Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 19. september 1989 FRÉTTAYFIRUT Sovéskt efnahagslíf: WASHINGTON - Varn- armálaráöherra Bandaríkj- anna, Dick Cheney, lýsti því yfir í aær, að bandarískur her- afli yröi hvergi sparaöur í bar- áttunni viö eiturlyfjaflæöiö inn í landið. Yfirlýsingin kemur sem árepa á ýmsa yfirmenn hersins, er telja lögreglustörf ekki í verkahring hans. Cheney sagöi aö framlag hersins yrði á formi hertrar landamæra- gæslu, stuðnings viö lögreglu- yfirvöld, samhæfingar í njósnastarfsemi og hugsan- legrar þjálfunar erlendra sér- sveita til baráttu gegn smyglur- um. BELGRAD - Aö minnsta kosti 47 manns særðust í blóö- ugum slagsmálum áhorfenda eftir leik liða í júgóslavnesku fyrstu deildinni í gær. Æ meir hefur boriö á ofbeldi tengdu íþróttaviðburðum og kappleikj- um í Júgóslavíu undafariö, og höfðu forráðamenn annars liðsins er keppti í gær, Dinamo Zagreb, hvatt stuðningsmenn sína til að sitja heima er liöið lék viö Partizan. 17 lögreglu- menn voru í hópi hinna slös- uðu. BUDAPEST - Moshe Arens, utanríkisráðherra ísra- els, skaut óvænt upp kollinum í Búdapest og undirritaði sam- komulag um endureisn fulls stjórnmálasambands lands síns og Ungverjalands. Sam- bandið var rofið eftir Sexdaga- stríðið fyrir 22 árum, að frum- kvæði Ungverja. Ungverjar verða þar með fyrstir Austur- Evrópuþjóða til að endurnýja tengsl við ísrael, að Rúmönum frátöldum, er aldrei sáú ástæðu til að rjúfa sambandið. Tengsl Israela við nágranna Ungverja, Austurríkismenn, eru með ölu stirðara móti, enda neita ísraelar að senda erind- reka sína til Vínar, svo lengi sem Kurt Waldheim situr á forsetastóli. BONN - Vestur-Þjóðverjar íhuguðu í gær að loka ræðis- mannsskrifstofu sinni í Varsjá, sökum átroðnings rúmlega 100 Austur-Þjóðverja er hreiðr- að hafa um sig í húsnæðinu. Skrifstofum Vestur-Þýska- lands í Prag, Búdapest og Austur-Berlín var lokað í ágúst.eftir sams konar áhlaup þar. Stjórnvöld í Varsjá vinna nú að lausn mála. KALKÚTTA - Læknar hafa nú áhyggjur af bágu heilsufari hinnar 79 ára gömlu Móður Theresu er flutt var á sjúkrahús fyrir tveimur vikum sökum veilu í hjarta og blóðtappa. Búist er við að a.m.k. tvær til þrjár vikur líði uns Móðir Theresa geti snúið aftur til fórnarstarfa sinna í fátækrahverfum Kalkútta, þar sem reglusystur hennar fasta nú og biðja fyrir bata hennar dag og nótt. Hún var þó nógu hress til að taka á móti Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, er flaug til Kalkútta í síðustu viku til að heilsa upp á hana. LINDAU - Vestur-þýskir vörubílsstjórar tóku sig til og lögðu þvers og kruss á landa- mærum landsins við Austur- ríki, til að mótmæla þeirri fyrir- ætlan Austurríkismanna að banna umferð vöruflutninga- bfla að næturlagi. Þá hafa um 20.000 starfsbræður þeirra leikið sama leikinn Ítalíumegin undanfarið, í því skyni að mót- mæla banninu og seinagangi Austurríkismanna við að veita fararleyfi. Austurríkismenn segja bannið lið í vörnum gegn hávaða og mengun. Kvæðum vent í kross Einn helsti efnahagsráðgjafi sovésku stjórnarinnar, Abel Aganbegyan, hefur undanfarið sótt Bandaríkin heim á vegum samtaka til eflingar alþjóðlegu einkaframtaki. Aganbegyan lýsti helstu þáttum í efnahagsumbótum Gorbachevs Sovét- leiðtoga á fundi með blaðamönnum í Washington í fyrri viku, auk þess sem bók hans. „Innviðir perestroiku : Framtíð sovésks efnahags“ kom út í enskri þýðingu hjá útgáfu í New York. Aganbegyan lýsir ástandi efna- hagsmála í heimalandi sínu sem „mjög alvarlegu" og segir það geta leitt til þjóðfélagsólgu og hrinu verk- falla, verði ekki að gert innan árs. Hann segir yfiryöld hafa gert sér