Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 30. ágúst 1989 . Miðvikudagur 30. ágúst 1989 .Tíminn 9 . ' - . I—I und I ag I sl (( Eðalhundar ganga kaup um og sölum fyrir himinhá ar upphæðir Eftir Árna Gunnarsson Það getur kostað 50.000-70.000 krónur að fá lánaðan efnilegan hund til að gagnast tík. Sagan segir líka að í einu ónefndu sjávarplássi úti á landi hafi labradorhundur álpast upp á schafertík þar sem að hún var bundin við snúrustaur á meðan eigandinn brá sér í sturtu. Eftir þetta stundargaman var labradorinn tek- inn af lífi, en tíkin send í fóstureyðingu. Þetta er bara ein af þeim sögum sem ganga manna á milli, þegar rætt er um hundahald og þá peninga sem sagðir eru vera í spilinu þegar „góð“ tík eignast hvolpa, undan „góðum“ hundi, og út- koman eru „góðir“ hvolpar. Formaður Hundaræktarfélags íslands, Guðrún Ragnars Guðjohnsen, segir að þess séu dæmi að eigendur verðlaunahunda selji hvolpa undan þeim á uppsprengdu verði, en varar jafnframt við því, enda sé markmiðið með hundarækt ekki að hagn- ast á henni heldur að bæta þá stofna sem til eru í landinu. Ræktum hunda - ekki peninga „Það hefur verið markmið félagsins að reyna að halda hvolpaverði sanngjörnu, en við getum ekki bannað fólki að selja hunda á því verði sem það vill fá fyrir þá,“ segir Guðrún. „Það er eindregin stefna okkar að reyna að halda hvolpum á því verði sem er viðráðanlegt öllum. Það að kaupa hreinræktaðan hund á að okkar mati ekki bara að vera á færi þeirra sem hafa mikla peninga á milli handanna. Þetta hefur tekist furðu vel og það er nokkuð góð samstaða um það innan félagsins að vera ekki að reyna að græða á hundunum.“ Guðrún segir að þó sé alltaf til einn og einn hundaeigandi, sem telji sig eiga það verðmætt dýr að hann geti farið fram á háar upphæðir fyrir afkvæmin. „Þetta er náttúrlega mjög rangt, því hver er kominn til með að segja að verðháir hundar skili afkvæmum mið- að við verðlag? Markmið okkar er ræktun hunda, ekki ræktun peninga.“ Peningagræðgin til skammar Guðrún segir að á tímabili hafi ríkt ófremdarástand í ræktun scháferhundaj þar sem arðsemissjónarmið hafi ráðið ferðinni. Það mál sé sem betur fer úr sögunni þar sem hægt hafi verið að sýna fram á að hvolpar sem seldir voru fyrir tugi þúsunda hafi ekki verið peninganna virði. Þar hafi verið á ferðinni hundar sem ekki voru hreinræktaðir og þess séu dæmi að fólk hafi keypt sér tíkur af scháferkyni eingöngu til þess að ná sér í peninga. Tíkurnar hafi síðan verið látnar eiga hvolpa löngu áður en þær tóku út andlegan og líkamlegan þroska. „Þetta var öllum til hneisu,“ segir Guðrún. Hundarækt stendur á gömlum merg víðast hvar í löndunum í kringum okkur og í Bretlandi hafa menn til dæmis fengist við að rækta hunda í meira en hundrað ár. Hundaræktarfélag íslands er aftur á móti til þess að gera ungt. Það var stófnað árið 1969 og verður tuttugu ára gamalt 4. september næst komandi. Að sögn Guð- rúnar hefur verið unnið að ræktunarstörf- um þennan tíma, við erfiðar aðstæður vegna þess að úr litlu hefur verið að moða, en innflutningur hunda og sæðis er bannaður. Þess vegna hefur verið notast við þann stofn sem fyrir var í landinu og þá hunda sem fluttir hafa verið inn á undanþágum, en þeir eru ekki í öllum tilvikum heppilegir til ræktunar. Miðstýrð og markviss hundarækt Það má segja að ræktun hunda hér á landi sé mjög miðstýrð af Hundaræktar- félagi íslands, en innan þess hafa verið stofnaðar deildir um hvert kyn. Til þess að geta stofnað ræktunardeild um ákveð- ið hundakyn þurfa að vera til staðar að lágmarki fimmtán einstaklingar af þessu kyni sem bjóða upp á ræktun. Skilyrði fyrir því að unnt sé að færa hund inn í ættbók er að báðir foreldrar séu ættbók- arfærðir, annað hvort hjá Hundaræktar- félagi íslands, eða samsvarandi félögum erlendis. Viðkomandi hundur er þá dæmdur eftir útliti og andlegum eiginleik- um, sem æskilegt þykir fyrir viðkomandi tegund. Þessir tveir þættir vega nokkuð jafnt á metunum, þegar tekin er afstaða til þess hversu hæfur hundurinn er til undaneldis. Sé tekið dæmi um mann sem á hreinræktaða tík er hann ætlar að láta eignast hvolpa og vill gjarnan að afkvæm- in verði móðurbetrungar, þá hringir hann í Hundaræktarfélagið og gefur upp ætt- bókarnúmer tíkarinnar. Hjá félaginu er skýrsla