Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 1
Helmingur kjarabóta 1987 fór í bílakaup Svo virðist sem helmingur þeirra kjara- bóta sem almenningur fékk á árinu 1987 hafi verið eytt til bílakaupa, sama ár. Innflutningsverð bíla umrætt ár, á föstu verðlagi, var þrefalt hærra en meðaltal fimm ára þar á undan. Má ætla að viðbótarsala bíla 1987 hafi verið um 8 milljarðar. Kjarabætur ársins eru hins vegar taldar hafa verið 16 milljarðar. Þegar rætt er um kjarabætur er átt við hækkun tekna umfram verðlagshækk- anir. Góð bílasala var einnig í fyrra en nú virðist komið svo að bílasala dragist verulega saman. Bílainnflutningur síðustu þriggja ára hefur verið gífurlegur og á föstu verð- lagi reiknast hann meiri en á árunum 1980 til 1985. • Blaðsíða 5 Áfengi selt í Miklagardi? ÁTVR hefur sýnt áhuga á að opna áfengis- útsölu í stórmarkaðnum Miklagarði. Þessar hugmyndir eru, að sögn forsvarsmanna Miklagarðs, enn á athugunarstigi og ekki komið að ákvörðunartöku í málinu. Fljótlega verður áfengisútsalan á Snorra- braut lögð niður og fari svo að Mikligarður fallist á hugmyndir ÁTVR verða öll „ríkin“ í eða við stórmarkaði. • Baksíða Úr Miklagarði: Verður þar „r(ki“ í framtíðinni?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.