Tíminn - 19.09.1989, Síða 6

Tíminn - 19.09.1989, Síða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 19. september 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og meö 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Auschwitzstefna íhaldsins Morgunblaðið greinir frá því í ritstjórnarskrifum sínum sl. sunnudag að í Sjálfstæðisflokknum sé „mjög hörð andstaða“ gegn því að Landsbankinn kaupi hlut í Samvinnubanka íslands. Morgunblaðið upplýsir einnig að meðal ráðamanna í Sjálfstæðisflokknum sé sú skoðun uppi að „ekkert [sé] athugavert við það, að Sambandið verði gjald- þrota“, eins og þar stendur. Að vísu segir Morgunblaðið, að í Sjálfstæðisflokkn- um séu „aðrir“ skoðanahópar sem telja að „þjóðarbú- ið“ myndi ekki standa undir slíku dauðsfalli samvinnu- hreyfingarinnar. Þessar upplýsingar Morgunblaðsins leiða í ljós að í Sjálfstæðisflokknum eiga sér stað umræður um þá hugmynd, sem þar er ofarlega í hugum margra áhrifa- manna, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að stuðla að því eftir getu að lama samvinnuhreyfinguna svo rækilega að hún liggi í valnum. í Sjálfstæðisflokknum eru uppi hugleiðingar um að flokkurinn beiti áhrifum sínum í þá átt að einni elstu og áhrifamestu þjóðfélagshreyf- ingu í landinu verði útrýmt með pólitískum ráðstöfun- um. Greinilegt er að kerfisbundin ofsóknarstefna gegn andstæðingum á hljómgrunn f Sjálfstæðisflokknum. Hún þykir frambærilegt hugsjónamál á þeim bæ. Hins vegar eru í bili látnar ráða eins konar raunsæisástæður um það að fara skuli hægar í sakirnar í útrýmingarbar- áttunni en bráðlyndustu hugsjónamenn flokksins leggja til. Hér verður ekki sérstaklega rætt um pólitískan tvískinnungshátt Morgunblaðsins, þetta hræsnisfulla yfirvarp sem gengur út á það að blaðið sé óháð öllu og öllum nema sjálfu sér. Hins vegar er löngu tímabært að lýðræðissinnað fólk í landinu fari að átta sig á einræðishneigð Sjálfstæðisflokksins. Þeim mun fleiri sem það gera þeim mun færri munu þeir verða sem trúa á pólitíska hlutleysisstefnu Morgunblaðsins og annarra dulinna og ódulbúinna málgagna íhaldsins. Á síðari tímum hefur dregið úr stóryrtum skrifum í blöðum. Þess hefur einnig verið vænst að lýðræðislegt umburðarlyndi og yfirsýn yfir fjölhyggjuþjóðfélag nútímans setti sinn svip á stjórnmálastefnur og framkvæmd þeirra. í stjórnmálaumræðu og blaðadeil- um hafa flestir lagt brýnið þvert á eggjarnar til þess að draga úr bitinu. íslenska pólitík vanhagar ekki mest um menn sem hafa sem stærst orð um andstæðinginn, hvað þá að stjórnmálaflokkar fari að auglýsa einhvers konar Auschwitz-stefnu gagnvart mótstöðumönnum sínum. En, því miður: í Sjálfstæðisflokknum á Auschwitz- stefnan hljómgrunn. Morgunblaðið, málgagn Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst að meðal ráðamanna flokksins fari fram umræður um að flokkurinn beiti sér fyrir því að samvinnuhreyfingin verði við fyrsta tækifæri gerð að ösku í gasofnum íhaldsins. Þar með vita samvinnu- menn hvað þeim er fyrirbúið, ef hitlerismi Sjálfstæðis- flokksins sigrar. Öðrum andstæðingum ætlar íhaldið auðvitað sömu örlög. Slík er lýðræðishugsjón Sjálf- stæðisflokksins. I____ ________________________________ llllllllllllllllllllll GARRI ... ... :;S'!!^ -!i!K.' V:: ..- Meinsemdir stórborgarlífs Líkamsárásir gerast nú daglegir viðburðir í Reykjavík og hafa dag- blöð fyrir skemmstu birt niðurstöð- ur úr „statistik“ sem sýnir tíðni slíkra uppákoma eftir hinum ýms- um hverfum borgarinnar, svo og hinna ýmsu skemmtistaða. Þarna kemur sumt ekki svo mjög á óvart, eins og það að fjöldinn er mestur í „kvosinni“ eða gamla miðbænum, enda er þar flesta skemmtistaðina að finna, og nema þeir tugum og ekki nema fáein skref milli sumra þeirra, þar sem fjöldinn er mestur. Hitt vekur furðu að það eru ekki alltaf þeir staðir sem síst hafa orð á sér, sem mesta hafa tíðni