Tíminn - 29.08.1989, Síða 8
8 Tíminn
Þriðjudagur 29. ágúst 1989
Þriðjudagur 29. ágúst 1989
Tíminn 9
Örn Óskarsson, íslenskur hjómsveit-
arstjóri sem gerir það gott í Mexíkó:
Stjórnar
um sjötíu
sinfóníu-
tónleikum
á sex mán.
Eftir Stefán Ásgrímsson
Örn Óskarsson fyrrverandi skólastjóri
Tónlistarskóla Njarðvíkur er þessa dag-
ana að „meika það“ eins og sagt er á
vondu máli, í útlöndum. Þegar Tíminn
falaðist eftir viðtali við Örn um starf hans
sem hljómsveitarstjóri í Mexíkó, færðist
hann í fyrstu undan og sagði eitthvað á
þá leið að hann vildi síður að verið væri
að básúna hann út sem einhvern Garðar
Hólm. Það er þó ljóst að meira er á
ferðinni hjá Erni en var hjá fyrrnefndri
sögupersónu Halldórs Laxness.
Örn hefur s.l. þrjú ár dvalið í Banda-
ríkjunum og stundað nám í hljómsveitar-
stjórn við Tónlistarháskóla Washington-
fylkis í Seattle og lauk þaðan meistara-
prófi í tónlist og hljómsveitarstjórn í vor
er leið. Strax að loknu náminu fór hann
til Mexíkó þar sem hann tók við stöðu
sem annar stjórnandi Filarmnicaó del
Bajío í Guanajuato í Mexíkó.
Aðdragandinn að því var í stuttu máli
sá að' í fyrrasumar sótti Örn sumarnám-
skeið í hljómsveitarstjórn sem haldið var
í Aspen í Colorado. Á námskeiðinu var
einnig mexíkanskur tónlistarmaður og
varð þeim Erni vel til vina. Eftir að
námskeiðinu lauk í fyrrahaust kom Örn
hingað til íslands og var hér fram í
nóvember þegar skóli hófst á ný og hann
þurfti að fara til Seattle að ljúka námi
sínu.
Afdrifarík Mexíkóferð
Örn ákvað að leggja af stað eilítið fyrr
og koma við í Mexíkó til að heilsa upp á
fyrrnefndan félaga sinn frá Aspen. Hjá
honum dvaldi Örn í tíu daga en rétt áður
en hann hélt af stað norður til Seattle
rakst vinur hans á auglýsingu í blaði þar
sem auglýst var eftir aðstoðarhljómsveit-
arstjóra fyrir Fílharmóníuhljómsveit Ba-
jío sem talin er mjög góð hljómsveit á
mexíkanskan mælikvarða að minnsta
kosti.
Vinur Arnar mælti eindregið með því
að hann sækti um stöðuna en hann
færðist lengi undan því og taldi sig engan
tíma hafa til að sinna þessu. Hvortveggja
var að hann taldi sig eiga fullt í fangi með
að ljúka náminu og einnig að gríðarlega
langt er frá Seattle til Mexíkó og því
meira en að segja það að drífa sig
suðureftir aftur upp á von og óvon til að
sýna sig og sanna og gangast undir eins
konar áheyrn eða próf.
„Endirinn varð þó sá að ég sló til og
ákvað að fara í þessa áheyrn sem var í
janúarmánuði s.l. Þar þurfti ég að vera
tilbúinn til að stjórna fimmtu sinfóníu
Tchaikovskys, fimmtu sinfóníu Beet-
hovens, einu mexíkönsku nútímaverki
og forleiknum að Leðurblökunni eftir
Strauss.
Ég notaði jólafríið til að undirbúa mig
og fór síðan suðureftir. Niðurstaðan varð
sú að henni lokinni að við vorum tveir,
ég og mexíkanskur stjórnandi sem loka-
valið stóð á milli. Það fór þannig fram að
við áttum að stjórna hvor sinni tónleika-
ferðinni. Hans var farin þarna strax í lok
janúar en mín tónleikaferð var farin í lok
mars en að henni lokinni var ég ráðinn,“
segir Örn.
Hljómsveit af svipaðri stærð
og Sinfóníuhljómsveit íslands
Ljóst er að ráðning Arnar og stjórn-
andaferill hans til þessa hefur vakið
umtalsverða athygli í heimahéraði hljóm-
sveitarinnar og víðar. Mikið hefur verið
fjallað um tónleika sveitarinnar í héraðs-
og landsblöðum og fjöldi viðtala og
umfjallana um nýja hljómsveitarstjórann
og starf hans hefur birst.
svo að ég sé hér eitthvað að raupa af
sjálfum mér. Það er langt í frá. Þetta er
hins vegar staðreynd enda eru tiltölulega
fáir menn í heiminum sem eru alfarið
stjórnendur og eftirspurn er eftir.
