Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 17. ágúst 1989 llllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll BÆKUR llllllllllllllllllll Sumarferð Félags eldri borgara í Kópavogi Sumarferð um Árnessýslu verður farin laugardaginn 19. ágúst. Lagt verður af stað frá Sparisjóði Kópavogs, Digranes- vegi 10, kl. 09:00. Farmiðar á skrifstofu félagsins miðvikudaginn 16. ágúst og fimmtudaginn 17. ágúst kl. 13:30-17:00. Síminn er 41226. Agúst Vigfússon áttræður 17. ágúst 1989 Ljóðakveðja frá 1969 en ennþá gild. Eru okkar kynni ekki löng en greið. Mestu skiptir máli manns á ævi leið hitta þá sem hafa hjartaþehð gott. Býst ég við að beri báðir þessa vott. Þessa taug, sem tengir tvo, fær enginn séð. Hún erinnst í hjarta, hitar mannsins geð. Lengst um leið ófama lifðu í trú og von. Er það ósk míns hjarta, Ágúst Vigfússon. Auðunn Bragi Sveinsson. Frá Félagi eldri borgara 28. ágúst nk. verður farin fjögurra daga Fjallabaksferð. Því er beint til þeirra sem þegar hafa látið skrá sig að greiða þarf ferðina ekki síðar en 23. ágúst. Örfá sæti eru enn laus. Frá félagi eldri borgara Göngu-Hrólfur. Gönguferð á vegum félagsins á hverjum laugardegi kl. 10. Farið frá Nóatúni 17. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 23.-27. ágúst: Landmannalaugar - Þórsmörk. Gengið á fjórum dögum frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Gist í sæluhúsum F.í. Fararstjóri: Dagbjört Óskarsdóttir. 25.-30. ágúst: Landmannalaugar - Þórsmörk. Fararstjóri Jóhannes I. Jönsson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins, Oldugötu 3. Ferðafélag íslands Helgarferðir F.í. 18.-21.ágúst Þórsmörk - Gönguferðir við allra hæfi með fararstjóra. Gist í Skagfjörðsskála í Langadal. Landmannalaugar. Gengið um ná- grennið. Dagsferð í Eldgjá og að Ófæru- fossi. Gist í sæluhúsi F.I. f Landmanna- laugum. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.f. Öldugötu 3. FornbOaklúbbur íslands: Ferð í Heiðmörk Sunnudaginn 20. ágúst stendur Fom- bílaklúbbur íslands fyrir ferð í Heiðmörk. Farið verður kl. 13:30 frá Rafveituhúsinu við Suðurlandsbraut. Ferðanefndin býður ókeypis pylsur við útigrillið í Heiðmörk. Athugið að ferðinni verður frestað ef illa viðrar. Ákvörðun um frestun verður tekin við Rafveituhúsið, þegar þar að kemur. Námskeið í TAICHI Helgina 19.-20. ágúst verður haldið námskeið í TAI CHI, sem er fom kín- versk hreyfilist. Þetta er ævafomt lfkams- ræktarkerfi. TAI CHI er byggt á hinni fomu kfnversku heimspeki um yin og yang orkuna. Það hentar öllum, á hvaða aldri sem þeir em. Leiðbeinandi er þekktur TAI CHI meistari Reza A. Hezaveh sem kemur frá Englandi. Námskeiðið verður haldið f Yogastöð- inni Heilsubót, Hátúni 6A, laugard. 19. ág. kl. 10:00. Upplýsingar og innritun er í síma 627760, 27622, 23022 og 30785 og hjá versluninni „Innri kraftur", Lauga- vegi 92. Kvikmyndaklúbbur íslands sýnir: Caravaggio Kvikmyndaklúbbur lslands hefur nýtt sýningartímabil í dag, fimmtudagin 17. ágúst. Þá verður frumsýnd kvikmyndin Caravaggio eftir breska leikstjórann Der- ek Jarman. Með aðalhlutverk fara Nigel Terry, Dexter Fletcher, Michael Gough og Sean Beau. Myndin byggir á lífi málarans Caravaggio, sem uppi var á endurreisnartímanum á Ítalíu. Myndin verður sýnd fimmtudagskvöld kl. 21:00 og kl. 23:15 og á laugardag kl. 15:00 í kvikmyndahúsinu Regnboganum við Hverfisgötu. Aðgöngumiðar fást í miðasölu Regn- bogans og kosta 200 krónur. Félagsskír- teini fást einnig á sama stað og kosta 1000 krónur. Athygli er vakin á því, að miðar fást ekki án félagsskírteinis. Með félags- skírteininu fylgir prentuð dagskrá Kvik- myndaklúbbs Islands. í fréttatilkynningu segir: „Stefna kvik- myndaklúbbs Islands er að sýna vandaðar myndir, sem alla jafna koma ekki til með að verða sýndar í kvikmyndahúsum hér- lendis." KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fýrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Siminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. Starf Bahá'í á íslandi og í Færeyjum Sumarskóli Bahá‘ía var haldinn í sumar 5.