Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriójudagur 19. september 1989 ^IRARIK N RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-89005 33 kV Switchgear Cubicles „RIMA- KOT“ Opnunardagur: Þriðjudagur 31. október 1989 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 19. september 1989 og kosta kr. 300,00 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík. Laus staða Hagþjónusta landbúnaðarins, sem stofnuð var með lögum nr. 63/1989, auglýsir stöðu forstöðu- manns lausa til umsóknar. Staðan verður veitt til 5 ára. Um er að ræða nýtt starf, sem í fyrstu mun einkum felast í uppbyggingu Hagþjónustunnar. Háskóla- menntun í búnaðarhagfræði, hagfræði eða við- skiptafræði nauðsynleg. Laun samkvæmt launa- kerfi starfsmanna ríkisins. Stofnunin hefuraðseturað Hvanneyri í Borgarfirði. Nánari upplýsingar veitir stjórnarformaður, Magn- ús B. Jónsson, Hvanneyri, sími 93-70000. Umsóknir er greini námsferil og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 10. október 1989. Landbúnaðarráðuneytið, 15. september 1989. ÞAKJÁRN Stuttur afgreiðslufrestur Gott verð Söluaðili: MÁLMIÐJAN hf. sími 91-680640 Þjónustuaðili: BLIKKSMIÐJAN FUNI sími 91 78733 Áttunda hvert heimili bíllaust en 2-6 bílar á rúmlega fjórðungi heimila: Um fjórðungur 4-5 ára bifreiða farinn að ryðga AHCjjLÍP L SAAÖ |_____ MfcRC£OtS r LAW04UMGE ROVtH (_ ÖMW L vot vo [ fOAOUfcRCUAY C »suzu [ OitVROCTTOK [ IRCNAULT [_ OPfcL r CHRYSLfcA L Mynd IV ] tMisuuut'- □ uajd* : ] SUZVJKl I MOMM □ mssamoatsun: Rúmlega áttunda hvert heimili á höfuðborgarsvæð- inu, Suðurnesjum og Suður- landi er bíllaust. Rúmlega fjórða hver fjölskylda á frá 2-6 bíla. Meirihluti heimila, rúmlega 60%, lætur sér nægja einn fjölskyldubfl. Þar má þó hafa í huga að á fjölda heimila býr aðeins einn mað- ur eða a.m.k. aðeins einn kominn á bflprófsaldur. Tölur þessar eru niðurstaða not- endakönnunar á bifreiðum sem gerð var á vegum Neytendasamtakanna meðal hátt á þriðja þúsund manns á áðurnefndum landsvæðum. Ef þær mundu gilda fyrir landið allt svara hlutföllin til um 119 þúsund einka- bíla. Miðað við um 89.000 heimili í landinu og framangreind hlutföll væri skiptingin u.þ.b. þannig: Enginn bíll 11.400 0 1 bíll 53.800 53.800 2 bílar 19.000 38.000 3 bílar 4.100 12.300 4bílar 530 2.120 5 bílar 124 620 óbílar 60 360 Meðaltalið úr þessari mjög svo misskiptu bílaeign, 0-6, svarar til um l, 33 bíla á heimili. Ekki kemur á óvart að vel yfir helmingur (56%) alls bílaflotans var 4 ára og yngri, þ.e. framleiddir 1985 eða síðar. Aðeins 12% bílanna voru framleidd fyrir 1980. Nokkur dæmi voru þó um stóra ameríska bíla eða jeppa komna vel yfir 20 árin og allt upp í 43ja ára. Toyota, Volvo og m. a.s. Skodi fundust einnig í þessum hópi „aldraðra" bíla. Helmingur ryðgaður 7-8 ára í könnuninni voru bíleigendur m.a. spurðir um ryð í bílunum, hvort þeir notuðu viðgerðarþjónustu umboðanna og þá hvernig þeim líkaði sú þjónusta, á hvernig dekkj- um þeir óku síðasta vetur og hvaða gerð af bensíni þeir noti ábílasína. Þrátt fyrir ungan aldur var farið að bera á ryði í hátt í þriðja hverjum bíl. Um leið og þeir komast á 3. árið virðist ryð fara ört vaxandi. Vel yfir fjórðungur bílanna er farinn að ryðga við 5 ára aldurinn og 45-50% þegar bílarnir eru orðnir 6-7 ára gamlir. Hámarkinu er náð við 10 ára aldurinn þegar ryð er orðið áberandi í 8 af hverjum 10 bílum. Ryðskemmdir reyndust hins vegar