Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 17. ágúst 1989 Fimmtudagur 17. ágúst 1989 Tíminn 11 Leikstjóri kvikmyndanna „Leitin að eldinum“ og „Nafn rósarinnar“, Jean-Jacques Annaud, á íslandi: VILL SÉRSTAKAR 0G DYRAR KVIKMYNDIR f dag verður frumsýnd í Regnboganum nýjasta kvikmynd franska kvikmynda- leikstjórans Jcan-Jacques i Annaud, L'Ours eða „Björninn". Myndin hefur verið sýnd í flestum löndum Evrópu fyrir utan Bretland en þar verður hún frum- sýnd í september. Frumsýning í Banda- ríkjunum verður í nóvember. Annaud er mikill íslandsvinur og til stóð á sínum tíma að kvikmynda hluta „Leitarinnar að eldinum" hér á landi. Ekkert varð úr því en Annaud heldur tryggð við ísland og hefur þann draum að geta einhverntíma gert kvikmynd á ís- landi. „Ég er ástfanginn af landinu," segir Annaud þegar hann er spurður af hverju upptekinn maður eins og hann gefi sér tíma til að koma til landsins. „Ástæðan fyrir því að ég er ástfanginn af landinu er sú að fyrir átta árum vildi ég kvikmynda þriðju myndina mína „Leitin að eldinum“ á íslandi. Ég ferðaðist um landið og fann frábæra tökustaði eins og í Þórsmörk, við Heklu og við jöklana. Yfirvöld voru einnig mjög hjálpleg, ég var því ekki aðeins heillaður af landslaginu heldur einnig fólkinu sem býr hérna. Ég er kominn hingað núna því mér fannst eins og ég þyrfti að láta í ljós þakklæti mitt og einnig vildi ég upplifa þá stórkostlegu tilfinningu sem fylgir því að vera hér í þessu undurfagra landi. Mér finnst það vera fallegasta land í heimi,“ segir Ann- aud og hlær við. Hann bætir því við að hann eigi marga vini á íslandi og hann hafi viljað nota íslenska leikara í „Leitin að eldinum" og nefnir í því sambandi Róbert Arnfinnsson og Guðrúnu Gísla- dóttur. Spurður nánar út í af hverju ekki varð af tökum hér á landi vegna „Leitarinnar að eldinum“ segir Annaud að allt hafi verið til reiðu að flytja fíla, sem áttu að vera í hlutverkum mammúta í myndinni, Eftir Sigrúnu S. Hafstein frá hafnarbakkanum í London með ís- lensku skipi sem hafði verið sótthreinsað þegar verkfall bandarískra leikara skall á. Verkfallið varð til þess að tökurnar, sem áttu að hefjast í ágústmánuöi, frest- uðust um nærri tvo mánuði og þá var orðið of seint að hefja tökurnar hérlendis. Annaud bætir við að hann hafi í rauninni aldrei sætt sig við þá staðreynd að ekki var mögulegt að taka myndina hérlendis. „Ég á mér enn þann draum að geta gert mikilvæga mynd í þessu fallega landi,“ segir hann. Með birni í aðalhlutverki Annaud vann að kvikmyndinni „Björninn“ í sjö ár. Svarið sem hann gefur við því af hverju hann hafi ákveðið að gera myndina er á þá leið að myndin sé sérstök. „Ég vil gera sérstaka hluti. Ég held að ef maður vill fá almenning til að sækja kvikmyndahús þá verði maður að bjóða upp á eitthvað sem fólk hefur ekki séð í sjónvarpi, eitthvað sérstakt. Oftast verður maður þá að þora að takast á við eitthvað sem er mjög vandasamt. Þetta er ekki kenning sem ég hef heldur eitthvað sem ég hef á tilfinningunni. í grundvallar- atriðum er það leitin að frumleika sem er tilgangurinn með myndinni og í öðru lagi vildi ég gera mjög tilfinningalega mynd. Myndin er raunverulega algjörlega úr tísku, þar sem hún fjallar um vináttu, ást og vonina sem hljómar jafnvel gamal- dags. Mér finnst bara stórkostlegt að geta sagt: Svona vildi ég vera, þetta er það sem ég trúi á innst inni.“ Annaud segir hugmyndina að „Birnin- um“ vera komna frá gerð myndarinnar „Leitin að eldinum“. I þeirri mynd hafi hann þurft að glíma við tjáskipti án orða þar sem myndin gerist meðal hellisbúa langt aftur í fornöld. „Við urðum að beita líkamlegri tjáningu og merkjamáli og ráðgjafi minn, Desmond Morris, sagði við mig aó ef ég vildi vita hver væru grundvallaratriðin í mannlegri hegðun þá yrði ég að komast að því hvað væri sameiginlegt í hegðun spendýra og ég komst að því að hann hafði rétt fyrir sér. Það hvernig við hegðum okkur, hvernig við horfum á hvort annað og hvernig við tjáum okkur með líkamanum er mjög líkt hjá fjölmörgum'dýrategundum. Ég sagði við sjálfan mig að það væri góð hugmynd að nota þennan efnivið sem aldrei hefur verið notaður svo nokkru nemi í kvikmyndaiðnaðinum. Ég ákvað því að gera verk þar sem tilfinning- ar skipta miklu máli og dýr er hetjan í aðalhlutverkinu. Myndin leyfir mér að fást við grundvallartilfinningar án þess að gera það á einfaldan eða barnalegan hátt. Aðalhetjan er mjög saklaus og því eru viðbrögð hennar innileg og einföld.