Tíminn - 02.09.1989, Page 2
12
HELGIN
Laugardagur 2. september 1989
B Jkuw*.
C JútfeqaU
BD<^piÍm*nku5
sátíte"
r almiw
S XiitL S
T AwUiv
£ teM
Alþingisstaðurinn á Þingvöllum um þær mundlr sem norskl valdsmaðurinn stjórnaðl þar þi nghaldínu. Búð stiftamtmanns Thodals er merkt F á uppdrættinum, en búð fógeta, Skúla
Magnússonar, L. Myndlna gerði listamaðurinn Sæmundur Hólm, sem vlð sögðum frá f sein asta blaði.
þar að lágu eflaust þær ástæður, að
þessum herrum, aðalsmönnunum,
hefur ekki þótt fýsilegt að fara
hingað til dvalar, en það var nú
skilyrði fyrir embættinu í þetta sinn,
- og svo hitt, að hér var um að ræða
mann, sem hafði unnið sér til ágætis
í þjónustu stjórnarinnar og sem hún
vildi verðlauna.
Thodal var norskur í allar ættir og
kominn af fátæku alþýðufólki norð-
an úr Þrándheimi. Hann var fæddur
árið 1718 á Selnæs á Lurö, sem er
eyja í Þrándheimsfirði og vita menn
ekkert um uppeldi hans eða líf fyrr
en liann er 34 ára gamall, en þess er
einhvers staðar getið, að hann hafi
verið guðfræðingur að námi. —
Fyrstu afskipti Thodals af opinber-
um störfum voru þau, að árið 1751
gerðist hann skrifari nefndar, sem
sett var samkvæmt samkomulagi við
Svía, til þess að mæla og ákveða
nákvæmlega landamerkjalínuna
milli Svíþjóðar og Noregs, en hún
var 200 danskar mílur að iengd, eða
1500 km. - Þetta var erfitt og
vandasamt verk, sem stóð yfir í 14
ár, en það mátti svo segja, að Thodal
væri lífið og sálin í starfi nefndarinn-
ar, og þar mæddi mest á honum,
enda viðurkenndi stjórnin dugnað
hans. - Meðan á þessu starfi nefnd-
arinnar stóð, tókst Thodal á hendur
ferð í erindum nefndarinnar, bæði
til Stokkhólms og Pétursborgar, þá
höfuðborgar Rússa, og í tilefni af
þessu, sæmdi stjórnin hann Kancelli-
ráðsnafnbót, og lofaði honum góðu
embætti þegar nefndarstörfum lyki
1767 og var Thodal þá gjörður að
justisráði fyrir vel unnið starf og
veitt fulltrúastaðan hjá stiftamt-
manninum í Björgvin. -
Þegar að því kom, að Thodal
skyldi taka við valdsmannsstöðu
sinni yfir fslandi, þóttist hann ekki
vera nógu vel efnum búinn til þess, að
geta haldið sig með hæfilegri rausn,
enda var hann fátækur maður. -
Hann tók því það ráð, að giftast ríkri
norskri kaupmannsekkju, skömmu
áður en hann fór til íslands. Hún hét
Anna Helena Klow og átti tvö börn
af fyrra hjónabandi, son og dóttur.
