Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. ágúst 1989 Tíminn 3 Ríkisstjórnin fær tií athugunar skýrslu um skattlagningu vaxtatekna sem skapar forsendur fyrir verulegri lækkun eignaskatts: Staðgreiðsla skatta af fjármagnstekjum Fjármálaráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gær skýrslu um skattlagningu fjármagnstekna sem sérstök nefnd hefur unnið um málið. Þar kemur fram að vaxtatekjur gætu orðið ríkissjóði verulegur skattstofn og skilað um 1,5 milljarði króna til ríkisins á næsta ári. Már Guðmundsson, efnahags- ráðgjafí fjármálaráðherra og formaður nefndarinnar sagði Tímanum í gær að þrátt fyrir að heildartekjur af fjármagns- skatti gætu numið einum og hálfum milljarði væri ráð fyrir því gert í tillögunum að á mótí þessari tekjuaukningu kæmi lækkun á eignarskatti auk tekjuskerðingar sem kæmi til vegna aðgerða sem miðuðu að því að auka skattalegt hagræði hlutafjáreignar. Már sagði að skatturinn á fjár- magnstekjur yrði lagður á innan ramma laga um tekju- og eignaskatt þannig að ekki yrði um sérstakan skatt að ræða. Þetta væri í samræmi | við þann megintilgang tillagnanna að gera ekki greinarmun á uppruna þeirra tekna sem skattlagðar væru og samtímis væri reynt að mismuna ekki sparnaðarleiðum þannig að skattkerfið sem slíkt beindi ekki fjármagni á staði sem að öðrum kosti væru ekki arðbærir. Nefndin gerir tillögur um að skatt- ur af fjármagnstekjunum verði inn- heimtur í staðgreiðslu og fái bank- arnir og aðrar stofnanir sem greiða vexti það hlutverk að innheimta skattinn á svipaðan hátt og vinnu- veitendur innheimta nú staðgreiðslu af launatekjum og síðan yrði sú staðgreiðsla gerð upp einu sinni á ári samhliða öðrum tekjuskatti. Hug- mynd nefndarinnar er ennfremur að bankareikningar sem bera vexti und- ir ákveðinni raunávöxtun verði skattfrjálsir s.s. almennar spari- sjóðsbækur. Nefnt hefur verið að þessi mörk verði í kringum 1% raun- ávöxtun. Við ákvörðun á skattstofni óverð- tryggðra reikninga, þ.e. hvað telst raunávöxtun og hvað verðbótaþátt- ur er gerð tillaga um svo kallaða hlutdeildaraðferð sem t.d. er notuð í svipuðum tilgangi í Finnlandi. í skýrslu nefndarinnar koma ein- nig fram tillögur um breytta skatt- lagningu á arði. Arðgreiðslur fyrir- tækja verða samkvæmt því að fullu frádráttarbærar frá skatti, en á móti kemur að þeir sem fá arðinn greidd- an þurfa að borga af honum skatt á sama hátt og af öðrum fjármagns- tekjum, en hingað til hafa arð- greiðslur verið skattfrjálsar upp að 90. þús kr. en eftir það tvískattaðar og hverfur þar með öll tvísköttun. Eins og áður segir leggur nefndin til að eignaskattur verði lækkaður en að sögn Más Guðmundssonar leggur nefndin ekki fram neinar tillögur um það hversu mikið það yrði. Segir Már að slíkt hljóti að verða pólitísk ákvörðun sem tekin verði í tengslum við fjárlagagerðina. Um það hvort hér væri ekki komið kærkomið tæki- færi fyrir ráðamenn í fjármálaráðu- neytinu til að draga í land varðandi umdeildan eignaskatt sagði Már: „Við höfum alltaf ságt að eigna- skatturinn sé í raun frumstæð gerð af fjármagnsskatti og að þessi aðferð sem nú er verið að tala um sé í raun miklu betri, þannig að við erum að framkvæma það sem við höfum boðað en ekki að gefa eftir í einu eða neinu.