töluvert mismunandi eftir tegundum þegar tekið var tillit til aldurs. AMC/ Jepp, Saab, Benz og Rover standast best tímans tönn. Fiat og Daihatsu reyndust hvað mest ryðgaðir. Flestir ánægðir með umboðin Aðeins rúmlega fjórðungur bíleig- enda (mismunandi eftir tegundum) lætur gera við bíla sína hjá umboð- unum. Á hinn bóginn lýsa um 2/3 bíleig- enda þó ánægju með þjónustu um- boðanna og aðeins rúmlega 14% sögðust óánægðir. Hæst hlutfall ánægðra (82- 86%) var meðal eig- enda Citroén, Benz, Suzuki og Lada. Óánægðastir voru eigendur Chevrolet, Renault, Chrysler, Ro- ver og Isuzu. Meirihlutinn á nöglum Nær 60% óku á nagladekkjum s.l. vetur og tæpur fjórðungur á snjó- dekkjum. Um 13% kváðust aka á heilsársdekkjum og 4% (einn af hverjum 25) lét sig hafa það að aka á „sumartúttunum“ allan veturinn. Meira en helmingur kvaðst aka á 98 oktan kraft-bensíni. Rúmlega 41% notaði 92 oktan blýlaust bensín og um 6% bíleigenda nota þessar tegundir sitt á hvað. -HEI Námsgagnastofnun tekin út af sérstakri nefnd: Hagkvæm útgáfa Nefnd sem menntamálaráöherra skipaöi fyrir nokkru til að taka út starfsemi Námsgagnastofnunar hefur nýlega skilað áliti. Asgeir Guðmundsson forstöðumaður sagði þegar skýrslan var kynnt, að niðurstöður nefndarinnar styrktu mjög starf Námsgagnastofnunar. í áliti nefndarinnar segir að fjöl- breytni sé mikil í útgáfu stofnunar- innar miðað við það fjármagn sem hún hefur til umráða. Hún gefi út margar tegundir námsgagna, svo sem námsbækur, vinnublöð, ljós- myndir, tölvuforrit, kennsluleið- beiningar, kort, handbækur, hljóð- og myndbönd auk margs konar ann- ars efnis. Þá segir að síðustu árin hafi verið unnið markvisst að því að bæta frantleiðsluna. Fjöldi starfshópa vinni nú með sérfræðingum stofnun- arinnar að undirbúningi námsefnis og sé tekið tillit til ábendinga kennara ogskólamanna. Þetta tryggi fjölbreytni námsefnis. Árið 1988 dreifði Námsgagna- stofnun um það bil 600 þúsund eintökum af náinsgögnum fyrir utan fræðslumyndir ti! nemenda. Þetta svarar til rúmlega fimmtán eintaka á hvern grunnskólanemanda. Meðalpeningakvóti á nemanda var hins vegar aðeins rúmlega þrjú þúsund krónur þannig aö hvert ein- tak hefur kostað um 190 krónur. Þetta tókst vegna þess að stofnunin leitast við að vinna allan undirbúning innanhúss. Hún rekur litla prent- stofu þar sem smærri prentverk eru unnin en býður út stærri verk og hefur hvorttvegja haldið kostnaði verulega niðri. Ætlunin er framvegis að gcfa út fimm ára áætlun um námsbókaút- gáfu stofnunarinnar en til þessa hefur aðeins verið gerð áætlun til eins árs í senn. Þetta er gert til þess að kennarar og foreldrar geti kynnt sér með góðum fyrirvara hvað sé á döfinni. Ásgeir Guðmundsson sagði að Námsgagnastofnun gæti hæglega með vissum breytingum á rekstri og aðstöðu, tekið að sér útgáfu náms- efnis fyrir framhaldsskólana en eins og margir foreldrar og námsmenn þekkja þá eru bókakaup framhalds- skólanema þungur baggi á mörgum heimilum og veruleg umskipti verða að þessu leyti þegar grunnskólanum lýkur og nám í framhaldsskóla tekur við. Ásgeir sagði ekki vafa leika á því að starfsemi Námsgagnastofnunar væri þjóðhagslega hagkvæm. Ein- hver eða einhverjir yrðu að annast þessa starfsemi og greiða þyrfti fyrir hana. Því væri mikilvægt að sá aðili annaðist þessa starfsemi sem sann- anlega gæti annast hana á hagkvæm- astan máta. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.