Við skulum gera okkur grein fyrir því
að á íslandi er ekki til fullt starf fyrir
hljómsveitarstjóra. Ég veit heldur ekki
hversu æskilegt það væri að einn maður
stjórnaði sömu hljómsveitinni um mjög
langan tíma, allra síst á fslandi þar sem
tónlistarheimurinn er fremur einangrað-
ur og ekki nærtækur samanburður við
aðrar hljómsveitir.
Mínar framtíðaráætlanir felast því
þessa stundina í því fyrst og fremst að sjá
hvert ég kemst á þeim markaði sem
hugsanlega er fyrir mig hvar sem er í
veröldinni.
Mexíkó er mjög áhugavert land
Svo vill til að Mexíkó er afskaplega
skemmtilegt og áhugavert land að vinna
í. Þótt ég teldi mig vita talsvert um landið
áður en ég kom þangað þá er landið
miklu ríkara í menningarlegu tilliti en ég
hafði haldið.
Mexíkómenn eiga gífurlega miklar og
merkar fornminjar frá menningarsögu
sinni sem spannar árþúsundir og fjölda
menningarskeiða. Landið er gríðarstórt
og fjölbreytt. Guanajuato er á háslétt-
unni og er ásamt Mexíkóborg í um
tveggja kílómetra hæð yfir sjó og á
hásléttunni er akuryrkja aðal atvinnu-
greinin. Niðri á láglendinu er hins vegar
allt annað loftslag þannig að atvinnuhætt-
ir mótast af þessu og landið og mannlífið
er gríðarlega fjölbreytt.
Fyrir íslending er afskaplega áhugavert
að búa í þessu landi. Besta leiðin til að
kynnast fólki og þjóðum er að vinna og
deila kjörum með þeim. Mexíkó er að
sumu leyti lítið numið í tónlistarlegu
tilliti. Hljómsveitin sem ég stjórna vinnur
talsvert brautryðjandastarf með því að
ferðast eins mikið um og hún gerir.
Iðulega er leikið fyrir fólk sem jafnvel
aldrei hefur fyrr heyrt sígilda tónlist eða
í sinfóníuhljómsveit. Hljómsveitin er að
hluta til hugsuð sem skóli, en hljóðfæra-
leikararnir sem ráðnir eru til hennar eru
jafnframt ráðnir til að kenna á hljóðfæri
sín. Þá eru við hljómsveitina starfandi
kammerhljómsveitir. Til dæmis starfar
við hana málmblásara-, tréblásarakvint-
ett og strengjasveit sem ég stjórna. Síðan
er slagverkssveit sem Ieikur á marimba
meðal annars.
Nú í nóvember er til dæmis mikil
tónleikaferð á dagskrá og er meiningin að
skipta hljómsveitinni upp á þennan hátt
þannig að auk þess að hljómsveitin leiki
öll sameinuð, leika þessa sveitir jafnframt
á tónleikum ferðarinnar.
Að komast yfir hljómsveit
Þessi tími í Mexíkó hefur verið mér
stórkostleg upplifun. Það að standa fyrir
framan sinfóníuhljómsveit og stjórn er
stórkostleg tilfinning.
Það er afar erfitt að komast að til náms
í hljómsveitarstjórn, til dæmis vorum við
aðeins fjórir í þessu námi í Seattle. Sama
er að segja um flesta aðra skóla sem
bjóða upp á slíkt nám. Þeir taka aðeins
einn til tvo nemendur inn á ári.
Ástæða þess er auðvitað sú að þetta
eru ákaflega dýrar deildir enda er hljóð-
færið heil hljómsveit og í Seattle er
aðeins ein hljómsveit og hún hefur mikið
að gera þannig að erfitt er að finna tíma
fyrir nemendur í hljómsveitarstjórn til að
vinna með hljómsveitinni.
Þess vegna fer mikil hluti námsins fram
á bókasafni og menn æfa sig með píanó-
leikara að langmestu leyti eða litlum
strengjasveitum. Þess vegna er mestur
vandi fyrir ungan stjórnanda að komast í
aðstöðu til þess að byrja ferilinn, komast
yfir hljómsveit. Að því leytinu var ég
afskaplega heppinn að komast strax að
námi loknu yfir hljómsveit.
Ég er þó sannfærður um að ég naut
góðs af því að hafa verið um tíu ára skeið
í stjórnunarstarfi. Reynsla mín í því efni
frá íslandi hefur hjálpað mér mjög mikið.
Það er engin spurning, sagði Örn Óskars-
son annar stjórnandi Filarmnicaó del
Bajío að lokum. -sá
Örn Óskarsson var um tíu ára skeið skólastjóri, lengst af við Tónlistarskóla Njarðvfluir. Hann lauk mastersprófl í hljómsveitarstjóm við Tónlistarháskólann í Seattle í BNA s.l. vor og tók strax að því loknu við stöðu
annars stjórnanda þekktrar sinfóníuhljómsveitar í Mexíkó. Tímamynd: Pjeinr.
