Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 19. september 1989 Tíminn 13 GLETTUR - Ég er með heimþrá. Hvaða upphitaðar matarleyf- ar eruð þið með í dag ? - Sjáðu, sonur sæll, - einhvern góðan veöurdag átt þú allt þetta land til skiptanna við fyrrverandi eiginkonu þína, - eða þannig sko... - Foreldrar mínir heimta alltaf að ég sé kominn í rúmið kl. 9. Ég er að velta því fyrir mér, - hvað gerist eftir kl. 9? UILL Frægir skemmtikraftar Mynd af Gretu Garbo. áletruð af henni sjálfri er orðin dýrmætur safngripur í augum eiginhandritasafn- ara. Slík mynd er verðlögð á um 5000 dollara, en einungis nafnið, skrifað af stjörnunni sjálfri á pappírsmiða, er áætlað að kosti a.m.k. 2000 dollara. Það er vegna þess, að Garbo var svo hlédræg og treg til að gefa eiginhandar- áskrift á myndir eða bækur. þess vegna er nafn hennar það sjaldgæft að safnarar vilja greiða hátt verð fyrir að eignast það. „Þó má búast við að Garbo fari að „falla í gildi“ þegar svo langt er um liðið og heilar kynslóðir koma sem varla hafa heyrt hennar getið,“ segir Charles Hamilt- on, safnari og sérfræðingur í þessum málum. Hann segir að eiginhand- ritað nafn Marilyn Monroe fari síhækkandi, og sé á góðri leið með að ná Gretu Garbo. Það er ekki af því að nafn Marilyn sé svo sjaldgæft, hcldur sækjast svo margir safnarar eftir því og þess vegna hækkar það í verði. Sá sem kemst næst þessum tveimur stjörnum er svo Clark Gable. Góð mynd af honum t.d. úr myndinni „Gone With the Wind“ og áletruð af honum sjálfum mundi seljast á yfir 3000 dollara, en nafn hans áletrað á blöð eða í safnbækur er í hæsta verðflokki. Eiginhandrit ýmissa frægra leikara, sem enn eru á lífi, eru svo í langtum lægra verði hjá söfnurum. Má t.d. nefna nafn Frank Sinatra á 200 dollara, Elizabeth Tayl- or á 150 dollara og Paul Newman á 50-60 dollara. Greta Garbo, Marilyn Monroe og Clark Gable eru í hæsta verðflokki hjá eiginhandritasöfnurum Eiginhandritasafnarar segja: Garbo er verðmætust James Dougherty var fyrsti eiginmaður hinnar dáðu stjömu Marilyn Monroe, en jjað hjónaband stóð ekki lengi. En hér er engu líkara en James sé kominn með eiginkonuna sína sáluðu enn á ný upp á arminn. Það var haldin keppni í Hollywood í hver líktist mest Marilyn Monroe, en samkoman var haldin í tilefni af 63 ára afmæli leikkonunnar. Þama er James Dougherty, sem var fyrsti eiginmaður MM með persónunni, sem komst næst því að líkjast hinni látnu leikkonu, - en það er einn stór munur á, því að í gervi leikkonunnar er karlmaður. Það var hin fræga eftirherma Jimmy James sem vann í keppninni „Hver líkist mest MM“! Rosemary Clooney (t.h. á myndinni) tekur hér á móti gestum sínum, Bob Hope og Ginger Rogers, á söngskemmt- un sinni í Hollywood Bowl Söngkonan Rosmary Cloney hélt heljarmikinn konsert í sumar í Hollywood Bowl skemmtistaðnum. Rosemary er eitthvað komin yfir sextugt en syngur á fullu ennþá. Söngskemmtunin var vel sótt, og mikið var líka um boðsgesti, - gamla vini og samstarfsmenn söngkon- unnar. Sumir komu jafnvel á skemmtuhina í hjólastól, eins og dans- og leikkonan Ginger Rogers, sem lék í mörgunr myndum með hin- um heimsfræga dansara Fred Astaire. Hún var ekki jafn- létt á fæti nú, enda er Ginger orðin 78 ára og þar að auki hafði hún snúið sig illa um ökklann. En hann Bob Hope virðist alltaf óbreyttur, og hann er enn að skemmta fólki 86 ára gamall. Meðalaldur lista- fólksins á meðfylgjandi mynd er eitthvað um 80 ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.