Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miövikudagur 30. ágúst 1989 ísfisksölur í Bretlandi og Þýskalandi vikuna 21. til 25. ágúst: 1505 tonn seld ytra Á Bretlandsmarkaði voru seld samtals 1060 tonn af ísfiski í liðinni viku, fyrir rúmar 113 milljónir króna. Þar af var hlutur þess fisks sem seldur var úr gámum 803 tonn að verðmæti 85 milljónir króna. Á Þýskalandsmarkaði voru seld 444 tonn fyrir tæpar 28 milljónir króna. Þrír bátar lönduðu í Hull og Grimsby samtals 258 tonnum. Þetta voru Frigg VE 41 með 69,5 tonn, meðalverð 104,33 krónur, Huginn VE 55 með 113,3 tonn, meðalverð 100,73 krónur og Otto Wathne NS 90 með74,8 tonn, meðalverð 121,56 krónur. Heildarverðmæti afla bát- anna var 27,8 milljónir króna. Af þessum 257 tonnum voru um 199 ton n af þroski, meðal verð 117,22 krónur, 71 tonn af ýsu, meðalverð 102,30 krónur, rúm 16 tonn af ufsa, meðalverð 40,71 króna og af karfa og kola var seld rúmt tonn af hvorri tegund. Þá voru seld um 5,4 tonn af blönduðum afla fyrir um 120,49 króna meðalverð. Úr gámum voru seld rúm 803 tonn fyrir um 85 milljónir króna. Þar af var 331 tonn af þroski, meðalverð 118,34 krónur, 358,7 tonn af ýsu, meðalverð 96,48 krónur og af ufsa voru sel um 17 tonn, meðalverð 39,55 krónur. Af karfa voru seld 8 tonn, meðalverð 68,88 krónur, 38 tonn af kola, meðalverð 100,34 krónur og af blönduðum afla voru rúm 49 tonn, meðalverð 130,24 krónur. Tvö skip seldu í Bremerhaven í Þýskalandi, samtals tæp 445 tonn, fyrir 28,7 milljónir króna. Vigri RE 71 seldi 278 tonn, meðalverð 66,84 krónur og Rauðinúpur ÞH 160 seldi rúm 166 tonn, meðalverð 60,97 krónur. Af þessum 445 tonnum voru tæp 323 tonn af karfa, meðalverð 64,82 krónur, rúm 59 tonn af ufsa, meðalverð 65,88 krónur og af þorski var selt rúmt 21 tonn, meðalverð 83,33 krónur. Þá seldu skipin 19,5 tonn af grálúðu, meðalverð 81,35 krónur og blandaður afli vó 21,6 tonn, meðalverð 25,16 krónur. -ABÓ Verksummerki við Sogaveginn í gær. Á myndinni má sjá að illa hefði getað farið ef einhverjir hefðu verið á ferðinni framhjá glugganum sem skotið var út um (innfelld mynd). Tímamynd: Pjetur Þrír ölvaðir menn skutu af byssum í húsi við Sogaveg í gærmorgun: Gluggar, hurðir og veggir útskotnir Fyrsta hassmálið á Ólafsfirði: Um15manns yfirheyrðir Lögreglan í Reykjavík handtók í gærmorgun þrjá menn í einbýlishúsi við Sogaveg eftir að tilkynnt hafði verið um að skotið hefði verið af byssu út um glugga á kjallaraherbergi hússins._________________ Klukkan 9.27 tilkynnti leigubíl- stjóri að skotið hefði verið af byssu út um glugga á tilteknu húsi við Sogaveg. Lögreglubíll í nágrenninu var þegar sendur á staðinn til að halda vegfarendum frá húsinu. Send voru skotheld vesti og fleiri lögreglu- menn á staðinn, sem umkringdu húsið. Sogaveginum var lokað fyrir allri umferð og fólki vörnuð ganga um götuna. Þegar búið var að umkringja húsið var beðið átekta í smá stund Lögreglan á Ólafsfirði og rann- sóknarlögreglan á Akureyri hand- tóku á sunnudag tvo menn á Ólafs- firði grunaða um fíkniefnaneyslu og dreifingu. Mennirnir sem báðir eru búsettir á staðnum, voru færðir til Akureyr- ar til yfirheyrslu og í framhaldi af því voru um 15 manns frá Ólafsfirði og Akureyri yfirheyrðir og játuðu allir á sig hassneyslu. Annar mann- anna sem handteknir voru á Ólafs- firði hafði einnig með