-12. ágúst að Reykhólum í Reykhóla- sveit. Um 130 manns skráðu sig f skólann, en þetta er þriðja árið f röð sem sumar- skóli Bahá'ía er haldinn á þessum stað. Reykhólar urðu fyrir valinu vegna þess að þeir eru í námunda við landareign Bahá'ía, Skóga í Þorskafirði. Aðalræðumaður skólans að þessu sinni var Marvin Huges frá Detroit í Banda- Bréf hefur borist frá Ghana, þar sem óskað er eftir pennavinum á Islandi. 1 bréfinu segir að tvö ár séu síðan þessir umsækjendur hafi reynt að fá pennavini á Islandi. Nú hafi þeir fengið uppgefið nafn Tímans, og bindi þeir vonir sínar við að þeir fái einhver svör. 1. Þetta er 26 ára stúlka, sem hefur áhuga á bréfaskriftum, íþróttum, músík, bóklestri o.fl. Utanáskrift til hennar er: Mariana Kabore, P.O. Box 641, Cape Coast, Ghana West Africa 2. 22 ára piltur sem hefur áhuga á fótbolta, músík, ferðalögum og bréfa- skriftum. Utanáskrift til hans er: Semaila Karbore, P.O. Box 641, Cape Coast, Chana, West África 3. 24 stúlka sem hefur áhuga á að kynnast fólki, ferðalögum, tónlist og að skiptast á póstkortum og smágjöfum. Utanáskrift til hennar er: Comfort Brainnah P.O. Box 641, Cape Coast, Ghana, West África ríkjunum. Hann flutti fyrirlestraröð er hann nefndi „Frá glundroða til skipu- lags“. Um það bil þrjátíu Islendingar tóku þátt í alþjóðlegri Bahá'í unglingaráð- stefnu í Þórshöfn í Færeyjum í júlí sl. Þar komu saman trúsystkin frá Norður- löndunum, Þýskalandi, Luxembourg, Frakklandi, Bretlandi og Kanada. Ráð- stefnan var haldin undir kjörorðinu „Friðarátak" (Peace Moves), en Bahá'í- unglingar í Evrópu hafa ákveðið að einbeita sér að friðarmálum á næstu tíu árum, eða fram til aldamóta. Veiði- vatna- handbókin - Ný handbók um silungs- veiðivötn á íslandi Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér bókina Veiðivatnahandbókin eftir Guðmund Guðjónsson blaða- mann. í bókinni eru upplýsingar um flest silungsveiðivötn á Islandi, sam- tals rösklega hálft þriðja hundrað, og veitt er leiðsögn um veiðar í þeim og hvar unnt er að fá veiðileyfi. í bókinni eru fjölmargar loftljós- myndir af veiðivötnum og veiðisvæð- um, þannig að auðvelt á að vera fyrir fólk að átta sig á staðháttum. Þá er í mörgum tilfellum lýst hvemig auð- veldast er að komast að umræddum veiðivötnum og hvar sé líklegast að reyna veiðar í þeim. í bókinni em einnig sérkaflar um íslenska vatnafiska, meðferð afla, umgengni við ár og vötn og það sem veiðimenn þurfa að hafa með sér í veiðiferðir. Bókin ætti að vera kjörgripur fyrir ferðafólk sem hefur stöngina með sér í ferðalagið og hefur hug á að renna í silungsveiðivötn eða veiðiár á ferðum sfnum. Höfundur bókarinnar, Guðmund- ur Guðjónsson, hefur um árabil ritað mikið um lax- og silungsveiðar. Hann hefur séð um fastan veiðiþátt í Morgunblaðinu og ritað nokkrar bækur um veiðiskap og veiðimenn. Veiðivatnahandbókin er 156 bls. Bókin er prentunnin og bundin í Prentsmiðjunni Odda. MINNING Benedikt Kristjánsson Fæddur 5. maí 1925 Dáinn 8. ágúst 1989 í dag verður til moldar borinn, tengdafaðir minn Benedikt Krist- jánsson. Á þessari kveðjustund, langar mig til að minnast hans nokkr- um orðum. Það var sumarið 1968, sem kynni okkar hófust. Á þeim árum voru miklar hræringar meðal ungs fólks, einkum námsmanna, og róttækling- ar víða um heim gerðu uppreisn gegn ríkjandi þjóðskipulagi. Á ís- landi voru þessar hræringar mildari en á meginlandi Evópu, en vissulega áttu hugmyndir um aukið frelsi til orða og athafna hljómgrunn hér einnig. Mér er það því alltaf minnisstætt, þegar ég fór að venja komur mínar í Vallargerði 16, hvernig Benedikt brást við þeim messíasartilburðum, sem kynslóð okkar ungu meðvituðu námsmannanna hafði í frammi á þessum árum. Heimilið var mikið menningarheimili, þarsem bókalest- ur var í hávegum hafður, og þekking á þjóðmálum mikil. Því fór fjarri, að ég væri að kynna tengdaföður mínum, sem síðar varð, einhver ný fræði. Oft var setið langtímum sam- an og skeggrætt um það „ískyggi- lega" ástand sem var að