- Fjölskylda þessi fór svo til íslands
á einu hinna stóru seglskipa kon-
ungsverslunarinnar sumarið 1770 og
var að vísu vel reiðfari, en kom ekki
út fyrr en eftir Alþingi. Svo settist
þetta fólk að á Bessastöðum, en þar
biðu þess ýmsar raunir, eins og sagt
verður frá. - Frúin dó á fyrsta
misserinu, en Thodal sat hér með
mikilli prýði í 16 ár. -
Fyrirrennarar Thodals í embætt-
inu höfðu, eins og áður getur, ekki
komið til íslands, hver eftir annan,
en haft hér fulltrúa misjafnlega
þokkaða, en nú þótti landsmönnum
vænt um að fá að sjá framan í æðsta
valdamann sinn. - Þeir spáðu líka
góðu um kynni hans hér, og þótti
hann standa sér nær, en þeir dönsku,
sökum frændseminnar, þar sem
hann var Norðmaður. íslendingum
urðu þetta engin vonbrigði, því að
Thodal var vinsæll með afbrigðum
og þótti skyldurækinn og duglegur
embættismaður. -
Ljúfmennið
Thodal stiftamtmaður þótti ágætt
yfirvald, og einna bestur þeirra
manna, sem farið höfðu með æðstu
stjómarvöld hér á landi síðan á
dögum Hinriks Bjelke höfuðs-
manns, en til hans höfðu íslendingar
jafnan skírskotað þegar um gott og
skörulegt yfirvald var að ræða. -
Thodal var hæglátur, ljúfur í viðmóti
og lítillátur, og gegndi vel nauðsynj-
um manna. Auk þess var hann hinn
sannsýnasti og réttlátasti í öllum
greinum. - Hann gaf sér gott tóm til
þess að íhuga þau mál, sem fyrir
hann komu, og þess vegna förlaðist
honum sjaldan í úrskurðum sínum. -
Það kom alloft fyrir á þessum
árum, að eitthvað var borið rangt í
eyru stiftamtmanns, eins og gerist,
en aldrei var það öðrum að meini,
því maðurinn var seinlátur og tor-
trygginn, og mjög svo aðgætinn,
enda hélt hann hins vegar fast við
það, sem hann hafði eitt sinn tekið í
sig. - Thodal stiftamtmaður var
einstakur friðsemdarmaður og óá-
reitinn við aðra, en gjörði sér jafnán
far um að sefa deildur og misklíð
manna. - Hann fór ávallt vægilega
og mannúðlega í sakirnar, þó að
embættismönnum og öðrum yrði
eitthvað á, án þess þó að sýna of
mikla tilslökun eða eftirlátssemi. -
Má segja frá mörgum dæmum,
sem benda til þessa göfuga hugsana-
háttar Thodals. - Það kom fyrir árið
1778, að dugga strandaði við Dranga
á Ströndum. Þá var Halldór Jakobs-
son sýslumaður í Strandasýslu, og
þótti hann fara illa með strandgóssið
og allt það, sem við kom strandi
þessu. Þessi orðasveimur barst
Thodal stiftamtmanni til eyrna, og
skipaði hann menn til þess að rann-
saka og taka vitni í málinu. Hann fór
mjög vægilega í þessar sakir og í stað
þess - að ofsækja sýslumann með
afsetningu og málaferlum, eins og
oft áður tíðkaðist, þegar svo var
ástatt, miðlaði hann svo málum við
stjórnarráðið danska, að Halldór
var aðeins sektaður um 50 rd. í
konungssjóð. - Hann vildi heldur
ekki hrekja sýslumenn úr embættum
eða gjöra þeim illt, þó að t.d. fangar
slyppu frá þeim úr haldi, sem oft
kom fyrir á fyrri öldum, t.d. slapp
Fjalla-Eyvindur, sem kunnugt er, úr
haldi hjá Halldóri sýslumanni Jak-
obssyni og náðist ekki. - Thodal
stiftamtmaður lét aldrei höfða mál á
móti sýslumönnum fyrir þessar
sakir, en afgerði alltaf með fésektum
og áminningum. - Dauðadæmdur
fangi strauk frá sýslumanni Barð-
strendinga og komst í hollenska
duggu, og með því að öll von var úti
um að hann næðist, sektaði Thodal
sýslumann um 60 lóð silfurs og lét
þar við sitja. - Fangi strauk frá Skúla
fógeta í Viðey og fann stiftamtmaður
að því, en Skúlt sendi þá mann
vestur á firði að leita að fanganum,
og meira varð ekki úr því. - Hann
vorkenndi sýslumönnum að þurfa
að geyma fangana og bera ábyrgð á
þeim og hafa engin fangelsi.
