfason hetja Víkinga sem hristu af sér falldrauginn með 2-1 sigri á Fylki Fall í 2. deild blasir nú við Fylk- ismönnum eftir að þeir töpuðu fyrir Víkingum í miklum baráttuleik á Árbæjarvelli í gærkvöld. ÖU mörkin voru gerð í fyrri hálfleik, en lánleysi Fylkismanna var algert í síðari hálf- leik, þegar þeir sóttu án afláts að marki Víkinga. Víkingar voru mun hressari fram- an af leiknum í gær. Það voru þó Fylkismenn sem áttu fyrsta tækifærið í leiknum. Baldur Bjarnason komst inn fyrir vöm Víkings, en missti Reykjavíkur Maraþon: Öllum boðið í pastamáltíð Keppendum í Reykjavíkur Maraþoni, sem hlaupið verður á sunnudaginn kemur, er öUum boðið í pastaveislu kvöldið fyr- ir hlaupið. Sem kunnugt er þá er þeim sem taka þátt í lang- hlaupum, eins og mörgum öðr- um íþróttagreinum, ráðlagt að borða kolvetnisríkan mat dag- inn fyrir keppni. Reykjavíkur Maraþon og Muellers pasta standa að veisl- unni sem haldin verður í and- dyri LaugardalshaUarinnar á laugardagskvöld frá kl. 18.00- 20.00. Vífilfell mun bjóða uppá drykki með pastamatnum. í gær lauk formlegri skrán- ingu í Reykjavíkur Maraþon og þegar Tíminn spurði frétta af skráningunni höfðu um 1100 manns skráð sig. Skráning verður áfram í dag og á morgun hjá ferðaskrifstofunni Úrval, en gjaldið er tvöfalt. BL knöttinn of langt frá sér og Guð- mundur Hreiðarsson varði. Sókn Víkings hélt áfram, en Fylkismenn áttu skyndisóknir. Úr einni slíkri reyndi Hilmar Sighvatsson lúmskt skot á 15. mín. en Guðmundur varði með tilþrifum. Aðeins mínútu síð- ar lá knötturinn í marki Fylkism- anna. Guðmundi Baldurssyni mar- kverði mistókst að slá knöttinn frá eftir fyrirgjöf Andra Marteinssonar og laus skallabolti Gorans Micic Iak í markið. Á 39. mín. fengu Fylkismenn vítaspymu. Unnsteinn Kárason braut þá á Hilmari Sighvatssyni og Þorvarður Bjömsson dómari dæmdi vítaspymu. Strangur, en engu að síður réttur dómur. Úr vítaspym- unni skoraði Öm Valdimarsson, en Guðmundur var mjög nálægt því að verja. Fylkismenn fara að verða vanir því að fá mark í andlitið rétt eftir að þeir skora sjálfir, því aðeins 2 mín. eftir jöfnunarmarkið komust Vík- ingar á nýjan leik yfir og aftur var klaufaskap Guðmundar markvarðar um að kenna. Gunnar Gylfason, sem kom inná sem varamaður fyrir Aðalstein Aðalsteinsson á 23. mín. en Aðalsteinn meiddist á hné, lét skot vaða á mark Fylkis af um 40 metra færi. Guðmundur var kominn of langt út úr markinu og knötturinn fór í boga yfir hann. Mikiil klaufa- skapur hjá þessum reynda mark- verði. Síðari hálfleikur var mjög tíðinda- lítill, en baráttan var í fyrirrúmi. Fylkismenn sóttu mjög stíft, en án árangurs. Sóknarmönnum liðsins tókst ekki að reka endahnútinn á sóknimar og Víkingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Staða Víkings hefur nú stómm batnað eftir tvo sigurleiki í röð, en Fylkismenn þurfa á kraftaverki að halda til þess að bjarga sér frá falli í 2. deild. „Ég sá að Guðmundur var kominn of langt út úr markinu og ákvað því að reyna að skora,“ sagði Gunnar Gylfason Vikingur eftir leikinn. „Þetta var erfitt undir lokin, mikil pressa á okkur en okkur tókst að verjast og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Gunnar. Grindahlaup: Heimsmet! Bandaríkjamaðurinn Roger Kingdom setti í gærkvöldi heimsmet í 110 m grindahlaupi er hann rann skeiðið á 12,92 sek. Gamla metið átti landi hans Renaldo Nehemiah en það var 12,93 sek. sett í ágúst 1981. BL Staðan í 2. deild: Víðir..... 13 9 2 2 19-11 29 Stjaman .... 12 9 1 2 28-12 28 Vestm.eyjar . . 11 8 0 3 26-16 21 Breiðablik ... 13 5 4 4 28-22 19 Selfoss .. 12 6 0 5 14-21 18 Leiftur .. 12 3 4 5 10-13 13 ÍR ....... 12 3 3 6 14-18 12 Einherji... 11 3 2 6 17-29 11 1 Völsungur ... 13 3 2 8 18-30 11 TindastóII ... 13 2 2 9 19-23 8 Þorvarður Bjömsson dómari leiksins átti í miklum erfiðleikum með að hafa stjóm á hörðum leik. BL Spjótkast: Sigurður í öðru sæti Sigurður Einarsson spjótkastari varð í gærkvöld í 2. sæti í spjótkasti á alþjóðlegu móti í Zúrich í Sviss. Sigurður kastaði 80,64 m. Steve Backley frá Bretlandi sigr- aði í spjótkastinu í gær, kastaði 84,90 m. í 3. sæti í gær varð Sepo Raety frá Finnlandi með 78,56 m en Einar Vilhjálmsson varð í 4. sæti með 78,12 m. Mick Hill frá Bretlandi varð í 5. sæti með 78 m slétta og V-Þjóðverjinn Peter Blank varð í 6. sæti með 77,50 m. BL Knattspyrna: Stuttgart tapaði Stuttgart tapaði í gærkvöldi fyrir Hamburger SV í v-þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Það var von Heesen sem gerði sigurmark Hamborgar- liðsins í síðari hálfleik. Þar með tapaði Stuttgart sínunt fyrsta leik á nýbyrjuðu keppnistímabili. Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þau að Köln vann Kaiserslautern 4-1, Karlsruhe og Bayem Munchen gerðu 3-3 jafntefli, Dortmund vann 1-0 sigur á Dusseldorf og Frankfurt vann Bochum 4-0. BL Staðan í 1. deild: Fram ......... 13 7 2 4 17-11 23 FH............. . 13 6 5 2 17-11 23 Valur........... 13 6 3 4 15-9 21 KA.............. 13 5 6 2 18-12 21 KR.............. 13 5 5 3 19-16 20 Akranes .... 13 6 2 5 14-15 20 Víkingur .... 14 4 5 5 21-19 17 Þór............. 13 2 6 5 14-20 12 Keflavík .... 13 2 6 5 14-21 12 Fylkir.......... 13 3 1 9 11-25 10 í kvöld verða 3 leikir í Hörpu- deildinni. Valsmenn fá Framara í heimsókn á Hlíðarenda, Þórsarar mæta FH-ingum í Kaplakrika og í Keflavík mætast heimamenn og KR- ingar. Allir leikirnir hefjast kl. 19.00. ifaSi Bgjfaa I aalra» IESTUNAR AÆTLUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell........25/8 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnlr innanlands: Reykjavík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga | ísafjörður: Alla þriðjudaga SKIPADEILD T^SAMBANDSINS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, simi 698300 . Á Á A A Á Á A Á . IAKN TRAUSIRA HtJTNINGA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.