ofbeld- isverka, heldur í bland stórir staðir og nýir, þar sem ætla mætti að betur efnað og upplýst fólk á öllum aldri kæmi saman, þótt auðvitað séu engar sannanir fyrir hendi um að svo sé. En þetta er ef til vill vísbending þess að hvítt lín um hálsinn, dýr tískuföt og kannske „einkaskólamenntun“ gerir menn- ina hvern öðrum líka þegar óhófs- neysla áfengis eða annað eitur ekki betra er um hönd haft. Fjölgun hvers kyns ofbeldisaf- brota er fylgifiskur stórborgar- myndunar, og hvað sem öðru líður er Reykjavík, eða Reykjavíkur- svæðið, sem er vitanlega ekki ann- að en ein borg í raun, að verða nllstór borg. Til þess að menn átti sig á hve ör þessi þróun er þá voru stærstu borgir um aldamót svo sem í Danmörku, að Kaupmannahöfn frátalinni, ekki jafnokar Reykja- víkur að mannfjölda um síðustu aldamót, hvað þá ef skyggnst er aftur í tímann. Fyrir tvö hundruð árum var Óðinvé, þá næststærsta borg Dana, með aðeins níu þúsund íbúa og sjálf Aþena náði ekki núverandi stærð Reykjavíkur fyrr en eftir fyrrí heimsstyrjöldina. Af þessu má marka að framtíðin gæti borið í skauti sér miklu hraðari stækkun Reykjavíkur en nokkurn grunar og því fylgja allar þær afleiðingar sem stórborgarb'f skapar. Ofbeldisverk voru fátíð í helstu borgum Evrópu fyrir öld síðan og það svo að atvik sem okkur þykja varla tiltökumál hefðu vakið þar stórathygli - ótrúlegt en satt. Eina undantekningin var London, sem fyrir öld síðan var langstærst Evrópuborga með um milljón íbúa. Þar voru glæpir af hvers kyns tagi og lang algengastir. íslensk stórborgarmyndun veld- ur því vissulega að hvers kyns félagslegir þættir kalla á að þeim sé geflnn síaukinn gaumur. Þar má vissulega margt læra af (biturri) reynslu annarra þjóða, sem vísast hefðu í mörgu farið öðru vísi að, hefði kostur geflst á að sjá fyrir nokkrum áratugum hvaða þróun mál mundu taka. Nú hafa, eins og við fjölluðum um i þessum pistli fyrir fáum dögum, t.d. Bandaríkja- menn tekið upp herskáa stefnu gagnvart eiturlyfjavandanum, og mörg Evrópuríki, sem einnig eru sliguð af þessu þjóðfélagsmeini hafa viljað leggja þeim liðsinni sitt með ráðum og dáð. Þótt eiturlyfja- vandinn sé verulegur á íslandi, þá hefur hann þó enn ekki gerst svo alvarlegur sem í þessum löndum, þótt á þeim málum séu þeir van- kantar að yfirvöld eiga mjög erfitt með að sjá hve víðtækur hann í rauninni er. En einmitt hvað að eiturlyfjavandanum snýr eiga stjórnvöld að fara að dæmi ann- arra, meðan tóm virðist enn til, og kosta til að mennta mannafla og veita fé til þess að sækja fræðslu til annarra, sem vísast er í boði. Reynslan af eiturlyfjunum, sem af áfenginu, sýnir að vegna hælis og sjúkrakostnaðar er þeim peningum vel varið sem notaðir eru til þess að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann. Vissulega er þó talsvert gert hér á landi í þessu efni. Þó má spyrja hvort tilraunir til þess að stemma stigu við áfengisnotkun, sem vissu- lega er alvarlegasti „eiturlyfja- vandinn“ hér, eru allar svo mark- vissar og beinskeyttar sem skyldi. Þar á meðal er nýleg ákvörðun um styttingu á afgreiðslutíma áfengis á veitingastöðum, en lenging þessa afgreiðslutíma var fyrir nokkrum árum, þegar hún fyrst kom til framkvæmda talin hafa þann kost að afskiptum lögreglu af ölvun í heimahúsum minnkaði. Hér skal þó ekkert fullyrt um hvort þessi ráðstöfun skili eftir sem áður já- kvæðum árangrí. Það mun koma í hlut löggæslumanna að bera um í fyUingu tímans. Og vissulega ber að hafa það sem að bestu manna yfirsýn virðist stefna til framfara. Garrí Skotspænir mannúðarpostula Fréttastofa ríkishljóðvarpsins er mikil mannréttindastofnun og tek- ur sér iðulega í munn orðið hatur þégar tiifinningaheitir fréttamenn þurfa að gera skil á réttu og röngu, en þeir hafa étið af skilningstrénu og fara létt með að túlka hinn rétta málstað með orðavali sem sýnir ótvírætt hverjir eru vondu og