“ Annaud segir ennfremur að hann telji kvikmyndir verði að hafa skemmtanagildi en það sé ekki nóg, kvikmyndir verði að segja áhorfendum eitthvað sem skiptir máli. „Björninn“ hefur einkenni dæmi- sögu og ég sjálfur kann að meta þegar mér líður vel eftir að hafa séð kvikmynd. Ég reyni því að ná fram þannig áhrifum í kvikmyndunum.“ - Hver er þá boðskapurinn? í texta í lok myndarinnar segir eitthvað á þá leið að mesta spennan sé ekki fólgin í því að drepa heldur að þyrma lífi. „Ég reyni að forðast að setja fram ákveðinn og fastmótaðan boðskap í myndunum mínum. Þegar kvikmynd flyt- ur ákveðinn boðskap þá fær maður á tilfinninguna að hún sé of þung og tormelt. Lokaorðin eru frekar sett fram sem þakklætisvottur til höfundar bókar- innar, James Oliver Curwood, sem skrif- aði hana fyrir nærri einni öld. Curwood var sjálfur veiðimaður og mjög svipaður atburður henti hann og lýst er í sögunni. Jean-Jacques Annaud leikstjóri. - Hann stóð óvænt á móti birni sem þyrmdi lífi hans og það breytti viðhorfi hans til dýrsins. Hann skrifaði síðan bókina fyrir son sinn sem ætlaði að gerast veiðimaður og vildi sannfæra hann um að hann ætti ekki að verða „tilfinningalaus sérfræðingur í dauða annarra“, eins og Curwood orðar það. Annaud segir að með myndinni um björninn hafi hann viljað kanna hvers- konar dýr hann sjálfur væri, reyna að finna hve stór hlutur eðlishvatarinnar er í lífi hans. „Innst inni er ástæðan sú að fá þau forréttindi að hitta sérfræðinga í sálfræði, bæði manna og dýra. Eyða tíma með fræðimönnum og dýrum til að reyna sjálfur það sem ég trúði á þ.e. að munur á mönnum og dýrum sé ekki svo mikill. Annars vil ég ekki tala of mikið um mál af þessu tagi vegna þess að ég hef lesið svo mikið um þetta að ég hlýt að koma fyrir sem hálf undarlegur,“ segir Annaud og hlær. í lífshættu við tökurnar Um vinnu við kvikmyndina segir Ann- aud að hún hafi verið gríðarlega umfangs- mikil í framkvæmd meðal annars vegna þess hve langan tíma tók að undirbúa töku hennar, fyrst og fremst vegna þjálf- unar dýranna sem tók óhemju langan tíma. Á framleiðslutímanum varð að þjálfa dýrin fyrir hvert smáatriði þar sem kalla þurfti fram hegðun villts bjarndýrs í tömdu bjarndýri sem var fyrir framan kvikmyndatökuvélarnar. Um þetta segir Annaud: „Dæmigert atriði er þegar björninn er að veiða fisk. Öll bjarndýr veiða á þennan hátt. En hvernig færðu taminn björn sem aldrei hefur veitt til að gera slíkt? Það verður að sýna honum það og slíkt tekur óratíma en á endanum koma hvatirnar fram og hann veiðir fiskinn. Við urðum að grafa tjörn á búgarðinum þar sem björninn var og færa honum lifandi silung á hverjum morgni og eftir eitt ár hafði hann hvatir til að drepa fiskinn. Einfalt atriði eins og þetta tók þennan óratíma.“ Annaud segir einnig að það að vinna með dýrum sem geta fyrirvaralaust stokk- ið á þig og drepið hafi vissulega gert töku myndarinnar erfiða og hættulega. Bjarn- dýrin séu mjög sterk og klók og ráðist jafnvel á menn án nokkurs fyrirvara. Ástæðuna segir Annaud vera þá að í náttúrunni séu bjarndýrin einfarar og hafi því ekki samskonar tjáningarkerfi og þær dýrategundir sem lifa í hópum. Þess má geta að Annaud ferðaðist til fjölmargra landa til að finna birni til að „leika“ í myndinni og karldýrið sem er í öðru aðalhlutverkinu vegur 900 kíló og er um þrír metrar á hæð í uppréttri stöðu. Ein dýrasta kvikmynd ársins Það tók einn mánuð með þremur myndavélum og 200 manna starfsliði að taka upphafsatriði myndarinnar sem leik- manni virðist