Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 16
AUGLÝSINOASÍMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 “CW0- ta SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. ÁTTHAGAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR Glsasilegur salur til leigu fyrir lamkvami og fundarhöld á daginn aem á kvöldin. íc PÓSTFAX TÍMANS 687691 V I'í lllillll MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGUST 1989 Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra: liggur í augum uppi að þar þurfa að vera vissar takmarkanir. í>að er oft og tíðum farið frjálslega með slíkar heimildir. Það er hins vegar slæmt ef forsendur liggja ekki nægi- lega vel fyrir þegar hinir ýmsu aðilar ákveða í hvað er ráðist. Við höfum talið að skerðingar á aflaheimildum þyrftu í meira mæli að bitna á þeim sem sigla með aflann. Hins vegar hefur Alþingi fellt slíka tillögu. Ég tel að ef þeir aðilar taki ekkert tillit til þess hvernig atvinnulíf er í landinu munu þeir smátt og smátt fyrirgera rétti sínum til að selja aflann óunninn úr landinu." - BG/EÓ Hörö gagnrýni hefur komið fram á kvótakerfið í kjölfar sölunnar á Sigurey frá Patreksfirði. Sighvatur Björgvinsson lét svo ummælt í útvarpsfréttum að þetta væri dauðadómur á kvótakerfi Halldórs Asgrímssonar sjávarútvegsráöherra. „Ég tel það fráleitt að tengja stjórnun fiskveiðanna við þessa sölu,“ sagði Halldór í samtali við Tímann. Hann benti á að svo lengi sem menn muna hafi fylgt því framsal á rétti til fiskveiða að selja skip og að vandamál svipuð því sem nú hefur komið upp á Patreks- firði hlytu því að fylgja hvaða skipulagi fiskveiða sem væri svo lengi sem menn hafa það að mark- miði að halda fjölda skipa í wmmmmmMwumm skefjum. „Meðan menn vilja hafa skipin sem fæst þá verður þetta vandamál uppi. Það er hins vegar oft svo þegar alvarlegir hlutir ger- ast að þá verður mönnum það á að kenna einhverju um sem alls ekki stenst. Ég vil ekkert segja hvað verður gert í þessu máli. Ég tel að þær fjármagnsstofnanir sem eiga fjár- magn bundið í þessu skipi hljóti að meta niálið gagnvart sínum hags- munum og þeirri staðreynd að það hangir ýmislegt fleira á spýtunni. Það mat hefur ekki enn farið fram. Hins vegar undrast maður mjög miðað við þá afkomu sem útgerðin tjáir okkur að sé fyrir hendi í dag hvernig fjárfesting sem þessi muni geta skilað arði. Það má vel vera að ýmsir þeir sem eru að kaupa skip á þessu verði í dag geri ráð fyrir því að hægt sé að ráðstafa aflanum að eigin hætti meðal ann- ars með siglingum erlendis en það Halldór Ásgrímsson. Óbreytt staöa stjórnarmyndunar- viöræöna: Júlíus svarar fyrir helgina Enn hefur ekki fengist úr því skorið hvort Borgaraflokkurinn verður aðili að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Að sögn Júlfusar Sólnes formanns flokksins verður ákvörðun um það tekin fyrir helgi. Ljóst þykir að heldur meiri líkur séu á stjórnarþátttöku borgara nú en áður. Formenn stjórnarflokkanna áttu tveggja klukkustunda langan fund, í Borgartúni 6, með fulltrúum Borg- araflokksins í gær þar sem farið vai yfir athugasemdir borgaraflokks- manna við þau drög að stjórnarsam- starfi er þeir fengu í hendur í gær. Ekki fékkst upp gefið í gær hvaða atriði borgarar leggja áherslu á að bætt verði inn í samninginn, en ljóst er að ekki ber mikið á milli. Að sögn Steingríms Hermannssonar forsætis- ráðherra voru málin rædd á fundin- um í gær, en forsætisráðherra sagði ekki tímabært að ræða þau efnislega þar sem að afstaða Borgaraflokks lægi ekki fyrir. - ÁG Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er hann kom út af fundinum í gær. Hann vildi ekki tjá sig um gang samningaviðræðna þar sem að afstaða borgara lægi ekki enn fyrir. íslandsbanki hf.: Bankaráðið ræður fjóra framkvstj. Á fundi bankaráðs íslandsbanka í gær voru ráðnir fjórir framkvæmdas- tjórar við bankann frá og með 1. janúar n.k. auk þess sem skipulag bankans var ákveðið í meginatrið- um. Framkvæmdastjórarnir sem ráðnir voru eru þeir Guðmundur Hauksson, sem stýrir á sviði fyrir- tækjalána og lögfræðimála, Kristján Oddsson, sem stýrir á sviði af- greiðslumála og fræðslumála, Jó- hannes Siggeirsson, sem stýrir á sviði þjónustu og gæðastjórnunar og Ragnar Önundarson, sem stýrir á sviði fjármála og verðbréfavið- skipta. Þá hefur bankaráð gengið frá verkaskiptingu bankastjórnar, og mun Valur Valsson bankastjóri verða formaður, Björn Björnsson bankastjóri sér um rekstrar- og tæknimál, og Tryggvi Pálsson banka- stjóri sér um alþjóðaviðskipti og markaðsmál. Samkvæmt skipuriti fyrir bankann greinist hann í sex svið og stýra nýráðnir framkvæmdastjórar einu hver og bankastjórarnir Tryggvi og Björn hvor sínu sviði auk þess að sitja í bankastjórn. -BG Biskupstungur: Eldur í sumarhúsi Eldur kom upp í sumarbústað að sökum vatnsskorts og brann bústað- Efri-Reykjum í Biskupstungum um urinn til kaldra kola. Enginn var í klukkan átta í gærmorgun. Þegar sumarhúsinu þegar eldurinn kom slökkviliðið kom á vettvang logaði upp og eru eldsupptök ókunn. mikill eldur. Það fékk við lítið ráðið -ABÓ 31. fjórðungsþing Norðlendinga: Byggðaþróun í blindgötu? Hið árlega fjórðungsþing Norð- lendinga verður haldið á Akureyri dagana 1. og2. september nk. Auk venjulegra fundarstarfa mun tvo málaflokka bera hæst á þinginu: Annars vegar munu þingfulltrúar ræða verkefnaskipti ríkis og sveit- arfélaga, auk málefna tekjustofna sveitarfélaga, og hins vegar verður þeirri spurningu varpað fram, hvort byggðaþróun á Norðurlandi stefni í blindgötu. Föstudaginn 1. september mun Guðmundur Bjarnason hafa fram- sögu um heilbrigðismál, Gerður G. Óskarsdóttir um skólamál, Þórður Skúlason um ýmsa þætti tekjustofna sveitarfélaga og loks Steingrímur Sigfússon um land- búnaðarmál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.