glögga grein fyrir ástandi mála, eftir að hafa setið með hendur í skauti í tvö ár, og nú sé tímabært að láta verkin tala. Því hafi mörgum leið- andi mönnum á sviði efnahagsmála verið vikið úr sessi undanfarið og ýmsar ráðstafanir gerðar. Stofnuð hafi verið 150.000 samvinnufélög, er nú veiti 2 milljónum manna atvinnu, og smærri fjölskyldufyrirtæki séu nú um 800.000 talsins. Einnig sé „stór- felldra breytinga" að vænta í land- búnaði á næstunni. Þá bíði stjórn- valda það Grettistak að skapa jafn- vægi og stöðugleika á neytenda- markaði, enda verði að efla fram- leiðslu neytendavarnings, jafnvel þó það kunni að koma niður á öðrum þáttum. Þá er á dagskrá að hækka innlánsvexti banka, skapa nýtt skattakerfi fyrir atvinnuvegina, hvetja til valddreifingar í atvinnu- rekstri, koma á fríverslunarsvæðum og hlutafélögum og draga úr útgjöld- um hins opinbera, einkum til her- mála. Aganbegyan sagði sovésk yfir- völd vænta árangurs þegar á næsta ári, en þriggja ára bið yrði uns hagur neytenda tæki að færast í viðunandi horf. Hann kvað ríka nauðsyn bera til að greiða gengi rúblunnar í við- skiptum á alþjóðavettvangi, þótt erfitt kynni að reynast, því slíkt væri frumskilyrði þess að Sovétmenn hlytu aðild að aþjóðasamtökum og sáttmálum svo sem GATT, Alþjóða- bankanum og Alþjóða-gjaldeyris- sjóðnum. Aganbegyan kvað Banda- ríkjamenn geta lagt umbótunum lið með því að gera risaveldunum hægt um vik að „halda áfram á vegi afvopnunar," rýmka viðskiptakjör við Sovétríkin, stytta listann yfir þær hátæknivörur er Vesturlönd mega ekki selja Sovétríkjunum og styða aðild Sovétmanna að áðurnefndum alþjóðastofnunum. Andlitslyfting polskra komunista: „Eðlileg ummyndun“ á dagskrá Forystumönnum pólska kommúnistaflokksins er það mikið áhyggjuefni, hversu válega horfir fyrir flokknum á komandi árum, einkanlega í fyrstu alfrjálsu þingkosningunum í Póllandi sem fyrirhugaðar eru 1993. Fyrsti fundur hinnar 230 manna miðnefndar komúnista- flokksins var haldinn í gær. Fundarmenn gjörðust ærið langleitir er þeir sáu vestræna fréttamenn viðstadda setningu samkomunnar, enda í fyrsta skipti er fulltrúum vestrænnar fjölmiðla er boðið að vera viðstaddir slíka helgiathöfn innan virkismúra höfuðstöðva flokksins í Varsjá. Mörgum hinna tveggja milljóna, er flokksbundnir eru í pólska komm- únistaflokknum, þykir hún Snorra- búð stekkur hin síðustu dægrin, eftir að flokkurinn beið hraklegt afhroð fyrir Samstöðu í fyrstu kosningunum með frjálslegu sniði þarlendis í hart- nær hálfa öld. Hafa hugmyndir kom- ið fram um að leggja flokkinn niður og stofna annan, er nær stæði stjórn- málalegri miðju. Nokkrir harðlínu- menn vilja hins vegar að flokknum verði haldið áfram á sömu braut, en flestum þykir ljóst að þá mundi hann líða undir lok eftir tæp fjögur ár. Á fundi miðstjórnarinnar í gær viðraði Leszek Miller, fulltrúi hinnar 17 manna stjórnarnefndar flokksins, tillögur er fara bil beggja. Miller sagði flokknum vera lífsnauðsyn að vinna frekari almenningshylli, ætti hann ekki að heyra sögunni til. Að áliti stjórnarnefndarinnar getur að- eins róttæk breyting á innviðum og stefnu flokksins orðið honum til bjargar. Fundi miðstjórnarinnar nú er ætlað það hlutverk að undirbúa flokksráðstefnu þar sem hinar nýju línur verði lagðar og þess freistað að dubba upp á ímynd er ekki hefur Frá þingkosningum í júní. Verða hinar næstu banabiti kommúnista? þurft að huga að í 41 ár. Miller kvað heilladrýgst fyrir kom- múnistaflokkinn að „umbreytast eðlilega „ yfir í nýjan vinstriflokk með jafnaðarstefnusniði. Hann var- aði flokksbræður sína við harðfylg- inni andstöðu við stjórn Samstöðu, enda hefði