skapast að mati okkar unga fólksins, og ekki vantaði skoðanir yngri heimilismeð- lima. Kappsfullar umræður urðu á stundum mjög háværar, þegar hug- sjónimar brunnu sem heitast. Undir þessu öllu sat Benedikt að jafnaði íhugull og fylgdist gjörla með öllu sem sagt var, án þess að haggast. Það var ekki fyrr en menn tóku að fara frjálslega með stað- reyndir, máli sfnu til stuðnings, að hann átti það til að grípa inn í til að koma mönnum aftur niður á jörðina. Var þá óþarft að grípa til sögubóka máli sínu til stuðnings, því glögg þekking hans á sögu og þjóðfélagi samtímans var alltaf óskeikul. Ekki fór á milli mála, að honum fannst á stundum kappið fullmikið, en lét þó slag standa, og fannst ugglaust, að öllu þessu brambolti og heilabrotum okkar unga fólksins myndi fylgja þroski, þótt síðar yrði. Aldrei kom það fyrir, að beitt væri rökum hins eldri og vitrari, heldur lét hann menn hlaupa af sér hornin, ólíkt því sem algengt er meðal hinna eldri og reyndari. Ástæða þess, að ég rifja þetta upp nú, er sú, að umburðarlyndi, hóg- værð og réttsýni einkenndi allt lífs- hlaup þessa ágæta manns. Benedikt var dulur maður og hljóp ekki með skoðanir sínar og tilfinningar á torg. Hins vegar duldist engum þeim er hann þekktu, að skoðanir hafði hann á flestum málum, byggðar á íhugun og rökhyggju. Það tók mig mörg ár að kynnast honum jafn vel og síðar varð, og svo var með fleiri. Fyrir þau ár er ég þakklátur. Að loknu námi í Samvinnuskólan- um hóf hann störf hjá Sambandinu, sem gjaldkeri. Eftir örfárra mánaða starf þar, hóf hann störf hjá Sam- vinnutryggingum við stofnun þess fyrirtækis árið 1946, varð fyrsti starfsmaður þess og starfaði þar allan sinn starfsferil. í starfi þar ávann hann sér vinsældir og virðingu starfsfélaga sinna, og er mér ekki kunnugt um, að nokkurn tíma hafi borið þar skugga á. Það var síðan fyrir um 7 árum, að hann kenndi sér meins af þeim sjúkdómi, sem síðar lamaði starfs- orku hans og hafði betur í síðustu glímunni. Einnig í þeim þrenging- um, sem fylgdu þeim erfiða sjúk- dómi, kom fram áðumefnd lyndis- einkunn hans. Lengst af var ekki hægt að merkja á honum, að hann væri jafn sjúkur og raun bar vitni. Æðruleysið var algert. Það eina, sem virtist valda honum kvíða, var hvernig eftirlifendum hans myndi reiða af. Ekki vildi hann ræða veik- indi sín, heldur sveigði talið jafnan að öðru. Ugglaust vissi hann betur en nokkur annar, hvemig komið var, en um það var ekki rætt. Hjónaband Benedikts og Ólafar Ragnheiðar Jónsdóttur var til mikill- ar fyrirmyndar í alla staði. Þau vom afspyrnu samhent hjón, og var það mikið gæfuspor fyrir þau bæði. Eins og áður er getið um, var heimili þeirra mikið menningarheimili, og ríkti þar hin sanna íslenska gestrisni. Mikill gestagangur var þar jafnan, og allir aufúsugestir. Helstu áhugamál Benedikts voru bóklestur og söfnun bóka, og átti hann mikið og gott bókasafn. Einnig vom ferðalög snar þáttur í lífi þeirra hjóna, eftir að bömin uxu úr grasi og heilsa og líf entist. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir þau ár sem ég átti þess kost að þekkja og umgangast þann sóma- mann, sem nú hefur horfið yfir móðuna miklu. Ég er þess fullviss, að móttökumar hinum megin, verða í samræmi við það lífshlaup, sem nú er lokið. í ljósi þess veit ég, að góðar endurminningar um ástkæran eig- inmann og föður, styrkja eftirlifend- ur á þeirri sorgarstund, sem fráfall Benedikts Kristjánssonar er. Megi minningin um góðan dreng lifa. Öm Gústafsson Okkur barnabömin langar til að kveðja afa okkar, Benedikt Krist- jánsson. Við þökkum þær stundir, sem við áttum með honum og hörm- um að þær verða ekki fleiri. Það verður vissulega tómlegra í Vallargerðinu nú þegar afa nýtur ekki lengur við, og söknuðurinn mun seint hverfa úr hjörtum okkar. Megi guð blessa og styrkja ömmu okkar á þessari erfiðu stund. Kallið er komið, komin er nú stundin, viðskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Valdimar Briem Barnabömin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.