Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 20
 — RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Holnorhúsinu v/Trvggvogötu, S ,28822 Samvinnubanki íslands hf. /4'Yw«w Kr; POSTFAX TÍMAISIS 687691 Tímimi FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1989 Bátur frá Tálknafirði grunaður um að hafa stundað veiðar eftir að hafa farið 40 tonn yfir kvóta og verið settur í bann: Týndu þeir af lanum leiðinni í land? Báturinn Elesíus BA 328 frá Tálknafirði var í fyrrakvöld stöðvaður af lögreglunni á Ólafsvík þar sem hann er talinn hafa verið við veiðar í fjóra daga eftir að hafa verið settur í bann af sjávarútvegsráðuneytinu. Enginn afli fannst um borð, en Elesíus var þegar kominn 40 tonn fram yfir leyfilegan afla og hafði fengið tilkynningu að stöðva veiðar. Útgerðarfélagið sem rekur bátinn á tvo aðra og eru þeir einnig í veiðibanni vegna þess að þeir hafa veitt umfram úthlutaðan kvóta. Útgeröarfclagið Auðna hf. á Tálknafirði er eigandi bátanna þriggja og eigendur þess hafa áður lent í svipuðum málum, en það mál sem komið er upp með bátinn Elesíus, sem er um 50 tonna skip, er litið mjög alvarlegum augum af sjávarútvegsráðuneytinu. Verði uppvíst að Elesíus hafi stundað veiðar cftir að liann var settur í bann, mun málið kært og fara fyrir dómstóla. Á fimmtudaginn fyrir viku var útgerðinni sent skeyti þar sem lilkynnt var að Elesíus væri sviptur leyfi til veiða í íslenskri landhelgi þar sem Ijóst var að hann hefði ekki kvóta til frekari veiða. Aðal- eigandi Auðnu hf. er jafnframt skipstjóri á Elcsíusi. Þegar skeyti ráðuneytisins barst var báturinn á hafi úti, en talsmenn sjávarútvegs- ráðuneytisins segjast hafa heimild- ir fyrir því að orðsendingin hafi borist skipstjóranum til eyrna dag- inn eftir, á föstudag. Veiðieftirlitsmaður var staddur fyrir tilviljun á lögreglustöðinni á Patreksfirði þegar skipstjórinn hringdi þangað á föstudag. Ræddi hann við skipstjórann og tilkynnti honum að honum væru veiðar óheimilar. Skipstjórinn svaraði því til að það vissi hann vel, enda væri hann bara þarna úti á sjó sér til ánægju og yndisauka, en ekki til að stunda veiðar. Vegna þess að Elesíus er á aflamarki var möguleiki fyrir eig- endur þess að leysa málið með því að kaupa kvóta og halda áfram veiðum. Til þes^a ráðs hefur við- komandi bátur gripið í tvígang áður eftir að hafa fengið hótun frá veiðieftirlitsmönnum. Nú er aftur á móti mjög erfitt að fá kvóta keyptan og þess vegna erfitt að leika þann leik sem gert hefur verið, að veiða fyrst og kaupa síðan veiðiheimildir fy rir aflanum. Starfsmaður Veiðieftirlits sjáv- arútvegsráðuneytisins hefur haft aðsetur á Tálknafirði í sumar og fylgst hefur verið með Elesíusi sem og öðrum dragnótabátum á þessu svæði. Altalað er á Tálknafirði að viðkomandi útgerðarfélag hafi einnig farið framhjá lögum með því að færa hluta af afla bátanna þriggja yfir á smábáta sem ekki eru bundnir við kvóta, heldur sóknar- daga. Þá hafi þess einnig verið freistað að flytja afla úr bátunum í land í skjóli myrkurs og þá daga sem veiðieftirlitsmaðurinn var ekki í bænum. Þessar upplýsingar hafa ekki fengist staðfestar. Hitt hefur fengist staðfest að afli frá bátum Auðnu