Sambúð Thodals stiftamtmanns
við embættismennina í landinu, ver-
aldlega og andlega, var með mestu
prýði. - Aldrei kom það fyrir, að
hann léti taka konungsgjöld lögtaki
hjá sýslumönnum, þó að þeir stæðu
ekki sem best í skilum, eins og fyrr
og síðar var oft gjört, - hann setti
ofan í við þá og gekk eftir með hægð,
- og náði öllu. - Finni Jónssyni
biskupi í Skálholti og Thodal kom
ekki í öllu saman, enda voru þeir
ólíkir, en þó urðu engar erjur eða
óánægja á milli þeirra. - Þegar
Thodal fór héðan alfarinn af landi
burt, reið hann austur í Skálholt til
þess að kveðja biskup, og sagðist
vilja þakka honum fyrir gott og illt. -
Plógur og kerra
Talsverður rígur var á milli Thod-
als og Skúla fógeta, en að kunnugra
dómi var það meira Skúla að kenna,
enda var hann alltaf í andstöðu við
danska yfirvaldið, sem honum þótti
halda hlífiskildi yfir dönsku kaup-
mönnunum. - Það var líka mál
manna, að mjög væri spillt fyrir
fógetanum við Thodal, og einu sinni
höfðu rógtungur komið ár sinni svo
vel fyrir borð, að það lá við að
stiftamtmaður viki fógetanum frá
embætti fyrir fortölur og róg ann-
arra, en ekkert varð samt af því. -
Thodal hugsaði sig um, og sá gegn-
um róginn og illkvittnina. - Það
sýnir líka mannúð og réttlæti stift-
amtmanns, að hann lét fógetann
ekki gjalda rógs eða óvildar þegar
mikið lá við, og hann hafði á valdi
sínu, að gera fógetanum óleik,
eins og t.d. í málinu mikla við
almenna verslunarfélagið. - Þá lét
hann Skúla afskiptalausan og hallað-
ist hvergi á málstað hans, þegar
sumir aðrir lögðu illt til fógetans. -
Það er víst, að þá lagði Thodal Skúla
heldur liðsinni, þegar fógetinn stóð
uppi ráðalaus. - Gott vinfengi var
milli þeirra Thodals og Ólafs Step-
hensen, sem þá var þó ekki kominn
til mestu valdanna. -
Thodal var mikill framkvæmda-
maður í margar áttir. - í búskap tók
hann fram öllum valdsmönnum, sem
verið höfðu hér á landi. Áður en
hann kom að Bessastöðum, höfðu
þar aldrei verið nema 5 kýr hjá þeim
dönsku, en hann bætti jörðina svo,
að hann gat haft þar 13 kýr. - Hann
lét slétta og girða allt túnið, og leit
sjálfur eftir öllu, bæði utan húss og
innan. - Hann flutti hingað norskan
plóg og tvíhjólaða kerru, og þótti
slíkt nýstárlegt í þá daga. - Hann
gjörði líka ýmsar akuryrkjutilraunir
á Bessastöðum, en þær gáfust ekki
vel frekar en annars staðar. - Aftur
á móti spratt vel í kálgörðum hans
þar. -
Eins og Norðmenn eru yfirleitt,
var Thodal stiftamtmaður nýtinn,
hagsýnn og sparsamur, en eigi að
síður hélt hann sig vel og var veit-
ingasamur. - Á Alþingi við Öxará
hafði hann oftast mikið borðhald á
hverjum degi meðan þingið stóð og
bauð til þess bæði andlegrar og
veraldlegrar stéttar mönnum, sem
þar voru saman komnir, - og á
fæðingardegi konungs gerði hann
ætíð góða veislu og bauð til hennar
höfðingjum þeim, sem til náðist. -
Fyrirrennarar Thodals á Bessastöð-
um höfðu haft ýmiss konar gróðabrall
og brask, svo sem kaupskap og
sjávarútveg, en við þetta fékkst
stiftamtmaður ekki. Hann hélt að-
eins út einum fiskibát á Álftanesinu
til þess að hafa nýjan fisk í soðið
handa heimili sínu. -
Leggst af „þrumustíH“
Til eru persónulýsingar á Thodal
stiftamtmanni og er honum lýst svo:
„Hann var með lægri meðalmönnum
á hæð, flatvaxinn og ekki óburðaleg-
ur, en mjög holdgrannur. Hann var
breiðleitur eins og margir
Norðmenn, með flatt enni og rétt-
nefjaður, brúnamikill, stórskorinn
og fyrirmannlegur, en ekki smáfríð-
ur, svarteygður heldur en móeygður.
Góðmannlegur og ákveðinn í augna-
tilliti. Léttur á fæti, en gekk þó
stillilega. Ekki var hann fljótur til
svars, heldur skoðaði hug sinn áður
en hann talaði. Hann riðaði stundum
dálítið með höfðinu þegar hann gaf