Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 RfKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM IANDSINS A i. ii NORÐ- AUSTURLAND Á ÁTTHAGAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR Glœsilegur salur tii leigu íyrir samkvsstni og fundarhöid á daginn sem á kvöldin. ;^iBILAst0i ÞRdSTIIR 685060 VANIR MENN ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands heiöruö í gær af alþjóölegum mannúöarsamtökum: Vigdís f riðarins kona ásamt Raisu og Nancy „Mariapia Fanfani; Þakka þér innilega fyrir komuna hingað til íslands. Ég er djúpt snortin af yfir komu þinni og yfir því að hafa verið útnefnd til þess- ara verðlauna,“ sagði for- seti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir þegar hún veitti viðtöku heiðursverðlaunum frá samtökum sem heita Together for Peace Foundation, en frú Fanfani er forseti samtakanna Samtökin Together for Peace Foundation voru stofnuð í febrúar 1988 og er tilgangur hennar að vinna að friði og samdrægni milli fólks og þjóða. Stofnunin heldur námsstefnur og námskeið og vcitir styrki verðlaun og viðurkenningar til fólks sem vill eða hefur lagt eitthvað af mörkum sem stuðla kann að friði. Þá skipuleggur stofn- unin og stendur fyrir hjálparstarfi á svæðum þar sem náttúruhamfarir eða ófriður geisar. Stofnunin hefur nú heiðrað þrjár konur með titlinum Woman for Peace 1988 eða kona friðarins Mariapa Fantani afhendir Vigdísi heiðursverðlaunin Timamynd Árni Bjarna 1988. Auk Vigdísar voru þær Raisa Gorbachova og Nancy Reagan heiðraðar með þessum hætti. Pá hafa jafnframt tveir karlmenn verið heiðraðir á sama hátt. Þeir eru Federico Mayor Zaragoza framkvæmdastjóri Unesco og Javi- er Peres De Cuellar aðalritari Sam- einuðu þjóðanna. Þá hafa samtök- in heiðrað sérstaklega minningu Enrique; De La Mata Gorostizaga fyrrum forseta Alþjóða Rauða krossins. Verðlaunin verða afhent form- lega við hátíðlega athöfn í aðal- byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York í nóvembermánuði n.k. Samtökin Together for Peace Raisa Gorbatsjov var einnig út- nefnd til verðlaunanna... Foundation eru stofnuð með stuðningi ýmissa fyrirtækja og stofnana og meðal þeirra eru Philip Morris og Nestlé. Mariapia Fanfani er forseti sam- takanna. Flún er eiginkona Amin- tore Fanfani fyrrverandi forsæt- isráðherra ftalíu og forseta ítalska ...og sú þriðja er Nancy Reagan fyrrum forsetafrú BNA. þingsins og Allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna. Mariapia er þekktur rithöfundur á Ítalíu og hefur starfað mikið innan Rauða krossins bæði á ftalfu og utan. Hún er nú einn þriggja il varaforseta Alþjóðasambands Rauða krossfélaga. - sá Á næstu mánuðum bætast líklega tvær áfengisútsölur í hópinn í höfuðborginni og nágrenni: „RíkiM í alla stórmarkadi? ÁTVR opnar á næstu mánuðum áfengisútsölu í verslun- armiðstöðinni við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Þá hefur ÁTVR sýnt áhuga á að opna áfengisútsölu í Miklagarði, en þær hugmyndir eru hins vegar enn til athugunar. Áfengisverslanirnar sem hér um ræðir koma báðar til með að selja algengustu tegundir af sterku áfengi, vínum og bjór. Með tilkomu þessara tveggja verslana, ef af verður, verða allar verslanir ÁTVR staðsettar við eða í stór- mörkuðum í Reykjavík og Seltjarnarnesi, að Heiðrúnu undanskilinni. Séð yfir Miklagarð. ÁTVR virðist hafa augastað á versluninni. Verslanimar koma til með að leysa af hólmi áfengisútsöluna við Snorrabraut sem búast má við að verði lög niður í desember, en þá rennur leigusamningurinn út, og hins vegar í stað áfengisútsölunnar sem var í Laugarásnum. Gústaf Níelsson skrifstofustjóri ÁTVR sagði, aðspurður hvort þetta væri ný stefna að færa áfeng- isverslanirnar að stórmörkuðun- um, að þetta væri handhægast fyrir fólkið og leysti jafnframt bíla- stæðavanda sem skapast hefði á annatíma. „Þetta hljómar að minnsta kosti skynsamlega að gera þetta með þessum hætti,“ sagði Gústaf. í dag er áfengisútsala í Mjódd, á Stuðlahálsi, í Kringlunni og við Snorrabraut. Með viðbótinni verð- ur einnig komin áfegnisútsala vest- ur í bæ og í Sundahverfi, þar sem áður var verslun. Gústaf sagði að þar með væru þeir búnir að kemba talsvert bæinn og orðið tiltölulega stutt fyrir almenning að nálgast vöruna, sem væri hugsunin á bak þessu. Þröstur Ólafsson framkvæmda- stjóri Kron og Miklagarðs sagði í samtali við Tímann að ekki hefði verið gegnið frá þeim málum endanlega, en reifað hefði verið að koma þar upp áfengisútsölu. Að- spurður hvenær af þessu gæti orðið, sagði Þröstur að það lægi ekki ljóst fyrir. „Við viljum hraða ákvarðanatöku í þessu máli eins og hægt er,“ sagði Þröstur. Hann sagði að þessi hugmynd hvað Miklagarð væri búin að liggja í loftinu um nokkurra mánaða skeið. Menn hefðu verið að reyna að kortleggja Reykjavík, með að dreifa áfengisverslununum niður til að sem þægilegast væri fyrir fólk að nálgast vöruna með öðrum innkaupum. Þröstur sagði að ef að þessu yrði, kallaði það á ákveðna uppstokkun í Miklagarði og þá staðsett fyrir utan afgreiðslukass- ana. „Þetta eru ennþá bara vanga- veltur,“ sagði Þröstur. Hagkaup er með verslun í versl- unarmiðstöðinni við Eiðistorg. Jón Ásbergsson forstjóri Hagkaups sagðist í samtali við Tímann alltaf hafa verið á móti því að áfeng- isverslun yrði opnum á þessum stað. Ástæðuna sagði hann að fjöldi bílastæða væri takmarkaður og álagspunktar í áfengisverslun væru þeir sömu og í matvöruversl- un og því væri verið að fylla bílastæði á þeimj tíma sem þeir hefðu viljað hafa fyrir sína við- skiptavini. Jón sagði aðspurður að þeirra mat væri að slík verslun hefði ekki áhrif á verslun hjá þeim. Nú verða áfengisútsölur innan skamms komnar í flesta stórmark- aði, er þetta krafa neytandans? „Ég held að menn hafi dálítið ofmetið hvað þessi kaup fári saman, en þetta er kannski ágæt þjónusta fyrir viðskiptavinina. Ég held að matvörubúðirnar njóti þessa ekki í eins ríkum mæli eins og menn kannski héldu. Ég sé engan mann fara inn í Hagkaup í Kringlunni með poka af áfengi. Menn virðast ekki vera tilbúnir að flagga því mikið að þeir séu að gera vínkaup," sagði Jón. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.