sáraeinfalt. Taka myndar- innar í heild tók níu mánuði og notaðir voru 300 þúsund metrar af filmu en aðeins 1/100 var notaður. Á endanum var kostnaðurinn 25 milljónir dollara. Varð- andi þetta segir Annaud: „Þetta er ein dýrasta mynd ársins og það eina sem þú hefur á tjaldinu eru tveir birnir og tveir menn. En til að ná fram öllum tjáningum bjarndýranna varð stöðugt að breyta tökustöðunum meðal annars til að fela þjálfara dýranna og á hverjum degi varð að girða af tökusvæðið til að dýrin hlypu ekki á burt. Einnig varð að koma í veg fyrir að dýrin réðust hvert annað. Ann- aud tekur einnig fram að mjög erfitt og kostnaðarsamt hafi verið að endurskapa þá óspjölluðu náttúru sem myndin á að gerast í. „Við vorum mjög heppin með dýrin sem valin voru í myndina. Oft og tíðum „skildu“ þau aðstæðurnar, þ.e. héldu að þær væru raunverulegar og því gefa þau okkur raunverulegar tilfinningar á tjald- inu.“ Tengsl við eldri myndir Um það hvort tengsl séu á milli „Bjarn- arins“ og annarra mynda sem hann hefur gert segir Annaud að það sé tvímælalaust svo. „Greinilega þau tengsl að ég er að reyna að gera tilkomumiklar kvikmyndir. - Mjög dýrar og allt að því undarlegar myndir sem erfitt er að fjármagna. Þegar maður fer til framleiðanda og segir: „Hér er saga um hellisbúa sem gerist fyrir Tímamynd: Pjetur áttatíuþúsund árum,“ þá er spurt á hvaða tungumáli, og þá er maður í vanda þegar svarið verður: „Ekkert tungumál." Eða þegar maður segist hafa dásamlega sögu sem sé hlaðin tilfinningum og fram- leiðendur spyrja hver fari með aðalhlut- verkið og maður svarar: „Bart“ Þá er aftur spurt: Hver er Bart? og þá segir maður Bart er bjarndýr. Sama var með Nafn rósarinnar. Flestir sögðu að það væri ógerningur að kvikmynda söguna. Aðrir bættu því við að engan varðaði um bækur í dag eða miðaldirnar. Hver vill gera 30 milljón dollara kvikmynd um munka sem drepa hver annan fyrir ein- hverja bók? Þetta er það sem mér líkar, ég er að gera eitthvað sérstakt. í öðru lagi eru þau tengsl að í „Nafni rósarinnar“ er minnt á að maðurinn samanstendur ekki aðeins af eðlishvötum eins og gæti virst af „Leitinni að eldinum" eða jafnvel „Birninum". Maðurinn er ekki aðeins náttúra heldur einnig menning, ekki aðeins líkami heldur ein- nig sál. Á milli þessara þátta er stöðug barátta. Þess vegna er ég svo heillaður af munkum sem vilja svo mjög vera „menn“, þ.e. sérstakir, að þeir afneita því að þeir hafi líkama sem hafi þörf fyrir mat eða kynlíf. Þeir reyna að hætta að borða en það gengur ekki og þeir neita sér um kynlíf og líður illa. Þeir eru með þessu að berjast gegn sjálfum sér, sem er út af fyrir sig syndsamlegt“, segir Annaud og hlær við. „Ég er algerlega sannfærður um að maðurinn er á milli þessara tveggja öfga, náttúru og menningar. Mér fannst stór- kostlegt að gera „Nafn rósarinnar“ á sama tíma og ég vann að „Birninum" því ég var að fást við svo gjörólíka hluti. Góðar viðtúkur Annaud segist almennt mjög ánægður með viðtökur gagnrýnenda. „Yfirleitt hafa 80% gefið myndinni góða eða mjög góða umsögn og það er mjög gott hlutfall. Myndin er þegar farin að mala gull fyrir framleiðendurna." Annaud bætir því við að slíkt muni gefa honum meira frelsi í framtíðinni til að velja sér verkefni. Annaud er þegar farinn að huga að næstu mynd en hún á að fjalla um ungar konur en konur hafa hingað til ekki verið áberandi í myndum hans eins og hann hefur sjálfur bent á. Myndin verður gerð eftir bók Marguerite Duras, „L‘amant“ eða „Elskhuginn". Varðandi það hvernig sé að vinna að slíkri mynd eftir „Björninn“ segist Annaud vera að fást við nánast sömu hlutina, þ.e. tilfinningar og hvatir þannig að það séu bein tengsl milli myndanna. „Ég held að það sé réttur tími fyrir mig að fjalla um þrár út frá sjónarhorni kvenna, það er umbreyt- ing sem heillar mig mjög. Vissulega eru kynni mín af konum á „ytra borðinu“ ef svo má segja en ég held að ég geti sett mig í spor þeirra tilfinningalega."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.