höndum dreifingu á hassinu, sem keypt var í Reykjavík, en að sögn rannsókn- arlögreglu er ekki um umfangsmik- ið mál að ræða. Þetta er fyrsta málið af þessum toga sem upp kemur á Ólafsfirði. Rannsókn málsins er ekki að fullu lokið og ekki fullvíst um hversu mikið magn af hassi var að ræða. -ABÓ og fylgst með hreyfingu innandyra. Eftir skamma stund kom piltur út úr húsinu og handtók lögreglan hann þegar í stað. Hann sagði þeim að tveir til viðbótar væru inni og fikruðu lögreglumennirnir sig að inngangin- um þar sem hurðin að kjallaranum var opin. Þegar inn í fordyrið var komið lágu skotvopnin, tveir rifflar og ein haglabyssa, á gólfinu. Lög- reglumennirnir fóru því næst inn og handtóku tvo menn til viðbótar. Um klukkutími leið frá því að fyrstu lögreglumenn komu á staðinn til að halda vegfarendum frá, þar til mennirnir þrír höfðu verið yfirbug- aðir og settir í járn, án þess að geta veitt nokkra mótspyrnu. Að sögn lögreglu var búið að hleypa fjölmörgum skotum af hagla- byssunni í herberginu, sem tveir af mönnunum höfðu á leigu, og gluggar, hurðir og veggir útskotnir. Sem betur fór varð enginn fyrir meiðslum vegna þessa uppátækis mannanna. Síðdegis í gær var ekkert farið að yfirheyra mennina, sem eru á aldrin- um frá 24 ára til 34 ára, sökum ölvunar og voru þeir látnir sofa úr sér í fangageymslum lögreglunnar. Búist var við að yfirheyrslur gætu hafist síðar í gær. Tvær byssur af þeim sem lagt var hald á, voru skráðar á einn af mönnunum þrem. -ABÓ Alþjóðleg rallkeppni Arnarflug: Yf irmaður í Evrópu Ákveðið hefur verið að Magnús Oddsson, sem verið hefur markaðs- stjóri Arnarflugs hf. frá 1983, verði yfirmaður Arnarflugs í Evrópu frá og með 15. septembernæstkomandi. Magnús mun hafa yfirumsjón með allri starfsemi félagsins erlendis. í fréttatilkynningu frá Arnarflugi segir að umsvif Arnarflugs í Evrópu hafi aukist verulega undanfarið með fjölgun ferða og áætlunarstaða sam- fara mikilli aukningu flutninga frá þessu svæði. Því sé það þáttur í að styrkja enn frekar stöðu félagsins á meginlandinu að ráða sérstakan yfirmann rekstrar félagsins erlendis. Magnús mun hafa aðsetur í Amster- dam. Bílanaustsrallið 1989 hefst á há- degi n.k. föstudags þegar fyrsti bíll- inn verður ræstur við verslun Bíla- nausts við Borgartún. Þetta er al- þjóðleg keppni og taka fjórar erlend- ar áhafnir þátt í keppninni, þrjár þeirra koma með eigin bíla en ein fær lánaðan bíl hér á landi. Keppt verður á tuttugu og sex bílum og að sögn Magnúsar Arnar- sonar hjá BÍKR má búast við harðri keppni. Á iaugardag verður ekið frá Reykjavík að Tröllhálsi, um Kalda- dal að Svartagili og endað í Gufu- nesi. Á laugardag verður ekið austur yfir fjall. Ekið verður um Heklu- braut, Dómadal, Fjallabaksleið og niður í Meðalland. Á sunnudag verður ekið um Grafning og Gjábakkahraun og síð- an niður að ströndinni að ísólfsskála meðal annars og endar rallið síðan upp úr kl. 16 þegar bílarnir byrja að koma í mark við Bílanaust í Reykja- vík. -sá Ein þeirra erlendu áhafna sem keppa í Bílanaustsrallinu. Það eru Skotarnir Philip Walker ökumaður og David Wilford aðstoðarökumaður. Þeir Walker og Wilford eru nú í þriðja sæti að stigum ■ skoska rallinu og þetta er í áttunda sinn sem þeir keppa í ralli á Islandi. Tímamynd: Ámi Bjama.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.