Fílharmóníuhljómsveit Bajío er álíka
stór og Sinfóníuhljómsveit íslands og er
fylkishljómsveit í Guanajuato. Guanaju-
atofylki er norðvestur af Mexíkóborg og
þar búa á sjöttu milljón manns. Hljóm-
sveitin hefur aðsetur og æfingaaðstöðu í
litlum bæ sem ber sama nafn og fylkið. í
Guanajuatobæ er háskóli og hann er
bæði stjórnsýslu- og menningarmiðstöð
fylkisins.
Hljómsveitin er mjög önnum kafin og
ferðast mikið um fylkið og kemur fram á
yfir hundrað tónleikum á ári. „Sem dæmi
má nefna að í júnímánuði s.l. stjórnaði
ég fjórum mismunandi tónleikapró-
grömmum á fjórtán tónleikum. Um var
að ræða tónleika með hljómsveitinni allri
og hins vegar strengjasveit innan hennar.
Ég stjórna því, ef svo má segja, iðulega
tveim hljómsveitum á sama tímabili,“
segir Örn. Hann segir að næsta hálfa árið
muni hann stjórna milli sextíu og sjötíu
tónleikum sveitarinnar með um tuttugu
mismunandi dagskrám.
- En er ekki óvenjulegt að menn
komist í slíka stöðu strax að námi loknu
og telur Örn sjálfur að hann hafi dottið í
lukkupottinn með því að hreppa stöðuna?
Ekki frændi neins
„Já, tvímælalaust: Ég var á réttum stað
á réttum tíma. Hafa ber í huga að
samkeppni í þessu fagi er afskaplega
hörð og það er feikilega erfitt að byrja
sem stjórnandi. Ég var heppinn að staðan
skyldi losna og að ég skyldi frétta af henni
og geta farið suðureftir til að fylgja
umsókninni eftir. Ég er ekki að gorta
neitt þótt ég segi að á hinn bóginn var það
þó kunnátta og hæfni sem réð mestu um
hver var ráðinn enda þekkti ég engan
málsmetandi mann sem gat kippt í ein-
hverja spotta, - var ekki frændi neins.
Ég hafði það heldur á móti mér að ég
skyldi ekki né talaði spænsku þegar ég
sótti um stöðuna. Það hefur þó ekki
komið að sök í starfinu, enda er það ekki
svo að hljómsveitarstjórar stjórni með
mælgi. Þá er um þriðjungur hljóðfæra-
leikara í hljómsveitinni erlendur, einkum
Bandaríkjamenn svo að tungumálaörð-
ugleikar hamla síður en svo almennum
samskiptum við hljóðfæraleikarana.“
Örn er ráðinn sem annar stjómandi
hljómsveitarinnar þetta starfsár og búið
er að skipuleggja dagskrá hljómsveitar-
innar að mestu fram á næsta sumar. Hann
heldur af stað til Mexíkó í byrjun næstu
viku og þá tekur við mikil törn fram að
áramótum. Eftir áramótin hægist lítillega
um en þá taka við önnur verkefni.
Ýmislegt er þá í deiglunni sem Örn telur
ótímabært að nefna að svo komnu máli
en nefnir þó að þar á meðal muni hann
stjóma Fílharmóníuhljómsveit Mexíkó-
borgar sem er heimsþekkt gæðahljóm-
sveit og hefur leikið inn á tugi hljóm-
platna og hljómdiska. Þá mun hann
einnig stjórna hljómsveit Mexíkóóper-
unnar.
Mexíkó er eitt skuldugasta ríki verald-
ar og efnáhagsástand þar talið heldur
bágborið. Hvernig gengur að komast af í
Mexíkó?
„Ég hef mjög góð laun á mexíkanskan
mælikvarða og get lagt sæmilega fyrir af
Íæim. Verðlag er allt annað en hér á
slandi og ýmislegt sem hér þykir sjálfsagt
að hafa þekkist vart þar. Ég á til dæmis
engan bíl og hef ekki síma, en bara að fá
sér síma kostar upp undir hálfs árs
brúttólaun mín. Hins vegar er það sem
framleitt er í landinu sjálfu afskaplega
ódýrt og vinnuafl er ódýrt. Ég lifi því
ágætlega á launum mínum í Mexíkó en
hins vegar yrði lítið úr þeim hér á
íslandi.“
Ekki á heimleið í bili
- En er Örn á leiðinni til íslands eða
ætlar hann alfarið að setjast að erlendis?
„Auðvitað hlýtur það að vera draumur
sérhvers tónlistarmanns að geta starfað í
sínu eigin heimalandi. Hljómsveitar-
stjóm er eitt þeirra starfa sem margir
telja sig geta unnið. Hins vegar virðast
þeir vera tiltölulega fáir sem í raun og
veru geta það. Nú máttu ekki skilja mig
■v