hf. hefur verið seldur Hrað- frystihúsi Tálknafjarðar í gegnum fyrirtæki á vegum þriðja aðila. Að sögn Björns Jónssonar veiði- eftirlitsmanns hjá sjávarútvegs- ráðuneytinu fylgjast þeir náið með bátunum og stoppa þá um leið og þeir fara yfir leyfileg aflamök og tilkynna eigendunum að þeir verði að útvega sér aukinn kvótá ætli þeiraðhaldaáfram veiðum. -ÁG Morris Van árgerð 1925 staddur á Grímsstöðum á Fjöllum s.l. mánudag, þá búinn að aka lungann af hringveginum áfallalaust. Tímamynd; Sv.A. Hringinn á Morris ’25 „Við komum með Norrönu til íslands og erum að verða búin að aka hringinn," sögðu bresk hjón sem Sverrir Aðalsteinsson, frétta- ritari Tímans hitti á Grímsstöðum á Fjöllum s.l. mánudag. Hjónin óku þessum tignarlega gamla Morris Van árgerð 1925 og voru þau þá búin að aka frá heimili sínu í nágrenni London norður til Aberdeen í Skotlandi, taka þaðan ferju til Leirvíkur á Hjaltlandi þar sem þau óku á skipsfjöl Norrönu en af skipsfjöl hennar var gamla Morrisinum ekið í land á Seyðis- firði. Ferðalagið hafði gengið mjög vel og hafði hinn aldraði bíll ekki bilað neitt á misjöfnum vegum Islands, ekki hafði einu sinni sprungiö dekk. -sá Fyrstu niðurstöður úr rann- sóknum danskra aðila: PCB er við Sundahðfn Hollustuvernd ríkisins hefur feng- ið staðfest frá dönskum aðilum að PCB eru í nokkrum rafspennanna sem eru á athafnasvæði endur- vinnslufvrirtækisins Hringrásar hf. við Sundahöfn. Enn liggja ekki fyrir niðurstöður um magn efnisins, en ráðgert er að upplýsingar berist um það í næstu viku. Hluti sýnanna var sendur til Dan- merkur til nákvæmrar athugunar vegna þess að klórsambönd bentu til þess að spennarnir innihéldu PCB. Ólafur Pétursson sagði í samtali við Tímann að í næstu viku væri von á upplýsingum um magn efnisins og í framhaldi af því yrði tekin ákvörðun varðandi þær ráðstafanir sem þyrfti að gera. Sagði Ólafur að ef í ljós kæmi að magn efnisins væri yfir þeim mörkum sem leyfileg væru þyrfti að flytja spennana erlendis til eyðingar. Spennarnir eru fengnir frá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins haldið því fram að spennarnir innihaldi ekki PCB. Kom fram skömmu eftir að grunur um mengunina kom upp. meðal annars í tilkynningu frá fyrir- tækinu, að Rafmagnsveitunni hafi ekki verið kunnugt um PCB í nein- um af þeim spennum sem teknir hafa verið niður og seldir hafa verið til endurvinnslu hjá Hringrás hf. Par segir einnig: „Allir spennar Raf- magnsveitunnar, sem teknir hafa verið niður, eru kældir með olíu sem ekki er blönduð PCB.“ Líffræðilega séð er PCB mjög virkt og hættulegt efni. Mengun af völdum þess verður með þeim hætti að efnið berst í fæðukeðjuna og styrkur þess eykst eftir því sem ofar dregur í keðjunni. Sem skýringu á því af hverju PCB reynist vera í spennunum þrátt fyrir orð Raf- magnsveitunnar hefur verið bent á að áður fyrr voru menn frekar óvark- árir varðandi notkun á PCB, þar sem það var ekki talið hættulegt. Til dæmis voru notuð sömu áfyllingar- tæki fyrir rafspenna, hvort sem á þeim var PCB eða olía þannig að hugsanlegt er að einhver PCB-meng- un finnist í olíufylltum spennum þó svo eigi ekki að vera. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.