hverjir góðu karlarnir, eins og öll góð hollywoodbíó gera. Það er að segja þegar verið er að túlka at- burði þar sem réttlætið allt er aðeins á einn veg. Samkvæmt útvarpsfréttum stendur nú yfir ráðstefna í Kaup- mannahöfn um vandamál flótta- manna í Evrópu. Fréttamaður hljóðvarps sendir beint af staðnum. f hádegisfréttum í gær var tíund- að frá ráðstefnunni að ríkisstjórnir Evrópu vildu ekki taka við fleiri flóttamönnum en þegar eru komnir í álfuna og hírast margir í flótta- mannabúðum við kröpp kjör. Helst var á útvarpi að heyra, að vandamál flóttamannanna væru evrópskir ráðamenn, sem gerðu þeim lífið leitt með því að taka ekki viðstöðulaust við fólki hvar- vetna úr heimi og leiða það að kjötkötlum velferðarinnar í Norðurálfu. Ömurlegt hlutskipti Síst skal úr því dregið að vanda- mál flóttamanna eru mikil, hvort sem í er í Evrópu eða annars staðar. Þeir búa við öryggisleysi, stöðugan ótta við að verða sendir til baka og kvíða fyrir framtíðinni. Ekkert er eðlilegra en að fólk úr vesældarlöndum ráðalítilla og gjör- spilltra harðstjóra leiti þangað sem von er um betri framtíð sjálfum sér og afkomendunum til handa. En því eru takmörk sett hve lengi er hægt að taka við innflytj- endum og hafa því flest ríki sett einhverjar skorður við hve mörg- um þegnum annarra ríkja er tekið. Víðast hvar í heiminum eru mun strangari og einstrengingslegri tak- markanir á innflutningi fólks en í Vestur-Evrópu og Norður-Amer- íku. Þeir gríðarlegu þjóðflutningar sem nú standa yfir í heiminum eru að mestu eða öllu leyti stjórnlausir. En orsökin er oftast svipuð. Misk- unnarlausir harðstjórar og her- hlauparar hrekja fólk úr löndum sínum og það lendir á vergangi. Hinir svokölluðu pólitísku flótta- menn bera að þeir eigi fangelsi og dauða yfirvofandi ef þeir snúa til baka til ættlanda sinna og ef satt er hlýtur að vera samviskumál að reka þá sem þannig er komið fyrir út í opinn dauðann heima hjá sér. En grunur leikur á að langflestir flóttamanna séu einfaldlega að leita betri lífsafkomu í þróuðum löndum og er það mjög skiljanlegt og síst til að lasta. Þrátt fyrir allt En sú afstaða margra, svo sem- fréttastofa, að vandamál flótta- fólks og annarra þeirra sem í þjóðflutningum standa, séu rfkis- stjórnir og innflytjendayfirvöld í Vestur-Evrópu, er hláleg, heimskuleg og hættuleg. Stjórnendur þeirra landa sem fólkið hrekst frá eru nefnilega gerðir stikkfrí. Sjálfskipaðir mann- úðarpostular Vesturlanda gera aldrei neinar kröfur til ríkisstjórna og ráðamanna þeirra ríkja sem hrekja þegna sína úr landi og hóta þeim svo dauða og djöfli ef þeir voga sér að snúa heim. Frá reglunni er aðeins ein undan- tekning. Það er Pinochet í Chile. Hörmungar flóttamanna frá því landi eru honum að kenna. Annars eru allir óþverrar í valda- stólum heimsins fríkenndir af því að hrekja eigin þegna úr landi en stjórnum Vestur-Evrópu og Norð- ur-Ameríku úthúðað fyrir að taka ekki endalaust við hrakningsfólki, sem valdhafar annars og þriðja heimsins dæma úr leik. Ráðstefna eins og sú sem nú er haldin í Kaupmannahöfn er í skásta lagi til þess fallin að auka við þann kvóta sem ríki Norðurálfu taka við af fólki frá löndum sem stjórnað er af fólki þeirrar gerðar, að það þykist enga ábyrgð þurfa að taka á jregnunum og engar skyldur hafa gagnvart þeim. Erfiðustu vandamál einhverra einstaklinga verða ef til vill leyst, sem leiða af sér enn aukna þjóð- flutninga. Á hinum hrikalegu flóttamanna- vandamálum er engin lausn önnur en sú, að fylgja þeirri kröfu til sigurs að engri stjórn líðist að hrekja fólk úr eigin löndum með óstjórn og harðræði. Það eru aðilarnir sem mannúðar- samtök og siðapostular fréttastofa eiga að beina geirum sínum að fremur en þeim sem þrátt fyrir allt stjórna af meiri mannúð og réttlæti en þekkist annars staðar á heims- kringlunni. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.