“ Hann sagði ennfremur að þessi skattur á fjármagnstekjur gæti ekki í náinni framtíð að fullu komið í stað eignaskatts, því eignaskattur- inn næði til fleiri atriða en verðbréfa og bankainnistæða, hann næði líka til fasteigna. Og á meðan reiknaðar leigutekjur af fasteign til eigin nota væru ekki skattlagðar eins og í sumum öðrum löndum væri fyrir hendi réttlæting á eignaskatti. Hitt væri þó hægt að hugsa sér að eignir væru lítið sem ekkert skattlagðar en allar tekjur af eignum væru það, þar á meðal reiknaðar leigutekjur af eigin fasteign, en slíkt væri þó ekki á dagskrá nú. Tekjur ríkissjóðs af eignaskatti einstaklinga nema nú u.þ.b. 1,4 milljörðum og brúttótekjur af skatt- lagningu fjármagnstekna eru áætlað- ar allt að 1,5 milljörðum. Ljóst er að með þessu skapast forsenda fyrir verulegri lækkun á eignaskattsprós- entunni og þó þegar hafi verið gerðar tillögur um að hún verði lækkuð bíður það pólitískrar ákvörðunar hversu mikið það verður. Ríkisstjórnin hefur nú skýrslu um skattlagningu fjármagnstekna til at- hugunar, en nefndin heldur áfram störfum og mun vinna við að semja frumvarp um málið, sem lagt verður fyrir þingið í haust ef það fær hljómgrunn í ríkisstjórninni. . BG Milljónatjón hjá Arlaxi á Kópaskeri: Tvö600tonnaker brustu samtímis „Við erum ekki farín að taka þetta saman en það er Ijóst að mikið tjón hefur orðið þegar kerin brustu. Svo virðist sem að mjög harkalega hafi hrunið undan öðru kerinu sem brast og vatnsflaumurinn hafi grafið undan hinu kerinu þannig að það hrundi líka og tæmdist,“ sagði Björn Guðmundsson stjórnarformaður Árlax á Kópaskerí í gær. Það var laust yfir kl. níu í gær- morgun að starfsmenn stöðvarinnar heyrðu mikinn dynk eða undirgang og þustu út og sáu þá að bæði kerin höfðu rofnað og allt vatn og fiskur sem í þeim hafði verið flóði út. í hvoru keri urn sig voru 600 tonn af vatni þannig að af þessu varð mikið flóð sem barst út í læk þarna skammt frá og þangað barst einnig talsvert af laxinum úr kerjunum. Björn sagði að atburðurinn hefði verið tilkynntur til lögreglunnar og hún beðin að taka skýrslur. Björn sagði að ekki væri neinn grunur um að skemmdarverk hefði verið framið, heldur vildu menn standa rétt að öllum hlutum vegna óhjá- kvæmilegra eftirmála í sambandi við bótaskyldu og tryggingar. Áriax ræktar matfisk og í öðru kerinu var stærsti lax fyrirtækisins sem búinn var að ná slátrunarstærð og ætlunin var að slátra fiskinum á næstu mánuðum. Starfsfólk Árlax reyndi eftir megni að ná fiskinum þar sem hann flaut um svæðið og fiskverkunarfólk hjá Útnesi hf. sem er þarna nærri kom einnig til hjálpar þannig að nokkuð náðist af fiski og var hann blóðgaður strax. Kerin sem brustu voru úr þykkum bárujárnseiningum sem boltaðar voru saman og mynduðu hringlaga skál sem fóðruð var að innan með sérstökum plastdúki, svipuðum þeim sem sundlaugar eru gjarnan fóðraðar með. Guðrún Þórhallsdóttir hjá Árlaxi sagði að í öðru kerinu hefðu verið nálægt fimm þúsund eins og hálfs kílós fiskar en í hinu hefðu verið um 40 þúsund stykki af 400 gramma laxi. Guðrún sagði að Árlax væri með gilda eldistryggingu og trygg- ingaverðmæti