tíkarinnar lesin yfir og síðan reynt að velja hund handa tíkinni, sem hefur þá eiginleika sem hana vantar, eða styrkir jákvæða kosti hennar sem undaneldis- dýrs. Guðrún segir að deildirnar séu ræktunarráðgjöf fyrir viðkomandi kyn og hlutverk þeirra sé að standa vörð um að stefnt sé að ræktunarmarkmiði hvers kynsins við ræktun. Við kynbætur þurfi að hafa í huga að hundurinn beri útlit og m i r ,, hund x"->- > Tveir Irish Setter hundar ásamt einum „seisicapshundi“ skapgerðareiginleika þess kyns sem hann telst til. Hundaræktin er einungis einn liður í starfsemi Hundaræktarfélagsins. Félagið beitir sér í baráttu fyrir hagsmunum hundaeigenda almennt og námskeiða- haldi fyrir hunda og eigendur þeirra. Guðrún segir það útbreiddan misskilning að félagið sé einungis til fyrir eigendur hreinræktaðra hunda, en hér sé um að ræða samtök allra hundaeigenda. Skóli fyrir hunda Fyrir utan ræktunarstarfsemi rekur Hundaræktarfélagið skóla fyrir hunda með það að markmiði að veita fræðslu til hundaeigenda um uppeldi, umönnun og þjálfun dýranna. Félagið vantar hins vegar bæði viðunandi húsnæði og útivist- i n n £ £ r m % *(*""’* !* »» *##• 5 má arsvæði fyrir starfsemi skólans. Núna er boðið upp á námskeið um uppeldi hvolpa, einnig er boðið upp á svo kallaða hundafimi, þ.e. að lagðar eru hindrun- arþrautir fyrir hunda og þeir látnir hlaupa eins konar hindrunarhlaup í gegnum samnefnda braut. Þá er björgunarhunda- sveit íslands starfandi í skólanum. Einnig er stefnt að því að bæta við þjálfun veiðihunda á næstunni. í upphafi greinarinnar var vitnað til þess að tík hafi verið send í fóstureyð- ingu. En er slíkt algengt? Helga Finnsdóttir dýralæknir og áhugamanneskja um hunda segir að í raun og veru sé það matsatriði hvort tíkur séu sendar í fóstureyðingu. Það fari eftir eigandanum hvað hann geri við tíkina sína og hafi ekkert sérstaklega með ræktun að gera. Það skal tekið fram að mm M'.: - þegar fóstrum tíkar er eytt er það gert með einni sprautu, en ekki aðgerð. Gerðar meiri krófur til hundaeigenda en eigenda annarra dýra í þéttbýii Helga segir að á mörgu sviðum búi íslenskir hundaeigendur við vanþekkingu og séu að berjast við fákunnáttu og vanþekkingu margra aðila, sem geri þeim erfitt fyrir. Hún vill meina að kröfur sem gerðar eru á hendur hundaeigendum séu mun meiri en þau skilyrði sem sett eru fyrir öðru dýrahaldi í þéttbýli. „í fyrstu grein um hundahald í Reykja- vík segir að hundahald sé bannað,“ segir Helga. „í annarri gein er síðan sagt að lögráða einstaklingur megi halda hund og síðan kemur upptalning á þeim skilyrðum sem þarf að fullnægja til að geta haldið hund. Búi viðkomandi einstaklingur í fjölbýlishúsi þarf hann að fá skriflegt samþykki allra þeirra sem búa í sömu blokk, til þess að fá að hafa hund. Þetta gildir jafnt um litla hunda sem þurfa lítið að fara út og stóra hunda sem þurfa mikla hreyfingu. Búir þú í raðhúsi þarft þú að fá samþykki nágranna beggja megin við þig. Þú mátt aldrei vera með hundinn lausan, þú mátt aldrei fara með hann niður í bæ og þú mátt heldur ekki fara með hann upp í Öskjuhlíð, Viðey, eða nein opin svæði hér í borginni.“ Ofan á þetta segir Helga að bætist að hundaeigendum sé gert að greiða 7.200 krónur á ári fyrir að fá að halda hund. Sé hundurinn gripinn laus, t.d. vegna þess að hann sleppur út um dyr sem bam opnar, er eigandanum gert að greiða sekt. „Sért þú hundaeigandi ert það þú sem ert alltaf í vöm með þinn hund; og mér finnst það líka óeðlilegt að eigendum Tímamynd: Árni Bjarna einnar dýrategundar sé gert að greiða skatt en ekki öðrum,“ segir Helga. Við viljum eiga stóra hunda En hvemig hunda vilja íslendingar eiga? Að sögn Guðrúnar Ragnars Guðjohnsen formanns Hundaræktarfélags íslands er mest eftirspum eftirstórum hundum. „Það er nú svo merkilegt að það er eins og fólk vilji helst eiga stóran hund,“ segir Guðrún. „Ég veit eiginlega ekki í hverju þetta liggur, held helst að þetta sé eitthvað sálfræðilegt atriði. En staðreyndin er sú að Iitiir og meðalstórir hundar hæfa flestum hundaeigendum. Stóm hundamir em flest- ir vinnuhundar, þeir þurfa hreyfingu og athafnir. Það er ekki nóg að fara með hundinn út í langan göngutúr, hann þarf að hafa eitthvað fyrir stafni líka.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.