hún vakið nýja bjartsýni og væntingar með þjóðinni og því mundi sérhver tilraun kommúnista- flokksins til niðurrifs hennar hitta flokkinn sjálfan fyrir. Nýsköpunar- ráðstefnan verður væntanlega haldin í árslok, ellegar í byrjun næsta árs. Indverskur „Sonur Sáms“: »Grj rn nyrdir göti jlýðí Ikútta Lögreglan í Kalkútta stendur nú ráðþrota andspænis syrpu dular- fullra mannsmorða þar í borg. Svo virðist sem fjöldamorðingi gangi skipulega til verks, gegn auðnuleys- ingjum úr hópi hinna 60-70.000 heimilisiausra er höfði halla á gang- stéttum stórborgarinnar. í fyrstu hélt lögreglan að geðsjúklingur væri að verki, er myrti af handahófi, en nú, er morðinginn hefur komið höggi á sex fórnarlömb, hallast yfirvöld að því að um ítarlega skipuíagða glæpi sé að ræða. Morðingi þessi, er fyrst lét til skarar skríða fyrir tveimur mánðum, notar ávallt grjóthnull- unga til verka og lætur högg sín ávallt ríða vinstra megin á höfuð- kúpu fórnarlamba sinna, á svo við- kvæman blett að nægilegt er að vega einu sinni í þann knérunn. „Grjótpáll" þessi hefur látið sex sinnum til skarar skríða.þar af einu sinni á járnbrautarstöð þar sem lög- reglan heldur uppi stöðugri gæslu. Eru fórnarlömbin einatt karlmenn, að hinu fyrsta frátöldu. Götugenglar Kalkútta-borgar eru skiljanlega mjög uggandi um sinn hag og hafa myndað með sér varð- sveitir er fara um strætin að nætur- þeli. Lögreglu er legið á hálsi fyrir að ganga slælega fram til varnar smælingjum borgarinnar. ^Ráðherrar EBE: Ósammála um samruna Ráðherrum ríkja Efnahagsbanda- lagsins sækist seint að ná samkomu- lagi um reglur er setji samruna fyrirtækja innan bandalagsins fastar skorður. Upp á síðkastið hefur all- mikið farið fyrir samruna risafyrir- tækja í löndum EBE og þykir nú Evrópunefndinni, sem er fram- kvæmdaaöili bandalagsins, tímabært að tryggja sér umboð aðildarríkj- anna til að hafa eftirlit með uppvexti slíkra risa og geta gripið inní gang mála, þyki ástæða til. Hafa fulltrúar Breta og Vestur-Þjóðverja einkum verið bræðraþjóðum sínum þungir í skauti um mótun reglna um afsal slíkra valda frá einstökum ríkis- stjórnum yfir til Evrópunefndarinn- ar. Reyndar hefur þegar náðst sam- komulag um að nefndin megi fyrst um sinn hlutast til um samruna fyrirtækja er sameiginlega stundi viðskipti upp á jafnvirði 5.25 millj- arða Bandaríkjadala á ári. Bretarog Vestur-Þjóðverjar eru því hins vegar andvígir að mark þetta verði síðar meir lækkað niður í 2.1 milljarð dala. Þá hafa ýmsar tillögur komið fram í viðræðunum er orðið hafa til að flækja gang mála. Stefnt var að því að halda viðræðunum áfram,í fjarveru Helmuts Haussmann, fjármálaráðherra vestur-þýsku stjórnarinnar, er þurfti að halda heimleiðis. Var búist við að heimför hans mundi minnka líkur á sam- komulagi. Þing Slóveníu: Stjórnlagabót í blóra við Belgrad Stjórnarnefnd slóvenska komm- únistaflokksins hvatti þing héraðs- ins í gær til að láta möglun sam- bandsstjórnarinnar í Belgrad sem vind um eyru þjóta, en samþykkja breytingar á slóvensku stjórnar- skránni er heimili Slóveníu að segja skilið við önnur héruð Jógó- slavíu. Slóvenía liggur að land- amærum Austurríkis og þykir best á vegi stödd af hinum 8 héruðum Júgóslavíu. Sambandsstjórnin í Belgrad hefur varað Slóvena við breytingunum á stjórnarskránni og segja þær ekki samræmast sam- bands-stjórnlögum. Leiðtogar í Slóveníu láta þó í veðri vaka, að ekki sé í ráði að héraðið segi síg úr lögum við Júgóslavíu, en segja ágreining við stjórnina í Belgrad, um framgang breytinganna, risinn sökum mismunandi hugmynda um eðli og tilgang sambandsríkisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.