fisksins í kerjunum hefði verið um tíu milljónir króna. Hún sagðist búast við að tjónið væri bótaskylt en á þessari stundu gæti hún ekkert sagt um hugsanlegar bótakröfur; hvort, eða á hendur hverjum þær yrðu gerðar. Árlax er hlutafélag og stærstan hlut í fyrirtækinu eiga Samband íslenskra samvinnufélaga, KEA og Eimskip og fleiri. -sá Kjaranefnd BHMR og fjármálaráðuneytis að Ijúka störfum: Bíða umsagnar BHMR og ríkisins Nefnd sú sem BHMR og fjármála- ráðherra sömdu um í samningunum í vor er leið að komið skyldi á fót til að rannsaka og bera saman kjör ríkisstarfsmanna við kjör sambæri- lega menntaðra manna á einkamark- aði, er um það bil að ljúka störfum. Samkvæmt kjarasamningnum skyldu væntanlegar niðurstöður nefndarinnar lagðar til grundvallar þegar endurskoðun launakjara ríkis- starfsmanna færi fram og ef starfsemi nefndarinnar leiddi í ljós að kjör ríkisstarfsmanna væru rýrari en kjör þeirra sem önnuðust sambærileg störf á almenna vinnumarkaðnum, þá skyldi endurskoða launalið kjara- samningsins. Samkvæmt óstaðfestum heimild- um telja ýmsir innan BHMR að nefndin hafi komist að þeirri niður- stöðu að launakjör ríkisstarfsmann- anna séu síst verri en á einkamark- aðnum. Ólafur Haraldsson fram- kvæmdastjóri Gallup á íslandi er formaður nefndarinnar. Hann sagði að nefndin hefði skilað áliti sínu fyrir nokkru og biði nú umsagnar og athugasemda frá málsaðilum. Hann vildi að svo stöddu ekkert gefa upp um niðurstöður nefndarinnar. -sá Athugasemd við frétt í Tímanum í gær var frétt um hrakfarir farangurs okkar skógrækt- armanna í Mýrdalnum í æsifréttarst- íl sem þarfnast nokkurra leiðrétt- inga. Það er ekki rétt að „of mikil sorphirða“ hafi verið gerð að lög- reglumáli af okkar hálfu, né neinna annarra svo okkur skógarmönnum sé kunnugt eins og Tíminn breiðir út á forsíðu sinni í gær. Hið rétta er að hin ógnarhraða og ofskilvirka sorp- hirða í Mýrdalshreppi hreinlega henti og brenndi nánast samstundis allan okkar farangur, - til skógrækt- arinnar í landi okkar þar eystra. Að beiðni sveitarstjórans gáfum við skýrslu hjá lögreglunni í Vík um málið svo hægt væri að átta sig á réttarstöðu okkar í málinu gagnvart hreppnum. Við kusum þrátt fyrir fyrirspurn þar um að kæra ekki atvik hins ógnar- og ofskilvirka sorphirðu- manns í Vík, heldur aðeins að skýrsla væri til um málið til athugun- ar hvort m.a. trygging hreppsins fyrir starfsmenn hans næði ekki örugglega yfir mistök af þessu tagi sem illskiljanleg eru og virðast flestu venjulegu fólki óskiljanleg með öllu, - en það er aftur annað mál. Um sveitungana fyrir austan höf- um við ekkert nema gott að segja, alla nema þennan tryllingslega samviskusama ruslakall sem bað okkur félagana aldrei svo mikið sem afsökunar á öllu saman. Ekki í eitt skipti einu sinni. Hans orð verða okkur seint gleymanleg við fund okkar eystra. „Mér er bara alveg nákvæmlega saman. Og verið þið blessaðir!“ Að loknu þessu ávarpi yfir okkur lokaði hann hurðinni á húsi sínu og setti smekklásinn á svona til öryggis fyrir þessum trjá- plöntuborgarskríl að sunnan. Virðingarfyllst, Magnús H. Skarphéðinsson, Reynir Baldursson, Ari Tryggvason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.